Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 133. TBL. 88. ARG. SUNNUDAGUR 11. JUNI2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Assad Sýr- landsfor- seti látinn HAFEZ al-Assad, forseti Sýrlands, lést í gær. Andlátið var tilkynnt í sýr- lenska sjónvarpinu um þrjúleytið í gær. Þegar hófust vangaveltur um að sonur Assads, Bashir al-Assad, myndi taka við af honum. Á CNN sagði Bandaríkjastjórn hefði verið látin vita, en Assad og Bill Clinton Bandaríkjaforseti ræddust við í mars. Sýrlending- ar lýstu á mið- vikudag yfir því að þeir vildu hefja friðarviðræður við ísraela að nýju, en sagt var að landa- kröfur þeirra væru óbreyttar. Frétta- skýrendur töldu að fráfall Assads myndi hafa í för með sér óvissu í frið- arumleitunum í Miðausturlöndum. Assad var forseti Sýrlands frá 1971 og sögðu fréttaskýrendur að fráfall hans myndi hafa áhrif á friðarumleit- anir fyrir Miðausturlönd. Hann fæddist árið 1930 og var af fátæku fólki. Sýrland tapaði Gólan- hæðum í hendur ísraela í sex daga stríðinu 1967 þegar hann var varnar- málaráðherra. Assad þótti miskunnarlaus leiðtogi og árið 1982 lét hann herinn myrða 10.000 manns í borginni Hama eftir að uppreisnarsamtók höfðu náð þar fótfestu. ----------*~H---------- Morðið á Martin Luther King Engar vís- bendingar um samsæri Washington. Reuters. BANDARÍSKA dómsmálaráðu- neytið hefur tilkynnt að engar örugg- ar vísbendingar hafi fundist um að samsæri hafi verið á bak við morðið á baptistaprestinum og blökkumanna- leiðtoganum Martin Luther King ár- ið 1968. King var myrtur í Memphis í Tenn- essee 4. apríl 1968 eftir að hafa leitt baráttuna gegn aðskilnaði og mis- munun kynþátta í Bandaríkjunum. Dómsmálaráðuneytið birti á fóstu- dag niðurstöður tæplega 18 mánaða rannsóknar á morðinu, sem hafin var að beiðni fjölskyldu Kings. Hún hafði dregið í efa að James Earl Ray, sem var dæmdur í 99 ára fangelsi fyrir morðið, hefði verið einn að verki. Eþíópíumenn hefja nvja sókn í Erítreu Addis Ababa. Reuters. HER Eþíópíu hóf í gær nýja sókn í grannríkinu Erítreu, nokkrum klukkustundum eftir að Erítreu- menn sögðust hafa samþykkt áætlun Einingarsamtaka Afríku (OAU) sem miðar að því að binda enda á tveggja ára landamærastríð rfkjanna. Eþíópíuher hóf sókn nálægt erítr- esku bæjunum Guluj og Tesseney „samkvæmt fyrirmælum um að bregðast hart við ögrandi árásum Erítreuhers," sagði talsmaður eþíóp- ísku stjórnarinnar, Selome Taddes- se. Að sögn stjórnvalda í báðum ríkj- unum geisa einnig harðir bardagar í grennd við erítresku hafnarborgina Assab þar sem Eþíópíuher hóf „alls- herjarsókn" í fyrradag. Hernaðaraðgerðir Eþíópíumanna kynda undir efasemdum um að þeir séu tilbúnir að friðmælast við grann- ríkið þótt þeir hafi lýst því yfir í vik- unni sem leið að stríðinu væri nánast lokið. Erítreumenn tilkynntu seint í fyrrakvöld að þeir hefðu samþykkt vopnahléstillögur Einingarsamtaka Afríku eftir friðarviðræður í Alsír. Eþíópíumenn höfðu hins vegar ekki tekið afstöðu til tillagnanna í gær. Utanríkisráðherra Erítreu, Haile Woldensae, sagði að samkvæmt til- lögunum ættu Eþíópíumenn að flytja hermenn sína í Erítreu yfir landa- mærin eins og þau voru áður en átökin hófust 6. maí fyrir tveimur ár- um. Alþjóðlegt friðargæslulið yrði einnig sent að landamærunum, sem eru 1.000 km löng, eins fljótt og auð- ið væri. Sameinuðu þjóðirnar áætla að 750.000 Erítreumenn hafi flúið af átakasvæðunum. Hungursneyð vofir einnig yfir tíu milljónum íbúa land- anna tveggja vegna þurrka og mat- vælaskorts, sem m.a. er raMnn til stríðsins. LANGTIMASJONARMIÐ ERU GRUNDVALLARATRIÐI 5 ð^- - \ Ul o 3 Ja-**V7> "V;. hw Z Z 3 2^t «< Tækifærin 30 eru alstaðar Morgunblaðið/Jón Páll Vilhelmsson Geysir minnir ásig GEYSIR í Haukadal gaus tvívegis í fyrrindtt, fyrst klukkan tvö og aftur klukkan sjö í gærmorgun, að sögn Þdris Sigurðssonar, sem hefur haft yfinunsjón með hvernum og þekkir hann manna best. Þórir sagði að þetta hefðu verið smáskvettur en engin vatnssúla eða gufugos. „Það er eðlilegt að hann skvetti aðeins úr sér eftir gos," sagði hann. Þórir fdr í morgun og lokaði raufinni sem opn- uð var fyrir gosið á fimmtudag og því eru minni 1 íkur á gosi en áður. Geysir minnti rækilega á sig á fimmtudag, þegar gos var kallað fram í hvernum. Eftir langa bið kom gosið dvænt og átti fdlk fdtum fjör að launa. Fjöldi manna stdð um- hverfis hverinn og beið gossins, þeg- ar Geysir tdk að skvetta upp vatns- gusum og sjdðheitt hveravatnið flæddi upp úr gígskálinni í átt að áhorfendum. Fdikið hrökklaðist undan og eldri maður fféll niður í klettunum neðan við hverinn og heitt vatnið brenndi fdtleggi hans. Auk þess hlutu tveir aðrir brunasár á fdtum við að stíga ofan í brennheitt vatnið á fidttanum undan gosinu. MOHGUNBLAÐIÐ 11. JÚNÍ 2000 690900"090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.