Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Skemmtiferðaskipið Monte Carlo statt í hafsnauð. Til bjargar eru komin varðskipið Týr og pólska skipið Wodnik, auk björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar. Kæru- leiðin er ekki fær Sleipnis- mönnum SLEIPNISMÖNNUM er ekki fært að kæra úrskurð sýslumann- sins í Reykjavík um lögbann á að- gerðir félagsins gegn starfsmönn- um Teits Jónassonar ehf. og Austurleiðar, að því er Jakob R. Möller, lögmaður Teits Jónassonar og Austurleiðar, segir í samtali við Morgunblaðið. Haft hefur verið eftir forráðamönnum Sleipnis að þeir hygðust þegar eftir helgi kæra úrskurðinn en Jakob segir gerðarþola, þ.e. Sleipni, enga kæruleið eiga í svona máli nema með samþykki gerðarbeiðandans. „Lögbann er bráðabirgðaaðgerð sem gerðarbeiðandi fær lagt á gegn því að setja tryggingu fyrir því tjóni sem gerðarþoli kunni að verða fyrir,“ segir Jakob. „Ef sýslumaðurinn hefði hafnað því að setja lögbannið hefði gerðarbeið- andi getað krafist þess að þvf yrði vikið til héraðsdóms. Gerðarþoli á hins vegar enga kæruleið nema með samþykki gerðarbeiðanda." Jakob leggur áherslu á að það sé vegna þess að hér sé um bráða- birgðaaðgerð að ræða sem Sleipnir eigi enga kæruleið. Gerðarbeið- andinn, þ.e. Teitur Jónasson ehf. og Austurleiðir, verði hins vegar innan viku frá því að lögbann var lagt á að höfða mál fyrir héraðs- dómi til staðfestingar lögbanninu. Þar fyrst verði skorið úr því hvort hin efnislegu skilyrði fyrir lög- banninu hafi verið fyrir hendi. Bídl, #ríi*n»M*íf, Pbstosbep, FreeHand *#a 3D StuHio MUf '''1 rjíldl iíoiIuUi I boðl I Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Margmiðlunar- skólanum. SKÓLASKIPIÐ Sæbjörg var í aðal- hlutverki sem skemmtiferðaskipið Monte Carlo í vettvangsæfingunni Samvörður 2000 sem höfst um kl. 9.15 úti í Faxaflóa í gærmorgun, en á fjórtánda hundrað manns frá sjö löndum tekur þátt í æfingunni. At- burðarásin í æfingunni fjallar um björgun í hafsnauð og er gengið út frá því að Monte Carlo hafi lent í ásiglingu úti fyrir Horni á Vestfjörð- um og að bjarga þurfí 300 manns úr skipinu og af nærliggjandi strönd. Mikið var um að vera í nágrenni Reykjavíkurhafnar í tengslum við æfinguna. Uti á hafi gat að líta, auk Monte Carlo, varðskipið Tý, danska herskipið Vædderen ogpólska skip- ið Wodnik sem öll voru komin til að bjarga fólki af skemmtiferðaskip- inu. Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru einnig á slysstað, flugvél Land- helgisgæslunnar sveimaði yfir í Ieit að slösuðum sem kynnu að hafa komist til lands og á sama tíma fór fram undirbúningur á bráðamót- töku í landi fyrir slasaða. Byijað hafði verið á því um morg- uninn að flytja ýmsan nauðsynlegan björgunarbúnað á slysstað enda Ilonistrandir afskekktur staður og gengið út frá því að aðstæður á slysstað væru erfiðar. Ibúar Grafar- vogs gátu því orðið vitni að því þeg- Fallhiífarstökkvari slasaðist í lendingu ar rússnesk herflutningaflugvél flaug yfir Geldinganes og varpaði þar niður neyðarspítala í fallhlífum. Átta rússneskir fallhlffamenn fylgdu spitalanum og þegar til jarð- ar var komið gerðu þeir hann kláran fyrir frekari flutning. Það var siðan ein af Chinook- flutningaþyrlum þjóðvarðliðs Nevadaríkis í Bandaríkjunum, sem hingað var flutt sérstaklega vegna Samvarðar, sem flutti spftalann áfram út í Saltvík þar sem komið var fyrir hjúkrunaraðstöðu fyrir slas- aða. Gert var ráð fyrir að Samvörður stæði í allan gærdag og í dag átti síðan að æfa frekar tiltekin atriði björgunaraðgerðanna. STÖÐVA varð æfinguna Samvörð- ur 2000 í um tíu mínútur rétt fyrir klukkan 11 í gærmorgun þegar fall- hlífarstökkvari vankaðist í Saltvík. Hjá Almannavörnum ríkisins fengust þær upplýsingar að fallhlíf- arstökkvarinn væri flugbjörgunar- sveitarmaður, sem hefði lent harka- lega. Hafnaði hann ofan í skurði eftir að vindurinn hafði hrifið hann og hann dregist með fallhlífínni. Að sögn Landhelgisgæslunnar leit út fyinr að flytja þyrfti manninn með þyrlu og var æfingin stoppuð örstutt, en þegar til kastanna kom þurfti ekki á þyrlunni að halda. Að sögn Friðþórs Eydal, tals- manns varnarliðsins, var maðurinn ekki alvarlega slasaður og hlaut hann bestu hugsanlegu aðhlynn- ingu á slysstað enda var verið að flytja hjúkrunargögn og færanleg- an neyðarspítala út í Saltvíkina í tengslum við Samvörð. Rússneskur neyðarspítali festur í bandarfska Chinook-þyrlu. 91 þúsund manns hafa skráð sig í Eyrarsundshlaupið 139 Islendingar eru meðal þátttakenda 139 íslendingar hafa skráð sig til þátttöku í Eyrarsundshlaupinu sem fram fer á morgun, annan dag hvíta- sunnu. Rösklega 91 þúsund mannns hafa skráð sig í hlaupið og verður það því fjölmennasta hálfmaraþon í heimi að sögn aðstandenda þess. Eyrarsundshlaupið er hápunktur- inn í stórfenglegri vígslu Eyrar- sundsbrúarinnar sem tengir nú saman Danmörku og Svíþjóð og verður opnuð almennri umferð eftir þrjár vikur. Brúin er gríðarlegt mannvirki og samanstendur það af neðansjávargöngum, miklum upp- fyllingum úti á Eyrarsundi og sjálfri brúnni. Hálfmaraþon er alls 21 kílómetri að lengd. Hiaupið verður frá Dan- mörku, nánar tiltekið frá Kastrup- flugvelli á eyjunni Amager, yfir Eyr- arsund og til Málmhauga í Svíþjóð. Fyrst verða hlaupnir fjórir kfló- metrar í neðansjávargöngum, síðan fjórir kflómetrar á manngerðu eyj- unni Piparhólma (Pepperholm), þá átta kílómetrar á sjálfri brúnni og að lokum fimm kflómetrar Svíþjóðar- megin, samtals 21 kflómetri. Hæðar- munur verður töluverður í hlaupinu þar sem göngin liggja lægst 20 metra undir hafsbotni en hæst rís brúargólfið 70 metra yfir sjávarmáli. Svíar langíjölmennastir Þátttaka í hlaupinu hefur farið fram úr björtustu vonum aðstand- enda þess og hefur flókin skipulagn- ing staðið yfir árum saman. M.a. er talið vonlaust að ræsa svo marga hlaupara samtímis og verða þeir því ræstir í 1.000-1.500 manna hópum á nokkurra mínútna fresti frá kl. 9-17. Þrjátíu þátttakendur í hjólastólum munu hefja hlaupið. Rösklega 91 þúsund hlauparar frá 48 löndum hafa skráð sig í hlaupið. Svíar eru fjölmennastir, vel á sjötta tug þúsunda, en talið er að rúmlega tuttugu þúsund Danir muni hlaupa. Af erlendum þátttakendum eru Þjóðverjar fjölmennastir eða rúm- lega þrjú þúsund og síðan koma Hol- lendingar og Norðmenn. íslending- ar eru í sjöunda sæti með 139 þátttakendur, litlu færri en Bretar en þaðan koma 167 hlauparar. Andri Þór Valgeirsson Drengur- inn er enn ófundinn TÓLF ára gamall drengur, sem lög- regla lýsti eftir á föstudag, var enn ekki kominn í leitirnar í gær. Dreng- urinn heitir Andri Þór Valgeirsson og er síðast vitað um ferðir hans um klukkan 15.00 mónudaginn 5. júní. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Andra eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. I I I r 1 'i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.