Morgunblaðið - 11.06.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.06.2000, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 99 Sár, aUmóður en ekM dauður66^:^ a? a? 0. ' c &? Björu Grétar rekbin frá VMSÍ í dag. Hafði - Bjöm Grétar er enn þá formaður, segir Pétur Sigurðsson Og fæ borgað fyrir það. i mmm&m \) Mosfet 45 Stærsti Mosfet utgangsmagnari sem vöi er á í dag 4x45W. Kostir Mosfet eru línulegri og minni biögun en áður hefur þekkst. 2)MARCX Nýjasta kynslóð utvarps- móttöku, mun næmari en áður hefur þekkst. 3j) MACH 16 Ný tækni í RCA (Pre-outj útgangi sem tryggir minnsta suð sem völ er a. 4j Octaver Hljoðbreytir sem aösx.iur bassann. Pioneer er tyrsti Díltækjaframleiðandinr sem býr yfir þessari tækní, sem notuð er af hljóðfæraframleiðendum. 5y EEQ Tónjafnari sem gefur betii hljóðmöguleika. a einfaldan hátt. 5 forstilltar tónstillingar. DEH-P3100-B w • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW |,úp f • 24 stööva minni • BSM • Laus framhlið • RCA útgangur • klukka • Pjófavörn • Loudness þrískíptur §|ljL jCU. A/f / T" >/ /f l ÁV sem skapa Pioneer afdráttarlausa sérstöðu DEH-P3100 • 4x45 magnarí • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laus framhlið • RCA útgangur • Klukka • Pjófavörn • Loudness þrískiptur Setjum tækið í bílinn þér að kostnaðarlausu J Framættir Islendinga Rit Sigurgeirs Þorgrímssonar Ut er að koma bókin Framættir fslend- inga eftir Sigur- geir Þorgrímsson BA sagnfræðing og ættfræð- ing. Ritstjóri er Theódór Árnason verkfræðingur. Guðlaugur Tryggvi Karls- son hefur annast umsjón með verkinu fyrir hönd Há- skólaútgáfunnar. „Forsaga að útgáfu þess- arar bókar er að Sigurgeir hafði frá æskudögum safn- að miklu efni um framættir íslendinga. Honum entist þó ekki aldur til að gefa út þetta verk, sem er lang- stærsta verk hans,“ sagði Guðlaugur Tryggvi. - Hvenær hóf Sigurgeir störf við ættfræðiupplýs- ingasöftiun? „Við Sigurgeir vorum nánir vin- ir og skólabræður úr bamaskóla þar sem Jón Þórðarson kenndi okkur sögu á svo lifandi hátt að áhugi okkar beggja vaknaði á efn- inu, en Sigurgeir var þó öllu áhugasamari um ættfræðina. Hann varð skömmu síðar, enn í grunnskóla, landsþekktur í þátt- um Sveins Ásgeirssonar fyrir þekkingu á miðaldaættum nor- rænna manna. Auk þess sem hann vissi allt mögulegt um Evrópuætt- ir. Markviss söfnun að þessu verki sem nú kemur út hófst upp úr 1960. Ég hitti Sigurgeir á götu og minnist á það við hann að gaman væri íyrir mig að þekkja eitthvað til ættmenna minna látinna. Svo fór ég tii náms í Bretlandi en þegar ég kom aftur hringdi Sigurgeir og spurði hvort ég ætlaði ekki að nálgast upplýsingar sem ég hefði einu sinni minnst á. Ég fór til hans og þar beið mín þykkur bunki í 1415 greinum, allt upp í 60 liði hver grein, þar sem ættum mínum voru gerð rækileg skil, ásamt ættum ís- lendinga og Evrópumanna mið- alda. Þetta er stofninn að bókinni Framættir íslendinga sem nú er að koma út.“ - Og ert þú sæmilega ættaður Tryggvi? „Jú, ég vissi að íslendingar voru af konungaættum Norðurlanda gegn um landnámsmennina, hitt vissi ég ekki fyrr en Sigurgeir sýndi mér það að þessir víðförlu víkingar, forfeður okkar,höfðu tengt okkur svo rækilega með ferðalögum um Evrópu við álfuna að við Islendingar erum náfrænd- ur allra konunga-og höfðingjaætta álfunnar frá miðöldum. Þar má nefna Karlamagnús, sem stofnaði viðfeðmasta ríki Evrópu fyrr og síðar árið 800 og valdi sem höfuð- borg borgina Achen og eru París- arbúar ekki enn búnir að fyrirgefa honum það. Hann er forfaðir allra konunga- og höfðingaætta Evrópu síðan. Þá má frægan telja Alfreð mikla, konung Engilsaxa, en hann er nánast ættfaðir allra konunga Englendinga og þeirra sem rekja ættir sínar til höfðingjaætta Breta, þar á meðal menn á borð við Bill Clinton og Tony Blair. _________ Þessi öðlingar eru því frændur Islendinga. Þá má nefna Pipin konung Ítalíu og má öruggt telja að ítölsku konung- aættimar standi ætt- fræðilega á herðum rómversku keisaranna. ■■ Auk annarra forfeðra Islendinga um álfuna má nefna Mieszko I. af Póllandi, sem sameinaði Pólland, og Boleslav I. hertoga af Bæheimi, en sú ætt stjómaði Bæheimi öld- um saman og gerir líklega enn. Ef við vippum okkur norðar þá er Eiríkur sigursæli, sem sameinaði Guðlaugur Tryggvi Karlsson ► Guðlaugur Tryggvi Karlsson fæddist í Reykjavík 9. september 1943. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963 og stundaði nám eftir það í sagnfræði við Háskóla Islands en fór svo til hagfræðináms til Manchester þar sem hann lauk prófi í þeirri grein frá Victoríu- háskólanum. Guðlaugur Tryggvi hefur starfað m.a. hjá Hagstofu íslands Efnahagsstofnun og Vegamálaskrifstofunni en síð- ustu 27 ár hjá Háskóla íslands. Auk þess hefur hann starfað sjálfstætt sem blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður. Hann er kvæntur Vigdísi Bjamadóttir deiidarstjóra hjá Skrifstofu for- seta Islands og eiga þau tvö upp- komin börn og einnig á Guðlaug- ur Tryggvi tvo syni frá fyrra hjónabandi. Islendingar náfrændur allra konunga- og höfðingja- ætta Evrópu frá miðöldum Svíþjóð, náttúrlega forfaðir ís- lendlnga. Valdimar sigursæli Danakonungur, sem sameinaði Danmörku, og Haraldur hárfagri eru og forfeður íslendinga og eru það nokkuð ótrúlegar fréttir. Von- andi gleðja þær þó landann þótt á þorranum séu margir textar sem sungnir eru ekki beinlínis til þess að víðfrægja þessa voldugu en áð- ur, sem slíka, okkur óþekktu ætt- feður. Þá má nefna Þorstein rauð Ólafsson Skotakonung og Ólaf trételgju Ingjaldsson, konung Svía og forfeður hans Svíakonunga í tuttugu liði, allir í beinan karllegg og konunga írlands í jafnmarga liði.“ - Hvar gróf Sigurgeir þetta allt upp? „Sigurgeir var vel kunnur ritum Snorra Sturlusonar sem bæði skrifaði sögu Noregskonunga, Heimskringlu og Karlamagnús- sögu. Hann var besti vinur margra helstu ættfræðinga Islendinga sem allir dáðu hann.“ - Hvað getur þú sagt okkur fleira um Sigurgeir? „Hann fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1943. Faðir hans, Þor- grímur stöðvarstjóri hjá BSR, var _________ frá Deild í Fljótshlíð en móðir hans Ingibjörg er systir séra Helga Sveinssonar í Hvera- gerði sem var faðir Hauks Helgasonar rit- stjóra. Bræður Sigur- geirs eru Sveinn verk- .. fræðingur og Magnús sálfræðingur. Sigurgeir var ákaf- lega félagssinnaður, stórriddari Stórstúku íslands, stofnandi íþróttafélags fatlaðra og formaður um tíma, söng í Fílharmoníunni og starfaði í Sjálfstæðisflokknum. Þá ferðaðist hann um veröld víða. Hann lést í Reykjavík 8. júlí 1992.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.