Morgunblaðið - 11.06.2000, Side 20

Morgunblaðið - 11.06.2000, Side 20
20 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ U mh ver físlista- verk afhjúpuð Akrancs. Morgunblaðið. Á DÖGUNUM voru afhjúpuð sjö umhverfislistaverk á Akranesi sem staðsett eru við sjávarsíðuna. Þessi listaverk tengjast „sjávarlist" sem er dagskrá um menningu og listir. Þessi dagskrá er samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. Tvö listaverkanna eru staðsett við Langasand og er annað þeirra eftir Auði Vésteinsdóttur og nefnist „Á floti“. Hitt er eftir Helenu Guttorms- dóttur og nefnist „Liðinn tími“. Á opnu svæði við Leyni, rétt innan við Dvalarheimilið Höfða, eru tvö lista- verk. „Veðrafiskar" eftir Marlies Wechner og „Himnaríki" eftir Jón- ínu Guðnadóttur. Við Elínarhöfða enj þrú verk. „Tálbeitan" eftir Bjarna Þór Bjarnason, „Veiðar“ eft- ir Philippe Ricart og „Sæti“ eftir Guttorm Jónsson. Allir listamennirnir eiga það sam- merkt að vera annaðhvort uppaldir á Akranesi eða búa þar í dag. Oll verk- in segja sögu sem tengist sjávarút- veg með einhverjum hætti. Á Akra- nesi var einn fyrsti vísirinn að sjávarþorpi á íslandi og þar hefur verið skipulögð útgerð frá sautjándu öld. Veiðar, vinnsla og sala á sjávar- afurðum hafa verið ein meginuppi- staðan í afkomu bæjarbúa um aldir. Ymsar tækninýjungar í sjávarútvegi tengjast Akranesi í gegnum tíðina og má þar nefna hliðarskrúfu, kraft- blökk, síldardælu og karfaveiðar svo nokkuð sé nefnt. Fjölbreytt dagskrá á næstunni Ymsir fleiri viðburðir sem tengj- ast þessari dagskrá hafa verið í gangi og verða út árið. Þar má nefna leiklist, tónlist, listaverkasýningar og síðar í sumar verður m.a. kristni- tökusýning með írsku ívafi, sýning í tilefni 70 ára afmælis Akraneshafnar og kortasýning á vegum Landmæl- inga ríkisins. Þá munu ýmsir lista- menn sýna verk sín. Himnaríki eftir Jónínu Guðnadóttur. Aðalfundur Félags um Listaháskóla Islands UM þessar mundir eru fimm ár liðin frá stofnun Félags um Listaháskóla Islands. Þessa verður minnst á aðal- fundi félagsins sem haldinn verður 14. júní nk. kl. 20.00 í sal Listahá- skólans í Laugarnesi. Myndlistar- deild Listaháskólans tók til starfa sl. Haust og á hausti komanda bætist leiklistardeild skójans við. Tónlistar- deild mun væntanlega taka til starfa árið 2001 eða 2002. Á aðalfundinum mun nýr deildarstjóri leiklistardeild- ar, Ragnheiður Skúladóttir, segja frá undirbúningi að starfi hinnar nýju deildar skólans. . Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Tálbeitan eftir Bjarna Þór Bjarnason. Á floti eftir Auði Vésteinsdóttur. Dans stöðumæl- anna á geisladiski KOMINN er út geisladiskur- inn Dans stöðumælanna. Á diskinum eru lög eftir Ingva Þór Kormáksson sem samin hafa verið við ljóð skálda sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Tónlistin er lag- rænt popp með tilvísunum í brasilíska bossanova-tónlist, djass, vísnatónlist og salsa- tónlist. Þau skáld sem eiga ljóð á diskinum eru Hannes Sigfússon, Snorri Hjartarson, Anton Helgi Jónsson, Einar Ólafsson, Kristín Ómarsdótt- ir, Hrafn A. Harðarson, Gunnar Dal, Þóra Jónsdóttir, Pjetur Hafstein Lárusson, Friðrik Guðni Þórleifsson, Oddur Björnsson, Magnús Gestsson, Emma Hansen, Þórhallur Þórhallsson, Úlf- hildur Dagsdóttir, Jón Björnsson og Michael Pollock. Að geisladisknum stendur hópur flytjenda sem kallar sig Ljóðabrot. Þetta er annar geisladiskurinn sem gefinn er út undir því nafni og kom sá fyrri út 1990. Þetta er hins vegar áttundi geisladiskurinn/ breiðskífan sem hefur að geyma tónlist eftir Ingva Þór Kormáksson. Diskurinn er seldur til styrktar Dauf- blindrafélaginu en útgáfan tengist í og með flutningi að- alsafns Borgarbókasafns í nýtt húsnæði í Tryggvagötu í ágústmánuði nk. Þrenning á tónleikum á Sýningnm lýkur Ljósaklif, Hafnarfirði Sýningu Steinu Vasulka, Hraun og mosi, í Ljósaklifi, vettvangi fyrir skúlptúr og umhverfislist, lýkur miðvikudaginn 14. júní. Sýningarrými Ljósaklifs er op- ið alla daga kl. 14-18. Sýningin er styrkt af menning- armálanefnd Hafnarfjarðar og menntamálaráðuneytinu. Gallerí Sölva Helgasonar Myndlistarsýningu Óla G. Jó- hannssonar í Gallerí Sölva Helga- sonar að Lónkoti í Skagafirði lýk- ur 11. júní. Yfirskrift sýningar- innar er Handanum dyntótta vinda og eru á henni sjö stórar nýjar blekteikningar. Varmárþingi KRISTJANA Helgadóttir þver- flautuleikari, Victoria Tsarevskaya sellóleikari og Iwona Jagla píanó- leikari koma fram tónleikum á Varmárþingi, menningarhátíð Mos- fellsbæjar, mánudagskvöldið 12. júní kl. 21 í Varmárskóla. Flutt verða verkin Extremes eftir Barböru Kolb, en það er frumflutn- ingur hér á landi, Villa-Lobos, The jet whistle og tríó eftir C.M. von Weber. Morgunblaðið/Ásdís Leikarar Þjdðleikhússins æfa Kirsuberjagarðinn. Tuminas æfir Kirsuberjagarðinn GAMANLEIKURINN Kirsuberja- garðurinn eftir Anton Tsékov verð- ur fyrsta frumsýningin á Stóra sviði Þjóðleikhússins í haust og hafa æf- ingar staðið undanfarnar vikur. Leikstjóri er Rimas Tuminas frá Litháen, höfundur leikmyndar er landi hans, Adomas Jacovskis, sem starfar nú í fyrsta sinn við Þjóðleik- húsið, höfundur búninga er Vytaut- as Narbutas og höfundur tónlistar Faustas Latcnas. Þýðandi er Ingi- björg Haraldsdóttir. Þetta er í fjórða sinn sem Rimas Tuminas setur upp við Þjóðleikhús- ið, en hann hefur áður sett upp Mávinn, Don Juan og Þrjár systur. Leikendur í Kirsuberjagarðinum eru Edda Heiðrún Backman, Ingv- ar E. Sigurðsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Sigurður Skúlason, Edda Arnljóts- dóttir, Valdimar Örn Flygenring, Brynhildur Guðjónsdóttir, Örn Árnason, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Randver Þorláksson og Róbert Arnflnnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.