Morgunblaðið - 11.06.2000, Page 29

Morgunblaðið - 11.06.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 29 Hvers vegna samræður vísinda og trúarbragða? Vilhjálmur Lúðvíksson Gunnar Kristjánsson BÆNDAFERÐIR KYNNA Spennandi haustferðir Þörf á „nýjum sið“ Tuttugasta öldin var mesta framfaraskeið tækniþekkingar og hagvaxtar sem mannkynið hefur upplifað. En jáfnframt var hún öld mestu grimmdarverka og blóðsúthellinga sem sagan getur um. Framundan blasa við glæstir möguleikar byggðir á enn nýrri þekkingu, m.a. á sviði lífvísinda. Miklar væntingar hafa vaknað en jafn- framt er spurt hvort sú þekking leiði til heilla eða ófarnaðar. Fjölgun mannkynsins, ásókn í auðlindir nátt- úrunnar og uppsöfnun og dreifing úrgangs- efna ógna tilvist mannsins á jörðinni. Mannkynið er þegar farið að hafa svo mik- il áhrif á náttúru jarðar að það gæti hugsanlega kollvarpað því brothætta jafnvægi sem ríkt hefur svo lengi sem tegundin „viti borinn maður“ hefur verið til. Framtíðin er þannig tvísýn. Vísindin eru mál alis mannkynsins en mis- munandi sjónarmið, hugmyndafræði - menn- ingarviðhorf, trúarbrögð og menntun skilur að menn og þjóðir. Þekkingu er beitt í marg- víslegum tilgangi þar scm sórstakir hagsmun- ir og mismunandi gildismat einstaklinga, fyr- irtækja og þjóða ræður ferðinni. Afleiðingin er oft svæðisbundin misskipting jarðargæða, átök um landrými, auðlindir, völd og við- skiptahagsmuni. En hnattvæðingin - hinn þungi straumur samtímans - setur menn og þjóðir í æ meira návígi. Örlög allra eru sam- tengd, hagsmunir eru samtvinnaðir. Við kom- umst ekki lengur hjá því að finna sameiginleg- an grunn til að lifa í sátt í smækkandi heimi. Vísindunum og trúarbrögðunum hefur bæði verið beitt til góðs og ills, en þau í öllum sín- um margbreytileika bera í sér sameiginlegan sannieiks- og vísdómskjarna sem hugsanlega má kristalla í leiðsögn til farsællar framtíðar, „nýjan sið“ handa nýrri öld. Víða um heim stendur umræða um þetta. Gagnkvæm virðing- Trú og vísindi snerta ólík svið í lífi mannsins. Til að einfalda málið mætti segja að vísindin snúist einkum um leit að aukinni þekkingu og beitingu hennar en trúarbrögðin séu sá vettvangur þar sem maðurinn glímir við tilvistarspurningar sem vakna með öllum mönnum. Það er ekkert nýtt að samræður fari fram um trú og vísindi. En nú virðist sem nýr áhugi hafi vaknað víða um heim. Ein megin- ástæðan er sú að menn sjá brýna þörf fyrir samvinnu trúarbragða og vísinda í ört breytilegum heimi. í trúarbrögðunum er fengist við trúarheimspeki- legar spurningar um það sem skiptir manninn mestu máli í þessu lífi, og þar er spurningin um tilgang lífs- ins efst á blaði, einnig er spurt um líf og dauða og um mörg grundvallaratriði í lífi einstaklinga og samfélaga. I trúarbrögðunum hefur maðurinn fund- ið merkingarbæra heildarmynd af tilvist sinni allri, auk þess sem þau mynda undirstöðu undir siðferðis- leg viðhorf og breytni einstaklinga og samfélaga. í þessum efnum þarf ekki að vera neinn árekstur við raunvísindin. Enda hafa virtir vísindamenn á öll- um sviðum ávallt verið framarlega í sveit þeirra sem ganga fram ( nafni trúarinnar. Og vísindainað- urinn hlýtur að fást við sams konar tilvistarspurn- ingar og aðrir. Raunvísindin sjálf vekja oft spurn- ingar um tilgang og merkingu þar sem svör liggja ekki á lausu auk þess sem siðferðislegar spurningar koma í vaxandi mæli inn á borð raunvisindamanns- ins. Trú og visindi hafa því afgerandi áhrif á allt sam- félag manna á þessari jörð. Þetta verður þeim mun augljósara þegar litið er til heimsins alls. Og hér er það ekki aðeins þekkingarlcitin sem málið snýst um eins og oft áður, heldur einnig sú viðleitni að efla mannúð og réttlæti um víða veröld, vernda lífríkið og varðveita frið milli þjóða. Fræðimenn á sviði trúarbragða og raunvísinda eru því óðum að átta sig á því að gagnkvæm virðing auðveldar þeim hið óhjákvæmilega: að finna leiðir til að starfa saman í sátt og samlyndi. Wales, Suður-England og London. Gist verður í Cardiff, Folkestone og London. Þetta er 11 daga ferð sem hefst 29. september og lýkur 9. október. tSuður-Þýskaland, Ítalía og Svartiskógur (í Þýskalandi). Gist verður í Ulm, Torbole við Garda- vatn (7 nætur) og loks í Oberkirch í Svartaskógi. Flogið til Frankfurt 10. október, heim 21. október. 3Gist tvær nætur á Norður-írlandi skammt frá Belfast og seinni tvær næturnar rétt fyrir vestan Dublin. Flogið til Dublinar 12. október og heim 16. október. 4Þýskaland, Ítalía, Frakkland, Svartiskógur. Flliðstæð ferð og ferð nr. 2. Flogið til Frankfurt 18. október og heim 28. október. SMoseldalurinn í Þýskalandi. Gist sjö nætur hjá vín- og ferðaþjónustubændum í Leiwen. Farið verður í ferðir frá Leiwen flesta daga. Flogið til Frankfurt 22. október og heim 29. október. Sameiginlegur kvöldverður er í öllum ferðum nema í Leiwen og síðustu þrjú kvöldin í haustferð 1 (London). Fjölbreyttar skoðunarferðir eru flesta daga og gisting á mjög góðum hótelum. Góðir fararstjórar verða með hópunum. Verð ferða er frá kr. 53.000 í kr. 86.600 Ef áhugi er fyrir hendi, þá er um að gera að flýta sér að hafa samband við Bændaferðir í síma 563 0300. Þið fáið allar upplýsingar um verð og ferðatilhögun. ^ J Fréttir á Netinu d^mbl.is £=ITTH\ZAíD A/ÝT7 Heimsþekktir framsögumenn Til ráðstefnunnar í júlí hafa boðað komu sína nokkrir heimsþekktir einstaklingar. Má þar kannski frægastan telja Jose Ramos Horta, Nóbelsverðlaunahafa frá Austur- Tímor, en auk hans verða þar Thom- as R. Odhiambo frá Kenýa, en hann er forseti Vísindaakademíu Afríku, Thierry Gaudin, sem er formaður ráðgjafanefndar frönsku ríkis- stjórnarinnar, sem fjallar um horfur á 21. öldinni, bandaríski trúarheim- spekingurinn Nancey Murphy, og danski guðfræðingurinn Niels Hen- rik Gregersen, varaformaður Evr- ópusambands vísinda- og trúfræði- rannsókna (ESSAT). Meðal inn- lendra framsögumanna verða Sig- rún Aðalbjarnardóttir prófessor, Ástríður Stefánsdóttir heimspek- ingur og læknir, og Páll Skúlason heimspekingur og háskólarektor. Dagskrá ráðstefnunnar er byggð upp í kringum fimm meginefni. Fimmtudaginn 6. júlí verður fjallað um tvö þeirra, sem nefnast „Tæki- færi og takmörk vísinda og trúar“ og „Eðli og tilgangur mannlífs“; föstudagurinn 7. júlí verður helgað- ur öðrum tveimur, sem nefnast „Framtíðarhlutverk vísinda og trúar í samfélagi manna“ og „Um- hyggja fyrir framtíð jarðar“. Laug- ardagurinn 8. júlí er fimmta og síð- asta efnið tekið fyrir, „Framtíðin og gæði lífsins". Höfuðstöðvar ráðstefnunnar verða í Háskólabíói, en sérstakir dagskrárliðir verða við Gvendar- brunna, í Svartsengi, á Þingvöllum, á Nesjavöllum og í Viðey, þar sem ráðstefnan verður sett, 5. júlí kl. 18.00, með þátttöku forsætisráð- herra og biskups íslands. Ráðstefnan fer fram á ensku. HÍTEC reu/ch Sundbolir Regnjakkar Reebok skór Barnaskór m/rh Fótboltaskór Útivistarjakkar Útivistarbuxur dcJckas ^SPEEDÖ^ Verö áður Verð nú 2.500-3.500 kr. 1.490 kr. 5.990 kr. 2.490 kr. 4-10.000 kr. 990-1.990 kr. 3.700 kr. 1.990 kr. 3.990 kr. 990 kr. 11.990 kr. 4.990 kr. 1 5.990 kr. 2.990 kr. 1 i Rccbok OZON GEAH Gott start fyrír sumaríð! Mikið úrval af íþróttagöllum, peysum, buxum, hlaupaskóm, sandöíum, regnjökkum, úlpum ofl. ofl. böltámaðQr'nn LAUGAVEGI 23 • SÍMI 551 5599

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.