Morgunblaðið - 11.06.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR11. JÚNÍ 2000 39
misst hefur pabba sinn, en þeir áttu
svo margt sameiginlegt. Það var svo
gaman að fara með pabba að veiða.
Svo fóru þeir líka saman til útlanda.
Það var svo gaman að fara með
pabba þangað. Kærleiksböndin
voru svo sterk á milli feðganna.
„Kærleikskeðja" var orð sem föð-
ursystir Villa notaði fyrir skömmu
síðan þegar við ræddum um börnin
okkar, en Villi var eitt af hennar
börnum. Þegar nefnt er orðið kær-
leikskeðja fer maður að hugleiða
hvernig þær eru samansettar. Hvað
er kærleikur? Kærleikur er eitthvað
gott, eitthvað unaðslegt sem umvef-
ur þann sem verður hans aðnjót-
andi. Kærleikurinn umber allt, hann
er hófsamur og umhyggjusamur.
Ast án skilyrða. Kærleikurinn teng-
ir ekki endilega karl og konu til hjú-
skapar, en traustum fjölskyldu- og
vinaböndum. Böndum sem rofna
ekki en ná út yfir gröf og dauða. Ef
tryggðin er í hávegum höfð er kær-
leikskeðjan í lagi. Söknuðurinn er
sár en minningarnar bjartar. Hugur
þeirra sem eftir lifa reikar aftur í
tímann til hugljúfra stunda og
ánægju sem meðlimir kærleikskeðj-
unnar áttu sameiginlega. A þessari
stundu reikar hugur minn aftur í
tímann til bernsku og æskuára
Villa. Þá átti ég fleiri stundir með
honum en eftir að hann varð upp-
kominn maður. Lítill indæll dreng-
ur, óspar á brosið. A seinni árum sá
ég hann stundum. Hann var þá sami
Villi, brosmildur og hlýr. Mér þótti
afskaplega vænt um þennan unga
frænda minn. Minningin liíir um
góðan dreng. Foreldrar Villa slitu
samvistum á bernskuárum hans.
Það fór svo að Villi fór í fóstur til
föðursystra sinna sem þá voru ekki í
festum. Þær voru honum ákaflega
góðar en það fór svo að önnur þeirra
fann fljótlega sinn rétta maka. Villi
fylgdi þeim og fór fljótlega að kalla
þau föður sinn og móður. Hann
hafði eignast tvenna foreldra. Hann
varð enn ríkari því fljótlega eignað-
ist hann tvö lítil fóstursystkini sem
honum þótti ákaflega vænt um.
Kærleikurinn var gagnkvæmur og
kemur fóstursystirin frá Danmörku
til að fylgja honum hinstu sporin en
þar er hún í langskólanámi. Sú sem
þetta ritar var þess aðnjótandi að
eiga fósturmóður Villa sem skóla-
systur en böndin styrktust enn meir
eftir að Villi kom til systranna og
eru mér eftirminnilegar allar sam-
verustundh' okkar, allt frá barnaaf-
mælum sem haldin voru fyrir Villa
til stúdentsútskrifta fóstursystkin-
anna. Aðalsmerki þessarar fjöl-
skyldu er samheldni, kærleikur og
tryggð. Eg og fjölskylda mín áttum
því láni að fagna að eignast þessa
fjölskyldu að vinum og höfum því
notið kærleika úr þessari kærleik-
skeðju sem nú missir einn hlekk við
fráfall Villa. Allt hefur sína afmörk-
uðu stund. Við ráðum engu þar um.
Lífið hefur sinn tíma. Sumir eru
skammlífir, aðrir fá langa ævidaga
og allt þar á milli. Allt er þetta í
hendi guðs eins og stendur í sálmin-
um „í hendi guðs er hver ein tíð“.
Þess vegna er mikilvægt að lifa líf-
inu þannig að maður fái sem mest út
úr því eins og hver dagur væri sá
síðasti. Það er sárt að missa náinn
ættingja og vin, enn þá sárara þegar
kallið kemur snöggt og enginn býst
við því. En svona er lífið, áföllin
gera ekki boð á undan sér. Sá sem
öllu ræður hefur lofað að gefa þeim
styrk og kraft sem eftir lifa. Því
megum við treysta undir öllum
kringumstæðum. Við fjölskyldan
viljum votta foreldrum, fósturfor-
eldrum, Ingvari Steinari og öðrum
ættingjum Villa okkar dýpstu sam-
úð. Guð blessi ykkur öll og minn-
ingu Villa. Ég lýk orðum mínum
með versi úr sálminum eftir Matt-
hías Jochumsson
I hendi guðs er hver ein tíð,
í hendi guðs er allt vort stríð,
hið minnsta happ hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið litla tár.
Hanna Kolbrún Jónsdóttir.
Villi frændi er dáinn. Fréttin af
óvæntu dauðsfalli Villa kallaði fram
sorg og söknuð en jafnframt ótal
minningar sem spanna þau rúmlega
þrjátíu ár sem við frændurnir áttum
samleið. 37 ár er ekki löng manns-
ævi og það snertir mann djúpt þeg-
ar ungt fólk manni nákomið hverfur
á brott svona óvænt.
Villi var aðeins einu ári yngri en
ég sjálfur og þar sem góður sam-
gangur var á milli fjölskyldna okkar
kynntumst við mjög ungir að árum
og þau frænda- og vinatengsl sem
mynduðust þá héldust alla tíð.
Fram í hugann streyma ótal
minningar af samskiptum okkar
frændanna í gegnum tíðina. Mínar
fyrstu minningar um Villa eru ein-
mitt af þeim sömu slóðum þar sem
hann átti síðar eftir að ljúka lífs-
hlaupi sínu. í bernskuminningum
mínum sé ég Villa fyrir mér inn á
Björgum, við Mikladalsá og í túninu
við Grýtu. Þessar minningar kalla
fram ljúfa strauma og einlæga gleði
þar sem ég minnist góðra og bjartra
tíma vestur á Patreksfirði.
í minningunni finnst mér eins og
það hafi alltaf verið sól á þessum ár-
um. Oftast var Siggi Pétur frændi
okkar með í leikjum okkar á þessum
árum, en við þrír frændurnir tengd-
ust góðum og traustum vinabönd-
um, sem héldust alla tíð, þó svo að
stundum liði langur tími á milli sam-
vista okkar, einkum hin síðari ár.
Eftir að Villi flutti til Reykjavíkur
kom ég í oft í heimsókn á heimili
Dísu frænku og Magnúsar og á
margar góðar minningar af sam-
vistum okkar Villa frá þeim tíma,
einkum frá árunum á Dragavegin-
um. Sumarið 1973 stendur upp úr í
minningunni, en þá fórum við
frændurnir saman í sumarbúðir
þjóðkirkjunnar í Skálholti, sem var
ógleymanlegur tími. A þeim tíma
fann ég hvað það var gott að eiga
traustan og góðan frænda. Aila tíð
síðan hef ég lært að meta enn frekar
þá einstöku mannkosti sem Villi
hafði til að bera, einlægni hans,
heiðarleika, trygglyndi og glað-
værð. Þegar ég hugsa til baka um
þá vini mína og kunningja sem hafa
í gegnum árin komið og farið, finnst
mér Villi alltaf hafa staðið þarna
eins og klettur. Trygglyndi hans,
jafnaðargeð og umburðarlyndi voru
mannkostir sem ég tel að hafi snert
alla sem honum kynntust. í öllum
okkar samskiptum fékk ég að njóta
þessara eiginleika og mannkosta
Villa og íýrir það er ég ævinlega
þakklátur.
Villi var mikill áhugamaður um
stangveiði. Það gladdi mig mikið
þegar Villi fékk „veiðibakteríuna“
því þar áttum við góða samleið. Ég á
margar ljúfar og góðar minningar
af samskiptum okkar af þeim vett-
vangi, ekki síst af ferðum okkar
norður á Strandir. Einlægur áhugi
Villa á veiðimennskunni hafði já-
kvæð og smitandi áhrif á mig og
aðra sem voru með í för.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um og ég lít yfir farinn veg, finn ég
fyrir þakklæti fyrir það tækifæri
sem mér var gefið að eiga samfylgd
með góðum frænda og vini sem var
kvaddur á brott frá okkur, að manni
finnst, allt of snemma. Huggunin
felst í þeirri trú að almættið hafi
sínar góðu og gildu ástæður og að
Villi sé á góðum stað þar sem hon-
um líður vel. Ég vil votta öllum sem
eiga um sárt að binda mína dýpstu
samúð.
Guð blessi minningu um góðan
dreng.
Ólafur Þór.
Elsku Villi, þegar mér var sagt að
þú værir farinn, ætlaði ég ekki að
trúa því og trúi ég því varla ennþá.
Við höfðum átt góðar stundir saman
dagana á undan og var þetta því
mjög snöggt. Við brölluðum alltaf
ýmislegt saman hér áður og áttum
eftir að bralla margt fleira. Þú varst
alltaf hress og kátur þegar eitt-
vhvað var um að vera.
Eg man þegar ég flutti suður, þá
bjó ég oft hjá þér þegar ég var í
landi og alltaf þegar ég hringdi í þig
af sjónum þá gátum við talað mikið
um fiskirí og veiðarfæri en þau voru
þitt fag, á því lék enginn vafi.
Ég man sérstaklega eftir fyrstu
veiðiferðinni okkar þegar við vorum
púkar á Patró, þegar við fórum inn í
Botn í útilegu, við fengum sinn-
hvom fiskinn og vorum að rifna úr
monti þó þeir væru nú ekki stórir.
En auðvitað var þetta sérstaklega
spennandi því þarna mátti ekki
veiða. Stundirnar í Grýtu hjá ömmu
á sumrin voru ógleymanlegar. Til
dæmis hjallaferðimar, skógræktin
uppi á Múla og fleira, en þetta væri
efni í heila bók ef ég héldi hér
áfram. Fyrsta utanlandsferðin okk-
ar sem var til Danmerkur með fjöl-
skyldunni þinni er mér ógleyman-
leg. Við bjuggum úti í kofa og þar
var nú ýmislegt brallað. Manstu
þegar við vorum þar tveir heima og
ákváðum að slá blettinn, hvað ná-
granninn varð argur.
Jæja, Villi minn, við ræðum þetta
og rifjum upp allt saman seinna og
meira til er við hittumst.
Villi minn, nú veiðir þú í Mikla-
dalsánni og gætir Grýtunnar vel!
Ingvari, Dísu, Magga, Hauk og
Eddu og öðrum aðstandendum
votta ég innilega samúð mína.
Þinn frændi,
Sigurður Pétur.
Kæri frændi. Ég þekkti þig
kannski ekki eins vel og ætla mætti
en það sem ég þekkti af þér var að-
eins gott.
Minningarnar streyma inn og það
fyrsta sem kemur upp í hugann er
góðmennska þín og örlæti.
Þú varst alltaf tilbúinn til að
hjálpa náunganum af fremsta
megni. Þú vannst svo mikið að ég er
hissa á að þú skulir hafa getað and-
að á milli vinnustunda.
Ég er fegin að þú skulir þó hafa
gefið þér tíma til að slaka á og njóta
síðustu vikna lífs þíns. Þér líður ef-
laust vel þar sem þú ert núna en
ekki gleyma að líta til okkar stöku
sinnum.
Orð Stefáns Hilmarssonar spilast
aftur og aftur í huga mér og ég vildi
að ég gæti gert þessi orð að veru-
leika:
Ef ég ætti
fieiri stundir, fleiri mínútur
fleiri orð, fleiri nætur
fyrir þig.
Þó að ævi,
geymi óteljandi sekúndur
þá er oft eins og tíminn svíki mig.
Ég mun ávallt minnast þín sem
einn besta frænda sem nokkur get-
ur óskað sér. Takk fyrir allt, ég mun
sakna þín.
Þín systurdóttir,
Erna Hlín.
„Sæl frænka." Það var bara einn
maður sem notaði þessa kveðju,
Villi frændi. Já, viðvera Villa varð
allt of stutt. Við Villi vorum á sitt
hvoru árinu, hann sex mánuðum
eldri en ég. Mín fyrsta minning um
Villa er á Langholtsveginum,
„gamla heimilinu“ eins og Villi kall-
aði það, ég um það bil tveggja ára og
hann þriggja. Það var skrítið að
eignast bróður allt í einu og örin eft-
ir afbrýðisemisklór lítillar frænku
til vitnis um það. Villi bjó hjá okkur í
nokkur ár eftir að foreldrar hans
skildu, frá okkur fór hann til móð-
ursystra minna Dísu og Öggu, en
þegar Dísa giftir sig Magga þá elst
Villi upp hjá þeim. Við flytjum vest-
ur þegar ég er sjö ára, eftir það kom
Villi í hverju fríi; sumarfríi, páska-
fríi, jólafríi og var hjá okkur, öm-
munum eða einhverju af frændfólk-
inu, móðurbræðrunum og
fjölskyldum þeirra. Við vorum svo
mörg í systkinabarnahópnum á
svipuðum aldri, enda lék Villi sér
mikið við frændur sína. Villi eignað-
ist einkasoninn Ingvar Steinar með
henni Kollu, þau bjuggu saman
stutta hríð en héldu alla tíð góðum
vinskap. Síðustu daga hafa runnið í
gegn um hugann minningarbrot frá
uppvexti okkar Villa, veiðiferðirnar,
sundferðirnar, útilegurnar, ferða-
lögin, það er svo margt sem kemur
upp í hugann og mér þykir vænt um
þessar minningar.
Við vorum samferða og góðir vin-
ir, þó að leiðir okkar lægju ólíkt
voru þær um margt líkar. Eg á eftir
að sakna Villa mikið, á milli okkar
var góður og mikill trúnaður og gát-
um við talað um svo að segja allt. Ég
hafði alltaf gaman af að hlusta á
hann segja frá Ingvari Steinari,
veiðiferð, námskeiði, vinnunni eða
ferðalögum. Villi var einn af þessum
mönnum sem eru með jafnaðargeð,
alltaf í góðu skapi, klettur. Margur
gæfi mikið fyrir að hafa þessa ró og
yfirvegun. Villi var ekkert að setja
sig á háan hest, hann var bara eins
og hann var. Hafði gaman af að
veiða, borða góðan mat, spila, lesa
Andrésblöð, hann var stoltur af
vinnunni sinni, af því að vera verk-
stjóri, af því að fara á verkstjóra-
námskeið, enda stóð hann sig vel í
starfi. Hann þóttist aldrei vera
meiri en hann var. Ég held að mér
sé óhætt að segja að við öll séum
enn í hálfgerðu losti yfir því að Villi
sé dáinn, hann var allt of ungur til
að deyja. Eins og Agnes frænka
sagði, „hvað með gamlárskvöld?"
Við eigum öll eftir að sakna hans,
hann var góður vinur okkar allra,
hann náði til okkar allra því það var
ekkert fals eða hégómi sem truflaði
samskipti hans við aðra. Dísa og
Maggi ólu Villa upp, Ingibjörg og
Óli, börn Dísu og Magga, voru
systkini hans. Samt var Villi barn
allra móðursystkina minna, öll
höfðu þau samskipti við hann. Það
má segja að á vissan hátt hafi Villi
verið barn fjölskyldunnar. Villi átti
eina alsystur, þrjár hálfsystur, einn
hálfbróður og þrjú fóstursystkini.
Hann hafði samskipti við þau öll, þó
einna mest Önnu systur sína. Þetta
var mjög flókið fjölskyldumynstur,
Haukur pabbi og Edda mamma,
makar þeirra og stjúpbörn komu
líka inn í. Við söknum hans öll, Villi
var góður strákur, til ykkar allra
sem eigið um sárt að binda langar
mig að senda ykkur kærar kveðjur.
Mig langar að senda mínar bestu
kveðjur til hans Ingvars Steinars en
samband þeirra feðga var mjög gott
og ég veit að þetta er mikill missir.
Þín frænka,
Guðrún Hlín.
Lífið tekur snöggum breytingum.
Góður vinur og veiðifélagi er
skyndilega horfinn á braut í blóma
lífsins. Vilberg Hauksson, eða Villi
eins og hann var nú alltaf kallaður,
varð bráðkvaddur þar sem hann var
í fríi á Patreksfirði.
Fyrstu kynni mín af Villa voru á
unglingsárunum þegar hann fluttist
í Alfheimana. Við urðum nágrannar
og bekkjarfélagar í Langholtsskóla.
Margt var brallað á þeim árum. Villi
var traustur vinur og alltaf til í að
rétta hjálparhönd ef til hans var
leitað.
Við Villi áttum snemma sameigin-
legt áhugamál sem styrkti vinskap-
inn. Þetta var stangaveiðin, sem
þróaðist í fluguveiði hin síðari ár.
Fluguveiðin var stór þáttur í lífi
Villa. Margir nutu góðrar leiðsagn-
ar hjá honum í þeirri íþrótt og þar á
meðal ég. Flugurnar sem hann
hnýtti bera vott um alúð þá sem
hann lagði í þetta áhugamál. Villi
var góður veiðifélagi og ferðirnar
sem við fórum saman eða með öðr-
um félögum eru orðnar margar,
bæði stuttar og langar. Villi var já-
kvæður og rólyndur að eðlisfari.
Þótt afli væri stundum rýr þá skipti
það ekki höfuðmáli, það gengur
bara betur næst var viðkvæðið.
Þessar ferðir eiga eftir að lifa í
minningunni.
Oft kom það fyrir að síminn
hringdi og Villi spurði: „Er kaffi á
könnunni?"
Fyrsti gestur á heimili mínu á
nýju ári var ævinlega Villi, það þótti
alveg sjálfsagt að hann birtist upp
úr miðnætti. Hann ræktaði vel sam-
band við vini sína og fjölskyldu.
Villi var vanur að láta í sér heyra
á afmælisdegi mínum og það gerðl-
hann nú nokkrum dögum fyrir and-
látið. Hann sagðist vera í fríi á Pat-
ró og að venju bar veiði á góma.
Hann var búinn að fara í veiði fyrir
vestan og var sáttur við sinn hlut.
Fleiri verða veiðiferðir okkar
ekki og þennan gest minn ber ekki
oftar að garði. Þess á ég eftir að
sakna.
Ingvari Steinari, foreldrum,
systkinum og öðrum þeim sem eiga
um sárt að binda votta ég mína
dýpstu samúð. Megi minning um
góðan dreng lifa.
Björn A. Erlingsson. -
Þegar systir mín hringdi í mig og
sagði mér að Villi væri dáinn átti ég
bágt með að trúa því. Nei, ekki Villi,
þessi lífsglaði ungi maður! Þegar ég
áttaði mig komu minningarnar fram
í huga minn. Minningar og hugsanir
um Villa. Hláturinn hans, glettnis-
brosið, allir brandarnir og veiðisög-
urnar. Allar mínar minningar um
Villa eru góðar því þær eru um góð-
an dreng sem átti engan sinn líka í
manngæsku og vinskap. Ef minn-
ingar eru perlur sem þú safnar í
áranna rás þá er minningin um Villa
ein af mínum dýrmætustu perlum.
Hans líf og yndi var stangveiðin .
og fyrir nokkrum árum þegar hann
tók að sér að kenna mér að kasta
flugu kom enn einn eiginleiki hans
fram en það var óendanleg þolin-
mæði hans gagnvart mér sem átti til
að láta kappið koma niður á lagninni
við veiðiskapinn. Eða eins og Villi
sagði: Taka þetta létt, þá kemur það
- og auðvitað var það rétt hjá hon-
um. Þvílík unun var líka að horfa á
hann kasta út yfir spegilslétt vatnið
og línan sveif í einni listrænni
sveiflu út yfir vatnsflötinn og flugan
dansaði á yfirborðinu svo að hún ‘
varia vöknaði. Villi var með ein-
dæmum góður stangveiðimaður og
svo vel að sér um staðhætti veiði-
vatna og -áa að undrun sætti. Það er
skemmtileg sagan af því þegar hann
og Högni fóru í Rangárnar og
hrepptu afspyrnuvont veður. Áin
vall fram kolmórauð og vatnsmikil
en það var engin spurning. Villi
veiddi eina fiskinn í ánni þann dag-
inn og það á flugu!
Hann var listfengur þegar kom
að fluguhnýtingum og það var alltaf
gaman að koma í heimsókn þegar
hann og Anna Fanney systir hans
sátu saman og báru saman þræði og
öngla og allt það efni sem þurfti til
að búa til nýja flugu.
Elsku vinkona, Anna Fanney,
Guð styrki þig og alla þína fjöl-
skyldu og við sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til ykkar allra,
einkum til Ingvai-s Steinars sem
misst hefur föður sinn svo ungur að
árum.
Villi minn, sæll að sinni, vinur.
Við hittumst seinna, það veit ég.
Sofðusvanuráheiði:
Sveigðu höfuð und væng
að mjúkri mosasæng.
Láttu hér vera þitt leiði
að loknu söngvaskeiði.
Sofðusvanuráheiði.
Eyrún Ragnarsdóttir
og fjölskylda.
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986