Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
VALGERÐUR AXELSDÓTTIR,
Kelduhvammi 20,
Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 31. maí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir til starfsfólks Líknardeildar Landsþítalans í Kópavogi og
Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins.
Magnús Ágústsson,
Ingibjörg Auðbergsdóttir,
Axel Magnússon,
Magnús Valur Magnússon,
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Auðbergur Magnússon,
Sigurður Magnússon,
Inger Pedersen,
Þórunn Matthíasdóttir,
Guðjón Arnbjörnsson,
Edith Þórðardóttir,
Helma Gunnarsdóttir,
Axel Sigurður Axelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓLAFUR KRISTJÁN WEYWADT
ANTONSSON,
Hamrahlíð 9,
Vopnafirði,
andaðist á elliheimilinu Sundabúð aðfaranótt
fimmtudagsins 8. júní.
Jarðsett verður frá Vopnafjarðarkirkju fimmtudaginn 15. júní kl. 14.00.
Gunnhildur Nikuiásdóttir,
Konráð Ólafsson, Svava Pálsdóttir,
Stefán Óiafsson, Sigurlína Axelsdóttir,
Helga Ólafsdóttir, Flosi Jörgensson,
Jóhanna Ólafsdóttir, Þórður Örn Vilhjáimsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
BRYNHILDUR SVANA GUÐBRANDSDÓTTIR,
Lundarbrekku 4,
Kópavogi,
sem andaðist mánudaginn 29. maí, var jarðsett
f kyrrþey þriðjudaginn 6. júnf.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Kópavogs
og heimahjúkrunar Karitas, starfsfólks á deild A-3 og A-7 á
Landspítalanum í Fossvogi.
Ásmundur Þorláksson,
Ingibjörg Ásmundsdóttir, Pálmi Harðarson,
Þorlákur Ásmundsson,
og barnabörn.
t
Elskuleg systir, mágkona, móðursystir og
föðursystir,
ÓSK GÍSLADÓTTIR,
lést á heimili sínu, Furugeröi 1, fimmtudaginn
8. júní.
f VI'
v*.A / v v
Sigurjón Gíslason,
Bjarni Guðmundsson,
Margrét B. Richter,
Sigríður Bjarnadóttir,
Sigrún Ósk Bjarnadóttir,
Guðmundur G. Bjarnason,
Gísli Sigurjónsson,
Jón Sigurjónsson.
k
t
Inniegustu þakkir fyrir vinarhug og samúð
vegna fráfalls eiginmanns mfns, föður og
fósturföður,
SIGURJÓNS RUNÓLFSSONAR
frá Dýrfinnustöðum,
Raftahlíð 59,
Sauðárkróki,
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Sjúkrahúss Skagfirðinga.
Sigríður Guðrún Eiríksdóttir,
Anna María Sigurjónsdóttir,
Eiríkur Jónsson, Lena Jónsson Engström,
Guðbjörg Björnsdóttir, Jón V. Gíslason,
Gunnar Eiríksson,
Berglind Eygló Jónsdóttir,
Björn Þórður Jónsson.
RAGNHILDUR
KETILSDÓTTIR
+ Ragnhildur Ket-
ilsdóttir fæddist
hinn 23. niaí 1906 í
Gerði í Suðursveit.
Hún lést 31. maí sið-
astliðinn á sjúkra-
húsinu á Egilsstöð-
um.
Útför Ragnhildar
var gerð frá Vallan-
eskirkju 10. júní síð-
astliðinn.
Nú hefur almættið
sett síðasta punktinn í
lífssögu ömmu minn-
ar. Sögu sem spannar
næiTÍ því öldina alla og felur í sér
þá djúpu visku sem maðurinn fær
aðeins öðlast í gegnum reynslu
sína, gleði og sorg, á langri ævi.
Og hennar reynsla var margbrot-
in. Hún vann stóra sigra, en hún
missti líka mikið. Hún upplifði þá
hræðilegu reynslu að detta og lam-
ast, en vann þann sigur að komast
aftur á fætur innan árs með Guðs
hjálp og góðra manna. Hún fæddi
fimm börn, en aðeins tvö þeirra
lifa hana. Elsta dóttirin féll frá
langt fyrir aldur fram og tvö
yngstu börnin létust í bernsku.
Máltækið segir: „Eins dauði er
annars brauð“ og svo kaldhæðnis-
legt sem það nú er, varð móður-
missir minn til þess að ég fékk að
njóta samvista við ömmu mína
mun lengur en annars hefði orðið
og drekka í mig visku hennar;
visku sem ég kem til með að búa
að alla ævi.
Það hlýtur að hafa verið erfitt
fyrir ömmu að takast á við þá
ábyrgð, á því skeiði ævinnar sem
menn setjast vanalega í helgan
stein, að fara að ala upp lítinn
móðurlausan dreng sem var ekki
viss um hvort hann ætti einhvers
staðar heima. Samt tókst hún enn
einu sinni á við uppeldishlutverkið
og leysti það af hendi með sóma,
þó hún hefði síðan áhyggjur af því
í mörg ár á eftir hvort henni hefði
ekki mistekist eitthvað og talaði
um rótleysi. Því árin liðu og ég fór
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN j
SÓLARHRINGINN i
ADALSTRÆTI -ÍB • 101 RI-YKJAVÍK J
Davið Iuger Ólafur
Útfararstj. I ftfararstj. Útfararstj. J
LÍKKISTUVINNUST ÓFA
EYVINDAR ÁRNASONAR I
rfisdrykkjur í Veislusalnum
Sóltúni 3, Akógeshúsinu,
fyrir allt abSOO manns.
burtu, en kom síðan
aftur til þess eins að
fara í burtu og koma
svo aftur. Og nú, fyrir
örfáum dögum, var ég
enn einu sinni að fara
í burtu. Sú hugsun
læddist óhjákvæmi-
lega að okkur fjöl-
skyldunni, þegar við
kvöddum ömmu á
mánudagskvöldi, að
þetta gæti orðið í síð-
asta skiptið sem við
sæjum hana á lífx, þar
sem við áttum ekki
von á því að koma aft-
ur til Egilsstaða fyrr en næsta
sumar. En að kallið skyldi koma
aðeins tveimur sólarhringum síðar
óraði engan fyrir. Þegar við
kvöddum var hún rétt eins og hún
átti að sér að vera, kannski svolítið
sorgmædd, en jafnhress og hún
var búin að vera í mörg ár. En svo
hefur henni sennilega fundist vera
kominn tími til að fara líka. Eng-
inn veit sína ævi fyrr en öll er og
sennilega hefur þessari starfsömu
manneskju síst dottið í hug á yngri
árum að hún ætti eftir að eyða
tuttugu og íimm árum sitjandi í
sama stólnum án þess að geta unn-
ið af þeirri atorku sem henni var
eiginleg, hvað þá að hún ætti eftir
að yfirgefa sveitina sína og setjast
að inni á stofnun „innan um alla
þessa gamlingja" eins og hún sagði
einhverju sinni, þá langt komin á
áttræðisaldur. En inn á stofnun
ákvað hún að fara, í trausti þess að
hún ætti ekki langt eftir, og dvaldi
síðan á sjúkrahúsinu á Egilsstöð-
um í rúm átján ár við hannyrðir og
bóklestur að því marki sem getan
leyfði.
Barnabarnabörnin áttu stóran
sess í huga hennar og það veit ég
að mínum börnum leiddist ekkert
að fara og heimsækja Ragnhildi
langömmu, fikta svolítið í hjólast-
ólnum og fá eitthvað gott í gogg-
inn úr kommóðuskúffunni. Það var
ekki að ástæðulausu að sonur minn
talaði á tímabili um „súkkulaði-
ömmu“ því alltaf átti hún ein-
hveija „körtu“ að stinga upp í litla
munna. Börnunum var líka vel-
komið að leika sér eftir því sem
plássið leyfði, en henni var heldur
illa við mikinn hávaða. Minnisstætt
er þegar litla dóttir mín var á
„kisu-stiginu“ og skreið um allt
mjálmandi þá var viðkvæðið hjá
ömmu þegar við komum í heim-
sókn: „Þú mátt svo sem ýta mér í
stólnum, en í guðanna bænum
vertu ekkert að mjálma með því.“
Eldri dóttir mín, sem er sjö ára og
skírð í höfuðið á langömmu sinni,
sagði um daginn þegar henni hafði
verið sagt að langamma væri dáin:
„Þegar ég verð gömul kona þá
ætla ég að vera eins og langamma.
Ég ætla að gefa barnabörnunum
súkkulaðimola og faðma þau. Þá
verður líka til Ragnhildur amma.“
Ég þakka fyrir að hafa fengið
tækifæri til að vera nálægt ömmu
síðustu þrjú árin. Það gaf mér
mikið og vonandi hefur hún haft
svolítið gaman af því líka, þó ekki
væri nema að fylgjast með börnun-
03
____ EINNIG LETTUR HADEGISMATUR
MEBKAFFl OG TEIITU A EETIR - SAMA VERD
. s*oð;a
trVal,r6l>a
°kkut
° '■etínuj
Glœsilegar veitingar frá Veislunni
Austurslrönd 12 •170Seltjornarnes • Sími:561 2031 •Fux:561 2008
VEISLAN
VEITINGAELDHUS
www.veislan.is _ _
0 ÚTFARARÞJ ÓNUSTAN
Persónuleg þjónusta
Höfum undirbúiö oa séð um útfarir á höfuöborgar-
svæðinu sem og þjonustu við landsbyggðina 110 ár
og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta
verð allra á líkkistum og þjónustu við útfarir.
Sími 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
HHI'.
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjórí
um mínum vaxa og þroskast. Við
sendum öllum ættingjum okkar
innilegustu samúðarkveðjur, sér-
staklega Jóhannesi og Jónínu og
fjölskyldum þeirra. Sorgin nístir
og söknuðurinn er sár.
Þú varst amma, langamma,
þriðja foreldrið, velgjörðarmaður
og leiðbeinandi í lífinu. Ég sakna
þín. Við söknum þin öll.
Jóhann Ragnar, Anna Björk,
Bjarni Heiðar, Ragnhildur
Björk og Kristín Anna.
Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit.
Komið er sumar, og fógur er sveit.
Sól er að kveðja við bláfjalla brún,
brosa við aftanskin fagurgræn tún.
Seg mér, hvað indælla auga þitt leit
íslenska kvöldinu í fallegri sveit.
(Guðm. Guðmundsson, skólaskáld)
Elsku amma mín, nú er víst
komið að leiðarlokum og það er
sárt að þú sért farin en samt léttir
fyrir þig. Ég hef aldrei skilið hvað
guð hefur lagt á þig og þú samt
staðið það af þér eins og hetja.
Hugi-akkari konu hef ég aldrei
kynnst um ævina, það að sitja í 25
ár í hjólastól og bugast ekki gegn-
um veikindi og missi ástvina. Ég
þakka guði fyrir að hafa komið
austur til þín um páskana og geta
átt með þér góðar stundir eins og
venjulega þegar ég kom austur í
heimsókn. Ég hef hugsað um þig
daglega í þau 10 ár sem ég flutti
suður og vorum við svo nánar vin-
konur þótt 64 ár væru á milli okk-
ar. Það sem við gátum hlegið bara
tvær að allra ótrúlegustu hlutum.
Ég var svo heppin að fá innsýn í
lífshlaup þitt og fræðast um gamla
tíma og var stundum eins og ég
væri þarna með þér. Þú varst í
fyrsta árganginum 1930-1931 á
Húsmæðraskólanum á Hallormsst-
að og liggja eftir þig mikil lista-
verk í fatasaumi, vefnaði, útsaumi
og prjóni. Eftir slysið hræðilega
bjóst enginn við því að þú gætir
nokkurn tíma snert handavinnu en
viljastyrkurinn til að halda áfram
að lifa og jafnvel geta gert eitt-
hvað í höndunum stytti oft tímann.
Ég skil ekki hvernig þú fórst að
því að sauma út púða, myndir,
mála á dúka og jafnvel grípa smá í
vefnað. En svo gastu það ekki
lengur og ýmis veikindi hrjáðu þig
og var þá helst litið í bók enda
ekkert annað í boði. Ég veit að afi
er feginn að sjá þig loksins og var
þig farið að lengja eftir honum
líka. Það er með söknuði sem ég
kveð þig núna og er ég stolt af því
að þú hafir verið amma mín og
langamma barnanna minna.
Hvíldu í friði og ég mun ætíð
hugsa til þín.
Þín dótturdóttir,
Inga, og fjölskylda.
Formáli
minning-
argreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
öapðskom
v/ PossvogskÍÞkjugaKð
Sími« 554 0500