Morgunblaðið - 11.06.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.06.2000, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Lofgjörð ljóðs og söngs Lofgjörð kynslóðanna til skapara himins og jarðar hefur hljóðnað í árþúsundir. Stefán Friðbjarnarson staldrar vlð ljóðið og sönginn í guðsþjónustu kirkju og safnaðar. Heyrhimnasmiður, hvers skáldið biður, kommjúktilmín miskunninþín... (Kolbeinn Tumason, dáinn 1208) Hvítasunna er hátíðleg haldin í minningu þess er heilagur andi Guðs kom yfir postula Krists og þeir tóku að tala tungum. Síðan hefur kristinn dómur verið boðað- ur - og lofgjörð til skapara himins og jarðar sungin - á flestum ef ekld öllum þjóðtungum heims. Raunar hefur lofsöngurinn, trúar- ljóðið, verið snar þáttur í lofgjörð kynslóðanna alla tíð. Það hefur hljómað heims um ból í ár- þúsundir. Trúarlegur kveðskapur er og ríkur þáttur í heilagri ritn- ingu. Hver þekkir ekki Ljóðaljóð- in, kærleiksljóðin, sem eignuð eru þeim vitra Saló- moni konungi? Hver þekkir ekki Davíðssálmana, 150 að tölu, sem eignaðir eru - og að hluta til orktir af - skáldkonunginum frá Betlehem. Da- víðssálmar vóru Gyðingum helgi- dómur. Séra Sigurjón Guðjónsson kemst svo að orði (Ritröð Guðfræðistofnunar um sálmafræði - 1988): „Vér sjáum af Nýja testament- inu, hve mikils Jes- ús Kristur mat Davíðssálma. Við stofnun heilagrar kvöldmáltíðar í loftsalnum í Jerúsalem, syngur hann ásamt postulun sínum lof- sönginn (Davíðss. 115-118, svo- kallaða Hallelújasálma) og heldur síðan út til Gestamane, á vit pínu sinnar og dauða...“ Séra Sigurjón segir ennfremur: „í Nýja testamentinu gætir trúarljóða víða. 11. kapítula Lúkasarguðsjalls er lofsöngur Sakaría prests, föður Jóhannesar skírara, kallaður Benedictus (morgunsöngur) og lofsöngur Mar íu (Magnificat). Þessir sálmar vóru fyrst ritaðir á arameisku... Þá er að finna í Opinberunarbók- inni nokkur brot, sem sungin eru frammi fyrir hásæti Guðs. Hér er fyrsti vísir að kristnum sálma- kveðskap...". Sálmasöngur var hluti af guðs- þjónustu ísraela. Við slit kristin- dóms og gyðingdóms taka kristnir menn upp eigið guðsþjónustu- form. Sálmamir vóru og eru einn meginþáttur þess. Aðrir eru lest- ur helgra rita, predikunin og alt- arisgangan (kvöldmáltíðarathöfn- in, meðtaka sakramentis). Séra Siguijón segir að kristnir menn hafi haldið uppi sönghefð Gyð- inga, sem var þrenns konar: al- mennur söngur, sóló og kór og tveir kórar (antiphonal söngur). Trúarleg Ijóð mótuðu hvarvetna kristnihald í kaþólskri tíð, einnig á ísa köldu landi. Nægir að minna hér á Lilju Eysteins munks, sem allir vildu kveðið hafa, og Kolbein Tumason, sem vitnað er til í upp- hafi þessi pistils. Árið 1524 koma út í Evrópu fjögur sálmasöfn, sem höfðu m.a. að geyma 37 af sálmum Lúthers. „Ljóð hans höfðu um margt á sér mark alþýðukveðskapar", segir séra Bjami Sigurðsson í ritröðinni um sálmafræði, „enda sungust þau inn í hjarta alþýðunnar með undraverðum hraða... Gleði þeirra og einfaldleiki var vissu- lega samboðinn fagnaðarerindinu og átti greiða leið til móts við trúarþörf fólksins." Prestamir Hallgrímur Pétursson og Matt- hías Jochumsson eru dæmi um ís- lenzk skáld, sem orktu sig inn í þjóðarsálina. Textar þeirra lifa góðu lífi á vömm þjóðarinnar enn í dag. Hörður Áskelsson segir í til- vitnaðri ritröð: „Þegar hinn lút- herski siður hélt innreið sína má ætla að sönglíf á biskupsstólum hinnar kaþólsku kirkju hafi verið Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Látlaus fegurð lítillar kirkju, Árbæjarkirkju í Reykjavík, er lofgjörð til skapara himins og jarðar. blómlegt, því biskupar og prestar vóm vel að sér í söng. í inngangi íslenzkra þjóðlaga vitnar séra Bjarni Þorsteinsson í rit Arn- gríms Jónssonar lærða, Anatomia Blefkeniana, frá 1612, þar sem stendur: ,Að því er sönglist og lagfræði snertir, hafa landar mín- ir ekki verið svo illa að sér, að þeir hafi ekki getað búið til hljóðfæri upp á eigin spýtur, og tekizt vel. Og lagafræðina hafa þeir þekkt allt fram á þennan dag...“ Ljóða- og lagasmiðir 20. al- darinnar hafa auðgað íslenzkt kirkju- og menningarlíf. Kirkju- kóra og og kirkjusöng ber hátt í starfi þjóðkirkjunnar á 1000. af- mælisári kristnitökunnar. Þar sem bezt hefur til tekizt - í Lang- holtskirkju og ýmsum öðram safnaðarkirkjum - er unun að hlusta á lofgerðarsönginn. Listin er eitt sterkasta „vopn“ kristinnar kirkju: ljóðin, lögin og söngurinn. Að ógleymdri byggingarlistinni, sem margar kirkjur tíunda, og myndlist og annarri list, sem bún- aður kirknanna sýnir. Ovíst er að maðurinn hafi komizt nær Guði sínum en í kirkjulegri list, þar sem bezt hefur til tekizt. Það fer vel á því að lofsöngvar íslendinga til „Guðs vors lands“ hljómi um land allt á þessu þús- und ára kristnitökuafmæli þjóðar- innar. Og það fer og vel á því í þessum mánuði vors og blóma að enda pistilinn á hendingum Ste- fáns frá Hvítadal: Ég þakka af hjarta, Guð minn góður, gjafir þínar, sól og vor. - Gleðilega Hvítasunnuhátíð! ÚL VELVAKAJVDI Svarað ísíma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ekki sammála ÉG er ekki sammála því að Inga Jóna Þórðardóttir hafi orðið sér til skammar í Kastljósþættinum eins og kom fram í Velvakanda fyrir stuttu. Inga Jóna var að gagnrýna reikn- inga borgarinnar og var það alveg satt sem hún sagði. Það er dæmalaust að segja að hún hafi orðið sér til skammar, hún sagði bara sannleikann. Ingibjörg Sólrún borgar- stjóri var líka í þessum þætti og sagði hún í Breiðholtsblaðinu að það væri erfitt að vinna alla daga undir stækkunar- gleri sjálfstæðismanna. Ég vil endilega senda Ingu Jónu kveðjur og hvet hana endilega til að halda áfram. Matta Ólafs. Kettir og eðli þeirra ÉG er ekki sammála greininni um hatur á dýr- um, sem birtist í Velvak- anda fimmtudaginn 8. júní sl. Mér finnst að það ætti að hafa alla ketti í bandi og fólk ætti að greiða fyr- ir þá eins og gert er við hunda. I garðinum hjá mér var fugl búinn að út- búa sér hreiður hátt uppi í grenitré. Einn daginn sé ég stóran svartan kött uppi í trénu, hann var búinn að éta ungana og hrinda niður hreiðrinu. Þetta var saddur heimilis- köttur. Ég tel að það skipti ekki máli hvort þeir eru saddir eður ei, þetta er eðlið. Kristjana, Hátröð 7, Kópavogi. Þakkir til Harðar Torfasonar MIG langar til að taka undir með Guðrúnu í Vel- vakanda 8. júní sl. um að þáttur Harðar Torfasonar sé alveg frábær. Ég hlakka alltaf til að heyra í honum. Kærar þakkir Hörður Torfason. Þyrí. Tapað/fundiö Gullnæla gleymdist í Glugganum GULLNÆLA með steini gleymdist fyrir stuttu í versluninni Glugganum á Laugavegi 60. Upplýsing- ar í síma 551-2854 á búð- artíma. Hálfsíð þunn kven- kápa HÁLFSÍÐ, ljós, þunn kvenkápa með rennilás og spælum framan á ermum var tekin í misgripum á Pollinum á Akureyri, föstudaginn 2. júní sl. Við- komandi er beðinn að hringja í síma 694-6640 eða skila henni á Pollinn. Seðlaveski tapaðist SEÐLAVESKI merkt Búnaðarbankanum tapað- ist þriðjudaginn 6. júní sl. Sennilega á horni Njáls; götu og Snorrabrautar. í veskinu voru öll skilríki og fleira. Skilvís fmnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Ernu í síma 552-0978 561-1421. Fundarlaun. Dýrahald Kisa í óskilum ÞESSI litla kisa fannst við Nýkaup við Eiðistorg sunnudaginn 4. júní. Hún er ómerkt. Upplýsingar í síma 552-9550, 862-9430 eða 899-6122. Kanínur fást gefíns TVÆR svartar kanínur fást gefins. Upplýsingar í síma 565-1571. BRIDS IJmsjon (>uðmuiiilur Páll Arnarson Það er aldrei gaman að tapa „borðleggjandi" spilum, en það var reisn yfir því hvemig suður fór tvo niður á þessum fimm tíglum: Suður gefur; allir á hættu. + Norður + 65 D19975 ♦ Á107 + ÁK6 Vestur Austur 4.ÁG82 +KD104 VÁG84 ♦ K632 ♦ 2 ♦ 543 +7532 +G4 Suður +973 V- ♦ KDG986 +D1098 Vestur Norður Austur Suður - - - 2tíglar* Pass 2 hjörtu Pass 31auf Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass Pass Pass * Veikir tveir Vestur kom út með spaðaás, fékk kall og spilaði aftur spaða yfír á drottningu aust- urs í öðrrnn slag. Austur skipti yfir í tromp, sem sagn- hafi tók heima og trompaði þriðja spaðann í borði. Þaðan spilaði hann hjarta og austur kom hiklaust með tvistinn og suður trompaði. Næst kom tígull upp á ás (vestur henti spaðagosa) og síðan önnur hjartatrompun. Legan í tígl- inum gerir það að verkum að ekki þýðir að reyna að frí- spila hjartað, svo sagnhafi tók síðasta tromp austurs og veitti því athygli að vestur henti hjartagosa. Nú er komið að laufinu. Eins og sést fellur gosinn annar úr austrinu, svo það gefur fjóra slagi ef spilað er beint af augum. En sagnhafi ákvað að spila tíunni og svína fyrir gosann í vestur. Austur fékk því óvænt slag á lauf- gosa, og síðan annan á hjartakóng í lokin. Tveir nið- ur. En hvað vakti eiginlega fyrir sagnhafa með þessari laufíferð? Jú, hann þóttist hafa fengið góða mynd af skiptingunni. Spaðinn var greinilega 4-4, þvi ekki hefði vestur farið að spila undan kóngnum í öðrum slag. Aust- ur lét fumlaust smátt hjarta þegar litnum var fyrst spilað, en af því má draga þá álykt- un að hann eigi ekki ásinn. Vestur virðist því hafa byrj- að með ÁG fjórða í hjarta líka. Einn tígul sýndi hann og þar með fjórlit í laufi, eða skiptinguna 4414. Laufgos- inn er auðvitað líklegri til að vera í hópi fjögurra spila en tveggja, og því gerði suður réttíþvíaðsvína. Suður gat þess vegna ver- ið stoltur af spilamennsku sinni, þótt ekki gæfi hún mikið í aðra hönd. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og simanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfs- íma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Iteykjavík Víkverji skrifar... EINS og fram hefur komið stend- ur Víkverji í búferlaflutningum þessa dagana og því fylgir að munstra og afmunstra heimilisfólk á ýmsum stöðum, svo sem Hag- stofu, bönkum, pósti og síma. Út- réttingar sem þessar taka jafnan mikinn tíma og em síst of skemmti- legar, en Víkverji hugði þó gott til glóðarinnar að þessu sinni, minnug- ur áforma fyrirtækja og stofnana um aukna möguleika á notkun Netsins í þessu sambandi. Fram kom í Morgunblaðinu á dögunum að rafræn stjórnsýsla er nokkuð á veg komin hér á landi, en er enn háð þeim annmörkum að s.k. rafræn undirskrift hefur ekki verið fest hér í lög. Slík lögfesting mun þó innan seilingar og mun auka mjög á gagn- virkni samskipta á Netinu ef að lík- um lætur. xxx ÓTT rafræn undirskrift sé enn ekki orðin að vemleika, hafa fjölmargar stofnanir og fyrirtæki tekið Netið í auknum mæli í sína þjónustu, ekki síst með því að veita þar hverskyns upplýsingar og að- gang að eyðublöðum og tölvupósti. Getur af þessu skapast mikið hag- ræði, en miklu skiptir vitanlega að skipulagning þessa þáttar sé í lagi hjá viðkomandi fýrirtæki eða stofn- un. Sé svo ekki, er betur heima setið en af stað farið. Víkverji þóttist góður að geta prentað út í fullum litum eyðublað Hagstofunnar um breytingu lög- heimilisins í þjóðskrá og lét sig ekki muna um að íylla blaðið út með penna, skella því í umslag, sleikja eitt stykki frímerki og setja á og fara með í póstkassann. Betra þótti honum þó að sjá að íslandspóstur bauð upp á fyllri þjónustu á heimasíðu sinni; þar er unnt að tilkynna aðsetursskipti og spara sér ómakið að koma við á næsta pósthúsi og skila þar inn gulu spjaldi sem svo er kallað. XXX ATTA dagar eru liðnir síðan Vík- verji afmunstraði sig og sína úr Hlíðunum, póstnúmeri 105, með þessum hætti og munstraði sig um leið á hið fomfræga númer, 101. Hef- ur síðan h'tið gerst; bréfin til fjöl- skyldunnar berast alltént ekki á nýja póstfangið og sum detta enn inn um gömlu lúguna í Hlíðunum. Svo virtist því sem Netsamskiptin hefðu ekki skilað sér sem skyldi. I aðalnúmeri Islandspósts fengust þær upplýsing- ar að slíkum upplýsingum verði að skila á næstu póststöð á þar til gerð- um eyðublöðum. Þegar viðkomandi var bent á að á Netinu væri þó boðið upp á áðumefndan möguleika kom næsta vandræðaleg þögn sem svo var leyst með elsta úrræði þeirra sem ekki skilja út á hvað góð þjónusta gengur; nefnilega að senda erindið áfram til annars aðila. Sá fann upp- lýsingar um Víkverja og hans fólk af Netinu eftir býsna langa leit, en kvað þá upp þann úrskurð að upplýsingar hefðu líldega aðeins borist á Miðbæj- arstöðina, ekki í Skipholtið - pósthús Hlíðahverfis. Því væri ráðlegast að skrá sig þar upp á gamla móðinn. Þessu vildi Víkverji síst af öllu una og varð niðurstaðan að viðkomandi aðili tók að sér að koma upplýsingunum til pósthússins í Skipholti - fyrir þrá- beiðni Víkverja og rökstuðning hans um tilgang rafrænnar stjómsýslu. xxx ENN hefur engu að síður ekkert bréf borist á nýja heimilið. Það er þó einbýli, svo ekki er forvitnum nágrönnum ellegar hrekkjóttum bömum þeirra í sama stigagangi um að kenna. Rafræn stjórnsýsla af hendi Islandspósts er því sýnilega í molum og eftir helgi þegar Víkverji neyðist til að fara í Skipholtið og fylla út gula spjaldið - upp á gamla móð- inn - þýðir það um leið að tilraunir póstfýrirtækisins til að hrista af sér fjötra ríkiseinokunar og taka upp nú- tímalegri þjónustuaðferðir fá fall- einkunn - rauða spjaldið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.