Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.06.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM í stuði með sleikjó Þ AÐ var vel tekið á móti þeim sem fóru á for- sýningu myndarinnar 28 dagar í Stjöraubíó í vik- unni, það fengu allir sleiki- brjóstsykur. Myndin 28 dagar er nýjasta mynd hinnar gullfallegu Söndru Bullock þar sem hún svipt- ir sig sykurhulunni og leik- ur konu sem á við áfengis- ^ vandamái að stríða. Bíógestir skemmtu sér hið besta og var góður rómur gerður að myndinni. Morgunblaðið/Jim Smart Stelpurnar kunnu vel að meta sleikibrjóstsykurinn og Söndru sætu. Morgunbíaðið/Jim Smart a r þ r Vinsælasta kvikmynd á Islandi í dag 101Reykjavík Hausverkur.is * * * ú? 101 Reykjavík er kvikmynd á heimsmælikvarða. DV *** Meinfyndin Reykjavíkursaga. Mbl *** Lýtalaust leikstýrð, skrifuö og leikin... 101 Reykjavík er bráðhress afþreying, léttgeggjuð og gamansöm ... Þarf maöur að biðja um meira. Bylgjan * * * Þaö er ekki oft sem maöur getur skellihlegið á íslenskum myndum. Frábær skemmtun, allir í bíó. Rás 2 * * * Stórgóö frammistaða allra, flott áferð og kraftmikill taktur í skondnum samtíðarspegli. MYNDBÖND Peningakast Bandarísk fyrirmynd (American Perfect) DKAMA •k-k'k Leikstjóri: Paul Chart. Handrit: Paul Chart. Aðalhlutverk: Robert Forster, Araanda Plummer, Fair- uza Balk, Christ Saradon, David Thewlis. (96 mfn) England. Mynd- form, 1998. Bönnuð innan 16 ára. HINN undarlegi sálfræðingur Jack er á leiðinni til Utah þar sem hann telur að samhengi heimsins sé úr ákvörðunum sem teknar eru af handahófi. Einn daginn ákveður hann að kasta pen- ingi upp á hvort hann eigi að drepa persónu sem hon- um er illa við eða ekki og ekki líður á löngu þar til hann er orðin að stórhættulegum fjölda- morðingja. Vegamyndir eru ekki nýjar undir sólinni og það er erfitt að finna nýja fleti á þessum geira, en Paul Chart veit það vel og hefur ákveðið að draga fram allar þær öfg- ar sem vegamyndirnar bjóða upp á. Ofbeldið í myndinni er yfirgnæfandi eins og í „Natural Born Killers" skrumskælir hún hryllinginn með því að vita ekki hvar á að stoppa. Stærsti kosturinn við myndina er leikurinn og er Robert Foster („Pulp Fiction“), sem leikur Jack af hreinni snilld, fremstur í fríðum flokki. Af öðrum leikurum má benda á Thewl- is, Saradon og Plummer, en hlutverk þeirra eru hvert öðru skrítnara. Þetta er ekki mynd fyrir alla og munu án efa jafn margir hata hana og elska en það er aðal góðra „cult“- mynda. Ottó Geir Borg Pólitísk margröddun Fallegt fólk (Beautiful People) GAMAN-DKAMA ★★★ Leikstjóri: Jasmin Dizdar. Handrit: Jasmin Didzar. Aðalhlutverk: Charlotte Coleman, Charles Kay, Rosalind Ayres, Roger Sloman, Heather Tobias, Danny Nussbaum. (108 mín) England. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. HÉR er rakin saga nokkurra Lundúnabúa sem virðast ekkert tengjast í fyrstu en þegar á líður myndina hafa ein- staklingarnir mildl áhrif hver á annan á einn eða annan hátt. Þessi skemmti- lega mynd tekur á mörgum alvarleg- um umfjöllunarefn- um eins og Bosníu- stríðinu, vímuefn- um, fótboltabullum og ólöglegum innflytjendum. Hún nær að koma sögu sinni til skila með því að tvinna saman margar ólíkar sögur en í dag virðist það gífurlega vinsæll framsetningarmáti í kvik- myndalistinni. Það er alltaf eitthvað að gerast í myndinni og stundum verður algjör ringulreið en það er aldrei leiðinlegt að fygjast með at- burðarásinni. Leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn Didziar hefur góða stjóm á öllu saman og nær að skapa litríkar og eftirminnilegar persónur. Niðurstaða myndarinnar er að fólk eigi að sýna meira umburðarlyndi gagnvart því sem það þekkir ekki og það er sjaldan að mynd komi svona boðskap á jafn skemmtilegan og frumlegan hátt til skila. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.