Morgunblaðið - 11.06.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 11.06.2000, Qupperneq 64
!heim að dyrum www.postur.is PÓSTURINN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ(SMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. ÍSWgw&V'" - . > : , . - . , v Morgunblaðið/Arni Sæberg Vöruflutningabifreið valt á Suðurlandsvegi í gær o g þurfti að loka honum í um tvær klukkustundir. Almenn deild í framhaldsskólum Allt nám n*verður ein- ingabært MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ ákvað á útmánuðum að allt nám í framhaldsskólum landsins yrði ein- ingabært og hefur öllum skólameist- urum framhaldsskólanna borist bréf þess efnis. Þetta felur meðal annars í sér að nemendur, sem ekki hafa náð lágmarksárangri á lokaprófi úr grunnskóla, geta sótt einingabært nám í framhaldsskóla. í þessu skyni verður boðið upp á almenna braut í flestum framhaldsskólum landsins. Á almennri braut geta nemendur meðal annars sótt áfanga í þeim fög- *pum sem þeir stóðust ekki á sam- ræmdum prófum í 10. bekk, nokk- urs konar upptökuáfanga, en einnig verða aðrir áfangar í boði. Aðal- steinn Eiríksson, deildarstjóri hjá menntamálaráðuneytinu, segir í samtali við Morgunblaðið að form- lega komist almenna brautin í gagn- ið haustið 2001 þegar nýjar innrit- unarreglur í framhaldsskólana hafi tekið gildi, en engu að síður fari nokkrir skólar af stað með brautina strax næsta haust. Aðalsteinn segir að gert sé ráð fyrir því að almenn braut taki eitt til tvö ár, en skólun- um sé sjálfum falið að ákveða hversu umfangsmikil brautin verð- ur. ' - Almenna brautin er ekki einungis ætluð þeim nemendum sem náð hafa slökum árangri á samræmdum próf- um í 10. bekk, heldur er hún meðal annars einnig ætluð þeim sem eru óákveðnir í námi Viðræður ÍE og heilbrigðisstofnana vegna gagnagrunns Frumdrög að samn- ingi lig'gja fyrir SAMNINGAVIÐRÆÐUR ís- lenskrar erfðagreiningar og stjórn- enda nokkurra heilbrigðisstofnana um aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám landsmanna til flutn- ings í miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði eru í fullum gangi þessa dagana skv. upplýsingum Jónu Bjarkar Guðnadóttur, framkvæmda- stjóra starfrækslunefndar gagna- grunnsins. Gerð slíkra samninga er þó hvergi lokið en fyrstu drög að samningum milli IE og nokkurra sjúkrastofnana litu dagsins ljós fyrir nokkrum dög- um og eru til skoðunar. íslensk erfðagreining hefur að undanfömu haldið kynningar- og umræðufundi með starfsfólki á u.þ.b. helmingi allra heilbrigðisstofnana á landinu um fyiirætlanii- sínar. Skv. ákvæðum rekstrarleyfis sem heilbrigðisráðherra veitti ÍE í janúar sl. á fyrirtækið að greiða ríkissjóði íyrstu greiðslu árgjalds vegna rekstrarleyfisins að fjárhæð 70 millj- ónir kr. 1. júlí næstkomandi ef samn- ingar liggja fyrir við Sjúkrahús Reykjavíkur og/eða Ríkisspítala, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og tvær aðrar heilbrigðisstofnanir í öðr- um landsfjórðungum. Er talið ólík- legt að formlegir samningar geti leg- ið fyrir á þeim tíma þar sem mikil og flókin vinna er enn eftir. IE þarf að semja við á fimmta tug heilbrigðisstofnana um allt land auk margra tuga sjálfstæðra heilbrigðis- starfsmanna. Skv. upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær er mikið starf óunnið áður en hægt verður að hefja flutning heilbrigðis- upplýsinga í gagnagrunninn og óvíst hvenær byrjað verður að skrá gögn í grunninn. Þarf m.a. að koma á fót sérstakri dulkóðunarstofnun á veg- um tölvunefndar og ganga frá nýju rafrænu sjúkraskrárkerfi á sjúkra- stofnunum. Ekki hefur heldur verið tekin ákvörðun um hvar gagna- grunnurinn verður til húsa. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Tryggðu þér betri vaxtakjör og lægri þjónustugjöld með því að sameina kosti Heimilislínu og Heimilisbanka. ®BÚNAÐARBANKINN HEIMILISLÍNAN Truustur banki wwtv.bi.ix Frímann Viðar Sigurðarson snýr heyinu í Gerðateignum. Sláttur hafinn undir Eyjafjöllum Ilolli. Morgunblaðið. AÐ Ásólfsskála hóf bóndinn Sig- urður Grétar Ottósson slátt snemma í gærmorgun í Gerða- teignum og strax að loknum slætti sneri Frímann Viðar sonur hans heyinu. Iljónin Sigurður Grétar og Katrín Birna Viðarsdóttir segja að teigurinn hafi verið vel sprottinn. Borið hefði verið á fyrir 42 dögum og þetta hey væri ígildi kjarnfóð- urs ef það næðist strax í rúllur eins og útlit væri fyrir. Þau hjónin sögðu heyskaparútlit gott og bjuggust þau við að hey- skapur færi á fullt á næstu 10 til 15 dögum. Bestu túnin væru slegin tvisvar og siðan beitt í þriðja sinn. Suðurlands- vegi lokað er vörubíll valt LOKA þurfti Suðurlandsvegi í tvo og hálfan tíma eftir að malarflutn- ingabíll með fullfermi valt skömmu fyrir klukkan ellefu í gær milli Vesturlandsvegar og Rauðavatns. Flutningabíllinn var að koma að austan eftir Suðurlandsvegi og ætl- aði að beygja til hægri inn á Vest- urlandsveg þegar hann valt og voru sjúkrabíll, tækjabíll og krana- bíll sendir á vettvang. Bílstjórinn var einn í bflnum en að sögn lög- reglu var ekki vitað hve mikið hann var slasaður. Hann er ekki í hættu, en hlaut meiðsl á fótum. Bif- reiðin valt á vinstri hlið og gekk því erfiðlega að losa hann úr bflnum. ------------------ Aukin leiðni í Jökulsá LEIÐNI í Jökulsá á Sólheima- sandi var með mesta móti í gær. Að sögn Reynis Ragnarssonar lögreglumanns í Vík í Mýrdal, sem hefur mælt leiðni í ánni frá því í hlaupinu sem varð í júlí á síðasta ári, er þetta mesta leiðni sem mælst hefur í ánni síðan þá. Reynir segir að mikil hveralykt sé af vatn- inu, en svo virðist sem vatn úr heit- um uppsprettum hafi runnið í ána. ----------*-#-4--- Fullbókað í innanlandsflug FULLBÓKAÐ var í flestallar vélar Flugfélags íslands á föstudag og í gær og á morgun eru nær allar vélar einnig fullar. Jóna Gunnarsdóttir, vaktstjóri hjá Flugfélagi íslands á Reykjavíkur- flugvelli, segir flug til og frá vellinum hafa gengið mjög vel, sérstaklega þegar þær framkvæmdir sem þar standa yfir séu hafðar í huga. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 14. júní. Um hvítasunnuhelgina verður fréttaþjónusta á fréttavef Morgunblaðsins www.mbl.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.