Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 6
6 SUNN UDAGUK 16. JULi 2000 ERLENT MUKGUNBLAJJití Breska stjórnin og evran Að vilja og vilja ekki * I upphafí kjörtímabilsins virtist breska stjórnin ásetja sér að leiða Breta inn í Efna- hags- og myntbandalag Evropu en nú virð- ist afstaðan meira vera að bíða og sjá til, eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði er hún hugaði að evruhreyfíngunum í Bretlandi. SKILABOÐIN sem berast stangast á,“ segir Tom Jenkins, yfirmaður Evr- ópudeildar TUC, breska AJþýðusambandsins, í samtali við Morgunblaðið. Eins og fleiri finnur Jenkins fyrir því að breska stjórnin talar hvorki skýr- um rómi um vilja sinn til að beita sér fyrir breskri aðild að Mynt- bandalaginu, EMU, né virðast ráð- herrarnir vera á einu máli. Enginn reiknar með öðru en að stjórn Ton- ys Blairs forsætisráðherra og Verkamannaflokksins haldi velli eftir kosningamar næsta vor og það liggur í loftinu, að breska stjórnin muni að afloknum kosning- um setja EMU-aðild á oddinn og blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild. Jenkins er þó einn margra, sem álíta að Blair hafi misst af gullnu tækifæri til að beita sér fyrir aðild í kjölfar kosningasigursins 1997. Miðað við Danmörku, þar sem yf- irgnæfandi þingmeirihluti bæði á hægri og vinstri vængnum beitir sér fyrir aðild, þá er mun meiri klofningur í fylkingum breskra stjómmála. Verkamannaflokkurinn er klofinn þótt reynt sé að láta þögn og óskýr skilaboð breiða yfir það og skilaboðin frá íhaldsflokkn- um em áberandi neikvæð þótt ýms- ir frammámenn þar séu hlynntir aðild. Formælendur atvinnulífsins tala fyrir aðild og sama gera margir verkalýðsleiðtogar. En hvað þá með manninn á götunni? Bretar kippa sér upp við fátt og spurningar um evmna vekja lítil viðbrögð, í mesta lagi að yppt sé öxlum. Evran er að- eins fjarlægur kostur í augum þeirra flestra. Þeir hafa meiri áhyggjur af háu gengi pundsins og þeim afleiðingum, sem það hefur, ef þeir hugsa um mjmt og gengi á annað borð. Það er ekki ofsagt að segja að almennt séð sé evran öld- ungis ekki á dagskrá í Bretlandi, nema rétt þegar skýrslum er lekið eða evruboðskapur í véfréttastíl skreppur af vömm Blairs og ann- arra ráðherra. írafár og óljósar röksemdir Síðasta umræðuupphlaupið kom í kjölfar tveggja fréttaleka fyrir hálf- um mánuði. Fyrst kom upp á yfir- borðið minnisblað til Stephen Byers, verslunar- og iðnaðarráð- herra, frá forstöðumanni skrifstofu fyrir erlendar fjárfestingar í Bret- landi, Þar var varað við allsherjar- hruni í erlendum fjárfestingum í Bretlandi, sem vakti að vonum mik- ið írafár í fjölmiðlum. Daginn eftir kom fram bréf breska sendiherrans í Japan til utanríkisráðuneytisins þar sem hann varaði við samdrætti í japönskum fjárfestingum í Bret- landi. Aftur sama írafárið. KORTABÓK ROAO ATLAS TTRASENATLAS ATLAS ROUTTER 1 i 300 000 Kortabók Máls og menningar er ómissandi í bílinn • Nákvæm landshlutakort • Hentug blaðskipting • Fjöldi þéttbýliskorta • Söfn og sundlaugar • ítarleg nafnaskrá Má! og menningl&ji malogmenning.is IPJI Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Reuters Það vantar ekki að Blair sé ákveðinn að sjá á þessari mynd, sem tekin var á leiðtogafundi ESB í Portúgal í mars sl., en þegar kemur að evrunni er afstaðan aðeins sú að bíða og sjá hvað setur. Einn af þeim sem ekki taka undir þessar heimsendaspár fyrir breskt efnahagslíf er Martin Wolf, blaða- maður á Financial Times. Hann bendir á að margt sé með ólíkind- um í bresku umræðunni, meðal annars að veikleiki evrunnar geti verið sterkasta röksemdin fyrir breskri EMU-aðild. Hvernig geti nokkrum dottið í hug að leysa vanda sterka pundsins með EMU- aðild? Og hverjum hefði getað dott- ið í hug að leka vísvitandi skjölum frá opinberum starfsmönnum? Allt er þetta að mati Wolfs hluti af fáránleika stjórnmálanna. Wolf bendir síðan á að ekkert bendi enn til minnkandi erlendra fjárfestinga í Bretlandi. Þvert á móti fari þær enn vaxandi líkt og áður. í öðru lagi muni styrkur pundsins óhjákvæmilega minnka með tímanum. Skárra sé að þjást af of háu gengi um hríð í stað þess að stefna inn í viðvarandi hágengi með bindingu við evruna. í þriðja lagi séu ekki nein bein tengsl milli er- lendra fjárfestinga og atvinnusköp- unar. í fjórða lagi sé erfitt að benda nákvæmlega á hvaða efnahagsáhrif erlendar fjárfestingar hafi. Hvað japanskar fjárfestingar varði nemi þær aðeins átta prósentum af er- lendum fjárfestingum í Bretlandi, svo þær einar og sér veki vart áhyggjur. Niðurstaða Wolfs er að öllu máli skipti að stjórnin einbeiti sér að því að búa í haginn fyrir at- vinnulífið almennt. Gengismálin séu aðeins brot í því heildardæmi. I grein í The Independent komst Diane Coyle að gagnstæðum niður- stöðum. Hún bendir á rannsóknir sem sýna að gengi skipti í raun ekki öllu máli þegar komi að því að örva atvinnulífið, því verslun og viðskipti hafi vaxið á liðinni öld þrátt fyrir alls kyns hindranir. Það sem skipti máli sé að skapa sameiginlegar for- sendur og ein af þeim mikilvægari sé sameiginleg mynt. Verslun milli svæða og landa sem hafi sömu mynt sé alltaf meiri en milli ólíkra myntsvæða. Þegar til lengri tíma sé litið sé því yfirþyrm- andi sennilegt að með því að vera utan EMU missi Bretland af vexti og viðgangi sem löndin á evrusvæð- inu njóti. „Innan TUC eru mismunandi skoðanir á EMU,“ segir Tom Jenk- ins. Til þessara ólíku sjónaiTnið er tekið tillit. Samtök opinberra starfsmanna eru ein stærstu sam- tökin innan TUC og Jenkins segir að þótt samtökin séu hliðholl hinni félagslegu vídd Evrópusambands- ins, ESB, þá hafi þau áhyggjur af því að aðlögun að EMU leiði til nið- urskurðar í opinberri þjónustu og því styðji samtökin ekki aðild. Sjálfur bendir Jenkins hins vegar á að bresk efnahagsstefna taki þeg- ar mið af forsendum Maastricht- sáttmálans, sem um leið séu for- sendur EMU, og það verði því ekki endilega neinn munur á efnahags- stefnunni innan og utan EMU. „Við lítum á Evrópusamstai-fið sem einn pakka,“ segir Jenkins um afstöðu TUC til EMU. „í pakkan- um er til dæmis hinn félagslegi þáttur, sameiginlegi markaðurinn og evran. Heimurinn stendur frammi íyrir því að velja á milli bandarískrar og evrópskrar mai'k- aðshyggju. Við trúum á þá evr- ópsku, sem felur meðal annars í sér sterkari stöðu verkalýðshreyfingar- innar. Aðild að EMU er því í okkar þágu.“ Það er ekki af engu að af- staða TUC skiptir miklu máli. Staða TUC hefur löngum verið sterk þótt væntingarnar um meiri áhrif eftir að Verkamannaflokkur- inn komst í stjórn hafi ekki gengið eftir. Stjórnin var snögg að koma TUC í skilning um að sambandið hefði enga sérstöðu gagnvart stjórninni og næði ekki eyrum hennar betur en aðrir hagsmuna- hópar. En í þjóðarvitundinni hefur TUC þó sterka stöðu enda saga verkalýðshreyfingarinnar mjög samofin breskri þjóðarsögu. Prófsteinarnir fimm í fyrstu stefnuræðu sinni sem fjármálaráðherra eftir kosnirigarn- ar 1997 gerði Gordon Brown breska EMU-aðild að umræðuefni. Þar rakti hann fimm atriði, sem yrði að hafa í huga varðandi EMU-aðild: Áhrif aðildar á langtímafjárfesting- ar í Bretlandi, áhrif á fjármálaþjón- ustu, að breskar hagsveiflur yrðu að vera samstiga sveiflum á evru- svæðinu (það er að Bretar gætu ekki farið inn ef þeir væru í upp- sveiflu og evrusvæðið í lægð), að fyrir hendi væri sveigjanleiki til að bregðast við ólíkum aðstæðum inn- an evrusvæðisins og áhrif aðildar á atvinnuþróun. Síðan hafa þessir fimm prófsteinar orðið nokkurs konar tníarsetning í EMU-afstöðu bresku stjórnarinnar. „Við höfum ekki heyrt neitt nýtt frá Brown síðan í þessari fyrstu ræðu,“ segir Jenkins. Það hefur þó leikið grunur á að Brown gerist æ tortryggnari á aðild og undir það tekur Jenkins. „Brown hefur lyft grettistaki í breskum efnahagsmál- um og virðist takast að halda því sem hefur áunnist en það er erfitt að berjast fyrir EMU-aðild án þess að segja hver áætlunin er í raun og veru. Og já, það er eins og fjár- málaráðherrann sjái æ fleiri tor- merki á breskri EMU-aðild.“ Af- staða Blairs veldur einnig áhyggj- um. „Blair virtist hliðhollari evr- unni í upphafi kjörtímabilsins en núna,“ segir Jenkins. ,jlfstaða hans virðist ekki lengur vera að undirbúa og taka ákvörðun, heldur að bíða og sjá til.“ Þótt EMU-umræðan í Bretlandi snúist fyrst og fremst um efnahags- forsendur EMU, þá verða það ör- ugglega ekki efnahagsrökin sem á endanum sannfæra Breta um að ganga í EMU eða vera utan þess. Efnahagur Breta stendur í blóma. Samt uppsker stjórnin ekki þakk- læti kjósenda í vaxandi stuðningi, heldur tortryggni og minnkandi stuðning. Vísast er það bæði af því að væntingarnar voru ofurmiklar í upphafi og af því stjómin hefur ekki náð að vinna traust kjósenda, sem hrista höfuðið yfir áhrifum misviturra almannatengslasérfræð- inga. Áhrifamissir er atriði, sem stjórnmálamenn benda gjarnan á í þeim ESB-löndum, sem enn eru ut- an evrusvæðisins. Málið sé að vera með þar sem teknar em ákvarðanir er hafa áhrif bæði á evrusvæðinu og utan þess. En í Bretlandi hefur það ekki gleymst að Evrópusam- starfið hófst sem þýskt-franskt átak, þar sem Bretum var haldið frá. Og velgengni Breta miðað við erfiðleika Frakka og Þjóðverja hef- ur enn styrkt trú þeirra á breskan mátt og megin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.