Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐÍÐ
-I
í blíðu á belg - eftir nokkurra sólarhringa baming kom sól og biíða og við svifum áfram á stóra belgseglinu.
Ævintýri á Atlantshafi
ÞAÐ er skemmtileg tilfinning sem maður upp-
lifir þegar maður kemur í fyrsta skipti til Pa-
impol. Litla þjóðemishjartað slær örar þegar
maður gengur eftir Rue des Islandais eða sest
inn á Restaurant L’Islandais og prófar ein-
hvern af frábæru fiskiréttunum. Allt í bænum
snýst um siglingar, höfnin er full af skútum
stórum sem smáum og stöðug vinna í gangi í
kringum þær. Búðir sem selja siglingadót og
græjur eru margar og stanslaus freisting fyrir
fólk með siglingadellu.
Paimpol Cites des Islandeses -
borg Islendinganna
Allt er þetta minning um liðna tíma. Paimpol
byggðist upp í kringum þorskveiðar við Island.
Á blómaskeiði veiðanna á 19. öld fóru allt upp í
290 skútur frá norðurströnd Frakklands til
þorskveiða á Islandsmiðum. Um borð voru
nærri 5.000 sjómenn sem veiddu á handfæri og
söltuðu fiskinn um borð. Alls munu hafa farist
um 400 skútur við ísland með um 4.000 sjó-
mönnum. Þessar veiðar stóðu yfir frá sautj-
ándu öld og fram að upphafi seinni heims-
styijaldar. Sagt er að allir íbúar bæjarins eigi
ættir að rekja til gömlu íslandssjómannanna,
en nú er ekki lengur gert út á þorsk í Paimpol
heldur siglingarmenn og túrista.
Siglingarkeppnin Skippers d’Islande frá Pa-
impol til Reykjavíkur og aftur til Paimpol er
haldin til að heiðra minningu þessara sjó-
manna; Pécheurs d’Islande.
Áhöfn skútunnar Bestu sigldi hraðbyrl frá Reykjavík
til Paimpol 1 seinni hluta siglingakeppninnar Skippers
d’lslande og þarf að leita allt aftur til ársins 1985 til að
fínna sambærilegan árangur í siglingum. Ingvar A.
Þórisson lýsir ævintýri á Atlantshafí þar sem hann
ásamt öðrum skipverjum Bestu komst í hann krappan,
en upplifði einnig ósvikna gleði þegar komið var í mark
✓
í Paimpol, borg Islendinganna.
Hugmyndin að því að taka þátt í þessari sigl-
ingakeppni kviknaði hjá Baldvini Björgvins-
syni skipstjóra og íslandsmeistara á skútunni
Besta, og uppistaðan í áhöfninni eru Islands-
meistarar í siglingum.
Hópur af besta siglingaliði landsins tók sig
saman í vetur um að taka þátt í verkefninu.
Undirbúningur hófst þegar í stað með líkams-
rækt, leit að hentugri skútu og fjármagni.
Skútan sem keppt var á er 60 fet eða 20
metrar, 5 metrar á breidd með 26 metra hátt
mastur og vegur 13 tonn. Seglaflöturinn er
500 fermetrar. Um borð er svefnpláss fyrir 16
manns. Þetta er glæsilegt fley er hlaut nafnið
Besta.
Til fslands
Sigríður Snævarr, sendiherra í París, ræsti
keppendur frá Paimpol hinn 18. júní, 13 skútur
lögðu af stað í keppnina með um 100 manns inn-
anborðs. Það gekk á ýmsu á heimleiðinni frá
Frakklandi, lagt var af stað í góðu veðri, það
var heitt og góður byr. Áhöfn Besta setti stolt
upp stórt belgsegl sem er 370 fermetrar að flat-
armáli. Keppinautamir á Gravlinga, sem hafa
atvinnu sína af siglingum sögðu: „Islendingam-
ir settu upp belginn og hurfu!?“
Næstu daga kárnaði heldur gamanið, við
lentum í mótvindi og þurftum að kmssa. Eig-
andi skútunnar fékk heiftarlegt nýrnakast, sást
sjaldan á dekki og þá ávallt mjög kvalinn. Skút-
an hallaði mikið, lamdi stefninu harkalega í öld-
umar og nötraði stafnanna á milli. Það er
þreytandi að vera í svona barningi til lengdar,
marblettir fóru að koma fram og sjóveiki gerði
vart við sig. Alls vom þetta fimm sólarhringar
hjá okkur. Við þessar aðstæður verður allt erf-
itt; að koma sér fram úr kojunni, klæða sig og
nærast. Það þarf töluverða útsjónarsemi til að
sinna kalli náttúrannar og eiginlega verður allt
að gerast með annarri hendinni þar sem hin fer
í að halda sér.
Alls vomm við 11 um borð og gengum vaktir
3 saman, en Baldvin skipstjóri og Áskell sigl-
ingarfræðingur skiptust á að rýna í kortin.
Hver vakt var 4 klukkutímar, síðan tók við bak-
vakt og loks frívakt. En þegar mest gekk á vora
allir á dekki.
En eftir baí-ning í 5 sólarhringa gerði blíðu,
það var helst til lygnt til skútusiglinga, hæg
gola og spegilsléttur sjór. En við tókum þessu
fagnandi, svifum áfram á belgseglinu okkar
góða og sóluðum okkur á dekki. Þetta vai' kær-
komið tækifæri til þurrka búnaðinn; gallar, föt,
dýnur og svefnpokar vora hundblaut eftir alla
vosbúðina og mannskapurinn úrvinda.
Við fóram nokkuð aðra leið en hinar skúturn-
ar, sóttum lengra í vestur til að sækja í lægðir á
leið til íslands og sjálfan Golfstrauminn. Aætl-
unin gekk nokkuð vel upp, á tímabili vora við
langt á eftir hinum skútunum en mun vestar.
Þegar við ventum og tókum strikið í norður í