Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Sannkristinn Sú sjaldgæfa staða hefur nú rísið upp á yfirborðið að plata með trúarsöngvum trón- ir á toppi íslenska plötusölulistans. Birgir —— Orn Steinarsson hringdi í Björgvin Hall- -------------------------7----------------- dórsson umsjónarmann Islandslagaflokks- ins og heyrði í honum hljóðið. „ÞAÐ ER nú saga til næsta bæjar að faðir vorið og sálmar séu í efsta sæti á plötusölulistanum á Islandi," svarar Björgvin Halldórsson og kímir þegar blaðamaður spyr hann hvemig líðan sé á toppnum. „Það er nú svoldið spaugilegt. Platan kom út fyrir kristnihátíðana frægu og ég hef sjaldan fengið eins góð og mikil við- brögð við neinu verki eins og þessu í langan tíma. Ég vii þó taka það fram að það er ekki einungis einn maður sem gerir þetta, hann stjómar þessu en með einvala lið og gott fólk þá er það afar auðvelt verk.“ Nú eru þetta allt kristileg lög sem eru á plötunni, ertu trúað- ur? „Já, ég myndi nú vilja segja það. Ekkert meira en næsti maður, svona bara sannkristinn." Er útgáfan tengd þúsund ára af- mæli krisnitökunnar á íslandi? „Þetta er fimmta platan í útgáfu- röðinni og það var ákveðið að gera eina plötu í tilefni kristnitökuafmæl- isins. Okkur þótti tilvalið að gefa út eina plötu undir þessum titli sem myndi innihalda svona val af þessum lögum sem þjóðin hefur alist upp með í gegnum áratugina. Þess vegna var ráðistí þetta.“ Hafa móttökumar á öllum Islands- lagaplötunum verið svona Jjúfar? I EIKFELAC, ÍSLANPS MflSNu 55i 3000 THRILLER sýnt af NFVI fös. 21/7 kl. 20.30 laus sæti fös. 28/7 kl. 20.30 aukasýning lau. 29/7 kl. 20.30 aukasýning 530 3O3O BJÖRNINN — Hádegisleikhús ___ með stuðningi Símans Mfim. 20/7 kl. 12 lau. 22/7 kl. 12 mið. 26/7 kl. 12 fim. 27/7 kl. 12 Miðasalan er opin frá kl. 12-18 I Loftkastalanum og frá kl. 11-17 1 Iðnó. Á báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýníng er. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). flth. Úsóttar panlanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. „Það er skemmtilegt til þess að vita að þessi plata fær hlýjar móttökur og mikil viðbrögð. Hinar plöttunar sem komu á undan virðast líka taka sölu- kipp um leið. Þessar plötur hafa nán- ast allar fengið mjög góðar viðtökur og eru alltaf á hreyfingu. Það er líka mikið af útlendingum sem kaupa plötuna. Einnig eru margir Islend- ingar sem kaupa hana til þess að taka með sér eða senda út, það er merki um mjög góðar viðtökur." Lög færð í sparifötin Pú hefur verið aðnotastvið svipað- an hóp ílytjanda á öllum plötunum, er það ekki? „Að vísu koma Helgi Bjöms og Páll Rósinkrans þama sterkir inn en Bjarni Ara er ekki með núna. Undir- staðan hefur alltaf verið sú sama. Ég, Egill, Diddú og Guðrún Gunnars er- um búin að vera á þeim mörgum. Lagavalið hefur ráðið meira til um söngvarana. Það er fúllt af góðum söngvumm en þessir hafa einhvem veginn alltaf orðið fyrir valinu. Ekki er það slæmt því þetta em nú nokkrir af helstu söngvumm þjóðarinnar. Ekki það að ég sé nokkuð að kasta rýrð á hina.“ Verður þetta síðasta íslandslaga- platan eða eiga fleiri eftir að fylgja í kjölfarið? „Ég ætla að vona það og veit reyndar að þessi íslandslagaflokkur heldur áfram því það er alveg af nógu að taka. Markmiðið hefur verið að finna perlur eftir íslenska höfunda og lög sem hafa fengið hér pólítískt hæh og orðið þannig íslenskir ríkisborgar- ar. Önnur lög hafa fallið í gleymsku og em þá færð í sparifotin og það er mikill fjársjóður eftir af lögum því ís- lenskir höfundar hafa verið mjög duglegir að semja og meirihlutinn af þessum lögum hefur verið mjög góð- ur.“ Þú ert nú ekki ókunnugur trúar- söngvunum, þú hefur þegar gefíð út þrjár plötur sem hafa innihaldið trúarsöngva, er það ekki? „Jú, en það var gert í söfnunar- átaki til byggingu áfangaheimilis fyrir afvegaleidda krakka. Það var mjög skemmtilegt að gera þær. Ég hef alltaf verið hrifinn af negrasáhn- um og þessari tegund tónlistar. Ann- ars er ég alæta á tónlist ég hef bara gaman af góðri tónhst, þó það sé göm- ul klisja að segja það.“ I minningu Magnúsar Ingimarssonar Þú tileinkar plötuna Magnúsi Ingi- marssyni. ,^Já, Magnús Ingimarsson var einn af þeim sem hafa lagt hvað mest í ís- lenska dægurtónlist. Hann var nátt- úrulega frægur hljómsveitarstjóri, útsetjari og lagahöfundur löngu áður en ég byrjaði í þessu og gerði garðinn frægan. Þá sérstaklega fyrir útsetn- ingar sínar, það var t.d. hann sem út- setti flest lög Jóns Múla á sínum tíma. Við unnum svoldið mikið saman, allt frá því að við gerðum saman HLH plötuna í gamla daga. Þá raddsetti hann fyrir mig lag sem heitir „Lífið yrði dans“. Eftir það tókust kynni með okkur og hann hefur alltaf verið viðloðandi þessar íslandslagaplötur. Hann ætlaði að vinna með mér að þessari plötu en því miður gat hann það ekki. Ég reyndi svona að hugsa til hans við gerð þessarar plötu. Við notuðumst t.d. við Fóstbræður því hann hélt sérstaklega upp á þá.“ Svona að lokum, hverju megum við eiga von á næst frá Björgvini Hall- dórssyni? „Ég er að byrja að undirbúa plöt- una hennar Diddúar sem kemur út fyrir jóhn. Ég framleiði hana og stjóma upptökum. Síðan hef ég verið að vinna að sólóplötu sem kemur út á næsta ári.“ Já, er það? Verður það ekki fyrsta nýja sólóplatan sem kemur frá þér í nokkurár? „Jú, það er orðið svoldið síðan. Ég er samt búinn að gera margar plötur og gárungamir em nú alltaf að stríða mér og segja að þær séu dulbúnar sólóplötur. Ég ætla sem sé að gera sólóplötu á næsta ári. Væntanlega verður það nýtt efni og kemur von- andi á óvart.“ Boltaspjall Sft.mbl.is * V. Á Landssímadeildarvef mbl.is hefur verið sett upp Boltaspjall mbl.is. Á þeim vettvangi geta fótboltaáhugamenn rætt um knattspyrnu, hvort sem þeir vilja ræða frammistöðu einstakra liða, spá f spilin með framvindu mótsins eða velta fyrir sér umdeildum eða óvæntum atvikum í leikjum. LANDSSIMADEILDIN mbl.is Topsy-Turvy er sérlega vönduð og íburðarmikil mynd eftir breska leik- sfjórann Mike Leigh. Góð mvndbönd Fullkominn eiginmaður / An Ideal Husband ■k-k'Á Lipur útfærsla á skemmtilegu leikriti Oscars Wildes. Góðir leikarar oglitrík umgjörð. Jakob lygari / Jakob the Liar **% Jakob lygari fjallar um tilveru gyð- inga ígettói í Varsjá á valdatíma nas- ista. Mynd sem leynir á sér. Brjálaði aðkomumaðurínn / Gadjo Dilo ★★★ Kvikmynd um samfélag sigauna i Rúmeníu. Vel gerð mynd sem fer með áhorfandann í einstakt ferðalag á framandi slóðir. Myrkrið fellur/ Darkness Falls ★★1/4 Full hægfara en magnað leikhús- drama þar sem snillingurinn Ray Winstone bjargar málunum. Glæp- samlega vannýttur leikari. Líf mitt hingað til / My lifesofar ★★% Fallega tekin kvikmynd sem lýsir bcrnskuminningum í skoskri sveita- sælu. Tilvalinn kostur fyrir þá sem hafa gaman af Ijúfum fjölskyldu- myndum. Síðasti söngur Mifune / Mifunes sldste sang ★★★ Þessi þriðja mynd úr dönsku Dogma-reglunni skartar sérlega lif- andi og áhugaverðum persónum. Ljúfsár og bráðskemmtileg kvik- mynd. Mafíumenn / Made Men ★★★ Bráðfyndin og spennandi mafíu- mynd framleidd af HBO-sjónvarps- stöðinni. Fær bestu meðmæli. Berserksgangur í Alabama / Crazy in Alabama ★★% I þessari frumraun sinni í leik- stjórastólnum vinnur Antonio Band- eras skemmtilega kvikmynd úr samnefndri skáldsögu. Morgunverður hinna sigursælu / Breakfast of Champions ★★% Ahugaverð aðlögun á skáldsögu Kurts Vonneguts þar sem deilt er á hamslausa neyslumenningu Banda- rikjanna. Bruce WiIIis og Nick Nolte fara á kostum. Beautiful People / Fallegt fólk ★★★ Fyndin, pólitísk og nokkuð frum- leg mynd sem segir frá mismunandi persónum sem tengjast á einn eða annan hátt í stórborginni London. Góð frumraun hjá leikstýrunni Didzar. Regeneration / Endurnýjun ★★*1á Ljóðræn stríðsmynd um skáldið Sigfried Sassoon sem settur varinn á geðveikrahæli vegna skoðanna sinna á ómennsku fyrri heimstyrjaldarinn- ar. Jonathan Pryce er frábær í hlut- verki sínu sem geðlæknir Sassoons. American Perfekt / Amerísk fyrirmynd ★★% Robert Forster er frábær í þessari undarlegu vegamynd um sálfræðing sem hefur tekið þá ákvörðun að ákveða næstum allt sem hann gerir með því að kasta peningi upp á það. Kleine Teun / Tony littli ★★★% Hrikalega áhrifamikil og vel leikin kvikmynd um sálsjúkan ástarþrí- hyming sem myndast þegar einföld bóndahjón ráða til sín unga kennslu- konu til þess að bóndinn geti lært að lesa. The Girl Next Door/ Dóttir nágrannans ★*★% Ferill klámmyndaleikonunnar Stacy Valentine rakinn frá upphafí og þar til hún fær verðlaun á fullorð- insmynda hátíðinni í Cannes. Áhrifa- mikil en ávallt hlutlaus lýsing á þess- um yfirborðskennda iðnaði. Rótleysi / Tumbleweeds ★★★ Einkar vel gerð kvikmynd sem lýs- ir flóknu sambandi móður og dóttur af einstákrí næmni. Leikkonurnar Janet McTeer og Kimberley Brown fara á kostum í hlutverki mæðgn- anna. Ringulreið / Topsy-Turvy ★★★ Sérlega vönduð og íburðarmikH mynd eftir breska leistjórann Mike Leigh sem fjallar um heim óperett- unnar í Lundúnum á 19. öld. Slagsmálafélagið / Fight Club ★★★}4 Umtöluð mynd og ekki að ósekju. Kærkomið kjaftshögg fyrir sanna bíóunnendur og jaðrar á barmi snilldarínnar. Edward Norton er snillingur. Fávitarnir / Idioterne ★★% Eins og við mátti búast nýtir sér- vitringurinn Lars Von Trier sér Dogma-formið út í ystu æsar. Djörf og ögrandi hneykslisrannsókn en ekki nógu heilsteypt. Hvað varð eiginlega um Harold Smith? / Whatever Happened To Harold Smith? ★★★ Fortíðardýrkunin er hér allsráð- andi og í þetta sinn er það áttundi áratugurinn á mörkum diskósins og pönksins. Klikkuð og bráðskemmti- leg bresk eðalmynd. Hústökuraunir / Scarfíes ★★★ Enn einn óvæntiglaðningurinn frá Nýsjálendingum. I þetta sinn pott- þétt spermumynd í anda Shallow Grave. Fylgist með höfundinum Sarkies í framtíðinni. Fucking Ámál / Árans Ámál ★★★VSt Einfaldlega með betri myndum um Ufog raunir unglinga. Allt í senn átakanleg, trúverðug og góð skemmtun. Stúlkumar tvær vinna kláran leiksigur. Risinn sigraður / Kill the Man ★★% Lúmskt fyndin gamanmynd sem setur Davíð og Golíat minnið inn ínú- tímaviðskiptaumhverfí. Nokkrir frá- bærir brandarar gefa myndinni gildi. Éggerði það ekki / C’est pas ma faute ★★% Vönduð og skemmtileg barna- mynd sem lýsir ævintýrum óheilla- krákunnar Martins og leikfélaga hans. Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.