Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ # * HASKOLABIO HASKOLABIO mm 990 PUNKTA FERÐU I Bió ■mmmmlíT NYTT OG BETRA S4G4- Atfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 rZAW UJLA ueín! Kóngurinn X-id ★★★1/2 i Kvikmyndir.iaj ★★★ I SVMbi ffl ★ ★★ [Hausverk.is ; ★★★ ’OHT Rás 2 y Frá höfundum There's Something About Mary Góður ’ eða óður' Sýnd kl. 1.40,4, 5.30,8 og 10.30. Mánud. 4, 5.30, Sýnd kl. 2,4,5.30,8 og 10.20. Mánud. 4,5.30, Sýnd kl. 2. Vit nr. 14 wmr-*— \ftt Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari upplýsingar á vit.is 'lí/ Hann berst við tígrisdýr og ljón - og hræsnina í Hollywood. Reuters SKYLMINGAKAPPINN Russ- ell Crowe skaust eins og flug- eldur upp á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í The Gladiator. En drengnum er fleira til lista lagt en að leika á hvíta tjaldinu og vera kærast- inn hennar Meg Ryan, hann er líka söngvari í hljómsveit. Hljómsveit Crowe, 30 Odd Foot of Grunts, ætlar að spila á þrennum tónleikum í Texas- fylki í ágúst og er uppselt á alla tónleikana. Svartamark- aðsbraskarar hafa séð sór leik á borði og selja hvern miða á 500 dali eða tæpar 39.000 ís- lenskar krónur. Sveitin hefur aðeins einu sinni áður leikið í Bandaríkj- unum og það var í hinum al- ræmda næturklúbbi Johnny Depp The Viper Room. Crowe hefur annars verið yfirlýsingaglaður um Banda- ríkin upp á síðkastið. Hann segist aldrei eiga eftir að flytja til þessa alisnægtalands nema „flóðalda gleypti Nýja- Sjáland og Ástrali'u, svarti- dauði herjaði á England og Marsbúar yfirtækju Afriku." Hann sejgist elska heima- land sitt, Astralíu, því þar komi fólk hreint fram og segi hlutina umbúðalaust. „I Ástr- alíu er farið með mann eins og húsgagn, vinir þínir eru sann- ir vinir og fólk sem þolir þig ekki skiptir ekki um skoðun, og því elska ég Ástralíu." Það verður þvi' ekki annað sagt en maðurinn sé með sterkar meiningar og fari ekkert í fel- ur með þær. Ókindin sækir á strendur Los Angeles Ókindin skelfir enn ÞAÐ sem átti að vera fyndin og smellin auglýsing á endurútgáfu kvikmyndarinnar um ókindina Jaws hefur ekki fallið í góðan jarðveg í sólarríkinu Kalifomíu. Fleiri en 400 auglýsingaskilt- um með myndum af skelíilegri trjónu hákarlsins hafði verið stillt upp við strandlengju Los Angeles borgar baðgestum til mikils óhugnaðar. Allar símalínur hjá stranda- og hafnamálanefnd borgarinnar hafa verið rauðglóandi vegna símtala frá reiðum og hræddum strandgestum sem segja að það síðasta sem þeir hafa geð á að sjá áður en þeir taka sundsprett séu hnífhvassar tennur Ókind- arinnar. Böm og útlendingar sem ekki mæla á enska tungu hafa jafnvel haldið að um vam- arskilti sé að ræða - gætið ykk- ar, mannskæðir hákarlar í sjón- um. Borgaryfirvöldum Los Ang- eles er í mun að leiðrétta þenn- an leiða misskilning, það hafa Jaws ekki verið neinar skráðar há- karlaárásir í borginni í yfir tuttugu ár og skiltin verða snar- lega tekin niður. Söngvari Boyzone fær hótunarbréf Hótanir til hægri og vinstri TÖLVUPÓSTUR er hratt að verða vinsælasta leið ofstæk- ismanna til að hóta fræga fólkinu. Hjartaknúsarinn Ronan Keating úr strákasveitinni Boyzone er sá síðasti í röð heims- frægra lista- manna sem hefur fengið morðhótun- arbréf í tölvupóstin- um. Send- andinn vissi allt um við- komustaði Ronans og Ronan hræð- hótaði að ist ekki óðan drepa hann í bréfsendanda. beinni út- sendingu á MTV-sjónvarpsstöðinni. Ron- an skellti við skollaeyrum þegar lögreglumenn báðu hann um að hætta við út- sendinguna og mætti gal- vaskur í viðtalið, sannur fag- maður það. Engin óhöpp urðu og virðist hótandinn hafa hætt við verknaðinn. Tennisstjarnan Anna Kournikova hefur líka fengið send óhugnanleg bréf þar sem reiður aðdáandi Liz Hurley hótar henni öllu illu. Ástæðan fyrir hótununum er að ljóshærða fegurðardísin Anna þótti skyggja á Liz hvað fríðleika snerti á Wimbledon-tennismótinu og ummæli Kournikovu um að henni þætti Liz ljót. Slíkt er að sjálfsögðu dónalegt en alls ekki dauðasök. Bæði málin eru í lögreglu- rannsókn. Reuters Yusuf Islam var einu sinni poppstjarna á heims- mælikvarða. Lok, lok og læs... YUSUF ISLAM, sem var þekktur undir nafninu Cat Stevens í fyrndinni, var vísað úr landi þegar hann reyndi að komast til Israels á dögunum. Þessi fyrrverandi poppstjarna reyndi að lauma sér inn í landið en naskir flugvallarstarfsmenn stöðvuðu hann í tæka tíð. Yusuf féll í ónáð hjá ísraelskum yfirvöldum þegar upp komst um gífurlegar peningaupphæðir sem hann á að hafa afhent Hamas-samtökunum. Yusuf segist hafa hlotið slæma meðferð flugvallarstarfs- manna, verið lokaður inni í agnarlitlum klefa með engan aðgang að vatni eða salerni. Yfirvöld neita þessu alfarið og segja hann hafa beðið í brottfararsal flugstöðvarinnar í góðu yfirlæti. Cat Stevens var heimsfræg poppstjama á fimmta og sjötta áratugnum og átti marga ástsæla smelli sem enn eru sungnir í dag, lög eins og Moonshadow og Morning Has Broken. Hann tók múslimatrú seint á sjötta áratugnum og breytti í kjölfarið nafni sínu. Arið 1977 hætti hann í tónlistinni eftir að bókstafs- trúarkennarar hans sögðu að popparalífemi væri bannað í trúnni. Síðar tók hann að kenna og breiða út íslamstrú um allan heim. Yusuf komst einnig í heimspressuna þegar hann lýsti yfir stuðningi við dauðadóminn sem írans- stjóm kvað upp yfir rithöfundinum Salman Rushdie.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.