Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, ÞRÖSTUR PÉTURSSON, Furugerði 15, Reykjavík, lést af slysförum fimmtudaginn 13. júlí. Drífa Björg Marinósdóttir, Guðrún Margrét Þrastardóttir, Halldór Pétur Þrastarson, Anna Kaja Þrastardóttir, ívar Örn Þrastarson, Þröstur Már Þrastarson, Ægir Pétursson, Margrét Pálsdóttir, Edwin Karl Benediktsson, Unnur María Þorbergsdóttir, Brynhiidur Pétursdóttir, og afastelpurnar Eva Björk, Andrea Diljá, Sunneva, Sara, Heiða Rut, Halldóra Líf og Karftas Björg. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA BJÖRNSSON, fædd Seuring, lést á Hrafnistu i Hafnarfirði þann 4. júlí. Útför hennar fór fram frá Jósefskirkju á Jófríðarstöðum þann 13. júlí sl. Anton Viggó Björnsson, Theresia Erna Viggósdóttir, Gísli Helgason, Anna María Antonsdóttir, Linda Pettersen, Ragnar Antonsson, Björn Antonsson, Þórdís Gísladóttir, María Gísladóttir og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA ÞORBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Skúlagötu 20, sem lést fimmtudaginn 6. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i Reykjavík þriðjudaginn 18. júlí kl. 13.30. Jón B. Stefánsson, Guðrún Sveinsdóttir, Kristján Stefánsson, Steinunn Margrét Lárusdóttir, Þorgrímur Stefánsson, Greta Sigurjónsdóttir, Páll Stefánsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Anna Ósvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GRÉTAR NORÐDAHL Lautasmára 3, Kópavogi, lést þriðjudaginn 4. júlí. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Lilja Svavarsdóttir Norðdahl, Kristján Áskell Norðdahl, Elfa Björk Brynjólfsdóttir, Linda Björk Norðdahl Andersen, Janik Andersen, barnabörn og barnabarnabörn. t Ég vil þakka ykkur öllum, kæru vinir, sem sýndu mér og fjölskyldu minni samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR, Gullsmára 7, Kópavogi. Ingimundur Guðmundsson, Ólafur Valgarð Ingimundarson, Ingibjörg Andrea Magnúsdóttir, Ingi Guðmar Ingimundarson, Unnur Kjartansdóttir, Svandís Ingimundardóttir, Arnar Freyr Ingimundarson, Valrún Valgeirsdóttir, Bryndís Ingimundardóttir, Helgi Kristjónsson og barnabörn. ANDREA G UÐMUNDSDÓTTIR + Andrea Guð- mundsdóttir fæddist á Berserkja- hrauni í Heigafells- sveit hinn 3. desem- ber 1923. Hún lést á Vífilsstöðum hinn 3. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 13. júlí. í guðsóttanum gef þú mér að ganga í dag svo líki þér. Svona byrjuðu flest- ir dagar á Asvallagötu 49 í minni bernsku. Það var alltaf svo gott að vera hjá ömmu Dríu og afa Kidda. Eg man glöggt eftir því hversu notalegt það var að vakna við kaffiilminn og lágt hvísl ömmu og afa frá eldhúsinu. Þær stundir sem ég var hjá þeim leið mér alltaf svo vel, þau umluktu okkur bömin kær- leik og veittu okkur öryggi og hlýju. Manstu eftir öllum ferðunum okkar til Sveinu systur? Við stoppuðum alltaf fyrst í Eden í Hveragerði og spiluðum á spilakassana, og alltaf hafði afi farið í bankann og skipt í margar 10 krónur. Svo fengum við ís og töluðum við krákuna. Og ekki mátti gleyma að flauta þegar við keyrðum yfir brúna fyrir neðan hús- ið hjá Sveinu systur. Eg minnist síð- ast ferðarinnar austur, við Adda Rúna í baksætinu, og eitthvað var afi nú farinn að gleyma leiðinni og við sögðum oft: „Þetta er ekki rétta leið- in,“ en afi hélt nú það, hann hafði svo oft keyrt þessa leið. Við enduðum nú niðri við sjó og lofuðum að við mynd- um alls ekki segja neinum frá þessu. Um leið og við stigum inn úr dyrun- um á Hamri sögðum við öllum að sjálfsögðu frá þessu skellihlæjandi. Ég hef alltaf dáðst að þolinmæði þinni, amma mín, því ég var nú ekki auðveldasta barnið í bænum, þvert á móti, en alltaf leyfðir þú mér að koma aftur. Þau voru ekki fá skipt- in sem ég hafði gert eitthvað af mér og þú sagðir: „Þú kemur ekki næstu helgi, Kristín Lilja,“ og þá skamm- aðist ég mín voða mikið og sagði: „Elsku amma, ég skal vera voða góð.“ Og þá fórst þú að gráta og fannst þú hafa verið svo vond við mig. Þú spurðir mig einu sinni hvort ég myndi ekki eftir öllum skiptunum sem þú rassskelltir mig, og ég sagði eins og var það gæti ekki verið að þú hefðir gert það og ef svo væri hefði ég örugglega átt það skilið. Ég hef aldrei kynnst neinni mann- eskju sem átti svo gott með að sýna tilfinningar eins og þú, amma mín, þú gast hlegið, grátið, blótað, allt á sama augnabliki. Ég kallaði þig líka ítölsku ömmuna mína, og þegar ég ræddi um þig út á við þá vissu allir hver þú varst. Stundum gerði ég þig líka mjög leiða, sér í lagi þegar ég hoppaði á húsgögnunum þínum og þú fórst að gráta. Þá skammaðist ég mín. Einu sinni þurftir þú að fara úr rúminu þínu af því að við systkinin deildum um það hvort okkar ætti að liggja næst þér. Ég hef alltaf metið það mikils hvað þú varst þolinmóð og góð við mig, því ég var ekki alltaf eins góð og ég hafði lofað. En alltaf mátti ég koma aftur til þín, amma mín, í litlu íbúðina á Ásvallagötu þar sem alltaf var pláss fyrir einn til við- bótar. Mikill gestagangur var hjá MARIA SOLRUN JÓHANNSDÓTTIR + María Sólrún Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 2. apríl 1943. Hún lést á Sjúkrahúsi Kefla- víkur 4. júlí síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Grindavíkur- kirkju ll.júli. Elsku Maja mín. Ég kynntist þér ung og var hjá þér barnfóstra. Við áttum mjög góðar stundir saman. Þótt aldursmunurinn hafi verið mikill þá skipti það ekki máli. En, elsku vina, ætíð á ég fal- legar og góðar minningar um þig. Þú varst ávallt góður vinur. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki, sjá þig eða fá yndislegu jólakortin frá þér. Guð gefi manni þínum, börnum, tengdabörnum, ömmu- og lang- ömmubörnum þínum allan þann styrk sem þau þurfa að fá. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Ástar- og vinarkveðja, Linda Bragadóttir. NIELS SVANE + Niels K. Svane fæddist í Reykja- vik 17. maí 1918. Hann lést á heimili sínu 28. júní síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Ás- kirkju 11. júlí. Það er undarlegt hvað dauðinn kemur manni alltaf á óvart og maður er alltaf jafnilla undir það búinn að fá fregnir af láti vina. Svo var einnig nú,þegar mér var sagt andlát Svane. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að telja mig meðal vina hans, en svo hefur verið síðan ég kynntist Eiríki syni hans haustið 1965. Þá kom ég til Reykjavíkur ell- efu ára sveitastrákur til að dvelja í Reykjavík hjá ömmu minni á Háa- leitisveginum einn vetur og hefur sá vinskapur haldist allar götur síðan. Það voru margar stundir sem við strákamir eyddum saman á heimili þeirra Bergþóru og Svane á Háaleitisveginum eða verkstæðinu við Miklu- brautina og síðar í Skeifunni. Þessir staðir urðu um langt árabil nánast mitt annað heimili og fyrir það verð ég þakk- látur allt til enda minna daga. Ég ætla mér ekki að fara að rekja æviferil Svane, til þess eru aðrir betur fallnir, en mig langar að minnast góðs vinar og samferðarmanns sem ég varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að vera samferða um skeið og kenndi mér svo ótal margt á sinn hógværa og hljóðláta hátt. Það hefur vafalaust einhvem tíma tekið á þolinmæðina að hafa okkur strákana baslandi út og inn af verkstæðinu, fyrst bama- brekin og ekki síður seinna þegar þér því fólk var alltaf velkomið til ykkar, þótt plássið væri ekki mikið, en móttökurnar vora alltaf einlæg- ar. Það era ekki margir sem hafa svo stórt hjarta eins og þú, amma mín. Þú gafst bernsku minni gleði og lit. Ég tel að ég hafi verið svo heppin að hafa fengið þig sem ömmu, betri ömmu hefði engin geta fengið. Þú fórst með okkur börnin í leikhúsið og í ferðalög og varst óþreytandi að taka okkur öll með þótt ekki væram við alltaf góð og hlýðin. Þegar við fórum saman til Svíþjóðar hafði ég lofað mömmu minni að ég skyldi koma heim með þér, en þegar leið að heimferð gat ég fengið þig til að hringja í mömmu svo ég fengi að vera lengur. Skammirnar fékk ég svo þegar heim var komið. Þú vildir alltaf allt fyrir alla gera, og öll fötin sem þú saumaðir handa okkur systranum, engin var skilin út undan. Manstu hvað þú sagðir; ef þú ættir krónu fyrir hverja flík sem þú saumaðir værir þú rík. En þú gafst alltaf allt sem þú áttir, svo krónurn- ar hefðu öragglega verið notaðar í okkur börnin. Ég á eftir að sakna þín mikið, en ég er mikið þakklát þér, amma mín, fyrir að hafa fengið að vera þitt barnabarn. Og ég vona svo innilega að ég hafi gefið þér gleði á móti. Ég er ekki í aðstöðu til að koma og kveðja þig, en sendi þér kveðju mína í bréfi til þín. Ástarþakkir fyrir allt, amma mín, ég veit að þú heldur áfram að gefa gleði og umhyggju hvar sem þú ert og hvert sem þú ferð. Þú ert fallegasta manneskja sem ég hef kynnst. Ástarkveðjur, Kristin Lilja, Danmörku. Elsku amma. Það er skrítið að vera staddur óralangt í burtu þegar þú kveður þetta jarðneska líf. Það verður líka skrítið að koma heim og geta ekki farið til þín á Ásvallagöt- una og fengið kaffi og kökur. Þangað var alltaf gaman að koma. Þar var alltaf líf og fjör. Þangað komu líka margir gestir því það var svo gaman að vera í kringum þig. Þú geislaðir alltaf af lífsgleði og jákvæði sem þú dreifðir allt í kringum þig. Þú hugs- aðir alltaf svo vel um alla. Ég man til dæmis vel þegar ég færði þér fisk í frystikistuna og sagði við þig að þetta væri handa ykkur afa. Nokkr- um dögum seinna varstu búin að gefa hann allan frá þér. Þú líka á einhvem óskiljanlegan hátt frest- aðir þínum veikindum til að hugsa um afa. Þú hafðir svo góða sál. Þú varst líka alltaf svo glæsileg, svo „el- egant“ eins og þú varst vön að segja. Elsku amma Dría, það vora for- réttindi að fá að kynnast þér. Það er huggun í sorginni að vita að þið afi erað aftur saman og nú á stað þar sem þið hljótið ríkulega umbun erf- iðis þessa lífs. Takk fyrir að hafa verið til. Kristinn Andri Þrastarson. bíldraslumar komu til sögunnar og endalaust var verið að leita ráða, gera við og basla við að halda gang- andi görmum sem e.t.v. átti löngu að vera búið að henda. En alltaf var Svane reiðurbúinn að segja manni til og leiðbeina og leyfa manni að ganga inn og út af verkstæðinu hvernig sem á stóð. Ég hef nú í seinni tíð oft undrast það hvað hann umbar mig og okkur strákana kunningja Eiríks. Ekki era mér síður minnisstæðar stundir sem við áttum saman á kaffi- stofunni og tókum tal saman um landsins gagn og nauðsynjar, þar sit- ur margt eftir í minningunni sem ekki gleymist. En nú er þetta að baki og ekki verður oftar sest niður með kaffi- bolla og spjallað, ekki verður leitað ráða þegar eitthvað brestur í bílnum eða heldur komið við á Háaleitisveg- inum því þeir staðir era löngu horfn- ir en í minningum mínum verða þeir mér kærir. Svane minn kæri vinur, megir þú fara í friði yfir landamærin miklu og eiga þar náðuga daga. Þínum sem eftir lifa, Bergþóra, Eiríki, Margréti, Unu og Þorgeiri sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Þorgeir Ingvason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.