Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 1 3 lega ofvirka og óábyrga blökku- manni.“ Heilsugæslustöðvum lokað Eftir að hafa séð vini og ættingja fangelsaða, eitrað fyrir þá og þeir jafnvel gerðir ófrjóir af hvítu lækna- liði svo áratugum skipti lét þjóðar- ráðið loka fjölda heilsugæslustöðva eftir að það komst til valda. Stöðv- arnar hefðu án efa síðar geta komið sér vel við meðhöndlun og ráðgjöf alnæmissmitaðra. Hvítir ríkisstarfsmenn, sem Af- ríska þjóðarráðið erfði frá tímum aðskilnaðarstefnunnar, reyndust síðan allt annað en hjálplegir við að koma forvarnarstarfi gegn alnæmi í framkvæmd. „Ekkert af þvi starfs- fólki sem ég erfði vissi svo mikið sem hvernig alnæmi smitaðist, né hvernig mætti hindra smit, sagði Quarraisha Abdool Karim, sem fyrst fór með alnæmismál í Suður- Afríku. Aðrir stjórnendur mættu andúð ríkisstarfsmanna. „Við vorum að vinna með fólki sem hefði ekki getað staðið meira á sama um það þótt blökkumenn dæju úr alnæmi,“ sagði Floyd, framkvæmdastjóri al- næmismála í Pretoria og Johannes- burg. Þá notfærði Þjóðarflokkurinn, stjórnarflokkur aðskilnaðarstefn- unnar, sér hræðslu við alnæmi til að grafa undan vinsældum Afríska þjóðarráðsins. Dreifimiðum með viðvörunum um útlaga sem flyttu al- næmisveirunni var dreift um hverfi blökkumanna. „Það setti okkur vissulega í vörn,“ sagði Smuts Ngonyama, talsmaður Afríska þjóð- arráðsins. „Okkur var fullkunnugt um að þetta var sjúkdómur sem við urðum að takast á við. Okkur gramdist þó líka að Þjóðarflokkur- inn skyldi draga upp þá mynd af okkur að við værum lauslátir. Ekki síður en þá fullyrðingu að við vær- um skæruliðar sem flyttum dauða og sjúkdóma heim til fólks okkar.“ í fyrstu fjárlögum stjómar þjóð- arráðsins voru þeir tæplega fimm milljarðar króna sem forvamar- nefnd Afríkska þjóðaráðsins hafði mælt með til verksins skomir niður í rúman milljarð. Forvarnarstarf var síðan fært undir starfsmann heilbrigðisráðuneytisins í stað þess að það tilheyrði skrifstofu forseta líkt og áætlanir gerðu ráð fyrir. Helstu ráðamenn minntust þá helst aldrei á sjúkdóminn að fyrra bragði og það var ekki fyrr en árið 1997 að Nelson Mandela, þáverandi forseti Suður-Afríku, ræddi alnæmisveir- una opinberlega á erlendum vett- vangi - ári áður en það var gert heima fyrir. Staða þeirra Suður-Afríkubúa sem greinst hafa með veiruna í dag er allt annað en öfundsverð. Þeir era gjaman hundsaðir af ættingjum og nágrönnum, eiga á hættu að missa vinnuna og hljóta jafnvel enga umönnun. F orvarnastarf í Suður-Afríku hef- ur engu að síður verið aukið til muna. 140 milljónum smokka hefur verið dreift og yfir 10.000 kennarar þjálfaðir til að alnæmisfræðslu. Efnahagur landsins gerir þó ríkis- stjóminni erfitt um vik með kaup á kostnaðarsömum alnæmislyfjum er- lendra fyrirtækja, sem hafa bragð- ist illa við þeim hugmyndum Suður- Afríkubúa að þarlend lyfjafyrirtæki framleiði slík lyf fyrir heimamark- aðinn. Þá hefur núverandi forseti, Thabo Mbeki, vakið reiði virtra vís- indamanna með því að draga tengsl HlV-veirannar svonefndu og al- næmis í efa. Aukið forvamarstarf í Suður-Af- ríku virðist þó skila takmörkuðum árangri því í nýlegri skoðanakönnun sögðust 86% íbúa ekki vita hvemig alnæmisveiran bærist milli manna og einungis 10% viðurkenndu að hafa notað smokk við síðustu kyn- mök. Byggt á BBC, AP, AFP, Reuters. 33 -70% afsíáttur 15x15 sm veggflísar kr. 990- pr.m2 15x20 sm veggflísar frá kr. 1.080- pr.m2 20x25 sm veggflísar frá kr. 1.190- pr.m2 30x30 sm gólfflísar frá kr. 1.580- pr.r Afgangsflísar allt að 20 m2 á kr. 850- pr.m2 DÆMI Suöurlandsbraut 26, símar: 568 1950 / 581 4850 Orugglega gott útlit í sumar HEKLA - íforystu á nýrri öld! IfW Generation Golf Golf Variant
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.