Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 37
■MUKUl
MINNINGAR
AGUSTA SIGURÐAR-
DÓTTIR BÖGESKOV
+ Ágústa Sigurð-
ardóttir Böge-
skov fæddist í Lágu-
Kotey í Meðallandi 7.
ágúst 1909. Hún lést
26. júní síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 4. júlí.
Það er svo ótal margt
í minni okkar systra,
sem tengist Ágústu og
Bögeskov, þau ná-
grannar foreldra okkar
í Kringlumýiinni, dæt-
ur þeirra þrjár og við systur líka
þrjár, samgangurinn var mikill og
vinátta alla tíð. Margs er að minnast
og allt skemmtilegt. Að sækja mjólk-
ina til Bögeskov, en hann hafði kýr,
fá að taka þátt í heyskap en þau heyj-
uðu handa kúnum á túnum þar sem
seinna reis Borgarspítali; höfðu þau
líka svín, fengum við stundum beikon
hjá Ágústu og brauð smurt með
kryddaðri svínafeiti, allt mjög fram-
andi og nýtt fyrir okkur.
Jólaboðin, dönsku bændahúsgögn-
in í litlu notalegu stofunni þeirra,
grænmálaði skápunnn, sem alltaf
innihélt flösku, svo hægt væri að
bjóða gestum uppá snaps og þá bara
eitt staup, þannig átti það að vera,
íjnu dönsku sýrópskökurnar sem
Ágústa bakaði fyrir jólin. Bögeskov
talaði dönsku eins og aðrir Danir á
íslandi, með stöku orði á íslensku inn
á milli. Ágústa talaði alltaf um hann
sem BÖgeskov, en það var ættamafn
hans, auðséð var að þau báru virð-
ingu og væntumþykju hvort til ann-
ars. Æska Habbýjar, þeirrar yngstu
okkar, er samofín minningum um
þau hjón. Sótti hún mikið til þeirra
strax og hún gat farið ein á milli, sem
reyndar var ekki langt, eyddi hún
mörgum dögunum hjá þeim Ágústu
og Bögeskov og voru þau henni ein-
staklega góð. Ekki gleymir hún held-
ur töluboxinu hennar Aústu sem þær
Lilja gátu leikið sér með tímunum
saman, sannkallað töfrabox.
Með þakklæti í huga fyrir góðar
minningar um mæt hjón frá stelpun-
um í Steinholti.
Hrafnhildur.
Þessa kveðju send-
um við þér, elsku
mamma, amma og
langamma.
„Hvað þarf ég að
bíða lengi eftir hvíld-
inni?“ Sannarlega höfð-
um við oft heyrt þessa
setningu af þínum vör-
um og þegar aldraðir
vinir þínir og kunningj-
ar féllu frá sagðir þú:
„Mikið er hann eða hún
heppinn." Þú varst líka
heppin, því nú hefur þú
fengið þína hinstu
hvílu.
Það er erfitt að vera fjarverandi
þegar dauðastund þeirra sem við
elskum rennur upp, en í hjarta mínu
geymi ég síðustu samverustund okk-
ar mæðgnanna. Þá leyfðir þú mér að
rúlla þér í hjólastól út í garðinn á
Grund, þar sem við nutum sumar-
blómanna saman í blíðskaparveðri.
Nokkrum dögum síðar var lífi þínu
lokið og ég flogin burt í sumarleyfi.
Ófáar voru samverustundir okkar
ömmustrákanna með þér. Það var
mannbætandi að fá að njóta fróð-
leiksins og hlýjunnar, sem nærvera
þin veitti okkur.
Hún Ágústa tók öllum opnum
örmum og sýndi að hún átti stórt
hjarta. Mér er það svo minnisstætt
þegar þú sagðir við mig: „Ragga mín,
þú mátt alveg kalla mig ömmu,“ það
var þegar þú fréttir að ég hafði misst
ömmur mínar svo ung að árum.
í fyrstu heimsókn okkar Hafsteins
til þín fann ég strax hve stórbrotinn
persónuleiki þinn var. Þú varst
vissulega „stór kona í litlum líkama“.
Við langömmubörnin sóttumst eft-
ir að heimsækja þig með ömmu Lilju
og ánægjusvipur þinn leyndi sér ekki
er við birtumst. Við urðum alltaf jafn
hissa á því hvað þú varst minnug á
afmælisdaga og fæðingarár okkar.
Lopapeysurnar, sokkarnir og vettl-
ingarnir sem þú pijónaðir á okkur
öll, munu ylja okkur í minningunni
um þig. Guð geymi þig.
Lilja,Smári, Raguhildur,
Hafsteinn, Kristbjörg,
Baldvin Mar, Sigurður Sveinn,
Lilja Dís, Laufey Lilja, Ágúst
Þór og Brynja Lind.
GUÐRUN
JÓNSDÓTTIR
+ Guðrún Jóns-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 29. júlí
1923. Hún lést á
Landspítalanum 11.
júní síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju 19.
júní.
Hún elsku Guðrún
amma mín er dáin. Það
er erfitt að sætta sig
við það. Það er svo erf-
itt að kveðja þá sem
hafa fylgt manni svo
lengi, verið svo stór hluti af lífi
manns. Eina huggun mín er sú að
hugsa til þess að nú sé hún amma
mín á góðum og fallegum stað. Hún
lifir sterkt í minningunni, hlæjandi
við eldhúsborðið heima, spilandi vist
við mömmu, pabba og afa.
Amma mín lifði góðu lífi með hon-
um Ella afa mínum. Frá Noregi
sendi ég honum stoð og styrk og
vona að honum líði sem best. Eg veit
líka að amma Guðrún
var mömmu, Sigga og
Ernu góð móðir og
okkur barnabömunum
ætíð góð amma.
Mamma mín, hún
Guðný, er besta kona á
þessari jörðu og það á
ég ömmu og afa að
þakka.
Ég bið Guð að
vemda fjölskyldu mína
og hjálpa henni í gegn-
um sorgina. Elsku afi,
mamma, Siggi og
Ema; ömmu líður vel
núna, ég er fullviss um
það. Hún vakir yfir okkur öllum,
brosandi út í annað. Verið þið sterk
og dugleg að styrkja og hughreysta
hvert annað. Það hefði verið hennar
ósk.
Ég kveð hana Guðrúnu ömmu með
söknuði. Ég syrgi skjótt fráfall henn-
ar hvern dag. I góðu minningarnar
held ég fast, fast.
Blessuð sé minning hennar.
Margrét Ólöf Guðmundsdóttir.
Formáli minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
Iivar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks
hvaðan útför hans fer fram. Ætlast ertil að þessar upplýsingar komi að-
eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf-
SbWINUUAGUK i(i. JULl 2UUU Ol
KIRKJUSTARF
Laugameskirkja
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Safnaóarstarf
Síðasta
sumarmess-
an í Laug-
arneskirkju
ÞAÐ hefur verið gott og gaman að
messa á sunnudagskvöldum í sumar,
en nú líður að sumarfríi Laugames-
kirkju um leið og vinir okkar og
nágrannar í Ássókn opna sínar
kirkjudyr að afloknu leyfi sam-
kvæmt ái’alangri samstarfshefð
safnaðanna tveggja.
Langar okkur einungis að hvetja
safnaðarfólk til að fjömenna á
sunnudagskvöldið kl. 19:30 og njóta
síðustu sumarmessunnar. I þessum
messum höfum við farið „lágkirkju-
legar“ leiðir, skilið eftir ákveðið íými
fyrir tilviljanir svo að andrúm stund-
arinnar mótast af því fólki sem kom-
ið er til kirkju. Þannig höfum við sem
þjónum leitast við að hlusta ekki
minna en við tölum, og margir mynd-
ugir safnaðarmeðlimir hafa tekið til
máls og gefið okkur hinum hlutdeild
í reynslu sinni og lífi. Á sunnudags-
kvöldið ætlar Þorvaldur Halldórsson
að taka að sér þann þátt áður en sr.
Bjarni Karlsson prédikar. Rétt er að
taka fram að við allar messur í Laug-
arneskirkju er gert ráð fyrir börnum
með sérstakri dagskrá.
Hittumst í kirkjunni!
Starfsfólkið.
Möðrudalskirkja - messa
Sunnudaginn 16. júlí verður mess-
að í Möðrudalskirkju. Messan hefst
kl. 14. Fermdur verður Stefán Jök-
ulsson, Flögusíðu 1, Akureyri. Org-
anisti í þessari messu er Hlín Torfa-
dóttir og kór kirkjunnar syngur.
Sóknarpresturinn séra Lára G.
Oddsdóttir prédikar og þjónar fyrir
altari.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í
hádegi á morgun, mánudag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu
að stundinni lokinni.
Hallgrímskirkja. Kvöldtónleikar
kl. 20. José L. Gonzáles Uriol,
Santiago de Composstel leikur á
orgel verk eftir Antonio de Cabezón,
Pablo Bruna, Juan Cabanillar,
óþekkt spænsk tónskáld frá 17. og
18. öld, Jesús Guridi og Bemardo
Juliá.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í
kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í síma
587-9070.
Kópavogskirkja. Foreldramorg-
unn þriðjudag kl. 10 í Borgum.
Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni
þriðjudag kl. 12.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs-
starf yngri deild kl. 20.30-22 í Hásöl-
um.
Krossinn. Almenn samkoma í
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel-
komnir.
Ilvammstangakirkja. KFUM og
K starf kirkjunnar á mánudag kl.
17.30 á prestssetrinu.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður
Vörður L. Traustason forstöðumað-
ur. Barnakirkja fyrir 1-12 ára böm
meðan á brauðsbrotningu stendur.
Almenn samkoma kl. 20. Lofgjörðar-
hópur Ffladelfíu syngur, ræðumaður
Vörður L. Traustason forstöðu-
maður. Allir hjartanlega velkomnir.
Mánud.: Marita-samkoma kl. 20.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
KI. 11 guðsþjónusta með skírn og
mikilligleði. Kaffisopi á eftir í safnað-
arheimilinu.
Vegurinn. Samkoma kl. 20. Högni
Valsson prédikar. Allir hjartanlega
velkomnir.
Hólaneskirkja Skagaströnd. Á
morgun, mánudag: Unglingadeild
KFUM & K kl. 20 fyrir 13 ára og
eldri.
Víkurprestakall í Mýrdal. Ferm-
ingarfræðsla á mánudögumkl. 13.45.
Frelsið, kristileg miðstöð. Al-
menn fjölskyldusamkoma sunnu-
daga kl. 17.
Blaðbera
vantar
á Selfoss
Upplýsingar
veitir
umboðsmaður
síma 4823375
frá kl. 7 til 13
og 8991700
eftir hádegi.
%aerzXx^L- Gœðavíira
Gjafavara — maíar- og kaffislell.
Allir verðflokkar.
Heimsfrægir hönnuóir
m.a. Gianni Yersace.
U. VERSLUNIN
Lnugavegi 52, s. 562 4244.