Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 49
FÓLKí FRÉTTUM
MYNDBÖND
Vinátta í
skugga
fortíðar
Þagnarmúrinn
(AKindofHush)
II r a m a
★★
Leikstjóm og handrit: Brian Stim-
er. Aðalhlutverk: Harley Smith,
Marcella Plunkett, Ben Roberts og
Paul Williams. (92 mín.) Bretland,
1998. Háskólabíó. Bönnuð innan 16
ára.
ÞAGNARMÚRINN er fyrsta
mynd breska leikstjórans Brian
Stirner. Þar er
sögð saga nokk-
urra pilta sem búa
á götunni í einu af
skuggahverfum
Lundúna. Þeir
eiga það sameigin-
legt að hafa mátt
þola kynferðislega
misnotkun og hafa
snúið baki við
samfélaginu fullir reiði og hefndar-
þrár. Myndin er sæmilega gerð og
dregur upp nokkuð raunsanna
mynd af því umhverfi sem dreng-
irnir lifa í. Hins vegar er handritið
dálítið losaralega unnið og á köfl-
um bregður fyrir einfeldningsleg-
um tóni sem dregur úr áhrifa-
mætti myndarinnar. Hins vegar
bætir leikurinn upp marga af veik-
leikunum, og hefur leikstjóranum
tekist vel til með að stýra þeim
hópi óreyndra leikara sem þar er á
ferð. Samleikur drengjanna sem
og þeirra fullorðnu sem fyrir koma
er góður og skiptir það miklu þar
sem myndin fjallar að miklu leyti
um mannleg samskipti og vináttu
við erfiðar aðstæður.
Heiða Jóhannsdóttir
Samsuða
Húsnæðisvandinn
(The Apartment Complex)
Spennumynd
★★
Leikstjóri: Tobe Hooper. Handrit:
Karl Schaechter. Aðalhlutverk:
Chad Lowe, Amanda Plummer og
Fay Masterson. (95 mín) Banda-
ríkin, 1999. Sam myndbönd. Bönn-
uð innan 16 ára.
LEIKSTJÓRINN Tobe Hooper
er reyndur á hrollvekjusviðinu en
hann leikstýrði
m.a. myndum á
borð við „The Tex-
as Chain Saw
Massacre" og
„Poltergeist". I
þessari sjónvar-
psmynd bregður
hann á leik ásamt
handritshöfundin-
um Kari Schaecht-
er. I myndin úir og grúir af vísun-
um í gamlar kvikmyndir og
kvikmyndahefðir en þar ber hæst
áhrif frá film noir-hefðinni og þýska
expressjónismanum sem fyrr-
nefndahefðin sótti stíl sinn til. Leik-
myndin er skökk og skæld og ein
persónan heitir hvorki meira né
minna en herra Caligari eftir samn-
efndri persónu í hrollvekjunni „The
Cabinet of Dr. Caligari" frá árinu
1919. í ekki metnaðarfyllri mynd en
hér er á ferð verða slíkar vísanir
dálítið vandræðalegar en sem betur
fer vinnur myndin á. Hún verður
þannig í besta falli sniðugt dæmi
um þá samsuðu eldri stíla og hefða
sem einkennandi er fyrir kvik-
myndagerð samtímans.
Heiða Jóhannsdóttir
ERLENDAR
Óskar Einarsson tónlistar-
maður fjallar um tónlistina úr
kvikmyndinni Gladiator
Stórbrotin kvik-
myndatónlist
HANS Zimmer er eitt af stóru
nöfnunum í kvikmyndatónlistinni.
Hans frægustu myndir eru sennilega
The Lion King (þar samdi hann og
útsetti tónlistina en Elton John
samdi sönglögin), Crimson Tide,
Peacemaker og The Prince Of
Egypt. Tónhst Hans Zimmer verður
oftast til í stúdíói sem er yfirfullt af
hljóðgervlum, „samplerum“, tölvum
og hljómborðum. Hann hefur náð að
nýta sér rafmagnshljóðfærin að fullu
og vestanhafs er hann oft fenginn
þegar blanda þarf saman hljómborð-
um og lifandi hljómsveit.
Tónlist Hans við Gladiator er
sennilega það besta sem hann hefur
gert í kvikmyndatónlist til þessa.
Tónsmíðar í stórmyndum á borð við
þessa hafa oftast haft eitt til tvö meg-
in steþmótív sem eru gegnumgang-
andi í verkinu - oft mjög grípandi
stef á borð við stefin úr Superman,
Star Wars og Titanic. Kvilanynda-
tónlist seinni ára hefur oft á tíðum
verið frekar útþynnt og klisjukennd.
Reyndar ber að hafa í huga að tón-
skáldin hafa oftast ekki nema um
mánuð til að semja og útsetja alla
tónlistina sem er kannski ástæðan
fyrir endurtekningum en héma áður
fyrr (um miðja öldina) höfðu tón-
skáldin hins vegar mun lengri tíma.
Hans Zimmer vinnur mikið af
tónlistinni fyrst í tölvu en fær síðan
til liðs við sig sprenglærða og færa
útsetjara sem útsetja tónlistina fyrir
sinfóníuhljómsveit. Þetta fólk á oft á
tíðum mestan heiðurinn af útkomu
kvikmyndatónlistar. Margir sem
semja kvikmyndatónlist kunna ekki
að skrifa fyrir sinfóníuhljómsveit
heldur ráða tii sín fagmenn á því
sviði. Menn á borð við John Williams
(Jaws, Star Wars, Amistad), Jerry
Goldsmith (Planet Of The Apes, Star
Trek, Basic Instinct,The Edge), Ja-
mes Homer (Titanie, Bravehart),
John Barry (Dances with Wolves) og
Bruce Broughton (Silverado) útsetja
hins velgar sína tónlist sjálfir fyrir
hljómsveit en hafa stundum aðstoð-
ai-menn við viðameiri verk. Það eru
sex útsetjarar sem útsettu tónlistina
í Gladiator. Einn þeirra er Bruce
Fowler sem er mjög fær og notar
Hans Zimmer hann oft við hljóm-
sveitarútsetningar sínar. I þessari
Óskar Einarsson spáir því að tónlist Hans Zimm-
ers úr kvikmyndinni Gladiator verði tilnefnd til
Óskarsverðlauna.
mynd hins vegar er ekki mikil
áhersla lögð á síendurtekin stef og
laglínur heldur er megináherslan að
skapa stemmningu við hinar ýmsu
senur í myndinni.Útkoman er mjög
góð og fjölbreytt. Ekki má gleyma
hlut Lisu Gerrard í tónlistinni því
rödd hennar skapar mið-austræn
áhrif sem falla vel að myndinni.
Gladiator á að gerast um 120 árum
eftir krist og fjallar um skylminga-
kappa Rómaveldis. Þeir sem voru
þrælar á þessum tíma voru notaðir
sem skylmingakappar við skemmt-
anahöld Rómveija. Bardagasenurn-
ar í myndinni eru eftirminnilegar og
á tónlistin stóran þátt í því. Mikið er
notast við trommur og ýmiss konar
slagverk í þessum senum sem og
málmblásturshljóðfæri. Bestu verk-
in að mínu mati eru „The Battle“,
„The Might Of Rome“, „Barbarian
Horde“, og „Patricide“. Stfllinn á
tónlistinni er síðrómantík ef hægt er
að setja hann undir einn stíl. Stund-
um örlar á klassík og nokkur verkin
minna á þjóðlagatónlist miðaustur-
landa. Faðir kvikmyndatónlistarinn-
ar er af sumum álitinn Ottorino
Respighi (1879-1936). Hann samdi
mörg verk sem lýsa atburðum, stöð-
um og þess háttar og er tónlist hans
mjög myndræn og auðvelt að setja
sig inn í aðstæðumar. Hann samdi
m.a. nokkur verk
um Rómaborg og
Rómverja; „Pines
of Rome“,
„Fountains Of
Rome“ og „Roman
Festivals". Hljóm-
sveitarútsetning-
arnar í stærri
verkum Gladiator
minna stundum á
verk Respighi,
sérstaklega „Pin-
es Of Rome“.
Sennilega hafa út-
setjarararnir
skoðað verk Resp-
ighi vel enda var
hann snillingur í útsetningum. „The
Battle" minnir aðeins á „The Plan-
ets“ eftir Gustav Holst og í „Am I
Not Merciful" fannst mér örla aðeins
á Wagner með tignarlegum kór.
A heildina litið er þetta stórbrotin
tónlist sem þjónar sínum tilgangi
mjög vel og kæmi mér ekki á óvart
að hún verði tilnefnd til Óskarsverð-
launa. Hans Zimmer er á uppleið en
gaman væri að fá að heyra frá honum
kvikmyndatónlist þar sem hann not-
ast eingöngu við sinfóníuhljómsveit
og sleppir hljóðgervlum og tölvum.
Hljóðvinnslan á geisladisknum er
mjög góð og hljóðfæraflutningurinn
allur til fyrirmyndar.
Óskar Einarsson
-
Unglingar
vUiíi
“V
Íyr*v
áboð
Kaupum ekki
áfengl fypir þá
www.islandaneiturlyfja.is
f %
MJÓLKUHSAMSALAN
l ÍSLENSKIR
OSTAR, .v,
Ekta amenskur
hainborgari m/öllu
kr. 899,- í hádeginu
Alltaf bjór, 2 fyrir 1
á þriðjudögum
-
m
Salatbar og supa
| kl*. 299," með mat
m