Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 1 7 LISTIR Ölöf Sigursveinsdóttir í Listasafni Sigurjóns Á þriðjudagstónleik- unum í pistasafni Sigurjóns Ólafssonar þann 18. júlí klukkan 20:30 kemur fram Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari og með henni leika þær Agn- ieszka Bryndal píanó- leikari og Nora Sue Kornblueh sellóleikari. Á efnisskrá eru eftir- taiin verk: Sólósvíta nr. 1 í G-dúr eftir Jó- hann Sebastian Bach, Tilbrigði við enskar bamavísur eftir Paul Hindemith, Sónata nr. 9 í g-moll eftir Antonio Vivaldi og Fantasie- stiicke op. 73 eftir Robert Schumann. Ólöf Sigursveins- dóttir hóf sellónám sex ára að aldri og lauk áttunda stigi frá Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar. Meðal kennara hennar voru Nora Komblu- eh, Gunnar Kvaran og Bryndís Halla Gylfadóttir. Ólöf stundaði nám við Tónlistar- háskólann í Stuttgart og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn í febrúar síðastliðnum undir leiðsögn prófess- ors Hans Haublein. Jafnframt selló- náminu hefur hún numið kórstjóm og starfaði sem kórstjóri um skeið. Ólöf býr nú í Stuttgart, leggur stund á kammermúsik og er einn stofnenda acArta píanótríósins. í tónlistamámi sínu hefur Ólöf haft sérstakan áhuga á barokktónlist og mun leika verkin eftir Bach og Vivaldi með barokkboga. Píanóleikari frá Póllandi Agnieszka Bryndal er fædd í Thom í Póllandi og hóf bamung að læra á píanó. Síðar lauk hún fram- haldsnámi frá Tónlistarháskólanum í Krakau þar sem aðalkennarar henn- ar vom Janina Baster og Marek Koziak. Árið 1996 fluttist hún til Þýskalands og sturidaði framhalds- nám í píanóleik við Tónlistarháskól- ann í Stuttgart. Kennari hennar þar var Konrad Richter. Síðustu ár hefur hún starfað sem undirleikari í Þýska- landi og komið fram á fjölda tónleika víða í Evrópu. Nora Sue Komblueh er fædd í New York-ríki í Bandaríkjunum þar sem hún hóf sellónám hjá James Doty. Hún lauk BA-prófi í sellóleik undir handleiðslu George Neikrug við Bostonháskóla árið 1974. Nora hefur búið á íslandi síðan 1980 og hefur starfað hér sem sellóleikari og tónlistarkennari. AP Sumarlegur Chagall TVÆR sumarlega klæddar stúlkur rýna hér í eitt af verkum lista- mannsins Marcs Chagalls í lista- safninu f Minsk í Hvíta-Rússlandi. Sýning á verkum Chagalsl stend- ur nú yllr í safninu í tilefni af 113 ára fæðingarafmæli listamannsins. Ceröu bílinn kláran fyrirfríiö <5g> TOYOTA VARAHLUTIR Nýbýlavegi 8 • S: 570 5070 c-------------------------------------\ jífinœlisþakkir Innilegar þakkir fœri ég ykkur sem samglöddust mér í tilefni af 70 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Lísa Jones í Kaliforníu. Hellamyndir í listasafni UNNIÐ er að því að leggja loka- hönd á nákvæmar eftirlíkingar af hinum þekktu Altamira-hellamál- verkum á Norður-Spáni. Loftmyndum af vísundum er komið fyrir í „fölskum" helli nú- tímalistasafns. Búist er við að eftirlíkingarnar dragi að hálfa milljón sýningargesta árlega. Fundur hinna 14 þúsund ára gömlu hellamynda árið 1879 gerði vísindamenn þess tíma orðlausa, en hann var ein fyrsta sönnun þess að forfeður nútfmamannsins voru ekki síður en hann færir um listsköpun. Beethoven, Brahms og Franck í Bláu kirkjunni NÆSTU tónleikar í tónleikaröð- inni Bláu kirkjunni á Seyðisfírði verða miðvikudaginn 26. júlí kl. 20.30. Þá munu Margrét Krist- jánsdóttir fíðluleikari og Þor- steinn Gauti Sigurðsson píanó- leikari flytja tónlist eftir Ludwig van Beethoven, Johannes Brahms og César Franck. Margrét Kristjánsdóttir starfar nú við Sinfóníuhljómsveit Islands og kennir við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólann í Reykjavík. Margrét hefur komið fram sem einleikari og verið virk í kammertónlist. Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari hefur komið víða fram sem einleikari og meðleikari. Einnig hafa verið gefnir út geisladiskar með leik hans. Hann kennir nú við Nýja tónlistarskól- ann og Tónlistarskólann í Reykja- vík. TEKK V Ö R U H Ú S ÚTSALAN ERHAFIN! TEKK- VÖRUHÚS KRINGLUNNI SPEGLAR 30% VEFNAÐARVARA 40% KERTI 40% MATARSTELL 40% OG MARGT FLEIRA Tekk - vöruhús • Kringlunni • Sími: 581 4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.