Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 V SKOÐUN ' AVANAEFNAVANDINN A ERINDIVIÐ OKKUR OLL Björn Matthías Hjálmarsson Halldórsson Helstu lögleg og ólögleg ávanaefni, nafngiftir þeirra og notkun Flokkur og heiti ávanaefnis Lögleg: Notkun Áfengi (etanól) bjór, léttvín, brennd vín, líkjörar, kokteilar Tóbak (nikótín) sígarettur, píputóbak, munntóbak (skro), neftóbak Koffín kaffi, te, kakó, svartir gosdrykkir, súkkulaði Læknislyf kvíðastillandi lyf, róandi lyf í töflum og sprautum Ólögleg: - mjúk ávanaefni (tetrahýdrókannabínól) Hass Fteykt, tuggin, borðuð í geymköku (space cake), Maríhúana drukkin í vatns-/mjólkursoði (bhang/bahang eða ganja) - hörð ávanaefni Heróín sogið í nef („snorting”), sprautað undir húð („skinpopping") og í æð („mainlining”) Kókaín sogið í nef, reykt (crack-cocaine), sprautað undir húð og í æð. Amfetamín (speed) reykt, tekið í nef, sprautað í æð eða undir húð til inntöku (duft/töflur) Díma (ecstacy) töflur, hylki eða mixtúra (drykkur) til inntöku Lýsergíð (LSD, sýra) töflur til inntöku Englaryk (PCP, phencyclidine) reykt Athugasemdir við töflu: Ettir því sem við á er heiti virka efnisins eða gælunafni, skotið innan sviga. Flest ávanaefni má nota á marga vegu. Hversu slæmar sem afleiðingar ávanaefnis annars eru, versnaþær tii muna þegar fólk tekur að sprauta efninu í æð. - Orðið eiturlyf yfir ólögleg ávanaefni er ónákvæmt. Áfengi og tóbak eru lika eituriyf. Heitið ólöcjlegt ávanaefni ýtir ekki undir fotdóma og fyririitningu á notanda þess. Hugmyndin aö nýyrðinu dima kom við rýni í hina efnafræðilegu skammstöfun: MDMA; 3,4- metýlendíoxýmetýlamfetamín. Lyfhrif þess eru athafnasöm víma (dínamíts/dínamós-víma) Pessi grein birtist í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum, en vegna ónákvæmni í uppsetningu hennar þá, * er hún birt aftur. Á ÍSLANDI aukast vandamál vegna ávana- efna eins og í öðrum vestrænum löndum. Gömlu fjendumir áfengi og tóbak sækja í sig veðrið, a.m.k. meðal ungs fólks, á sama tíma og ólögleg ávanaefni skjóta okkur skelk í bringu. Samfélagsleg vandamál vegna harðra og mjúkra ávanaefna (e. hard and soft drugs) á Vesturlöndum eru ný af nálinni, eða 40-50 ára gömul. Alntgi okkar á þvi hversu almenn ávana- efnaneysla er ræðst af þeim alvarlegu fylgikvillum sem hún veldur. Annars vegar heilsumissi, aukinni sýkingar- hættu, félagslegri hnignun og sáiar- kröm notandans þegar verst lætur. Hins vegar er notkun ávanaefna tengd glæpum. Talið er að 5 miHjónir manna deyi árlega í heiminum vegna reykinga og áfengisdrykkju en tvö hundruð þúsund látist af völdum ólöglegra ávanaefna á sama tíma (töl- ur frá Sameinuðu þjóðunum). Við teljum rétt að segja frá ávana- .efnum á þessum vettvangi, þar sem við trúum því að án virkrar þátttöku almennings verði ávanavandanum ekki komið í bærilegra horf. Vonandi tekst okkur að vekja einhvem tii inn- hugsunar um lausnir í þessum mikil- væga málaflokki. Sterkur pólitískur vilji er nú til þess að taka á þessum vanda á Islandi. Hvað eru ávanaefni? Notkun efna sem hafa áhrif á hug- arástand manna hefur fylgt okkur frá því að sögur hófust. Slík efni eiga það sammerkt að vera ákaflega vandmeð- farin og hafa flest ávanahættu í för með sér. Ávanaefni eru notuð sem fylling í félagslegar hefðir. Trúarleg ‘ markmið með neyslu ávanaefna þekkjast en læknisfræðilegum ábendingum hefur fækkað með nýj- um og betri lyfjum. Ávanaefhi eru markaðsvörur sem hafa áhrif á starf- semi heilans. Ekkert þeirra er full- komið. Hvert þeirra mn sig getur aukið á IífsfyUingu notandans en ávanabinding getur valdið heilsu- missi og félagslegri eymd. Ávanaefni eru leyfð og bönnuð (sjá töflu). Vímuefni eru öll þessi efni að undaskildum koffini og nikótíni. Neysla á koffíni er samofin daglegu lífi. Flest höfum við trúlega ávana í koffín. Það er skaðlausast af þessum efnum. Ómálga bömum er rétt súkkulaði og öldungar skilja við með r kaffisopa í munninum (bæði eru upp- sprettur koffíns). Koffín veldur ekíd ffloi, þótt ávani í það þyki sterkur og fráhvarfseinkenni þess hvimleið. Fljótt á litið virðumst við aðeins hafa gagn og ánægju af þessari koffín- neyslu en fylgifiskar eru tveir: Ann- ars vegar er mikil þörf fyrir magalyf í okkar heimshluta (kaffið ertir maga- slímhúðina). Hins vegar venst heili okkar í frumbemsku á örvandi efni sem veldur fráhvarfseinkennum. Vandræðalítil neysla koffíns gæti vakið með okkur falska trú á öryggi efna sem hafa áhrif á heilastarfsem- 7ina. Segja má að með notkun á amfeta- míni, dímu og kókaíni (með öflugustu vimugjöfum sem þekkjast) sé verið að sækjast eftir vímu og margföldum örvandi áhrifum koffíns. Kókaín eða heróín sem sprautað er í æð era trú- lega hættulegust ávanaefna. Því mið- ^ur vita fæstir meira um eiginleika og ‘fylgikvilla ávanaefna, þegar þeir hefja notkun þeirra, en smábamið sem fær fyrsta koffínskammtinn (súkkulaðimolann). Ávanaefni frá S-Ameríku KofSn er mest notaða ávanaefni sem tíí er. Nikótín (ávanaefnið í tóbaki) er með eitraðustu efnum sem neytt er. Það er unnið úr tóbaks- plöntunni (Nicotiana tabacum) sem uppranalega óx í Ameríku. I lok fimmtándu aldar fundu Kólumbus og samferðamenn hans indíána reykj- andi tóbak. Trúlegt er að þeir fyrr- töldu hafi tekið þennan sið með sér til Evrópu. Á16. öld var nikótín notað til lækninga. Reykingar valda krabba- í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrír land- læknisembættið er því haldið fram, segja Bjöm Hjálmarsson og Matthfas Halldórsson, að ólíkar stjórnarstefn- ur í ávana- og fíkniefna- málum, ráði litlu um heildarneyslu ólöglegra ávanaefna. meini og hjarta- og æðasjúkdómum auk fleiri heilsufarsvandamála, svo sem getuleysi. Kókaín er unnið úr kókaplöntunni (Erythroxylon coca) sem vex í aust- urhtíðum Andesfjalla, einkum í Perú og Bólivíu. Indíánar þessara fjalla- héraða hafa í aldaraðir tuggið kóka- blöð sér til örvunar og til þess að auka úthald sitt. Coca-Cola innihélt kókaín fram til ársins 1903 er það var bann- að. Framleiðendur komu þá nýju ávanabindandi efni fyrir í gosdrykkn- um (koffíni). Kókaín er örvandi efni, staðdeyfandi og æðaherpandi. Það dregur úr þreytu og matarlyst. Það er mjög ávanabindandi og notkun þess á Vesturlöndum er stórt vanda- mál. Ávanaefni upprunnin í Asfu Kannabisefni er samheiti yfír maríhúana og hass. Bæði era unnin úr indverska (Mið-Asíu) hampinum (Cannabis sativa). Asía er því heimaálfa kannabisefnanna. Kanna- bis var notað sem lyf í Kína 3000 ár- um fyrir Kristsburð. 1000 árum síðar hafði það borist til Indlands og var kennt við guðinn Shiva. Hugvíkkandi (psýkodelísk) verkun stuðlaði að notkun kannabis við trúarathafnir. Kannabisnotkun hefur hvimleiða fylgikvilla og kannabisreykingar hafa sömu heilsufarshættu í för með sér og aðrar reykingar. Minnistraflanir af völdum kannabisefna aukast ef áfengis er neytt samhliða. Ópíöt (morfín og skyld efni) hafa verið þekkt í meira en tvo tugi alda í Asíu og verið notuð sem lyf. Upp- spretta þeirra er ópíumvalmúi (Pap- aver somniferum) sem ræktaðin- er víða um lönd en einkum í Austurlönd- um nær (Tyrklandi) og fjær (Burma, Laos og Taílandi). Ópíumreykingar náðu vinsældum í austurlöndum á 18. öld en í Evrópu og Ameríku tíðkast þær nær eingöngu meðal innflytj- enda frá Asíulöndum og S-Ameríku. Morfín var einangrað úr hráópíum og framleitt hreint í upphafi nítjándu aldar. Morfín og skyld efni era kröft- ugustu verlqalyf sem völ er á. Auk verkjastillingar valda þau vellíðan, era róandi og svæfandi. Afleiða morfíns, heróín, var þróað sem lyf sem átti að taka morfíni fram. Heróín er ólöglegt ávanaefni sem hefur vald- ið veralegu heilsutjóni og afbrota- bylgju á Vesturlöndum. Ávanaefni sem fundin voru upp á Vesturlöndum Áfengi hefur verið notað sem róandi lyf og svefnlyf svo lengi sem sögur ná. Það er mikið notað sem „fé- lagsleg smurotía" og er verkjastill- andi. Trúlega mætti líta á Evrópu sem heimaálfu áfengisgerðar og notkunar. Félags- og heilbrigðis- vandamál auk allra afbrota sem tengjast áfengisneyslu era himin- hrópandi í vestrænum heimi. Flest önnur ávanaefni ættuð frá Vestur- löndum era misheppnuð lyf sem svarti ávanaefnamarkaðurinn hefur fært sér í nyt. Líkt heróíni (sjá framar) kom amfetamín fram í lyfjarannsóknum. Amfetamín er örvandi efni sem gerir okkur betur vakandi og eykur ein- beitingu. Sumir finna fyrir veltíðun- arkennd. Það er mjög ávanabindandi. Það var talsvert notað sem lyf á ár- unum 1940-65 en um 1970 dró úr ávís- unum lækna á amfetamín því það hafði of margar aukaverkanir. Það er hættulegt ávanaefni. Það var notað í læknisfræðiiegum tilgangi við drómasýki hjá fullorðnum (óviðráð- anlegur svefnhöfgi af líffræðilegum orsökum) og á stundum við ofvirkni/ athyglisbresti hjá bömum (oftar er þó notað Rítalín). Rannsóknir hafa sýnt að bömum með þetta heilkenni er hættara en öðram bömum við notkun ávanaefna á fullorðinsaldri en þó síður ef þau hafa fengið meðferð með amfetamíni eða Rítalíni í æsku. Díma er afleiða amfetamíns og ný- liði í hópi harðra ávanaefna. Fyrst var sótt um einkarétt á dímu sem geðlyfi árið 1914. Hún átti að auka sam- skiptafæmi geðsjúkra. Hún var not- uð sem slík í Bandaríkjunum á ár- unum milli 1960-70 en reyndist ófullnægjandi til lækninga. Díma er því úrelt geðlyf sem hoftónlistar- bylgjanA blés nýju lífi í. Hratt vax- andi dímunotkun veldur eðlilega ugg á Vesturlöndum vegna þeirra heil- brigðisvandamála sem henni fylgja. Lýsergíð fannst við lyfjarannsókn- ir árið 1938. Læknar, sálfræðingar og skáld notuðu það sjálf á árunum 1950- 60 til þess að kanna undraveröld sjálfsins. Lýsergíðum var jafnvel beitt til lækninga. Alvarlegar auka- verkanir bundu enda á feril lýsergíðs í læknisfræði. Það veldur ofskynjun- um, hefur hugvíkkandi (psýkodel- íska) verkun og hefur verið notað sem ávanaefni. Það getur hugsanlega valdið/útleyst geðveiki. Englaryk hefur verið notað sem svæfingalyf fyrir dýr sem menn hafa misnotað sem ávanaefni. Það veldur langvar- andi geðrænum breytingum og jafn- vel geðveiki. Afar trúlegt verður að telja að fleiri misheppnuð lyf eigi eftir að verða að ávanaefnum. Hver eru áhrif ávanaefna á heila okkar - Hvers vegna notum við þau? Losun dópamíns í stýrikerfi ávana framkallar veltíðunarkennd (euphor- ia) og er sameiginleg verkun allra ávanaefna. Af umfangi ávanaefna- neyslu í vestrænum heimi hljótum við að spyrja okkur þeirrar spumingar: Líður okkur virkiiega svona illa? - Vímuefni breyta gjaman skynjun okkar á umhverfinu og viðbrögðum við því. Sum þessara efna verka örv- andi og geta aukið afköst tímabundið. Önnur verka slævandi og svæfandi. Ávanaefni valda fráhvarfi, samsafni hvimleiðra upplifana eða einkenna sem koma fram þegar neyslu þeirra er hætt. Áframhaldandi notkun efnis- ins bægir fráhvarfi frá og stuðlar að langvinnri neyslu. Þetta era glúrin efni og slungin söluvara. Arðsemi verslunar með þessi efni er svo mikil að framboð þeirra er gríðarlegt. Kæra foreldrar, verið á varðbergi og upplýsið böm ykkar um hættuna sem öll ávanaefni bera í skautí sér. Látið ekki svarta markaðinn um upp- eldið. Ávanaefni eru erfið við að eiga Fyrir tilstilli nútíma verslunar- og flutningatækni era þeir vandmeð- fömu „gleðigjafar" sem gjörvallt mannkyn hefur sankað að sér í ald- anna rás allir komnir á borð Vestur- landabúa. Stjómvaldsákvarðanir, framboð og eftirspum stýra verðlagi á ávanaefnum. Kröftugar frumhvatir stýra þessum markaði. Hagnaðarvon og fljótfærin hamingjuleit era vatn á myllu framleiðslu, dreifingar, sölu og neyslu allra ávanaefna, löglegra sem ólöglegra. Sögulegar hefðir hvers lands hafa ráðið því hvaða ávanaefni era lögleg og hver ólögleg (sjá töflu). Slíkar ákvarðanir era breytingum undirorpnar. Stjómvöld leitast við að draga úr tjóni af völdum hættulegustu efnanna með því að banna þau alfarið. Sæst er á önnur ávanaefni (áfengi, tóbak) þótt reynt sé að draga úr neyslu þeirra með því að takamai-ka aðgang að þeim (aldurstakmörk, sérstakar verslanir) og með verðstýringu (há- um neyslusköttum). Enda þótt opin- ber tóbaks- og áfengissala dragist saman við þetta er ekki þar með sannað að neyslan í landinu minnki. Smygl og heimagerð efni koma ekki fram í opinberum tölum. íslensk stjómvöld takmarka áfengisframboð og sölu nokkuð um- fram það sem tíðkast í öðram löndum og beita hærri neyslusköttum. Landaneysla unglinga er þekkt vandamái. Bragg og heimagert áfengi er uppistaðan í áfengisneyslu stórs hluta þeirra sem neyta áfengis á íslandi. Bjórinn var á Islandi áður en hann var leyfður árið 1989 enda þótt það hafi ekki komið fram í opinberam tölum. Ávana- og fíkniefnastefna Islend- inga og Bandaríkjamanna era keim- líkar en þær era gjörólíkar þeirri hoL lensku. Bretar era þar mitt á milli. í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir landlæknisembættið er því haldið fram að ótíkar stjómarstefnur í ávana- og fíkniefnamálum ráði litlu um heildameyslu ólöglegra ávana- efna. Þessi ályktun var studd eftir- farandi rökum: 1. Notkun kannabisefna er áþekk í Hollandi, Bretlandi og Bandaríkjun- um. Hún fer vaxandi í öllum þessum löndum. 2. Heróínneysla er svipuð í Hol- landi, Bretlandi og Bandaríkjunum og fylgir alþjóðlegri uppsveiflu. 3. Neysla á kókaíni fer vaxandi í heiminum. Hún er áþekk á meðal skólafólks í Hollandi, á Bretlandi og í Bandaríkjunum, en meðal fullorðinna er hún trúlega almennust í Banda- ríkjunum. 4. Notkun amfetamíns og dímu er almennari meðal bandarískra skóla- bama en hollenskra. í báðum löndum vex hún greinilega. Niðurlag Margsannað er að bönn era ekki tíl neins meðan fólk vill ekki fara eftir þeim. Áfengisbannárin í Bandaríkj- unum (1919-1933) og á íslandi (1912- 1922) sýndu að ógjömingur var að út- rýrna áfenginu. Reynsla margra landa sýnir að ólöglegum ávanaefn- um verður ekki heldur útrýmt. Vask- asta framganga tollþjónustu og ávanaefnalögreglu á Vesturlöndum kemur aðeins 5-10% ólöglegra ávana- efna í hendur yfirvalda. Oftrú á strangan lagabókstaf og framfylgni hans er slæm þegar fengist er við svarta ávanaefnamarkaði. Stík trúar- brögð hafa alvarlega ókosti: Glæpa- hneigð vex, kostnaður við löggæslu margfaldast og heilsufari ávanaefna- neytenda (áa) hrakar. Við verðum því að gera þær kröfur til stjómvalda að baráttan gegn notk- un og skaðsemi ávana- og fíkniefna hafi ekki fleiri fylgikvilla eða ókosti en efnin sjálf. Áuk þess verður al- menningur að gera sér ljóst að án þátttöku hans í þessari baráttu er um óleysanlegan vanda að ræða. Látum af fordómum, vöndum uppeldi bama okkar, tökumst í hendur og ráðumst að rót vandans sem er fólgin í ístöðu- leysi, neyslusemi, nautnaþrá og van- líðan okkar sjálfra. Hvað skyldi valda þeim? ★House á sér einar tólf skýringar í ensk- íslenskri orðabók Amar og Orlygs sem gefin var út í Reykjavík árið 1984. House music (hoftónlist) finnst ekki í þessari bók en house party (hofhátíð) er sagt „partí sem stendur yfir í nokkra daga (oft yfir helgi).“ Landnáms- mennimir okkar blótuðu goðin í hofum sínum og stóðu svallveislur þeirra í nokkra daga. Bjöm er bamalæknir og Matthías er aðstoðarlandlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.