Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 18
Í8 HUN'NUDACUR Í6. JULI2000 MORGUNBLAÐIÐ + Sífellt fleiri fegrunarskurðaðgerðir eru gerðar hér á landi og eru konur í míklum Sigurður E. Þorvaldsson lýtalæknir sprautar efninu restylane undir húðina á konunni til að slétta úr hrukkunni milli augnanna. Aðgerðin tekur innan við þrjátíu mínútur. Efnið er fjölsyk- ursýra og brotnar niður og hverfur á náttúrulegan hátt með tímanum. Margir vilja því gangast aftur undir aðgerðina aftur að ári liðnu. Fegrunarað- gerð ekkert feimnismál Æ fleiri fegrunaraðgerðir eru gerðar hér á landi og eru brjósta- stækkanir og lagfæringar á augnlokum meðal þeirra vinsælustu. I grein Örnu Schram kemur m.a. fram að dæmi séu um að ___stúlkur yngri en átján ára fari í brjóstastækkanir með_ samþykki ogjafnvel þrýstingi foreldra. Fegrunarskurðlækningar hafa auk- ist jafnt og þétt á íslandi undan- farin ár að mati þeirra sem til þekkja en þær hafa verið stundað- ar hér á landi um áratugaskeið. Guðmundur M. Stefánsson lýta- læknir er einn þeirra sem fullyrða að aukningin hafi ekki síst orðið töluverð á síðustu fimm til sex ár- um og segir, eins og aðrir lýta- læknar sem Morgunblaðið ræddi við, hana m.a. vera í takt við aukna hagsæld þjóðarinnar. Því meiri peninga sem fólk hafi milli hand- anna því líklegra verði að það leyfi sér aðgerðir sem þessar. Þróun nýrra og hættuminni fegrunarað- gerða er einnig talin eiga þátt í því að sífellt fleiri fara í fegrunarað- gerðir en opnari umræða og minni feimni við að segja frá slíkum að- gerðum er sömuleiðis sögð skipta máli. „Þetta er ekki sama feimnis- mál og var áður,“ segir Guðmundur m.a. til útskýringar á fjölgun fegr- unaraðgerða og Sigurður Þorvalds- son lýtalæknir tekur sem dæmi í þessu sambandi að nú komi það ekki lengur fyrir að menn spyrji hvort hægt sé að koma inn bak- dyramegin á læknastofuna. „Auð- vitað er það einstaklingsbundið hvort fólk segir frá því að það hafi farið í fegrunaraðgerðir," segir Ól- afur Einarsson lýtalæknir en tekur þó undir að á heildina litið þyki fegrunaraðgerðir sjálfsagðari en áður. Sumir haldi sig til hlés og láti lítið á þessu bera en aðrir fari beint út af stofunni og segi öllum vinum og vandamönnum frá aðgerðinni. Þeir lýtalæknar sem Morgun- blaðið ræddi við höfðu ekki tölur eða prósentur á reiðum höndum til að styðja þá staðhæfingu að fegr- unaraðgerðum hafi fjölgað jafnt og þétt síðustu árin enda hafa engar slíkar verið teknar saman til að ná utan um heildarstarfsemina í þess- um geira. Þeir kváðust miklu fremur byggja þessa fullyrðingu um fjölgun á tilfinningunni fyrir íjölda sjúklinga síðustu ára. Þá sögðu þeir aðspurðir að þeir sem leituðu til fegrunarskurðlækna kæmu hvaðanæva úr þjóðfélaginu; hefðu mismunandi fjárráð og mis- munandi menntun svo dæmi séu tekin. Níu lýtalæknar eru starfandi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Lýtalæknafélagi íslands og segir Sigurður E. Þorvaldsson lýta- læknir að þeir hafi allir nóg að gera í fegrunarskurðlækningum. Fegrunaraðgerðir eru þó mismikill hluti af starfi þeirra því undir starfssvið lýtalækna falla einnig, eins og starfsheitið ber með sér, skurðaðgerðir sem miða að því að fjarlægja meðfædd lýti eða lýti sem hafa orðið til af völdum slysa eða krabbameins. Munurinn á fegrunaraðgerðum og lýtaaðgerðum er stundum óljós að sögn lýtalækna en almennt er talað um að með fegrunaraðgerð- um sé ekki verið að fást við sjúk- dóm eða meðfæddan vanskapnað heldur náttúrulega hrömun líkam- ans og stundum lagfæringar á út- litseinkennum sem sumir myndu flokka undir „hið mesta pjatt“, eins og einn viðmælandi Morgunblaðs- ins orðaði það. Stærstu lýtaaðgerð- irnar hér á landi fara fram á lýta- lækningadeild Landspítalans háskólasjúkrahúss að sögn Rafns Ragnarssonar, lýtalæknis og yfir- manns deildarinnar, en aðrar lýta- lækningar og allar fegrunaraðgerð- ir fara fram á einkastofum á höfuð- borgarsvæðinu. Þá greiða sjúkra- tryggingar kostnað vegna lýta- skurðlækninga samkvæmt al- mannatryggingalögum en ekki kostnað vegna fegrunarskurðlækn- inga. I reglugerð um greiðslur fyrir sjúkratryggða vegna lýtalækninga eru lýtalækningar og fegrun- arskurðaðgerðir skilgreindar en þar segir að til fegrunarskurðað- gerða teljist strekking á andlits- húð, svokölluð andlitslyfting, lag- færing á augnlokum vegna húð- fellinga eða augnpoka, brjósta- stækkun, brjóstalyfting í fegr- unarskyni, hárflutningur eða hár- ígræðsla vegna skalla, fitusog (nema til að tæma fituæxli), efna- innsetning til að slétta hrukkur, strekking á magahúð í fegrunar- skyni, aðgerðir á andlitsbeinum til að lagfæra minniháttar útlitsaf- brigði, aðgerðir til að lagfæra minniháttar útlitsafbrigði á nefi og aðgerðir á útstæðum eyrum eftir 16 ára aldur. Dæmi um að táningsstúlkur fari í brjóstastækkun Konur hafa alla tíð verið í mikl- um meirihluta þeirra sem leitað hafa í fegrunaraðgerðir og svo er enn þann dag í dag. Karlmenn hafa þó verið að sækja í sig veðrið í þessum efnum á undanförnum ár- um en eiga þó enn langt í land til að ná konunum. Lýtalæknar tala um að hlutfallið milli kynjanna sé nú einhvers staðar á bilinu áttatíu til áttatíu og fimm prósent konur á móti fimmtán til tuttugu prósent- um karla, þ.e. að á móti hverjum karli komi um sex til sjö konur. Sá hópur sem leitar í fegi-unar- aðgerðir hefur að mati lýtalækn- anna að öðru leyti ekki breyst gegnum árin nema hvað einstaka læknh- talar um að meira sé um að yngra fólk sæki í slíkar aðgerðir nú en áður. Þeir taka þó allir fram að ekki sé tekið á móti yngra fólki en átján ára nema í undantekningar- tilfellum og að við slíkar aðstæður þurfi samþykki foreldra enda hafi táningurinn ekki náð sjálfræðis- aldri. Ólafur Einarsson lýtalæknir segir reyndar aðspurður að ekki sé mikið um að unglingar undir átján ára aldri leiti til fegrunarskurð- lækna en þeir sem komi vilji láta laga „útlitsafbrigði á nefi“, fara í fitusog eða í brjóstastækkun. „Ef svo ungt fólk er með augljóst lýti er auðvelt að samþykkja fegrunar- aðgerð,“ segir Ólafur en ítrekar að aðgerðir á ungmennum undir átján ára aldri séu ekki gerðar nema með vitund og samþykki foreldra eða forráðamanna. Rafn Ragnars- son, lýtalæknir og formaður Lýta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.