Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 20
SUflJNfJPAG.yiU6. JULl 3000 MOHG UflBLAlllll Harry segir aó prófsteinn á hæfni handverksmanna sé hvort þcir geti smíðað Efnið í grafít-stangirnar er unnið samkvæmt fyrirmælum smækkaðar útgáfur af framleiðslu sinni. Hann smiðaði 100 tolusett eintök af tæp- Harrys. í þessari tösku er einhenda í tveimur lengdum lega tveggja feta flugustöng. ásamt hjöli og rotara. Stango HANS hátignar Harry Jamieson í Nethybridge í Skotlandi er sérlegur veióistangasmiður Karls Breta- prins og smíöar úr bambus og grafít. Guðni Einarsson heimsótti smiöinn ogfræddist um aldagamalt handverk. ^■T* ARRY Jamieson M M veiðistangasmiður býr í Nethybridge, litlu K M þorpi á bökkum Spey, M M einnar frægustu lax- JL . veiðiár Skotlands. Um lóðina rennur lítill lækur á leið út í Spey. Harry segir að á kyrrum haust- kvöldum heyri hann stundum inn um svefnherbergisgluggann busl í löxum sem skríða upp lækinn til að hrygna. Lítið hús á lóðinni hýsir Clan Fis- hing Rods Ltd., verkstæði og verslun Harrys. Við hliðina á útidyrunum er viðamikið útskorið skjaldarmerki, viðurkenning þess að hér sé hirðinni veitt sérstök þjónusta. Harry Jamie- son er sérlegur stangasmiður Karls Bretaprins og bæði smíðar og gerir við veiðistangir prinsins. Vantar lærling Harry var um tvítugt þegar hann gerðist lærlingur í stangasmíði hjá lftilli stangasmiðju sem þá var starf- rækt í fjöllunum á milli Glasgow og Edinborgar. Hann lærði gamla hand- verkið, að smíða úr bambus og green- heart-viði. „Þetta var fjölskyldufyrir- tæki. Við smíðuðum úr meira en ellefu þúsund fetum af bambus á hverjum vetri og það seldist upp yfir sumarið," segir Harry. „í þá daga voru hvorkd til glertrefjar né grafít. Nú þarf maður ekki að smíða nema nokkra tugi af bambusveiðistöngum yfir veturinn.“ Harry eignaðist síðar Clan Fishing Rods Ltd., fyrirtæki sem stofnað var á Viktoríutímanum. ,JÞað eru fá smá- fyrirtæki á borð við Clan Rods eftir í veiðistangasmíði," sagði Harry Jam- ieson þegar hann hafði leitt blaða- mann um búðina og verkstæðið. „Stóru fyrirtækin fjöldaframleiða veiðistangir og sérsmíða ekki fyrir viðskiptavinina. Þeir verða að láta sér nægja það sem fyrirtækið framleiðir. Auk þess veita þau yfirleitt ekki neina þjónustu við aðrar stangir en sínar eigin. Ég er eini stangasmiðurinn sem er eftir norðan landamæra Skotlands og Englands og kann að smíða úr bamb- us og greenheart. Ef ég finn engan sem vill læra leyndardóma stanga- smíðinnar deyr þessi þekking út með mér. Ég er orðinn 55 ára gamall svo ég hef fimm ár til að finna lærling og kenna honum.“ Stórkostiegt stangaefni Sérsvið Harrys Jamieson er smíði stanga úr bambus, sem kallast split- cane eða builtcane á ensku. Það þarf mörg handtök og mikinn svita til að smíða góða veiðistöng úr bambus, að sögn Harrys. Bambusstangasmíðin byggir á handverki og miklu nostri. Tii eru meira en 50 tegundir af bam- bus. Þó er ekki hægt að nota nema tvær þeirra í veiðistangir. Bambusinn verður Harry að kaupa frá Japan eða Kína. „Þetta er stórkostlegt efni,“ segir Harry. „Venjulega eru tré með harð- an kjama og mjúkan börk. Því er öf- ugt farið með bambus. Hann er harð- ur að utan og mjúkur að innan. Bambusinn er fullkomlega vatnsþétt> ur að utan og lítið hægt að betrum- bæta yfirborðið. Þar er mesti styrkur bambusins. Aðalvinnan er því í kjama bambusins. Maður sker efnið í þrí- strenda fleyga sem síðan eru límdir saman í sexstrenda stöng. Mjúki kjaminn þarf að drekka límið í sig.“ Að sögn Harrys hefur bambus- stöngin mjög góða eiginleika sem flugustöng. Þegar bambusveiðistöng- in svignar tognar á þremur hlutum stangarinnar og þrír leggjast saman. Þannig vex styrkur og viðnám stang- arinnar við sveigjuna. Sívöl grafít- stöng, sem oftast er hol að innan, leggst hins vegar saman og verður sporöskjulaga við átakið. Sjaldgæfur viður Harry segir að bambusstöngin svigni mun jafnar en stangir úr gervi- efnum sem svigni mest fremst. Það þýði að kastlínan og flugan séu fjær höfði veiðimanns sem notar bambus- stöng. Eins sé auðveldara með bamb- usstöng að láta fluguna lenda mjúk- lega, rétt eins og lifandi fluga, og línuna leggjast á eftir. Þrátt fyrir að bambusveiðistangir kosti meira en stangir úr gerviefnum Morgunblaðið/Guðni Einarsson er vaxandi spurn eftir þeim. Harry smíðar nær einungis bamb- usstangir til silungsveiða, áður voru einnig smíðaðar stórar laxastangir. „Þeir eru fáir, fyrir utan prinsinn af Wales, sem enn nota bambusveiði- stangir tii laxveiða," segir Jamieson. Hann segir að líklega sé það ástæða þess að prinsinn af Wales er við- skiptavinur verkstæðisins. Auk þess að veiða á stangir úr bam- bus veiðir prinsinn á stangir úr „greenheart", viði sem vex í Guyana í Suður-Ameríku. Sú viðartegund er orðin fágæt og var áður notuð í veiði- stangir og fiðluboga, en einnig sjó- vamarvirki og hlið í skipastigum. Harry segist vera sá eini í Skotlandi sem kann að gera við þannig stangir. „Þetta er mjög hægvaxinn viður, þéttur og þjáll. Þennan við getur maður ekki fengið nema gegnum skráðan viðarkaupmann. Það þýðir ekkert að fara inn í skóg í Guyana og ráðast á næsta tré. Tegundin er í út- rýmingarhættu.“ Harry dregur íram bút af þessum dýrmæta viði. Timbrið fékk hann úr tré sem óx á einkalóð við hús í Gu- yana. „Þetta dugar til að halda prins- inum gangandi um langan aldur," segir HaiTy og kemur kubbnum fyrir á vísum stað. Fyrir sérstaka veiðimenn Auk nýsmíðinnar hefur Harry tölu- vert að gera við viðgerðir á gömlum bambusveiðistöngum og greenheart- stöngum. „Ef ég get ekki gert við stöngina er þér óhætt að henda henni, eða nota hana til að styðja við rósim- ar í garðinum þínum,“ segir Harry og kímir. Veiðistangir úr bambus eru ekki fyrir hvem sem er, að sögn Harrys. „Silungsveiðimaður, sem veiðir með bambusveiðistöng, byrjar ekki um- svifalaust að veiða um leið og hann kemur á árbakkann. Hann sest og drekkur í sig umhverfið. Nýtur þess til fullnustu. Hann skoðar vatnið. Gaumgæfir það. Sér flugu tylla sér á yfirborðið og aðra á laufblað. Skoðar hana. Svo hugsar hann með sér að það sé enn að hlýna og þá komi enn fleiri flugur. Hann ákveður því að bíða um stund. Svo fer hann í vasann og dregur upp fluguhnýtingaöskjuna. Hnýtir flugu, setur hana á tauminn og byijar að kasta.“ Harry Jamieson smíðar einnig fluguveiðistangir úr koltrefjum og grafítefnum, svonefndum „High Modulus Graphite" sem em fram- leidd með nýjustu tækni. Grafítstang- arefnið er framleitt samkvæmt fyrir- mælum Harrys. Þannig ræður hann virkni stangarinnar, hvernig hún svignar undir álagi, sem ræður kast- eiginleikunum. „Þeir vita að ég á að baki 35 ára reynslu í stangasmíði og hlusta því á óskir mínar,“ segir Harry. Hann sýnir blaðamanni staðl- aða 15 feta laxastöng úr grafíti. Eins dregur hann fram vandaða leður- tösku og í henni er grafítveiðistöng ásamt fluguhjóli og rotara. Það vekur athygli að í töskunni eru tvö sköft með handfongum úr korki. „Þessi stöng er fyrir línu númer 10. Hún er 14 feta í fjórum hlutum og er þá heppileg fyrir konu eða karl í lítilli á. Með því að skipta um skaft og bæta fimmta hlutanum við verður stöngin 16 feta og enn fyrir línu 10,“ segir Harry. „Þannig getur þú verið með tvær stangir í einni handtösku þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.