Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
forvltni á að heyra hvernig fór.
Með jökulröndina í baksýn
Þórunn og Kristján skemmtu sér konunglega í Kúlusúkk,
HEITUM sumardegi er fátt
eins yndislega svalandi og
að steypa sér af háum stökk-
palli ofan í dimmbláa, ískalda sund-
laug og finna hvernig líkaminn end-
urnærist þegar vatnsflöturinn er
klofinn sterkum sundtökunum.
I stefnumótaþættinum Djúpu
lauginni er ungt, einhleypt fólk leitt
saman til að spyrja hvað annað
markvissra spuminga í því augna-
miði að finna ferðafélaga í óvissuferð
þar sem ævintýrin bíða við hvert fót-
mál.
Þórunn Stefánsdóttir stökk í
dýpsta enda sundlaugarinnar í síð-
ustu viku þegar hún ákvað eftir
nokkurra mínútna umhugsunarfrest
að taka þátt í leiknum og fela sig
óvissunni á vald. Eftir miklar vanga-
veltur og spumingaflóð þótti Krist-
ján Óli Sigurðsson svara best hinna
þriggja ungu pilta sem langaði á
stefnumót við íongulegt fljóð og fékk
að launum ferðalag í fylgd stúlkunn-
ar.
Undrundarsvipurinn á þeim Þór-
unni og Kristjáni leyndist samt eng-
um viðstöddumþegar þeim var til-
kynnt að ferðinni væri heitið til
Grænlands og það strax morguninn
eftir.
Það ber að hafa í huga að skötu-
hjúin höfðu aldrei hist fyrir þáttinn
og því var rafmögnuð spenna í loft-
inu á flugvellinum þegar beðið var
eftir brottfarartilkynningu í Græn-
landsflugið. Þegar rödd flugfreyj-
unnar heyrðist blíðum rómi í kall-
kerfinu segja: „Góðir farþegar,
vinsamlegast festið sætisólarnar,
áætlaður flugtími til Kúlusúkk er 1
klst. og 45 mín.,“ fór nettur skjálfti
um parið, nú varð ekki aftur snúið.
Skemmtileg og
einstæð reynsla
„Ég viðurkenni það alveg að það
var mjög skrýtin tilfinning að ferð-
ast með svona algjörlega ókunnugu
fólki,“ sagði Þórann eftir ferðina „en
allir voru svo indælir að þetta varð
ekkert mál og bara alveg rosalega
skemmtileg upplifun. Við fómm í
jeppaferð í frábæm veðri og nutum
útsýnisins yfir hafísinn. Um kvöldið
fóram við svo á ball í félagsheimilinu
og spjölluðum við þessa fimm inn-
fæddu sem þar vora að skemmta
sér,“ segir Þórann og skellihlær.
Þetta var fyrsta heimsókn Þór-
unnar og Rristjáns til Grænlands og
því var margt sem kom þeim
spánskt fyrir sjónir. „Það var mikið
af ísjökum og allt á kafi í snjó um
hásumar og fólkið er eitthvað það
furðulegasta sem ég hef séð á ævi
minni,“ segir Kristján og er enn
hálfhissa á öilum ósköpunum, hvað
þá matnum: „Við borðuðum sel, held
ég, og grænlenskan harðfisk og ein-
hverja undarlega karríkássu sem
hefði alveg eins getað verið gerð úr
sleðahundum."
Þegar þau era spurð hvort róman-
tíkin hafi blómstrað í ferðinni hlæja
þau við og svarið er samhljóða, nei.
Þau bera hvort öðra samt góða
söguna og segja ferðina hafa verið
skemmtilegt ævintýri sem seint
gleymist.
„Það er enginn að leita sér að
maka í þessum þáttum, þetta er bara
grín og það er alltaf gaman að kynn-
ast skemmtilegu fólki sem hefur
húmor fyrir sjálfu sér og fara í gott
ferðalag, og þar með er tilganginum
með svona þætti náð,“ segir Þórann
ánægð með þetta óvænta sumarfrí.
Rey kj avík-Kúlu-
súkk-Rey kj avík
Stundum er fólki varpað inn í framandi
aðstæður með ókunnugu fólki og sjónvarps-
myndavél sem fylgist með hverju
fótmáli þess. Það var einmitt þetta sem
— - 7
Þórunn Stefánsdóttir og Kristján Oli
Sigurðsson gerðu um síðustu helgi.
Jóhönnu K. Jóhannesdóttur lék
Stefnumötaþátturinn Djupa laugin fór í óvissuferó til Grænlands
V
©
V.\rA- brww.N-
09 ^uicjjnt^ttoo
30% svfsl.
©
NJcojtuir
20% í^fsL
o
CKnt
©
O
Lwtwun + ys LoteteMwi
20% ávfsl. 20% ávfsl.
20% ávfst.
SNYRTIL NUÐDSTOFA
Hönnu Kristínar Didriksen
Upplýsingar í sfma 561 8677
®
skjAr einn
mbl.is
TBPP BD
LUKKULÁKI ER MÆTTUR
ZETA MYNDASÖGUBLAÐ
www.nordiccomic.com
Ifíðvarandi
æska?
eilsuhúsið
Skólavörðustig, Kringlunni og Smáratorgi