Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
-i
\ : íf
1iWéá Æ i im -4:1 M VBL4 1
Þorsteinn E. Jónsson, eini islendingurínn sem var flugmaður í breska flughemum í síðarí heimsstyrjöld hittir hér gamla „kærustu" frá því í stríðinu - Spitfire.
Endalok Messersmitt 109 flugvélar sem skotin var niðu
Á sjöunda tug íslendinga
fórgagngerttil Bretlands
á margrómaöa flugsýn-
ingu á Duxford-flugvelli,
skammtfyrir utan Lond-
on. Þeirra á meöal voru
Gunnar Þorsteinsson,
sem segir hérfrá, og
Árni Sæberg Ijósmynd-
ari.
LÍFLEGAR listflugssyrpur, hríf-
andi fylkingarflug og ögrandi
bardagaatriði einkenndu
flugsýninguna Flying Legends,
sem haldin var dagana 8. og 9.
júlí. íslendingamir fóru út á
vegum Fyrsta flugs félagsins en
alls komu um 35.000 manns til
þess að njóta þessarar mildu flugveislu þar sem
gamlir stríðsjálkar þeystu um loftin blá.
Sjaldséðar og framandi flugvélar - fljúgandi
goðsagnir - léku listir á himinhvolfmu yfir
Duxford.
í broddi fylkingar voru orrustuvélarnar, átta
Spitfire, sjö Mustang P-51 og fjórar Hurricane
P-40 en jafnmargar vélar af þeirri tegund hafa
ekki flogið saman síðan árið 1965 er Richard
Attenborough gerði hina fi-ægu kvikmynd
„Battle of Britain" sem var einmitt að hluta til
fest, á filmu í Duxford.
í flokki sprengjuflugvéla gaf á að líta fallegar
vélar eins og tvær B-17 fljúgandi virki og tvær
B-25 Michell. Önnur B-17 vélin er hin þekkta
„Sally B“ sem mikið hefur verið notuð í
sjónvarpsþætti og kvikmyndir en frægðarsól
hennar skein hæst í myndinni „Memphis Bell“
eftir David Putnam.
Til flotaflugvéla heyrðu vélar á borð við
Bearcat, Tigercat, Sea Fury, Skirider, Corsair,
Wildcat, Hellcat og Avenger. Tvíþekjumar áttu
sína fulltrúa sem vom Tigermoth, Swordfish,
Jungmeister, Brisfit og SE5A.
Úr sveitum Möndulveldanna komu Junkers
52, Messersmitt 108 og Fiat G59 og úr rúss-
nesku víglínunni Kittyhawk, Kingcobra og
YAK3.
2.500 flugvélum grandað
í orrustunni um Bretland
Flying Legends sýningin er haldin árlega en
að þessu sinni var óvenju mikið um dýrðir í til-
efni af þvi að nú em liðin sextíu ár síðan oirust-
an um Bretland var háð. Slíkar stórflugsýning-
ar með gömlum stríðsvélum í aðalhlutverki em
almennt ekki haldnar nema á fimm eða tíu ára
fresti.
Stærsta flugminjasafn
Evrópu er í Duxford
Þennan grimmilega loftbardaga háðu flug-
herir Bretlands og Þýskalands frá því í ágúst
árið 1940 til september 1941, þó aðalbardaginn
hafi einungis staðið yfir í um mánaðartíma fyrra
árið. Bretar misstu um 800 flugvélar og Þjóð-
verjar kringum 1.700 þannig að fyrir hverja
eina flugvél sem Bretar misstu skutu þeir niður
tvær óvinavélar. Hildarleiknum lauk með sigri
breska flughersins og var þetta í fyrsta sinn
sem Þjóðverjar urðu að leggja meiriháttar
hernaðaráætlun á hilluna og ennfremur í fyrsta
skipti sem sáust alvöru teikn um að Þjóðverjar
myndu ekki sigra í síðari heimsstyijöldinni.
Duxford er gamall herflugvöllur úti í sveit og