Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Óratóría hafsins Eitt af verkum Marisa Navarro Arason á sýningunni. Persónulegur flutningur MYNDLIST Ljósmj'ndasafn íslands Tryggvagötu I 5 LJÓSMYND/NÁTTÚRA/ MENNING Marisa Navarro Arason Roberto Legani Opið alla daga frá 14-18. Til 31. júlí. HVORT vistlegir salir efstu hæð- ar Tryggvagötu 15, þar sem Mynd- listarskóli Reykjavíkur var lengi til húsa, verða í framtíðinni aðsetur Ljósmyndasafns íslands, Skjala- safns Reykjavíkur eða hvors tveggja veit ég ekki fullkomlega. Hitt er borðleggjandi að hæðin í heild sinni er vel fallin til sýninga, andrúmið þar uppi gott, svo sem hinir mörgu fyrr- verandi nemendur listaskólans ættu að geta borið vitni um, og það er fyrir mestu. Væri upplagt að athuga þann möguleika og húsnæðið gæti svo einnig nýst sem eins konar fram- lenging Listasafns Reykjavíkur. Geymsla á skjölum og ljósmyndum þarfnast vel að merkja ekki endilega sliks andrúms eða dýrlegs útsýnis. Á þessu er einungis tæpt vegna þess að hér eru stórkostlegir möguleikar beint við nefið á ráðamönnum borg- arinnar. Möguleikarnir blöstu og við á sýn- ingunni Ungt fólk á 20. öld og gera það enn betur á ljósmyndasýningu þeirra Marisu Navarro Arason og Robertos Legnani um þessar mund- ir, og þó er einungis hluti hæðarinn- ar nýttur. Marisa Navarro Arason nam við Ijósmyndaskóla í Katalóníu á árun- um 1981-85 og hefur unnið við ljós- myndun á íslandi frá árinu 1984, er hún vann sumarlangt á stofu Leifs Þorsteinssonar. Þá vann hún hjá Guðmundi Ingólfssyni í Imynd, 1987-88, var Ijósmyndari tímaritsins Þjóðlífs og seinna hjá Ljósmynda- safni Reykjavíkur. Hún opnaði ljós- myndaver 1994 ásamt því að vera free lance-ljósmyndari til ársins 1996 er hún gerðist aftur ljósmynd- ari hjá Ljósmyndasafni Reykjavík- ur, þar sem hún starfar enn. Marisa hefur þannig komið víða við auk þess sem hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum heima og erlendis. Eitt síð- asta verkefni hennar er að finna í bæklingnum List í orkustöðvum, framlagi FÍM til dagskrárinnar Reykjavík - menningarborg Evrópu 2000, sem er afbragðs vel af hendi leyst. Það sem hún sýnir í salnum á Tryggvagötu 15 er hins vegar afar afmarkaðs eðlis, en viðfangið er kvika hafsins og þau fyrirbæri sem eru í sjónmáli í beinu návígi við það. Hún leggur út af þessum skrifuðu ljóðlínum um óratóríu hafsins: Hafið býr yfir seiðmagnaðri dul - ástin og dauðinn við hafið sætur er sjávar- dauðinn - hinn róandi niður haföld- unnar. Þrumandi, djúpur hljómur brimrótsins. / Það er líkt og hafið flytji okkur hljómkviðu, sem ljós- myndin greypir í hljóðláta mynd - eilíft augnablik. (JFA.) Þetta eru vel teknar myndir, en heildarsvipurinn er þó fulleinhæfur auk þess sem rammamir virka eitt- hvað svo vélrænir, í þá veru að skoðandinn á í erfiðleikum með að komast í beint samband við þessa ólgandi kviku sem fyrir augu ber. Einnig hefði mátt koma við áhrifa- ríkari innsetningu Ijósmyndanna í rýmið - taka eina og eina íyrir á sér- stöku skilrúmi til að skapa sveigjan- leika, flexibilitet eins og það nefnist á fagmáli. Þá gefur sýningin, í Ijósi annarra mynda í hinni frambærilegu sýning- arskrá svo og fyrmefndum bæklingi, engan veginn styrk Ijósmyndarans til kynna, sem er bagalegt á fyrstu einkasýningu, auk þess að í Ijósi hins mikla og opna rýmis verður minna úr henni en skyldi. Er handviss um að sumar myndanna fengju mun bet- ur notið sín í öðru umhverfi og við hlið mynda af öðmm viðfangsefnum. Á sýningunni era einnig sex ljós- myndir ítalans Robertos Legnani, sem ég veit engin deili á og engar upplýsingar um hann lágu frammi. Myndaröð sína nefnir hann Move- ment and dreams - Movimento y sonnos - og er það réttnefni. Yfir myndunum er blær draumsins og til að leggja áherslu á óraunveraleik- ann era sumar þeirra úr fókus. Þær gefa afar litla hugmynd um umfang gerandans sem Ijósmyndara og era eins og hálf utangama á sýningunni. Þetta með fókusinn er að verða árátta hjá ljósmynduram sem vilja vera með í núinu, en er afar vand- meðfarið, gengur sjaldan upp og engan veginn hvað nöktu fyrirsæt- una áhrærir, þótt vel liti út í fyrstu. Segi bara pass við þessa fyrstu við- kynningu við myndir listamannsins. Bragi Ásgeirsson TðNLIST Breiðholtskirkja ORGELTÓNLEIKAR Jörg E. Sondermann lék verk bæði eftir J.S. Bach og nokkur sem vafi er á að séu eftir Bach og einnig verk sem alls ekki eru eftir Bach en eignuð honum. Fimmtudaginn 13. jtili. ÞAÐ er sérstaklega teldð fram í efnisskrá að Sondermann muni leika orgelverk eftir J.S. Bach, verk sem ekki era uppranalega samin fyrir orgel og jafnvel verk, sem vafi leikur á að séu eftir meistarann en hafa ver- ið ranglega eignuð honum. Það mun hafa verið lenska, þegar menn tóku að safna saman verkum J.S. Bach, eftir að Mendelssohn hafði vakið at- hygli á honum, að merkja Bach mörg þau ómerktu orgelverk, sem komu í leitimar. Þá var það ekki síður, að nokkur raglingur komst á vegna manna sem sömdu í gömlum stíl og sögðu slík verk vera t.d. eftir Bach. Þetta tíðkaðist jafnvel með tónverk sem vora samin í stíl Haydns og Beethovens og jafnvel verk eftir Mozart var verið að uppgötva næst- um fram á okkar daga, talin hafa fundist í uppkasti og háskólabóka- söfnum út um allan heim en vora í raun samin af finnendunum. Jörg E. Sondermann, orgelleikari við Hvera- gerðiskirkju, hélt tónleika í Breið- holtskirkju sl. fimmtudag og lék á Björgvinsorgel kirkjunnar verk eign- uð og eftir J.S. Bach. Fyrsta verk tónleikanna var Prelúdía og fúga í C- dúr BWV 545 en sem hægan milliþátt lék Sondermann adagio-þátt úr 5. sónötunni, BWV 529, sem er sérlega fögur tónsmíð en á fátt sameiginlegt með prelúdíunni og fúgunni. Líklega er Sondermann að líkja eftir for- mskipan tokkötu, adagio og fúgu BWV 654, sem er eina þriggja þátta orgelverkið eftir J.S. Bach íyrir utan sónötumar sex. Jörg Sondermann lék verkin mjög vel og auðheyrt, sér- staklega í adagio-þættinum, að hann er leikinn orgelleikari. Næstu við- fangsefni vora fimm sálmforleikir úr svonefndri Neumeister-Sammlung- en, sem er safn sálmforleikja sem nýlega fundust vestur í Bandaríkjun- um. Hér er ekki um að ræða skáldið og prestinn Neumeister, samtíma- mann Bachs, sem starfaði í Hamborg og átti mikinn þátt í ýmsum endur- bótum á kantötuforminu. Þetta er lík- lega verk einhvers, sem hefur lært vinnuaðferðir Bachs og fleiri samtíð- armanna hans. Þrátt fyrir að verkin væra liðlega samin vantaði ýmislegt sem er sérkennandi íyrir Bach en þau vora samt skemmtileg áheymar, enda vel flutt af Sondermann. Þrír sálmforleikir yfir sama sálminn, Wer nun den lieber Gott lásst walten, vora næstu viðfangsefnin og era tveir þeirra, BWV 690 og 691, skráðir eftir meistarann en sá þriðji, 691b, er ekki talinn ekta, enda sérkennilega ólíkur öðram sálmforleikjum meistarans. Það sama gildir um Partítu um sálmalagið Wenn wir in höehsten Nöten sein, að verkið er ekki eftir Bach en ekki óskemmtileg tónlist, og vora þessi fjögur síðastnefndu verk flutt af öryggi. Á undan partítunni flutti prestur kirkjunnar, séra Gísli Jónasson, stuttan ritningarlestur en á eftir stutta bæn og Faðir vor. Þjár fúgur úr Kunst der Fuge vora mjög vel fluttar. í þriðju fúgunni er stefið breytt, þ.e. bætt við það tenginótum, og í fjórðu fúgunni er sú gerð stefsins notuð í spegilmynd. Það hefði farið vel á að leika einnig þá nr. 2, þar sem uppranalega stefið er einnig í spegil- mynd, eins og nr. 4. Hvað sem þessu líður var flutningur Sondermanns mjög góður og hljómar þetta meist- araverk einkar vel á orgel. Á undan lokaviðfangsefni orgelleikarans flutti séra Gísli Jónsson blessun, en loka- tónamir vora d-moll-tokkatan og fúgan fræga (BWV 565), sem margir sagnfræðingar hafa deilt um hvort í raun sé eftir Bach. Jörg E. Sonder- mann lék þetta „impróvisatoríska" og vinsæla verk á nokkuð persónulegan máta, með ýmiss konar barokk- skreytingum, prall- og mordent- trillum, forslögum og biðtónum, sem undirritaður man ekki til að hafa heyrt orgelleikara gera. Auk þess vora ýmsar „fraseringar" mjög skýr- ar og sterkt fram dregnar, svo að flutningur Sondermanns, er var framfærður af öryggi, var á köflum sérkennilegur en að mörgu leyti sannfærandi og létti þessi leikmáti á verkinu, sem flestir era vanir að heyra leikið með miklum þrumandi og þungum hljómi. Jón Ásgeirsson Söng’ur úr djúpum Ægis TÓIVLIST IVorræna hnsið KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Madetoja, Pylkánen, Crusell, Bergman, Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Þórar- insson og Þórólf Eiríksson. Mika Orava, píanó; Mika Ryhta, klarín- ett. Fimmtudaginn 13. júlí kl. 22. FINNSK og íslenzk tónlist var í fyrirrúmi á síðkvöldstónleikum „Bjartra sumamótta" í Norræna húsinu sl. fimmtudag. Flytjendur vora tveir ungir finnskir hljómlistar- menn og ferill þeirra skilvíslega rak- inn í tónleikaskrá, þó að ekkert stæði þar um hugsanleg erindi hing- að önnur en að leika í Norræna hús- inu. Þó kom fram að klarínettleikar- inn hefði komið áður til landsins sem skiptinemi 1995-96 og numið hjá Einari Jóhannessyni. Né heldur var fjallað um höfunda og verk. En þó að þeirri hlið mála væri að nokkra leyti sinnt með spjalli kynnis tónleikarað- arinnar, Eddu H. Backman, við flytjendur á milli atriða, þá er alltaf undir hælinn lagt hvað tónlistar- menn era ræðnir, og ekki við því að búast að allir séu jafn tunguliprir og t.a.m. Torben Enghoff úr Saxófóna- kvartetti Kaupmannahafnar hálfum mánuði áður á sama stað. Alkunn tregða yngri Finna til að beita fyrir sig skyldunámssænskunni (sem er jafnkyndug og tregða yngri mör- landa gagnvart dönskunni) varð í þessu tilviki til að rjúfa virðingar- verða hefð Norræna hússins um að notast við samskyld norræn tungu- mál innan stokks. í staðinn var grip- ið til - því miður - fremur stirðrar ensku, með fyrirsjáanlega rýram árangri. Sérkennilegast við þessa tónleika, og kannski að einhveiju leyti hlið- stætt við sænskufælni Finnanna, var hvað nýjustu verkin vora áberandi bezt flutt. Ekki svo að skilja að eldri höfundar væra beinlínis illa leiknir, því margt var þar hið bezta gert. Engu að síður var eins og túlkunin færðist hlutfallslega ofar í innlifun eftir því sem nær okkar tíma dró, og skáldskapur í spilamennsku jókst í nokkum veginn beinu hlutfalli við hvað tónmál varð nýtízkulegra. Eftir hina dansandi Pólsku Made- toju nr. 1 og hið náttúrasæla Past- oraali Pylkánens lék dúóið klarín- ettkvintett Crasells nr. 4, þar sem strengjatríóið var útsett fyrir píanó. Þetta í raun Vínarklassíska kamm- erverk, sem fyrrverandi kennari Ryhta gerði frábær skil á BlS-diski um árið - sá mun Islendingum að góðu kunnur, enda enginn annar en Osmo Vánská - bar nokkur merki um áðumefndan hlutfallslegan slappleika gagnvart elzta efninu. Túlkunin bar keim af rútínu, sam- spilið var stundum ónákvæmt eins og t.d. í Tríóbyijun Menúettsins, og píanóleikur Orava gerðist heldur gloppóttur í lokarondóinu, þó að hinn fremur hægt leikni Pastorale- þáttur kæmi að vísu fallega út. Til sanns vegar má þó færa, að útsetn- ingin fyrir píanó og klarínett (ábyrgðarmanns var ekki getið) kemst engan veginn í hálfkvisti við uppranulega gerð þessarar nærri mozörzku kammerperlu. Eftir þá blendnu frammistöðu var bókstaflega eins og hendi hefði verið veifað þegar kom að Three Fantas- ies Op. 42 eftir Erik Bergman. Af spjallinu við Eddu kom fram, að veridð hefði verið samið „fyrir 50 ár- um“ [hið rétta er 1954] en þætti enn nýtízkulegt. Þrátt fyrir tólftóna smíðaaðferð tryggði einstæður skýr- leiki höfundar í framsetningu, ásamt hugvitssömu lagferli, að þetta tæra og sparsama nútímaverk fyrsta finnska módemistans gekk „beint í æð“ í frábærri túlkun landa hans. Hér fór greinilega verk sem í góðum flutningi gæti sómt sér sem fyrirtaks byrjendakynning á framsækinni tónlist hvar og hvenær sem væri. Ristur eftir Jón Nordal (í tón- leikaskránni nefnt ,,Carvings“) naut ekki síðri flutnings en Bergman, enda fór mann þá þegar að grana að hljómlistarmennirnir væra á alger- um heimavelli í tóntaki nútímans. Innlifunin var 100% í þessu 8 mín- útna litríka afstrakta tónmálverki, og þótt nálgun Þorkels Sigurbjöms- sonar væri töluvert nær hefðinni í Fjóram íslenzkum þjóðlögum fengu þau líka sömu úrvalsmeðferð. Eftir þessa hápunkta kom á óvart hvað Hindemith-mótuð Sónata Jóns Þórarinssonar olli vonbrigðum. Nema það hafi verið hversu sterk tilfinning fyrir klassísku formi býr undir niðri í þessu vandaða verki, þrátt fyrir allnútímalegan ytri stíl fyrir sinn tíma (1947). Alltjent var sem spilendur næðu ekki alveg að veita því það flæði og þann kraft sem til þurfti. Tempó útþátta vora of var- fæmisleg, Adagio-miðþátturinn daufur, og lokarondóið á köflum stirt, ekki sízt í goodmönsku „djass“-synkópunum. Aftur lyftist þó brúnin í lokaverki tónleikanna, Mar eftir Þórólf Eiríks- son fyrir klarínett og tónband. Tímasetning þessa flutnings var að því leyti skondin að tónbandið inni- hélt, meðal annarra sjávarhljóða eins og brimniðar og bobbleffekta, samskeyttar upptökur af söng hnúfubaka, sem hefðu kannski orðið til að róa hvalavininn Paul Watson aðeins niður á grindavaktinni við Færeyjar. Tónbandshliðin var áhrifamikil í meira lagi og rann skil- veggjalaust saman við innkomur blástursraddarinnar. Klarínettpart- urinn verkaði á undirritaðan sem n.k. samtal manns, að maður segi ekki Dagfinns dýralæknis, við skepnur hafsins og var glimrandi vel útfærður af Mika Ryhta, er átti greinilega ekki síður heima í djúpum Ægis en í framúrstefnu þurrlendis- ins. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.