Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HEIMIR STEINSSON + Heimir Steinsson fæddist á Seyðis- firði hinn 1. júlí 1937. Hann lést á Land- spitalanum í Foss- vogi 15. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 24. maí. Heimir Steinsson var Islendingur sem skar sig úr, hann var mikill Norðurlandabúi og framúrskarandi stuðningsmaður lýðhá- skóla. Leiðir Heimis og danska lýðháskólans lágu saman er hann var við kennaranám við Haslev-lýðháskólann og hafa þau tengsl markað djúp spor í íslenska og danska menningu og þankagang. Pað lá beint við að Heimir yrði skólameistari lýðháskólans í Skál- holti - skóla sem líta þarf á í norrænu samhengi til að skilja mikilvægi hans. Skálholt var norrænn lýðhá- skóli og þar var lögð áhersla á hið samnorræna - en aldrei þó á kostnað þjóðararfsins, menningar og lista. Ég hitti Heimi í fyrsta sinn er ég var gestakennari í Skálholti um mán- aðartíma árið 1979. Fundur sá hefur verið þýðingarmikill íýrir líf mitt, sérstaklega sem Norðurlandabúa. Heimir og fjölskyldan í Skálholti kenndu mér á þessum mánuði að elska Island sem hluta af sjálfum mér. Þetta hafði þau áhrif að mér, Dananum, fannst ég hafa eignast annað föðurland. Söknuður minn eft- ir Islandi er til vitnis um þetta. Ég sakna íslands. Hvernig fór Heimir að því að koma þessu í kring? Það var kannski sáraeinfalt, en jafn- framt erfítt og á fárra manna færi: Heimir sagði sögur. A ferðum okkar um Island rifjaði Heimir upp sögur þær er gerst höfðu á hverjum þeim stað er við sóttum heim. Sögumar voru um atburði er átt höfðu sér stað 1000 árum áður. Og Heimir sagði frá á þann hátt að sögumar urðu ljóslifandi, stóðu manni nærri og urðu mikilvægar - líka í nútíðinni: Myndir og hugmyndir urðu til í höfði 20. aldar manns. Þegar Heimir sagði frá festist sagan í minni manns, en skilningur- inn kom kannski ekki fyrr en löngu síðar. Sögurnar, frásögnin og samtölin undirstrik- uðu hinn norræna þankagang. Það er leitt til þess að hugsa, að hugmynd- in um lýðháskóla skuli aldrei hafa náð að skjóta rótum í íslensku samfélagi. Það myndi hafa mikla þýðingu fyrir ísland og íslenskan æskulýð, að ungt fólk ætti þess kost að stunda nám í lýðháskóla og með- taka þar norræn áhrif til mótvægis við þau ógnarmiklu amerísku menn- ingaráhrif sem til staðar em. íslend- ingar ættu að stofna lýðháskóla sem væri í þeim anda semHeimir hefði viljað. Nýtt Skálholt! Heimir var í mínum augum mikill heiðursmaður, mikilsverður mál- svari norrænna lýðháskóla, fmm- kvöðull og fræðimaður, foðurlands- sinni og vinur Danmerkur og baráttumaður fyrir auknum hlut non-ænnar menningar. Minningarorð geta verið okkur hjartfólgin en snauð á mælikvarða hins kalda vemleika. Og oft standa efnahagslegar staðreyndir í vegi fyr- ir stórum hugsjónum. Ég vona að þessi minningarorð um Heimi Steinsson, hinn mikla Islend- ing, Nprðurlandabúa og skólamann, verði íslendingum hvatning til að leggja rækt við hinn norræna arf og koma á fót íslenskum lýðháskóla. Sjóður honum til styrktarmætti gjaman bera nafn Heimis. Heiðmð sé minning Heimis Steinssonar. Ole Risak, fyrrverandi lýðháskólakennari, gestakennari við Skál- holt og ráðgjafi danska vinnuveitendasam- bandsins. Blómastofa Friðftnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir 'ý Jfi Eiiuirsson útfararsljóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen úlfararsljóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is MATTHIAS INGIBERGSSON + Matthías Ingi- bergsson fæddist í Kirkjuvogi í Höfn- um hinn 21. febrúar 1918. Hann lést á Landspi'talanum 28. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 7. júlí. Elskulegur faðir okkar hefur nú öðlast frið eftir hetjulega baráttu við langvar- andi og erfiðan sjúk- dóm. Það er aðdáunarvert með hve miklu æðruleysi hann tók þeirri vitneskju, að þessa baráttu ynni hann ekki. Hann kvartaði aldrei nema ef vera skyldi yfír því að óvin- urinn hindraði hann í að njóta mat- ar og drykkjar í þeim mæli sem hann var vanur, þar sem vökvainn- töku varð að takmarka verulega. Að þessum leiðarlokum langar okkur dætur hans að minnast hans í þakk- læti fyrir alla þá ást og umhyggju sem hann sýndi okkur og fjölskyld- um okkar allt til hins síðasta. Elsku pabbi. Það er erfitt í fáum orðum að tjá þær tilfinningar sem hjörtu okkar hræra nú, því þar tak- ast á djúpur söknuður og þakklæti yfir að þú þurfir ekki að berjast lengur. Þótt þessar tilfinningar muni með tímanum sefast mun ást okkar, þakklæti og virðing til þín vera óbreytt svo lengi sem við lif- um. Þú hefur mótað líf okkar með því uppeldi og lífsveganesti sem þú gafst okkur frá upphafi. Það grund- vallaðist í því að þótt við værum stelpur værum við ekkert síðri en strákar og gætum tekist á við fram- tíð okkar á eigin spýtur, staðið ein- ar og séð fyrir öðrum ef á þyrfti að halda. Til þess þyrftum við góða menntun, hugrekki og þor til að takast á við erfiðleika, skilning og umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Menntunin stóð okkur öll- um til boða og hefur reynst okkur vel. Hugrekki, þor og skilningur eru eiginleikar, sem ekki verða sóttir í smiðjur annarra, en við höf- um og munum áfram reyna eftir fremsta megni að leita þeirra innra með okkur. Því víst er, að einmitt þessa eiginleika sýndir þú í ríkum mæli og hafa þeir án efa verið þau leiðandi öfl, ásamt þinni menntun, sem ruddu veg þinn í gegnum lífið. Þú og mamma voruð samtaka um að búa okkur gott heimili, ánægju- lega, ástríka og áhyggjulausa æsku. Þið kennduð okkur að elska og virða okkar yndislega land. Ótelj- andi eru öll ferðalögin og útilegurn- ar sem þið fóruð með okkur í um landið þvert og endilangt og var það ærið þrekvirki á þeim árum er vegakerfið, farkostirnir og ferða- búnaður buðu ekki upp á sömu ferðaþægindi og þau, sem sjálfsögð þykja í dag. Þó skorti aldrei neitt í þessum ferðum og ekki var verið að víla fyrir sér þótt þvo þyrfti bleiur og annan barnaþvott á leiðinni. Við nutum okkar út í ystu æsar og fræddumst um fjöll, ár og vötn, því varla var til það kennileiti, sem þið vissuð ekki deili á. Þótt farkostirnir yrðu stundum að láta undan átök- um við vegakerfið eða vegleysur hefti það aldrei för nema stutt, því þú varst við öllu búinn með vara- hlutakassann og verkfærin í far- teskinu. Eins og þú lagðir áherslu á að við kynntumst eigin landi vel, gerðir þú okkur einnig ljóst, að nauðsynlegur liður í þroska einstaklings er að kynnast öðrum þjóðum og menn- ingu þeirra af eigin raun. Þetta hafðir þú sjálfur gert á námsárum þínum og leitaðir æ síðan nýrra tengsla við aðrar þjóðir gegnum tíð ferðalög og samskipti við önnur lönd. Því var það, að þú taldir það sjálfsagt að börnin þín leituðu sér menntunar út fyrir landsteinana og sendir þau því ung utan til hinna ýmsu landa, fyrst sumarlangt til tungumálanáms, síðan ýmist sem skiptinema eða til lengri skólagöngu. Þegar svo var komið að þijú elstu börnin höfðu gifst/heitbundist erlendis, settir þú það skilyrði fyrir „útsend- ingu“ yngstu dóttur þinnar, að hún giftist Islendingi áður. Maka- tengsl við íslensku þjóðina mátti ekki rjúfa. Fjölskyldu- og menningartengslin við aðrar þjóðir bunduð þið hjónin einnig í hina áttina, þ.e. tókuð er- lenda skiptinema inn á ykkar heim- ili og voru þeir ófáir. Einn þeirra, Jurg Clauser, frá Sviss, dvaldist hjá ykkur að eigin ósk ári lengur en venja er og lauk hér stúdentsprófi með miklum sóma og hefur alla tíð síðan verið eins og einn úr fjöl- skyldunni. Þannig má segja að þú hafir, beint og óbeint, stuðlað að því, að stórfjölskylda okkar er al- þjóðleg fjölskylda og tengslin útá- við mikil. Fjölskyldutengslin almennt voru þér einnig mikils virði og samheldni og hjálpsemi innan fjölskyldunnar taldir þú sjálfsagða. Þú sagðir allt- af: „Við verðum að standa saman og hjálpast að, þá fer allt vel.“ Öll höf- um við börnin þín og fjölskyldur notið góðs af. Þér var annt um hag okkar og fjölskyldna okkar, studdir okkur og ráðlagðir dyggilega, þeg- ar ráða þinna var leitað. Barnabörn þín, allt stúlkur, fundu í þér góðan vin og lífsins ráðunaut, sem alltaf tók þeim opnum örmum, fullur áhuga um þeirra líðan og viðfangs- efni, óspar á uppörvun og hvatning- arorð. Ollum gerðir þú þeim Ijóst, að þú varst stoltur af þeim og hafð- ir mikla trú á þeim. Það hefur verið þeim afar mikilvægt. - Manngæsku þína og umhyggju hefur þú sýnt í verki á ótal vegu, bæði fjölskyld- unni, sem næst þér stendur, sem og öðrum sem fjær þér standa. Vitum við að margir hafa til þín leitað og aðstoð fengið. Þótt þú værir sjálfur illa haldinn sjúkdómi, hafðir þú meiri áhyggjur af því erfiði, sem sjúkdómur þinn lagði á móður okk- ar við ástríka umhyggju hennar við þig, heldur en þína eigin heilsu. Ekki vitum við hvort þú opinberað- ir þær áhyggjur við hana sjálfa, en þú lést þær oft í ljós við okkur syst- urnar. Þannig hafðir þú alltaf þarfir annarra í fyrirrúmi. Minningar okkar um þig og samverustundir allt frá barnæsku eru eins og haf- sjór, ótæmandi. Við munum taka þær fram í hugann eina eftir aðra og ylja okkur við þær á leið þeirri, sem við eigum eftir að feta á lífs- brautinni. Þannig munt þú fylgja okkur alla okkar tíð. Við elskum þig og þökkum þér allt. Við biðjum góð- an Guð að varðveita þig. Elsku mamma, megi Drottinn styrkja þig í þínum mikla missi og hjálpa þér til að horfa björtum augum fram á veginn, því Ljósið er allt um kring. Vertu sæll að sinni, pabbi. Þínar dætur, Freyja, Edda og Sif. Elsku yndislegi afi minn. Nú ertu loksins búinn að fá hvíldina eftir erfiðar stundir. Þótt ég sé þakklát fyrir það og viti að þú ert á betri stað er söknuðurinn og sorgin mik- il. Minningarnar um þig eru nú það dýrmætasta, sem ég á og á ég þær ófáar, sem munu seint eða aldrei gleymast. Ég man það t.d. alltaf hversu stoltur þú varst af okkur barnabörnum þínum, sagðir lát- laust hversu fallegar og duglegar við værum. Ein áramót, þegar fjölskyldan var sem oftar samankomin í Hraun- tungunni, man ég eftir að þú komst til mín og bauðst mér kampavín og var ég þá ekki há í loftinu. Ég man að þú sagðir, að í þínu húsi skyldi enginn vera hafður útundan, hvort sem ungur væri eða gamall. Arin liðu og tími var kominn til að velja framhaldsskóla og enginn vafi var í mínum huga um að velja MR eins og afi, mamma og stóra systir. Þeg- ar ég skilaði inn umsókn minni um skólavist, tók Guðni rektor við henni, leit á mig og sagði: „Þú ert dóttir Freyju, barnabarn Matthías- ar!“ og þar með fékk ég inngöngu. Þegar ég svo ákvað að fara í lækn- isfræðina tókst þú í hönd mína og sagðir, að ef einhver myndi verða góður læknir þá væri það ég. Þú hafðir svo mikla trú á mér og okkur frænkunum. Fyrir það munum við vera þér að eilífu þakklátar og mun sú trú koma okkur langt. Enn og aftur, elsku afi minn, vil ég þakka þér fyrir öll hlýju orðin þín, rökræðumar, sem þú sagðir vera verkfæri til að skerpa hugann, stuðning þinn allan og trúna á mér. Megi drottinn vernda þig og varðveita og halda styrktarhendi yfir elsku ömmu Kötlu, sem var þín stoð og stytta alla tíð. Bjartir englar betri heima, biðjið fyrir oss. Þú, sem fyrir þjáða bræður þyrnikrýndur barst þinn kross, lát oss við hann fá og finna friðarathvarf, líknarskjól. Miskunn veit oss, mönnum sekum, mikii Guð, við dómsins stól. (Páll V.G. Kolka) Bless í bili, elsku afi. Þín Yr. ASDIS ÓLAFSDÓTTIR + Ásdís Ólafsdóttir fæddist á Flat- eyri við Önundar- fjörð 8. descmber 1932. Hún lést á Landspitalanum í Fossvogi 26. júní síð- astliðinn og fór útför hennar fram í kyrr- Þey. Elsku mamma mín, nú ertu dáin og ég sakna þín meira en orð fá lýst. Sama dag og þú kvaddir fæddi ég lítinn dreng. Alla meðgöng- una hélt ég því leyndu fyrir þér hvort kynið kæmi og þú vildir það líka. Þú talaðir um að fá að vera hjá okkur Helga, Kristbjörgu og litla barninu í sumar og hjálpa okkur með eitt og annað. Ég sakna þín og þess sem hefði getað orðið. Élsku mamma, nú reyni ég að fóta mig í lífinu án þín. I hjarta mér ertu alltaf nærri og ég hugsa til þín í því sem ég tek mér fyr- ir hendur því þú ert hluti af mér. Ég þakka þér fyrir allt, að vera alltaf til staðar fýrir mig og sýna mér að það sem mér þótti stundum þungbært var í raun léttvægt og bentir mér á spaugilegu hliðarnar á oft mjög svo heim- spekilegum vangavelt- um mínum. Ég hugsa um hláturinn þinn, það hló enginn eins og þú, fallega, hátt af öllu hjarta og með tárum. Þú varst heit kona með eldhjarta og gerðir allt af ástríðu. Þú ert í sálinni minni og ég ætla að næra lífið á þann hátt sem þú kenndir mér. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson) Þín dóttir, Bryndís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.