Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR16. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ 1 — Ýmsar hliðar lj ósmyndarinnar MYJVPLIST NýIistasaínið, neðri salir HERKKI ERICH MERILA OG PEETER MARIA LAURITS Ljósmyndir. Sýningin er opin frá 14 til 18 alla daga nema mánudaga og stendur til 6. ágúst. LJÓSMYNDUN á miklu fylgi að fagna meðal listamanna í Eystra- saltslöndunum ekki síður en hjá ná- grönnum þeirra Finnum sem sýna nú ljósmyndir sínar í söfnum og sýn- ingarsölum um alla Evrópu. Tveir þeirra ljósmyndara sem mesta at- hygli hafa vakið í Eistlandi að und- anförnu sýna nú í Nýlistasafninu, þeir Herkki Erich Merila og Peeter Maria Laurits, en saman vinna þeir gjarnan undir nafninu DeStudio. Verk þeirra eru fjölbreytt en miða þó flest að því að vinna úr ímyndum samtímans, auglýsingum, fræðilegri nálgun myndefnis og ýmiss konar fjölmiðla- og afþreyingarímyndum. í þessu felst gjarnan að þeir beita ein- hvers konar kollage-tækni og skeyta saman myndum á ýmsan hátt. I mörgum myndanna á sýning- unni er viðfangsefnið mannslíkam- inn og myndun hans. I þessum verk- um reyna félagarnir að kafa undir yfirborð líkamans og kanna sýn okk- ar á hann og innihald hans. Hin ytri ásjóna líkamans, sem er alla jafna viðfangsefni Ijósmyndarinnar, verð- ur hér eins og lykill að margháttaðri sýn okkar á það sem í líkamanum býr. Við sjáum mynd af fallegri stúlku en það er eins og kviður hennar sé gegnsær svo við getum líka skoðað innyflin í kviðarholinu líkt og í plastdúkkunum sem notaðar eru til að kenna líffærafræði í skól- um. Á annarri mynd sjáum við konu- andlit en kringum auga hennar hef- ur verið dregið skema sem lýsir byggingu þess. í öðrum myndum er gengið enn lengra við að afhjúpa og brjóta upp líkamann. Sumar mynd- irnar á sýningunni eru þó mun lýr- ískari, til dæmis mynd af konu með ungabarn sem ber titilinn „Bartol- ómeusarnótt" og er þá vísað til þess þegar Katrín frá Medici og Karl konungur níundi létu myrða þrjátíu þúsund mótmælendatrúarmenn í Frakklandi eina ágústnótt árið 1572. Þótt þeir beiti ýmiss konar tækni við myndblöndun sína eru þeir Mer- ila og Laurits trúir ljósmyndinni og sumar myndirnar á sýningunni eru „hefðbundnar" að uppbyggingu og viðfangsefni. Það er styrkur þeirra að geta sameinað gildismat ljós- myndarans og hugmyndalega fram- setningu, en einmitt það hefur vakið athygli á þeim. í heimalandi sínu þykja þeir sérstaklega framsæknir listamenn og verk þeirra er að fínna víðar, meðal annars í hinu mikla ljósmyndasafni á Brandts Klæde- fabrik í Danmörku. Það er því mikils vert að fá sýningu þeirra hingað til lands. Líkaminn opnast í ljósmynd eft- ir Herkki Erich Merila og Peet- er Maria Laurits. Nýlistasafnið, SCM-salur GÚSTAV GEIR BOLLASON Ljósmyndir, teikningar og málverk. GÚSTAV Geir Bollason hefur ekki haldið einkasýningu hér í Reykjavík síðan 1989, en þá hafði hann nýlokið námi við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hann sýndi hins vegar á Sauðár- Morgunblaðið/Jón Proppe Gústav Geir Bollason opnar áhorfandanum sýn inn í lítið herbergi og um leið inn í möguleika málverksins. króki í fyrra og árið 1995 var hann með í sýningunni „Eins konar hvers- dagsrómantík" á Kjarvalsstöðum. Eftir námið hér heima hélt Gústav utan og dvaldi við nám og störf er- lendis, fyrst í Búdapest en síðar í Frakklandi þar sem hann hefur tek- ið þátt í sýningum. Segja má að á sýningunni séu þrjú verk eða myndraðir sem allar byggja á einn eða annan hátt á rann- sóknum á möguleikum listamanns- ins til framsetningar á rými í mis- munandi miðlum. Á einum stað teflir Gústav til dæmis saman hefðbundn- um landslagsskissum við ljósmyndir teknar af sama landslagi. í skissun- um birtist landslagið í grófum drátt- um, tignarlegt og mótað af fáum ör; uggum strokum listamannsins. I ljósmyndunum sjáum við hins vegar ýmis smáatriði, til dæmis bæjarhús- in við rætur fjallsins, sem draga úr heildarhrifunum. Gústav hefur líka tekið raðir af ljósmyndum og skeytt saman svo úr verður eins konar fjallahringur sem hann teiknar upp með blýanti. í annarri myndröð rað- ar Gústav saman gráum ljósmynd- um af landslagi í þoku og blýants- teikningum sem eru eftirmyndir Ijósmyndanna. Niðurstaðan verður undarleg speglun, líkt og í kviksjá, þar sem áhorfandanum reynist erfitt að greina milli miðlanna og skilja landslagið sem myndirnar sýna. Þótt teikningarnar fari ná- kvæmlega eftir ljósmyndunum er eins og viðfangsefnið fái allt annan blæ og aðra merkingu við það að vera flutt milli þessara ólíku miðla. Nýjasta verkið á sýningunni er hins vegar málverk í þremur hlutum þar sem viðfangsefnið er ekki hið opna rými landslagsins heldur inn- rými, eitt lítið herbergi. Á myndun- um þremur hefur Gústav sprengt út fjarvíddina til að sýna okkur her- bergið frá ýmsum sjónarhornum í senn, án þess þó að afbaka það eða aflaga á neinn hátt. Hér birtast möguleikar málverksins til að miðla skilningi á rými langt umfram það sem hægt er að gera með ljósmynd- um. í málverkinu má sýna sjónar- horn sem ekki er til í veruleikanum, en gera það þó þannig að það virðist eðlilegt. Verk Gústavs eru öll afar vönduð og hann er greinilega vel fær í með- ferð bæði málverks og teikningar. Hugsunin að baki sýningunni er líka skýr og rannsóknin sem hann hefur tekið sér á hendur er áhugaverð. Því er ekki annað hægt en að telja þessa sýningu vel heppnaða og vona að framhald verði á. Jón Proppé „Ber höfuð og herðar yfír í fijfíiBffrinrrT . ' ■- - ^ . Sigurður Már Helgason (210 sm) yfir sig ánægður með K Sigurður Már Helgason umsjónarmaður smíðavalla ÍTR er 210 sm að hæð. Það var því ekki hlaupið að því fyrir hann að finna jeppa sem fullnægði þörf hans fyrir gæði, verð - og rými! Það var ekki fyrr en árið 1996 að leitinni lauk. Þá kynntist hann KIA Sportage. Að sjálfsögðu kom ekki önnur tegund til greina þegar hann ákvað að skipta yfir í nýjan nú í sumar. Á smíðavöllunum læra menn að sníða sér stakk eftir vexti. KIA Sportage er alvöru jeppi með háu og lágu drifi og LSD læsingu á afturdrifi. KIA Sportage er byggður á öflugri grind og 2000cc 4 cyl. vélin tryggir 128 hestöfl. Nú fæst hann á verði sem fáir leika eftir með jeppa í þessum gæðaflokki. Fæst einnig 5 dyra Wagon og sjálfskiptur. Komdu við hjá okkur í KIA ÍSLANDI að Flatahrauni 31 og mátaðu KIA Sportage við þig og fjölskylduna. Sigurður Már Helgason: „Þeim sem eru að leita að liprum, traustum og rúmgóðum jeppa bendi ég hiklaust á KIA Sportage. Hann ber að mínu mati höfuð og herðar yfir jeppa í þessum verðflokki." Sjálfskiptur 1.875.000 KIA ISLAND www.kia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.