Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBIAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Arni Sæberg Harold W. Gehman og Ilalldór Ásgrímsson ræddust við í gær. Yfirmaður Atlantshafsflota NATO í kveðjuheimsókn Eiríkur Hauksson í hlutverki Olafs kon- ungs helga EIRÍKUR Hauksson tónlistar- maður, sem var áberandi í tónlist- arlífi á íslandi fyrir nokkrum ár- um, hefur nú haslað sér völl á því sviði í Noregi. Á næstunni fer hann með hlutverk Ólafs konungs Har- aldssonar, eða Olafs konungs helga, í söngleik sem settur verður upp í Sarpsborg í Noregi. Söngleikurinn verður settur upp í gömlum friðuðum rústum í borg- inni en talið er að Ólafur konungur hafi á 11. öld verið fyrstur til þess að byggja Sarpsborg. Söngleikurinn er byggður á sögu konungsins og fer Eiríkur með að- alhlutverkið en sýningin er viða- mikil og taka yfir hundrað manns þátt í henni. Leiksýning um sögu konungsins eftir Veru Henriksen hefur verið sett upp í Sarpsborg undanfarin ár og hefur gengið vel en í ár var ákveðið að kalla til tón- listarmenn og gera söngleik úr verkinu. íslendingar mega vænta þess að heyra í Eiríki í haust því hann mun þá að öllum líkindum taka þátt í sýningu með tónlist hljómsveitar- innar Queen sem Gunnar Þórðar- son hyggst setja upp á Broadway. HAROLD W. Gehman, flotaforingi og yfirmaður Atlantshafsflota NATO, heimsótti Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra í fyrradag. Gehman hefur verið yf- irmaður Atlantshafsflota NATÓ frá árinu 1996 en lætur af störf- um á þessu ári en hann er hér í opinberri kveðjuheimsókn. Geh- man hélt einnig fund með varnar- liðinu í Keflavík en hann hélt af landi brott í gær. Mosfet 45 • MARC X • MACH 16» Octaver • EEQ Setjum tækið í bílinn þér að kostnaðarlausu DEH-P6100-R • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • RDS Geislagötu 14 • Slmi 462 1300 Tónlistarnám og námsgengi Betri árangur tónlistarnema IRANNSÓKN sem Sigríður Teitsdóttir gerði í tengslum við lokaverkefni sitt við fram- haldsdeild Kennarahá- skóla Islands kom í ljós að svo virðist sem samband sé milli tónlistarnáms og góðs námsárangurs nemenda í sjöunda og áttunda bekk grunnskóla í Kópavogi. „I rannsókn minni kom í ljós að tóniistarhópurinn var með töluvert hærri meðaleinkunn í íslensku og stærðfræði á samræmdum prófum í sjöunda bekk en samanburðarhópurinn sem ekki stundaði tónlistar- nám,“ segir Sigríður. - Ertu með skýringar á þessari niðurstöðu? „Skýringarnar eru margþættar og erfitt að meta hvað að baki liggur. Það virðist sem ýmsir jákvæðir félagslegir þættir leggist á sveif með bömum í tón- listarhópnum. Þættir eins og góð menntun og efnahagur foreldra, auðugt tómstundastarf og jafn- vægi og samheldni í fjölskyldulífi. Hins vegar ef maður tekur íyrir hverja breytu fyrir sig, eins og t.d. menntun foreldra þá kom í Ijós að böm háskólamenntaðra foreldra vom með hæstu meðaleinkunnina en þau sem vom í tónlistamámi meðfram vom með mun hærri meðaleinkunn en hin böm há- skólamenntaðra foreldra.“ -Fá þessi börn meiri hvatn- ingul „Það er greinilegt að tónlistar- börnin em forgangshópur. Miðað við börn sem búa við nákvæmlega sömu aðstæður hvað varðar helstu breytur sem kannaðar vom vom það alltaf tónlistarbömin sem vom með hærri einkunnir í samanburði við hin sem sömu aðstæður höfðu. Niðurstaða mín er að þeir sem stundi tónlistamám njóti fyrir ým- issa forréttinda í umhverfi og at- gervi sem tónlistariðkun og tón- listamám bætir síðan við og auðgi.“ - Þetta eru athyglisverðar nið- urstöður - getur verið að tónlistar- námið kenni fólki svon a vel aga? „Já, ég held að það séu sterkar líkur á því að tónhstarnám kenni fólki aga og skipulagningu vinnu. Það kemur fram í rannsókn minni að þriggja til fimm tíma heimanám á viku skilar tónlistaraemendum hærri meðaleinkunn en sex til átta stundir skila samanburðarhópn- um. I athvarfsgreiningu vora bornar saman breytur og þar kemur fram að tónlistarnám hefur sterkust jákvæð áhrif á meðalein- kunn. Sterkustu neikvæð áhrif hafði það að telja sig ekki eiga neinn góðan vin. Ein sérkennileg niðurstaða m.a.kom fram; að þeir sem sögðust vera mjög ánægðir með útlit sitt stóðu sig ver í námi en hinir sem ekki vora jafn vissir um ágæti útlits síns. Næst á eftir tónlistaráhrifunum hafði sterk- ustu áhrifin jákvæð sjálfsmynd - að telja sig jafnkláran og jafnaldra sína.“ ________ - En hvemig komu fjölskyldumálin inn í niðurstöðumar? „Fjölskylduástæður komu inn í niður- stöðurnar, m.a. á þann veg að hæstu meðalein- kunn fengu þau böm sem búa hjá báðum blóðforeldrum sínum, hins vegar munaði það ekki miklu og að búa hjá einstæðu for- eldri en einkunnir lækkuðu tölu- vert hjá þeim sem bjuggu hjá móð- ur og sambýlismanni.“ - Hvemig hagaðir þú rannsókn- inni? Sigríður Teitsdóttir ► Sigríður Teitsdóttir fæddist 6. febrúar 1946 í Saltvík í Reykja- hverfi í S-Þing. Hún lauk lands- prófi 1963, prófi frá húsmæðra- skólanum á Varmalandi 1965 og kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1969. Sérkennaraprófi lauk hún 1993 frá KÍ og masters- prófi í uppeldis- og menntunar- fræðum með áherslu á sér- kennslufræði frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Islands árið 2000. Hún hefur starfað sem kennari lengst af og kennir nú við Öskjuhliðarskóla. Sigríður er gift Eggerti Haukssyni við- skiptafræðingi og eiga þau þrjú böm. Tónlistarhóp- ur med mun hærri meðal- einkunn en samanburðar- hópur „Ég samdi spumingalista þar sem spurt er um 83 atriði sem 506 böm svöruðu, þar af 79 sem lokið höfðu a.m.k. einu stigi í tónlist. Mikill meirihluti spuminganna snýst um ýmsa félagslega þætti. Ekki kemur marktækur munur út úr öllum þeim þáttum en sumum, t.d. húsnæðisgerð, fólki vegnar betur í skóla sem býr í sérbýli en í fjölbýli. Þeim vegnar betur sem hafa flutt sjaldnar en þrisvar á sl. fimm áram. Einnig er marktækur munur hvað snertir menntun for- eldra og starf. Böm þeirra for- eldra sem sinna krefjandi starfi standa sig greinilega betur en böm hinna sem ekki sinna þannig starfi.“ - Hvað kallar þú krefjandi starf? „Það era milliþjónustustörf, t.d. kennarar og deildarstjórar og hærri þjónustustörf sem era t.d. prófessorar og háskójamenntaðir framkvæmdastjórar. Ég studdist í flokkun minni við starfsstétta- kvarða Stefáns Ólafssonar sem hann setur fram í bókinni Lífskjör og lífshættir á íslandi.“ -Hafa verið gerðar sambæri- legar rannsóknir á þessu efni áð- ur? „Nei, ekki svo ég viti hér á landi en erlendis hafa verið gerðar um- fangsmiklar rannsóknir á tengsl- um tónlistamáms og námsárang- urs. Allar þær rannsóknir sem ég hef kynnt mér erlendar komast að sambæri- legri niðurstöðu og ég í minni rannsókn. I þeim sumum er um langtíma- rannsóknir að ræða.“ - Hvert er mat manna hér á þessurn niðurstöðurn þínum? „Það hafa ýmsir kennarar sagt mér að þessar niðurstöður mínar komi ekki á óvart. Prófdómarinn minn, dr. Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við Háskóla íslands, komst svo að orði að niðurstöðumar væru afar athyglisverðar og vel fram settar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.