Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 35 ASTRID ÞORS TEINSSON + Astrid fæddist í Visnum í Svíþjóð 13. nóvember 1908. Hún lést 1. júlí síðast- liðinn. Faðir hennar var Gustav Alvar Dahl, f. 10.5. 1885, d. 28.4. 1959, vélfræð- ingur í Svíþjóð. Móð- ir hennar var Klara Maria Dahl, f. 17.9. 1883, d. 3.10. 1935. Ast.rid lauk námi við lýðháskóla í Svíþjóð og hjúkrunarnámi við Centrala Lasarett 1933. Framhaldsnám stundaði hún á rannsóknarstofu við sama sjúkrahús 1933-1934. Hún starfaði sem hjúkrunarfræð- ingur við St. Göran í Stokkhólmi og við Borás Lasarett fram í ágúst 1938. Þá fluttist hún til íslands og starfaði m.a. sem deildarstjóri á Sólvangi í Hafnarfirði 1959-1967. Hinn 27. ágúst 1938 giftist Astrid Jóhanni Þorsteinssyni, kennara og síðar forstjóra Sól- vangs í Hafnarfirði. Börn þeirra cru: 1) Kjartan Gustav Jóhanns- son, f. 19.12. 1939, verkfræðingur og rekstrarhagfræðingur, fram- kvæmdastjóri EFTA. Kjartan er kvæntur Irmu Karls- dóttur, bankamanni, og dóttir þeirra er María Kjartansdótt- ir. Börn Maríu og Þorkels Guðmunds- sonar eru Kári, Atli og Sunna Þorkels- börn. 2) Ingigerður Marfa Jóhannsdótt- ir, f. 13.5.1944, lyQa- tæknir, verslunar- stjóri Lyfju í Kópa- vogi. Ingigerður er gift Eeyni Guðna- syni, skólastjóra Lækjarskóla í Hafn- arfirði. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Guðni Reynisson. Börn hans og Elínborgar Birnu Benediktsdótt- ur eru Ina Björk og Hugrún Jó- hannsdætur. 2) Birna Reynisdótt- ir. Börn hennar og Femandos Biagiolis eru Valentina Brá, Ast- rid María og Alessia Berglind Biagioli. 3) Astrid María Reynis- dóttir. Börn hennar og Davids Browne era Fontana Líf og Colin Reynir Browne. Útför Astrid fer fram frá Hafn- arljarðarkirkju á morgun, mánu- daginn 17. júlí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma, vinkona mín þrátt fyrir áratugina mörgu. Málin sem við ræddum í trúnaði voru ekki venjulegar samræður sonardóttur og ömmu enda var ekki ýkjamargt venjulegt í skapferli þínu. Frjó- samur og opinn hugur þinn jók mér þroska, einurð þín, djörfung og stað- fastar skoðanir verða mér ávallt fyr- irmynd. Þegar ég var lítil táta kenndirðu mér að þekkja blómin. Þú varst líka hugfangin af þeim þegar þú varst lít- il. Þegar þú nokkurra ára gömul dast í skurðinn og óhreinkaðir kjól- inn þinn varstu skömmuð en þú varst bara að teygja þig í fallegu blómin. Áratugum síðar dáðistu að blómunum sem ég færði þér og sett- ir þau í fínan vasa. Ástin á blómum og börnum sýndi sál þína best og endurspeglaði ást þína á lífinu. Þú kenndir mér að spila á spil og leggja kapal. Margar góðar stundir áttum við saman við stofuborðið, þú með einn spilastokk, ég með annan. Þú sýndir mér enn einn nýjan kapal, ég lærði. Á sama látlausa hátt miðl- aðir þú mér af þekkingu og reynslu í gegnum árin. Þú hefðir líka orðið frábær handavinnukennari, það veit ég flestum betur en þú vildir ekki fara þá braut. Þrátt fyrir kröftug and- mæli langafa míns fórstu í hjúkrun- arnám. í því fylgdir þú hjarta þínu, köllun og sannfæringu. Á starfsferl- inum snertirðu líf ungra sem ald- inna. Strax sem barn hitti ég fólk sem sagði mér af því hvernig þú auðgaðir líf þeirra, hvattir það og hjálpaðir. Fyrir þér var það engin spurning að hjartað skyldi ráða. Þú fluttir burt frá ættjörð þinni, fjölskyldu og vinum til að gefast manninum sem þú elskaðir, tilfinningarík og sjálfri þér trú. Litríkur persónuleiki þinn setti svip á fjölskylduna litlu sem þú barst af þér. Skopskyn þitt og leik- þrá með föður mínum og föðursyst- ur þegar þau voru börn ylja okkur afkomendunum enn um hjartaræt- ur. Börnin mín verða stóreyg og dreymin þegar þau heyra sögurnar af langömmu og leikjunum sem hún fann upp á á Suðurgötu 15. Eg veit að þau vildu hafa verið með. Þið afi voruð lifandi dæmi um ólíka einstaklinga í einingu, ást og samlyndi. Tjáning og sjónarhorn voru mismunandi en grundvallartrú og hugsjón sú sama. Þið virtuð per- sónuleika hvort annars og skoðanir en reynduð ekki að breyta hvort öðru. Hlýlegt heimili ykkar var stað- ur friðar, menntunar og þroska en með ívafi kátínu og gleði. Þar var kærkominn samkomustaður okkar afkomendanna. Andrúmsloftið nærði okkur andlega og tilílnninga- lega, gladdi okkur og gerði okkur nákomin. Arfleifð ykkar lifir í sam- eiginlegri sannfæringu okkar að við eigum hvert annað að á hverju sem gengur. Eftb- áfallið tókstu á hugrekki þínu og ósérhlífni til að vinna sigur á erfiðleikunum. Eg man þegar við löbbuðum fram og aftur um skrif- stofuna, þú studd styrkum vinaörm- um, ég eins og barna er lagið full spurninga um það hvers vegna þú kynnir ekki lengur að labba sjálf. Lítið grunaði mig þá skapstyrk þinn og óþrjótandi vilja. Þú skýrðir fyrir mér lömunina og jafnvægisleysið sem uppskurðinum hafði fylgt. Hönd og fótur hlýddu ekki lengur, hreyf- ingar þurfu að lærast á ný. Per- sónueinkenni þín komu sterkt fram í baráttu þinni. Þú sýndir hvernig nota má skopskyn og jákvætt við- horf til að færa hlutina til betri veg- ar. Innri þróttur og ást á lífinu ásamt sterkari vilja en ég hef annars staðar séð gerðu þér kleift að ná valdi á líkamanum á ný. Handavinna og gönguferðir urðu mikilvægur þáttur í lífi þínu, tól til þess að þjálfa hreyfingar. Þess fékk ég líka að njóta. Það hentaði okkur báðum vel að búa til gjafir handa þeim sem stóðu okkur nærri og ég naut þess að ganga fjörur, árbakka, mela og sanda með ykkur afa og fræðast um land, dýr og blóm. Við sáum á bak afa og Suðurgötu 15 en ný heimili þín héldu áfram að vera góður samkomustaður fjöl- skyldunnar. Það var alltaf jafngott að koma til þín, amma. Síðustu ár vorum við oftast aðskildar af úthafi og heimsálfu en þegar við hittumst eða heyrðumst áttum við góðar stundir. Opnir armar þínir tóku ekki síður vel á móti barnabarnabömun- um og þau fundu kærleikann um- vefja sig í návist þinni. Þú gafst þig alla þeim sem þú unn- ir. Blikið í augum þínum sé ég í aug- um barna minna, trú á lífið, ást og samstöðu. Farðu sæl, amma, þú lifir í hjört- um okkar alla tíð. Þín María. Sólin hjúfraði sig í skýjunum og lét lítið fara fyrir sér. Það var eins og veröldin fyndi það á sér að nú væri ekki við hæfi að hefja fyrsta dag júlí- mánaðar með glys og glaum. Hve sérkennilegt það er að fara til fundar við einn besta vin sinn vitandi það að nú renni upp hinsta kveðjustund. Milli okkar ömmu minnar hafði þróast dýrmætt samband, byggt á þeim undirstöðum vináttu og skyldleika að ekki verða dýpri eða tryggari. Vináttan var einlæg og sönn og sextíu ára aldursmunur hafði þar ekkert að segja. Amma var fremur lágvaxin og hnellin. Hún var gáfuð með afbrigð- um, skaprík en glettin, hafði hvellan og smitandi hlátur og einstakt lag á að koma auga á kjarna allra sann- inda. Eg þurfti aldrei að útskýra hugrenningar mínar eða tilfinningar fyrir ömmu. Þær sá hún fyrir og skildi, oft án orða. Mér fannst stund- um að enginn í veröldinni þekkti mig betur en hún. Enda hafði amma tek- ið á móti mér á Sólvangi þegar ég fæddist og við áttum mikið saman að sælda þegar ég var tíður gestur hjá ömmu á Suðurgötu 15 í Hafnarfirði, á Jófríðarstaðaveginum hjá Kjartani og Irmu og ekki síst eftir að amma flutti heim til okkar á Hraunbrúnina til foreldra minna, Ingu Maju og Reynis. Amma lagði það meira að segja á sig að „fóstra" píanóið meðan hún bjó á „Jófó“ svo að ég æfði mig hjá henni fyrir tónlistarskólann. 0, mikið ósköp hlýtur hún amma mín að hafa verið umburðarlynd kona. Amma bjó hjá okkur á Hraun- brúninni í allmörg ár og það var ekki síst þá sem við þróuðum með okkur það vináttusamband sem er mér svo óendanlega dýrmætt. Amma hafði kímnigáfuna í góðu lagi en hún gat líka reynst meiri háttar þver. Mér segir svo hugur að stundum hafi starfsfólkinu á Hrafnistu þótt nóg um þegar það reyndi að fram- fylgja áformum sínum og fyrirmæl- um ef ömmu minni voru þau ekki að skapi. Enda var hún hjúkrunarfræð- ingur og hafði ákveðnar skoðanir í þeim fræðum. Eg vona að henni sé nú fyrírgefið og ég held að oft hafi sú gamla þekkt svo vel til, að ekki hafi alltaf verið á móti mælt ef á reyndi. Mig langar að þakka starfsfólki Hrafnistu DAS í Hafnarfirði sér- staklega fyrir að annast ömmu mína síðustu árin með þeim hætti að ekki varð betur gert. Eg sit nú og skrífa um hana ömmu mína, staddur í Drottningholm á Hellu en svo nefndi hún sextán fer- metra sumarbústað þeiira afa eftir sumarhöll sænsku konungsfjöl- skyldunnar enda var amma sænsk og húmorinn í góðu lagi. Hér sindra minningarnar í hverjum krók og kima. Hér var amma á heimavelli, hér leið henni vel og hér veit ég að öllum líður vel sem hingað koma. Og hjá mér kúra dætur mínar tvær, ína Björk og Hugrún, sem ég vona að hafi fengið styrkinn, seigluna, kímn- ina og fjölmarga aðra mannkosti frá Astrid langömmu sinni. Veri hún sæl. Döggvar nætur, mædd er sorgin mín, í mildan fjarska horfm augun þín, þau einu blóm sem tárin næra smá. Svo auðmjúkt er það líf sem dvín og deyr, hve dapurleg er tilvist okkar þá. Gegn dauðans mætti er styrlmr okkar meyr. Er möttul alheims sveipar himnaþeyr, Hann faðmar sálir þær er friðinn þrá: „Himnesk ert þú, sál, og hverfa mátt heim, úr þessu lífí fara sátt.“ (J.G.R.) Jóhann Guðni. Elsku besta amma, núna ertu loksins komin aftur í fangið á honum afa, hamingjusöm eins og þú átt skil- ið. Hann hefur nú verið glaður að fá þig við sína hlið á ný. Haltu nú í höndina á honum stóru um alla framtíð og brostu til okkar. Við mun- um sjást aftur þó síðar verði, elsku amma. Ég vissi bara að þú værir lasin kvöldið áður en þú fórst og leið af- skaplega illa allt það kvöld og nótt og fyrri hluta morguns. Svo var eins og friður kæmi yfir mig. Svo hringdi Jói en þurfti ekkert að segja. Við höfðum öll vonað að þú myndir ná þér eins og þú gerðir svo oft öllum að óvörum á þrjóskunni einni saman. Þú hefur sennilega bara verið þreytt og viljað fara til afa sem fyrst og það er gott að vita að hann beið þín með útbreiddan faðminn og þér líður bet- ur núna en undanfarin ár. Minningunum skýtur upp í kollinn eins og rakettum á gamlárskvöld. Allar góðar að sjálfsögðu. Manstu t.d. þegar ég var að leika mér og negldi nagla í gegnum höndina á mér. Þetta reddast hugsaði ég hug- rökk, amma er hjúkka og lagar allt. Og þegar ég fékk rauðu hundana uppi á Hringbraut og þú komst og sagðir mér sögur og straukst mér þar sem mest klæjaði. Og á Suður- götunni þegar kirtlarnir voru teknir gafstu mér alla þá klaka sem ég gat í mig látið og öll spilin sem við spiluð- um. Það var eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég kom til þín, að fara í spilaskápinn og taka öll spilin út og fá kex og kökur á meðan spilað var. Og í kotinu spiluðum við veiðimann og olsen olsen þegar rigndi en þegar veðrið var gott töluðum við við kus- urnar og hestana og lágum svo í grasinu og kitluðum hvor aðra með stráum. Það var svo gaman að sofa hjá þér á Suðurgötunni og þá helst í skúff- unni undir sófanum. Um morguninn þegar við Jói vöknuðum varstu alltaf búin að láta fram kexkökur og súkkulaði handa okkur. Ég fer líka alltaf að hlæja þegar ég hugsa um hvað þú varst lúmsk að láta mig pakka inn jólagjöfum og þá helst mínum eigin. Á aðfangadags- kvöld kom svo allt í Ijós, mikið var ég hissa. Alltaf hugsaðir þú svo fyrst um alla aðra. Þér fannst þú aldrei neitt lasin eða hjálparþurfi heldur komu fjölskylda og vinir fyrst og síðan þú. Elsku hjartastóra amma mín, allt- af munt þú eiga sérstakan stað í hjarta mínu og þú mátt vita að Fern- ando fannst afskaplega mikið til þín koma og þótti mjög vænt um þig, þótt þið hafið aldrei getað rætt mikið saman vegna tungumálaörðugleika. Stelpurnar mínar þrjár eiga eftir að heyra mikið talað um langömmu Astrid og hvaðan okkar jólasiðir koma. Þín verður sárt saknað af okkur öllum. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þúsund kossar. Mille Baci. Birna, Fernando, Valentina Brá, Astrid María og Alessia Berglind. Íhjartamínu erhátíð. Hver hugsun og tilfinning mín verða að örsmáum englum, sem allirfljúgatilþín. Þeir ætla að syngja þér söngva og segja þér, hvað þú ert góð - ogeigirsálmínaalla og alt mitt hjartablóð. (Davið Stef.) Elsku Astrid. Dvöl þinni hjá okk- ur er lokið og nú ertu komin þangað sem þú þráðir. Samhent hjón eins og þið Jóhann vilduð vera saman og þú talaðir oft um það við mig hversu mikið þú þráðir að komast til hans. Við vitum að hann tekur á móti þér öcxrðskom i. v/ FossvogskirUjwgarð . V^Sími. 554 0500 opnum örmum og þú kveiðst ekki þeirri stundu þegar kallið kæmi. Frá því að ég man eftir mér var ég heimagangur á Suðurgötunni hjá ykkur Jóhanni. Þú kallaðir mig stundum litlu vinnukonuna þegar ég var að sendast fyrir ykkur í kaupfé- lagið eða tók þátt í heimilishaldinu. Það er mér minnisstætt að heimilið var svolítið öðruvísi en önnur heimili sem ég þekkti enda mótað af hús- móður frá öðru landi, með sína siði og venjur frá heimaslóðum. í þá daga var fólk ekki að ferðast daglega á milli landa og fæstir þekktu annað en sínar heimaslóðir. Oftast var borðuð soðin ýsa í hádeginu en hjá ykkur fékk ég að prófa ýmislegt nýtt. Þú varst myndarleg húsmóðir, bakaðir kramarhús og bóndakök- urnar fengust bara hjá þér. Meira að segja berin í garðinum voru öðruvísi og búin til úr þeim sulta. Það var svolítill heimsbragur á öllu og heim- ilishald ykkar einkenndist af rausn- arskap og nægjusemi. Þegar ég komst til vits og ára ráð- færði ég mig við þig um hvort ég ætti að verða hjúkrunarfræðingur eins og þú. Þú hvattir mig í þeirri ákvörðun og varst mér til stuðnings þegar ég, ung stúlka með óharðnað hjarta, þurfti að takast á við erfið verkefni. Þú sagðir mér margt frá þínum námsárum og starfi sem var mér bæði lærdómsríkt og skemmti- legt. Þú fylgdist vel með fæðingu og þroska Maríu og Óla og ég leit á það sem ákveðin skilaboð að annað þeirra fæddist á dánardegi og hitt á afmælisdegi Jóhanns. Ég er þakklát fyrir að þú þáðir hjálp mína þegar árin færðust yfir og mér mikils virði að hafa verið hjá þér síðustu stund- irnar. Fjölskylda mín kveður þig með söknuði og góðum minningum. Vertu sæl Astrid og þakka þér fyrir allt. Minning þín mun hfa í hjarta mínu og ég er sátt við að mamma eigi samleið með þér. Ingigerður Ólafsdóttir. OSWALDS si'mi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRÍNGINN ,\DAI.S I IUTI 4l!* 101 RKYKJAVÍK Davib Ingcr Óltifur l 'tfhrmstj. Utfiinmtj. Útfitntrstj. I ÍKKIS TUVINNUSTO1 A EWINDAR ÁRNASONAR ifisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir aUt að300 manns. EINNIG LETTUK HADEGISMATIJR MEÐKAEFI OG TERTII A EFTIR - SAMA VERD . Skaift JSöfr ° '’chnu/ VEISLAN 03 GUesilegar veitingar frá Veislunni Auslurslrönd 12 • 170 Selljnmoraes • Súni: 561 2031 • Fax: 561 2008 VEITINGAELDHUS www.veislan.is _ _ ——03 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK___________________ Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.