Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HORFUR í ALÞJÓÐLEGUM
EFNAHAGSMÁLUM
VÐ íslendingar eigum mikið
undir þróun alþjóðlegra efna-
hagsmála. Ef samdráttur
verður í helztu viðskiptalöndum okk-
ar getum við búizt við að hans gæti
hér og stundum með mjög áþreifan-
legum hætti. Með sama hætti kemur
uppsveifla í efnahagsmálum um-
heimsins okkur til góða.
A undanförnum mánuðum hafa
margir haft áhyggjur af því, að hið
mikla hagvaxtarskeið í Bandaríkjun-
um væri að renna sitt skeið á enda, að
þar kæmi til harkalegs samdráttar
og verðbólga mundi aukast á ný. Slík
þróun í Bandaríkjunum mundi hafa
neikvæð áhrif um allan heim.
Nú virðist gæta meiri bjartsýni í
umræðum um þessa þróun en áður. í
forystugrein í brezka dagblaðinu
Financial Times fyrir viku er lýst
aukinni bjartsýni um að framvindan í
Bandaríkjunum verði jákvæð.
Ahyggjur manna hafa beinzt að því,
að bandarískt efnahagslíf hafi ofhitn-
að eins og það er kallað, verðbólgan
mundi aukast, draga mundi úr trú
manna á styrkleika dollarans og allt
mundi þetta leiða til lækkunar á
verði hlutabréfa.
Financial Times segir að nú bendi
allt til þess, að smátt og smátt dragi
úr ofhitnun í bandaríska efnahags-
kerfinu, vaxatahækkanir bandaríska
seðlabankans séu byrjaðar að hafa
tilætluð áhrif, minni eftirspurn sé
eftir vinnuafli og allt veki þetta
bjartsýni.
Þá telur blaðið vonir standa til að
efnahagslífið í Japan taki við sér á
nýjan leik, mikill hagvöxtur sé í Suð-
ur-Kóreu og Tælandi og gríðarleg
aukning á útflutningi Kínverja.
Áhyggjur af þróun efnahagsmála
hér á Islandi hafa verið mjög svipað-
ar því, sem einkennt hefur umræður í
Bandaríkjunum. Eftir öran hagvöxt
undanfarinna ára hefur spurning um
ofhitnun íslenzks efnahagslífs verið
ofarlega á blaði. Verðbólgan hefur
farið vaxandi og raunar á það við í
fleiri löndum í kringum okkar. Verð-
bólgan á Irlandi er t.d. um 6% um
þessar mundir.
En með sama hætti og í Bandaríkj-
unum eru vísbendingar um að hér sé
að draga úr spennu. Fasteignavið-
skipti eru minni en áður, dregið hef-
ur úr bílasölu og vaxtastigið orðið svo
hátt að það er nánast ótrúlegt annað
en það verði til þess að draga úr um-
svifum einstaklinga og fyrirtækja.
Með þessu er ekki gert lítið úr
þeim vandasömum viðfangsefnum,
sem við stöndum frammi fyrir í efna-
hagsstjórn okkar á næstu vikum og
mánuðum en það má heldur ekki gera
of mikið úr þeim.
Við höfum langa reynslu af því
hvað neikvæð þróun í alþjóðlegum
viðskiptum getur haft mikil áhrif hér.
Kreppan á seinni hluta Viðreisnar-
áranna stafaði að hluta til af afla-
bresti á síldveiðum og að takmörk-
uðu leyti á þorskveiðum en að öðru
leyti af miklu verðfalli á sjávarafurð-
um okkar erlendis, sem endurspegl-
aði samdrátt í efnahagslífi helztu við-
skiptalanda okkar á þeim tíma.
Gífurlegar olíuverðshækkanir
tvisvar sinnum á áttunda áratugnum
kyntu undir óðaverðbólguna með
þeim hætti að nánast varð ekki við
neitt ráðið. Sjö ára kreppa undir lok
síðasta áratugar og fram yfir miðjan
þennan áratug átti að hluta til rætur
hér heima fyrir og þá ekki sízt vegna
stórkostlegs niðurskurðar á þorsk-
afla en að öðru leyti var ástæðan al-
mennur samdráttur í efnahagslífi
Vesturlanda.
Efnahagsþróunin á Islandi hefur
alltaf verið samspil innlendra þátta
og alþjóðlegra. Jákvætt mat blaðs á
borð við Financial Times á stöðu al-
þjóðlegra efnahagsmála hlýtur því að
ýta undir bjartsýni um, að okkur tak-
ist að ráða við þau vandamál, sem að
okkur snúa í efnahagsmálum um
þessar mundir.
í því felst ekki að við getum setið
auðum höndum. Kröfur um aukinn
samdrátt í opinberum framkvæmd-
um hafa verið býsna háværar á und-
anförnum mánuðum og að aðhald
verði aukið í opinberum rekstri. Þá
er ekki bara átt við ríkið heldur og
ekki síður sveitarfélögin, sem vigta
þungt.
En jafnframt er ljóst að það tekur
tíma þar til aðgerðir á borð við vaxta-
hækkanir Seðlabankans hafa áhrif.
Vaxandi afföll á húsbréfum endur-
spegla auðvitað þær aðgerðir Seðla-
bankans og eru líkleg til að leiða til
þess að dragi úr sölu fasteigna og þar
með byggingaframkvæmda, þegar til
lengri tíma er litið. Þegar svo er
komið, að vextir af yfirdráttarlánum
eru farnir að nálgast 20% kemur að
því að slíkt vaxtastig hefur áhrif.
Þess vegna má gera ráð fyrir, að
áhrif þessara aðgerða sjáist á næstu
mánuðum.
Forystugreinar Morgunblaðsins
14. júlí 1950: „Kröfumar um
gjaldeyrisleyfi fyrir innflutn-
ingi kartaflna, kjöts og
smjörs ættu ekki að heyrast.
I stað þeirra eiga að koma
kröfur um það að framleiðsla
landbúnaðarins verði aukin,
að ræktunin verði aukin og
vinnandi höndum fjölgað í
sveitum landsins.
Það er um þetta, sem kröf-
umar eiga að hljóða, en ekki
hitt, að þeim litla erlenda
gjaldeyri, sem við nú öflum,
verði varið til kaupa á vömm,
sem við hæglega getum fram-
leitt nægilegt af sjálfir.
Ef þjóðinni hefur ekki ver-
ið þetta ljóst áður, ætti hún að
horfa örlitla stund á síðustu
upplýsingar hagstofunnar um
vöruskiptajöfnuðinn. Sam-
kvæmt þeim nemur verðmæti
útflutnings okkar 143 millj.
kr. fyrri helming ársins, en
innflutningsins 220 millj. kr. -
Vöruskiptajöfnuðurinn er því
óhagstæður um 77 millj. kr.“
16. júlí 1960: „Nafnið John F.
Kennedy er nú á allra vömm
eftir flokksþing demókrata í
Bandaríkjunum, sem haldið
var í Kalifomíu. Þessi 43 ára
gamli maður hefur unnið
þann mikla pólitíska sigur að
vera útnefndur sem forseta-
efni flokks síns í kosningum
þeim, sem fram fara í haust.
Er ekki að furða, þótt athygli
heimsins beinist nú að hon-
um, því að sigurvonir demó-
krata em taldar miklar og
mundi þessi ungi maður þá
verða mesti valdamaður
helzta stórveldis verald-
arinnar."
SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 29
REYKJAVÍKURBRÉF
Sú skoðun nýtur mikils fylgis að
21. öldin verði öld erfðavísinda
og líftækni. í seinni tíð hafa fá-
ar fréttir vakið viðlíka athygli
og sú, sem fór um heimsbyggð-
ina í liðnum mánuði, þess efnis
að lokið hefði verið við fmm-
gerð að korti yfir erfðamengi
mannsins. Telja margir að fengist hafi staðfest-
ing þess að vænta megi stórkostlegra framfara á
fjölmörgum sviðum mannlegrar þekkingar.
Þessi bjartsýni á ekki síst við um læknisfræði.
Vitað er að margir þeirra sjúkdóma, sem taldir
era alvarlegastir allra, t.a.m. hjartveiki og
krabbamein, em að einhverju leyti háðir erfðum.
Er þá átt við að sökum meingens eða -gena kunni
viðkomandi einstaklingur að vera í meiri hættu
en ella að fá slíka sjúkdóma. Með því að greina
viðkomandi gen kunna því að skapast nýir og áð-
ur óþekktir möguleikar á vettvangi læknisfræði
auk þess sem því er spáð að algjörrar byltingar
sé að vænta á sviði lyfjaframleiðslu sökum nýrrar
erfðafræðilegrar þekkingar.
Ýmsum þykir nóg um þá yfirlýsingagleði, sem
ríkir vegna þeirra nýju möguleika, er kunna að
vera að skapast. Þekktir vísindamenn hafa á síð-
ustu missemm séð ástæðu til að vara við óhóf-
legri bjartsýni þótt framfarir á borð við kortlagn-
ingu erfðamengisins gefi vissulega færi á mun
víðtækari rannsóknum en áður hafi þekkst. Þótt
flest bendi til þess að erfðir geti ráðið miklu um
hvort tiltekinn einstaklingur taki ákveðinn sjúk-
dóm beri einnig að hafa í huga að ýmsir ytri þætt-
ir, umhverfi, lífshættir og jafnvel almenn lífsaf-
staða sýnist einnig geta skipt sköpum i því
viðfangi.
Þótt reynslan kenni að mönnum hætti nokkuð
til óhófs í yfirlýsingum sínum þegar réttnefndir
stóratburðir verða er ljóst að gífurlegar breyt-
ingar á sviði læknavísinda kunna að vera í vænd-
um á næstu áratugum. Vera kann að ekki verði
einungis unnt að lengja líf manna með nýjum
lyfjum og læknisaðgerðum heldur kann einnig að
vera að elliárin reynist mönnum yfir höfuð bæði
auðveldari og innihaldsríkari. I byrjun þessa árs
var skýrt frá því á þeim síðum Morgunblaðsins,
sem fjalla um heilsu og læknisfræði, að land-
læknir Bretlands, Pat Troop, hefði látið þau orð
falla að börn, sem fæddust þessa dagana, gætu
vænst þess að verða allt að 100 ára. I Bretlandi
aukast nú lífslíkur manna um tvö ár á hverjum
áratug en meðalaldur þar í landi hefur aukist um
rúm 30 ár á öldinni, sem senn heyrir sögunni til.
Vitanlega má heita sjálfsagt og eðlilegt að
horft sé til framtíðar þegar sífellt berast fréttir af
merkum rannsóknum á sviði erfðafræði og
læknavísinda. Vafalaust telja foreldrar það mikil
gleðitíðindi að börn þeirra geti jafnvel vænst
lengri lífdaga en þekkst hafa hingað til í mann-
kynssögunni. Hinu má þó ekki gleyma að hér er
ekki einvörðungu um að ræða vangaveltur um
það, sem framtíðin kann að bera í skauti sér,
heldur þróun, framhald af réttnefndri byltingu,
sem ef til vill verður talin sú áhrifamesta á þess-
ari öld. Hér er átt við sífellt hækkandi aldur fólks
í hinum þróuðu ríkjum Vesturlanda á 20. öld.
Við hæfi er að huga að af-
leiðingum þessarar bylt-
ingar 20. aldarinnar þótt
skiljanlegt megi teljast
að framfaratrúin gagn-
taki menn við slík tíma-
mót. Hver verða áhrif þessara umskipta á líf ein-
staklinga og á samfélagið í heild sinni? Hvernig
munu ríki Vesturlanda bregðast við ef lífaldur
manna tekur að lengjast vemlega á næstu ára-
tugum sökum byltingarkenndra framfara í erfða-
fræði og læknavísindum? Hvaða áhrif mun sú
breytta aldurssamsetning, sem nú þegar ein-
kennir flest vestræn ríki, hafa í för með sér á
sviði efnahagsmála og öðram þeim, er ráða af-
komu þjóðanna?
Margir telja að í þessu efni standi ríki þau, sem
þróuð teljast, frammi fyrir miklum vanda.
Aldurssamsetning flestra vestrænna þjóða hefur
tekið vemlegum breytingum á síðustu áratugum.
Framfarir í læknavísindum, bætt heilsugæsla og
menntun hafa ekki einungis orðið til þess að
lengja meðalaldur fólks á Vesturlöndum heldur
hafa þessar breytingar og fjölmargar aðrar á
ýmsum sviðum samfélagsins gert að verkum að
fæðingatíðni hefur viðast hvar farið ört minnk-
andi. Er nú svo komið að einungis nokkur vest-
ræn ríki njóta þeirrar fæðingatíðni, sem nauð-
synleg er til að þjóðir nái að „viðhalda“ sér, þ.e.
að hver kona fæði 2,1 lifandi börn inn í þennan
heim. Því er eðlilega spurt hvemig íbúar Vestur-
landa fái haldið sömu lífsgæðum þegar við blasi
að sífellt færri haldi uppi bæði efnahags- og vel-
ferðarkerfinu vegna breyttrar aldurssamsetn-
Breytt
aldurs-
samsetning
Laugardagur 15. júlí
ingar viðkomandi þjóða. Þessarar umræðu gætir
með einum eða öðmm hætti í velflestum þróuð-
um ríkjum. Ýmsir ganga svo langt að spá því að
þessi ríki þurfi að beita sér fyrir grundvallar-
breytingum á sjálfri þjóðfélagsgerðinni auk þess
sem vera kunni að þau muni neyðast til að taka
við áður óþekktum fjölda útlendinga til að unnt
reynist að halda hagkerfinu gangandi. Breyttri
aldurssamsetningu kunni því einnig að fylgja
breytt samsetning þjóðarinnar sjálfrar, ef svo
má að orði komast, sem aftur kunni að geta af sér
félagslega spennu og margvíslegan þjóðfélags-
vanda. Þótt Bandaríkin, öflugasta hagkerfi
heims, hafi náð stórkostlegum árangri með því að
taka við innflytjendum frá flestum heimshornum
sé ekki þar með sagt að hinar „gránandi þjóðir
Evrópu“ geti gert slíkt hið sama, hvað þá að þær
reynist öldungis tilbúnar til þess enda gæti þess
víða að innflytjendur séu í litlum metum, svo ekki
sé fastara að orði kveðið. Því hefur verið haldið
fram að þá áherslu, sem Japanar hafa lagt á
tæknivæðingu iðnframleiðslu á síðustu áratug-
um, megi rekja til þess að stjómvöld viiji umfram
allt forðast að þurfa að taka við erlendu vinnuafli.
Ef til vill er hér of fast að orði kveðið, alltjent
sýnist vart verjandi að saka alla japönsku þjóðina
um meiri andúð á útlendingum en gengur 'og ger-
ist. Japanar standa hins vegar frammi fyrir
óhagstæðri þróun í aldurssamsetningu þjóðar-
innar, sem kann að lokum að skila sér í skorti á
vinnuafli á tilteknum sviðum. Hér tala tölumar
sínu máli og raunar er Japan sérstaklega for-
vitnilegt samféíág í þessu ljósi þar eð þar renna
saman tæknihyggja og djúp virðing fyrir þjóð-
legum hefðum. Arið 1925 eignuðust japanskar
konur að meðaltali 5,1 börn og lífslíkur við fæð-
ingu hljóðuðu upp á 45 ár. Nú er svo komið að
lífslíkur beggja kynja í Japan em þær hæstu,
sem þekkjast í heimi hér; japanskar konur verða
meira að segja eldri en þær íslensku eða 83,35
ára að meðaltali á móti 81,19 árum. Fæðingatíðn-
in hefur hins vegar hranið í Japan, árið 1989
mældist hún 1,57 lifandi böm á hverja konu og
1995 til 2000 var hún 1,4 böm. Því fer sem sagt
fjarri að hver japönsk kona fæði þau 2,1 lifandi
börn, sem nauðsynleg em til að „viðhalda þjóð-
inni“.
Þessar tölur era glögglega til marks um þær
djúpstæðu breytingar, sem átt hafa sér stað í
Japan á einungis fáeinum áratugum. Líkt og í
öðmm þróuðum löndum hefur aukin hagsæld
leitt til minnkandi fæðingatíðni en jafnframt hef-
ur staða kvenna þar eystra gjörbreyst á undra-
skömmum tíma. 1 Japan sem flestum vestrænum
ríkjum hafna sífellt fleiri konur hefðbundnum
kvennahlutverkum og afla sér menntunar til að
taka þátt í atvinnulífinu í stað þess að vera
bundnar yfir eiginmanni, bömum og búi. Þeir
svartsýnustu hafa spáð því að Japanar geti engar
vonir gert sér um að njóta áfram svipaðra lífs-
gæða og nú, takist ekki að snúa þessari þróun
við. Árið 2015 verði fjórði hver Japani eldri en 65
ára, sem verði hæsta hlutfall þessa aldurshóps í
nokkm iðnríki. Þessari „óhagstæðu" aldurssam-
setningu muni fylgja þvílíkt álag á skattkerfið að
vafasamt verði að teljast að það fái staðið undir
því. Sífellt færri skattborgarar muni þurfa að
standa undir kostnaði vegna sífellt fleiri eftir-
launaþega. Aukin skattheimta verði því óhjá-
kvæmileg, sem aftur dragi kraftinn úr efnahags-
lífinu, sem aftur muni þá skila minni hagvexti.
Bent hefur verið á að lausnin blasi við hvað Japan
varði því stjórnvöld geti einfaldlega ákveðið að
taka við vinnuafli frá löndum á borð við Kóreu,
Filippseyjar og Pakistan enda sækist árlega mik-
ill fjöldi fólks frá þeim ríkjum eftir landvistarleyfi
í Japan. Stjórnvöld í Japan hafa enga tilburði
sýnt í þessa átt og algengt er að vísað sé til þess
að landrými sé af svo skomum skammti þar
eystra að ógerlegt sé að taka við fjölda innflytj-
enda.
I Kína hafa stjórnvöld markvisst reynt að
draga úr fólksfjölgun en sú stefna kann að hafa í
för með sér margvíslegan vanda á næstu ára-
tugum. Nú gera spár ráð fyrir að árið 2025 verði
Kínverjar eldri en sextugir jafnmargir og
Evrópubúar á þessum aldri árið 2010. Gangi
þessar spár eftir verða hið minnsta 300 milljónir
ellilífeyrisþega í Kína eftir aðeins 25 ár. Enginn
veit hvernig hagkerfið á að fá borið uppi svo mik-
inn fjölda. I Evrópu hefur athygli manna einkum
beinst að fjölmennasta ríkinu, Þýskalandi. Vand-
inn, sem fylgir breyttri aldurssamsetningu, er
hins vegar tekinn að gera vart við sig í flestum
ríkjum álfunnar að Norðurlöndum, að mestu,
undanskildum og Irlandi. Á Norðurlöndum hefur
ástandið verið með nokkuð öðm móti, sem senni-
lega má rekja til þróaðra velferðarkerfa, er gera
fólki kleift að eignast börn á sama tíma og það
tekur þátt í atvinnulífinu. Hins vegar hefur fæð-
ingatíðni farið minnkandi á öllum Norðurlöndun-
Morgunblaðið/Ómar
um á síðustu ámm og er nú svo komið að íslensk-
ar konur em þær einu í norðurálfu, sem uppfylla
„þörfina“ fjrir 2,1 lifandi börn. íslendingar em
ung þjóð og flest bendir til þess að aldurssam-
setningin hér muni ekki skapa viðlíka vanda og
flest ríki Evrópu þurfa að glíma við. Nefna má að
gert er ráð fyrir því að Spánverjum fækki um
eina miiljón á næstu 15 ámm.
Bandaríkin em land innflytjenda en engu að
síður telja ýmsir blikur á lofti þar vestra vegna
breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar.
Fjöldi Bandaríkjamanna yfir 65 ára aldri tvö-
faldaðist á áranum 1960 til 1990 og spár gera ráð
fyrir að 52 milljónir manna verði á þessum aldri
eftir 20 ár og rúmar 65 milljónir tíu áram síðar. í
Bandaríkjunum hafa fræðimenn bent á að ævin-
týralegur uppgangur í efnahagslífinu hafi eink-
um komið til sökum þess að þjóðinni fjölgaði ört á
árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Nú em
ýmsir þeirrar hyggju að Bandaríkjamenn þurfi
að opna land sitt á ný til að bæta upp þann sam-
drátt sem orðið hafi í framboði á vinnuafli. Að
auki óttast margir að erfiðlega gangi að uppfylla
kröfur efnahagslífsins um menntun starfsfólks,
einkum á sviði framleiðslu, tækni og vísinda.
Best menntaði hluti vinnuaflsins, hvítir karl-
menn, verði sífellt minna hlutfall þess fólks, sem
kom nýtt inn á vinnumarkaðinn. Þetta komi til af
því að Bandaríkin séu ekki einungis „að grána“
líkt og Evrópa heldur verði þau einnig sífellt
„brúnni“ þar eð aðrir kynþættir séu frjósamari.
Aukiðbil
ínilli ríkra
og fátækra
Vart er unnt að skilja við
þá þróun, sem hér hefur
verið gerð stuttlega að
umfjöllunarefni, án þess
að minnast á hið gagn-
stæða; mikla fjölgun
fólks í svonefndum þróunarríkjum, sem verða
mun til þess að auka enn bilið á milli ríkra og fá-
tækra íbúa heimsbyggðarinnar. Talið er að rúm
90% fólksfjölgunar næstu 25 ára í heiminum öll-
um muni eiga sér stað í þróunarlöndum. Ríki
Vesturlanda munu ekki geta lokað augunum
gagnvart þessari þróun. Nú þegar ber mjög á því
að fólk, einkum frá Norður-Afríku en einnig
löndunum sunnan Sahara, reyni að komast með
ólöglegum hætti til Evrópu. Á Suður-Spáni er nú
svo komið að reglulega rekur þar á fjörur lík
fólks frá Marokkó, sem drakknað hefur við að
freista þess að flýja fátæktina og skortinn í
heimalandi sínu. Óhugnanlegar fréttir af smygli
á fólki gerast sífellt tíðari og vitað er að glæpa-
hringir gerast stöðugt umsvifameiri á þessu
sviði.
Þessi þróun mun ágerast á næstu áram og
hennar kann að gæta víða í Evrópu þótt leiða
megi líkur að því að vandinn verði mestur í suð-
urhluta álfunnar sökum nálægðarinnar við
Afríku. Ríki Evrópu munu sæta gífurlegum
þrýstingi af þessum sökum.
Þegar horft er til Norður-Afríku kemur eftir-
farandi í ljós. Árið 1990 vora íbúar Alsír um 25
milljónir en gert er að ráð fyrir að sú tala tvöfald-
ist fram til 2025. Gríðarlegri fólksfjölgun er spáð
í Egyptalandi, þar munu að öllu óbreyttu búa
tæplega 100 milljónir manna eftir 25 ár. íbúa-
fjöldi Túnis tvöfaldaðist á áranum 1960 til 1990
og ekkert bendir til þess að breyting verði þar á.
Engar líkur eru á því að hagkerfi þessara ná-
grannaríkja Evrópu geti tekið við þessum gríðar-
lega fjölda. í Afríku bendir allt til þess að íbúa-
fjöldi álfunnar muni næstum þrefaldast á
einungis þremur áratugum þannig að þar verði
að finna um 1.600 milljónir manna árið 2025. í
fjölmennasta ríkinu, Nígeríu, búa nú um 114
milljónir manna. Ibúarnir verða að öllum líkind-
um komnir yfir 300 milljónir eftir 25 ár.
Og fleiri tölur er ástæða til að nefna. Árið 1950
var íbúafjöldi Afríku helmingur þess, sem var að
finna í Evrópu. Árið 1985 höfðu Afríkumenn náð
Evrópubúum en þá bjuggu um 480 milljónir
manna í hvorri álfunni. Spár gera ráð fyrir að
Afríkumenn verði þrefalt fleiri en Evrópubúar
árið 2025 eða um 1.600 milljónir gegn um 512
milljónum.
Hið sama mun gerast í nágrenni Bandaríkj-
anna, í Rómönsku-Amerfku. Arið 1960 bjuggu
þar um 210 milljónir manna, sem var svipaður
fjöldi og þá bjó í Bandaríkjunum og Kanada. Nú
gera spár ráð fyrir því að um 335-340 milljónir
manna komi til með að búa í Bandaríkjunum og
Kanada árið 2025 en þá verður íbúatala Róm-
önsku-Ameríku nálægt 760 milljónum. Rúm 80%
þessa fjölda munu búa í risaborgum og þarf ekki
mikið hugmyndaflug til að ímynda sér hvernig
mannlífið verður þar.
Vel kann að vera að hér
hafi verið dregin upp
heldur dökk mynd af
þeirri þróun, sem fyrir-
sjáanleg þykir bæði hvað varðar fólksfjölgun í
þróunarlöndum og breytta aldurssamsetningu á
Vesturlöndum. Vitanlega fær enginn litið svo á
að breytt aldurssamsetning vestrænna þjóða sé
Viðbrögð
Vesturlanda
óheillavænleg í sjálfri sér. Slíkri aldurssamsetn-
ingu kunna t.a.m. að fylgja ýmsar jákvæðar þjóð-
félagsbreytingar. Þá getur minna framboð á
vinnuafli getið af sér aukna sjálfvirkni á flestum
sviðum framleiðslu, líkt og gerst hefur t.d. í Jap-
an. Aukinn fjöldi eldra fólks í tæknivæddum ríkj-
um mun hins vegar kalla á breytingar, sem sum-
ar hverjar, hið minnsta, kunna að reynast
erfiðar. Enn er því í raun ósvarað hvernig færri
skattborgarar eiga að fá haldið uppi sífellt dýrari
velferðarkerfum, sem sífellt fleiri munu leita tíl.
Vera kann að skortur verði á sérhæfðu vinnuafli í
tilteknum ríkjum, sem kalli á veralegar breyting-
ar í menntakerfínu. Líklegt virðist að víða þurfi
að knýja fram grandvallarbreytingar á lífeyris-
og eftirlaunakerfum. Skýr forgangsröðun í opin-
beram útgjöldum verður óhjákvæmileg.
Jafnframt munu hinar „gránandi" þjóðir Vest-
urlanda standa frammi iyrir þeim þrýstingi, sem
samfara verður mikilli fólksfjölgun og fátækt í
þróunarríkjum þar sem hagkerfin munu í fæst-
um tilfellum geta tryggt afkomu þessara ungu
þjóða. Gera má ráð fyrir harðari pólitískum átök-
um en áður hvað varðar stefnumótun í málefnum
innflytjenda. Fari svo að tiltekin ríki ákveði að
taka við auknum fjölda innflytjenda til að vega
upp á móti samdrætti í vinnuafli er hætt við að
því fylgi aukin þjóðfélagsleg spenna, ekki síst
sökum þess að margir munu óttast að „þjóðin" fái
ekki haldið velli. Líklegt má því telja að reynt
verði að mæta þessum vanda á vettvangi ríkja-
bandalaga á borð við Evrópusambandið í þeirri
von að samræmd stefna aðildarríkja verði til þess
að draga úr þeim þrýstingi, sem einstakar ríkis-
stjómir munu sæta.
Hugrenningar sem þessar gerast áleitnar þeg-
ar framfaratrú aldamótanna verður jafn fyrir-
ferðarmikil og raun ber vitni. Vesturlandabúar
geta gert sér vonir um miklar breytingar vegna
líftækni og erfðavísinda á næstu áratugum, sem
hafa munu djúpstæð áhrif á flestum sviðum sam-
félagsins. Jafnframt standa Vesturlandamenn
frammi fyrir vanda, sem kann að hafa veraleg
áhrif á efnahagslífið og snerta sumar forsendur
þeirra þjóðfélaga, er þeir hafa byggt upp á und-
anliðnum áratugum. Að auki mun sú aukna mis-
skipting heimsins gæða, sem nú virðist fyrirsjá-
anleg, kalla á viðbrögð af þeirra hálfu.
Óhjákvæmilegt er að málefni þróunarríkja fái
aukið vægi á Vesturlöndum á allra næstu áram.
Lögmálið mun því haldast óbreytt þrátt fyrir
framfarirnar stórbrotnu; ný þekking mun geta af
sér ný úrlausnarefni.
Því er eðlilega spurt
hvernig íbúar Vest-
urlanda fái haldið
sömu lífsgæðum
þegar við blasi að sí-
fellt færri haidi uppi
bæði efnahags- og
velferðarkerfinu
vegna breyttrar
aldurssamsetningar
viðkomandi þjóða.
Þessarar umræðu
gætir með einum
eða öðrum hætti í
velflestum þróuðum
ríkjurn. Ymsir
ganga svo langt að
spá því að þessi ríki
þurfí að beita sér
fyrir grundvallar-
breytingum á sjálfri
þjóðfélagsgerðinni
auk þess sem vera
kunni að þau muni
neyðast til að taka
við áður óþekktum
íjölda útlendinga til
að unnt reynist að
halda hagkerfinu
gangandi.
+