Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 11
stöður rannsókna okkar í Bandaríkj-
unum hafa verið mjög skýrar að
þessu leyti og eins hafa þær sýnt að
þótt verðbólga aukist lítillega þarf
ekki að hafa áhyggjur af að hún endi í
óðaverðbólgu. Það er sem sagt hægt
að hleypa verðbólgu lítUlega upp og
ná henni síðan niður aftur þegar að-
stæður leyfa. Við sem störfuðum í
stjóm Clintons sannfærðumst um
það að hagfræðilega er ekki hægt að
réttlæta það að einbh'na á verðbólg-
una og við sannfærðumst einnig um
að það er þess virði að taka þá áhættu
að verðbólga hækki ef það er til þess
gert að draga úr atvinnuleysi. I ljós
kom að þetta var rétt skoðun og við
komumst að þeirri niðurstöðu að sá
mikli ótti sem er við verðbólguna sé
alveg óþaríur.11
Dýrara að lækka verðbólguna
en lifa við hana
Hversu hátt má verðbólgan þá fai-a
án þess að það skapi vandamál?
„Það er næstum alger samstaða
meðal hagfræðinga um að verðbólga
undir tíu prósentum hafi engin slæm
efnahagsleg áhrif. Sumai- rannsóknir
sem gerðar hafa verið við Aiþjóða-
bankann sýna að þessi mörk liggja
umtalsvert hærra. Það sem máli
skiptir er hversu vel stofnanir þjóðfé-
lagsins eru í stakk búnar að laga sig
að verðbólgunni. Af þeim löndum sem
hafa meðaltekjur er Tyrkland í hópi
þeirra sem hafa vaxið hvað hraðast á
síðustu tuttugu árum og þar hefur
verðbólgan verið yfir fimmtíu prósent
að meðaltali á ári. Landið hefur lært
að búa við háa verðbólgu og það eru
afar litlar vísbendingar um að þetta
hafi haft neikvæð áhrif á vaxtarferil
þess.
Þá hefur líka verið sýnt fram á að
þó að verðbólga fari of hátt þurfi ekki
að vera dýrt að ná henni niður.
Annað sem styður þetta er að þeim
löndum í Mið- og Austur-Evrópu,
sem hafa verið með hóflega verð-
bólgu, hefur vegnað betur en hinum
sem hafa leitast við að hafa hana sem
allra lægsta. Póllandi, sem hefur ver-
ið með fimmtán til tuttugu prósenta
verðbólgu, hefur gengið best allra
þessara landa og mun betur en
Tékklandi, sem reynt hefúr að halda
verðbólgunni í tveimur til þremur
prósentum."
En eru ekki tvö til þrjú prósent ein-
mitt yfirleitt viðmiðið hjá seðlabönk-
um?
„Jú, einmitt, og Tékkland hefur
reynt að fylgja þessari stefnu og náð
slökum árangri með henni. Þannig
hefur það sýnt sig að sú stefna Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins að fá þessi
lönd tii að halda verðbólgu lágri er
röng.
Það eru allir sammála um að óða-
verðbólga er hræðileg, því við óða-
verðbólgu virkar verðmyndunarkerf-
ið ekki og þar með ekki efnahagslífið
heldur. En niðurstaðan er samt sem
áður sú að kostnaðurinn við að beij-
ast við að ná niður hóflegri verðbólgu
getur verið meiri en að læra að búa
við slíka verðbólgu."
Minnkun atvinnuleysis
besta félagslega aðgerðin
Snúum okkur að öðru. Þú varst for-
maður hagfræðiráðs Clintons og
hljómar býsna sáttur við efnahag
Bandaríkjanna. Hver er staðan í
efnahagsmálum þeirra nú?
„Á heildina litið hefur efnahagur
Bandaríkjanna verið stórkostlegur
síðustu átta árin. Við erum sérstak-
lega stolt af því að hafa náð atvinnu-
leysinu niður í 4%, sem er það lægsta
sem þekkst hefur, en það var í 7,6% í
febrúar 1992. Verðbólga jókst ekki,
en það sem meira máli skiptir er að
þetta hefur orðið að bestu félagslegu
aðgerð sem Bandaríkin hafa kynnst.
Fátækt minnkaði afar mikið, fjöldi
þeirra sem þiggja velferðaraðstoð
minnkaði og glæpum fækkaði, þannig
að þetta hafði mikil áhrif á þjóðfélagið
í heild.“
Telurðu sem sagt að aukin atvinna,
þ.e. minna atvinnuleysi, sé mikilvæg
til að ná félagslegum markmiðum, en
ekki aðeins efnahagslegum?
„Það hefur skelfileg áhrif á fólk að
hafa ekki vinnu. Fjölskyldur sundrast
og vonir og draumar fólks verða ekki
að veruleika. í mínum huga er þess
vegna miklu fleira en vöxtur lands-
framleiðslunnar í húfi. Það kann að
virðast lítilfjörlegt að fara úr sjö pró-
sentum niður í fjögur, en fólkið sem
kemur inn á vinnumarkaðinn og verð-
ur þvi í ákveðnum skilningi þátttak-
Tollmúrar hafa lækkað
fyrir iðnvarning en
ekki landbúnaðarvör-
ur, svo það getur eng-
inn haldið því fram að
leikurinn sé jafn og
kerfið réttlátt.
Þarna var því allt gert
til að drepa efnahags-
lifið og svo lýstu
menn undrun sinni á
að fjármagn streymdi
ekki inn í landið. En
fjármagn streymdi
sem sagt úr landi og
gjaldmiðillinn féll.
Ef maður lítur á háa
vexti eina og sér og
án reglna á fjármála-
markaði og í banka-
kerfi slá þeir ekki
endilega á verðbólgu
því þeir draga meira
fjármagn inn í landið.
Við sem störfuðum í
stjórn Clintons sann-
færðumst um það að
hagfræðilega er ekki
hægt að réttlæta það
að einblína á verð-
bólguna og við sann-
færðumst einnig um
að það er þess virði
að taka þá áhættu að
verðbólga hækki ef
það er til þess gert að
draga úr atvinnuleysi.
í tilviki fiskveiðirétt-
inda getur verið um
fátæka f iskimenn að
ræða sem hafa haft
réttinn í langan tíma
eða að fyrirtæki hafi
keypt réttindin og
talið að þeim fylgdu
vel skilgreind eignar-
réttindi.
endur í þjóðfélaginu hefur fram til
þessa tilheyrt jaðarhópum. Fyrir
bandarískt samfélag hefur þetta þess
vegna verið ákaflega ábatasamt."
Réttmætar athugascmdir
með afturhaldssömu ívafí
Mótmælin í Seattle í Bandaríkjun-
um vöktu á sínum tíma mikla athygli,
en þar var fólk að beijast á götum úti
gegn fijálsum milliríkjaviðskiptum.
Þú varst aðalhagfræðingur og að-
stoðarbankastjóri Alþjóðabankans á
þessum tíma og þar til fyrir skömmu,
hvaða augum lítur þú mótmæli sem
þessi?
„Það sem við sáum á þessum mót-
mælafundi og öðrum álíka er mikill
fjöldi fólks, sérstaklega ungs fólks,
sem lýsir yfir skoðun sinni á því
hvernig haldið er á málum varðandi
alþjóðavæðingu. í stórum dráttum
má segja að þetta fólk hafi haldið því
fram, að gildi sem það metur mildls
hafi ekki fengið næga athygli á fund-
inum í Seattle. Þessi gildi eru til
dæmis umhverfið, viðbrögð við fá-
tækt og opin lýðræðisleg umræða. Eg
tel þessar athugasemdir eiga fyllilega
rétt á sér, en með þeim fylgdi þó gam-
aldags barátta gegn hvers kyns fram-
förum og fijálsri verslun.
Maður verður að átta sig á því
hvers vegna þessu er blandað saman.
Stefnan er ekki mörkuð í mótmælun-
um og tilgangur þeirra er ekki stefnu-
mörkun. Fólk verður að setjast niður
og ræða málin til að marka stefnu og
setja lög. Tilgangur mótmæla í lýð-
ræðisríkjum er að benda á að í stjórn-
málunum hafi ákveðin gildi, sem að
minnsta kosti ákveðinn hópur hefur
sterkar skoðanir á, orðið undir og fái
ekki næga athygli og að stjómmálin
verði að taka þessi mál betur fyrir.
Þetta er því leið til að láta rödd sína
heyrast.
I kjörklefanum greiðir maður ein-
um eða öðrum atkvæði, en maður
segir ekki skoðun sína á fjölda mikil-
vægra mála. Maður vegur þetta allt
og metur og segh’ svo að einn sé betri
en annar. Fólk vill hins vegar taka af-
stöðu til fleiri hluta en einungis þess
hvorir séu betri, demókratar eða
repúblikanar, það vill segja skoðun
sína á tilteknum málefnum. Það verð-
ur fyrir vonbrigðum með stjómmálin
og finnst það hafa lítið að segja, því
það er langt bil á milli kjósenda og
þeirra sem starfa að stjómmálum. Þá
er það sem fólk fer út á götumar til að
tjá sig.
Viðræður um viðskiptamál fara til
að mynda að mestu fram á bak við
luktar dyr. Sérhagsmunir hafa mikið
vægi í samningaviðræðum um við-
skiptafrelsi. Frá sjónarhóli þróunai’-
landanna hafa línumar algerlega ver-
ið lagðar út frá hagsmunum þróaðra
ríkja og niðurstaðan hefur verið mjög
á einn veg. Tollmúrar hafa lækkað
fyrir iðnvaming en ekki landbúnaðar-
vörur, svo það getur enginn haldið því
fram að leikurinn sé jafn og kerfið
réttlátt. Afríka sunnan Sahara, sem
er fátækasti hluti heimsins, var sam-
kvæmt útreikningum Alþjóðabank-
ans tveimur til þremur prósentum
vem stödd eftir Úrúgvæ-lotuna en
fyrir hana.
Staðreyndimar em því alveg Ijós-
ar; hinir fátæku fara halloka. Boð-
skapurinn um fijáls viðskipti segir að
mikilvægt sé að færa fólk úr störfúm
þar sem framleiðni er lítil í störf þar
sem hún er mikil og þetta er það sem
við kennum nemendum okkar í skól-
unum. Ein mikilvægasta kenning
hagfræðinnar er að ftjáls viðskipti
séu af hinu góða. Og þetta stenst í
skilvirku hagkerfi þar sem er næg
atvinna. I hagkerfi eins og í Suður-
Afríku þar sem um fjórðungur fólks
hefur enga atvinnu munu frjáls við-
skipti aftur á móti leiða til meira at-
vinnuleysis. Ef þessu fylgir hávaxta-
stefna þannig að enginn geti skapað
nýju störfin fer landið úr því að hafa
lága framleiðni í enga framleiðni.
Þetta leiðir ekki til aukins vaxtar og
kemur sérlega illa við þá fátækustu.
Þegar fólk missir vinnuna hefiir
það ekki efni á að kaupa eldsneyti og
þá fer það og heggur niður trén fyrir
utan bæina. Þetta spillir umhverfinu
og leiðir til jarðvegseyðingar. Þannig
að ef menn hafa áhyggjur af umhverf-
inu hafa þeir áhuga á að fólk geti lifað
án þess að spilla umhverfinu. Þannig
tengjast öll þessi mál og þess vegna
er þeim blandað saman.“
Öryggisleysi veldur
fátæku fólki áhyggjum
í nýlegri rannsókn David Dollar og
Aart Kraay hjá Alþjóðabankanum er
niðurstaðan allt önnur en þú ert að
lýsa. Þeir komast að þeirri niðurstöðu
að hinir fátæku hagnist jafn mikið á
hagvexti og hinir efnaðri og að þeir
efnist á sama tíma, það er að segja að
hinir efnaðri njóti ávinningsins ekki
fyrst eins og oft hefur verið haldið
fram. Nýleg rannsókn frá Alþjóðavið-
skiptastofnuninni gefur svipaða nið-
urstöðu. Hvað segirðu um þetta?
„Fyrst verða menn að átta sig á því
hvemig slíkar rannsóknir eru gerðar.
Þama er beitt aðfallsgreiningu á
gögn frá mörgum löndum samtímis,
svo sem vöxt margra ólíkra landa þar
sem aðstæður em ekki hinar sömu.
Þeir sem taka hlutina alvarlega em
fullir tortryggni gagnvart slíkum
rannsóknum. Það koma mörg vanda-
mál upp við slíkan samanburð og líta
þarf tíl alls þess sem skilur á miUi
landanna. Stundum er það þannig að
þú tekur eitt land út úr gagnasafninu
og setur annað inn og þá breytast nið-
urstöðumar algerlega. Sem dæmi má
nefna að Kína er yffrleitt ekki haft
með í slíkum rannsóknum eða því
ekki gefið fullt vægi. Kína er það þró-
unarland sem hefur náð bestum ár-
angri. Kína stundaði mikinn útflutn-
ing þannig að það tók þátt í
alþjóðlegum viðskiptum og það leikur
enginn vafi á því að hagvöxtur vegna
útflutnings er mjög mikilvægur. Það
er reynslan frá allri Asíu.
En Kínveijar vora ekki fljótir til að
veita frelsi til innflutnings, ekki frek-
ar en Suður-Kóreumenn. Þeir hyggj-
ast nú gera það vegna Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar, og ég held að
það sé rétt hjá þeim. En það er ekki
hægt að halda því fram að Kína hafi
vaxið vegna þess að viðskipti hafi ver-
ið gefin frjáls. Útflutningur vai’ mikil-
vægur þáttur í stefnu Kína en inn-
flutningur var það ekki. Það var
opnað ef miðað er við hvemig það
hafði verið áður, en ég held að enginn
myndi halda því fram að þessi opnun
hafi verið meginþáttur í stefnu þess.
Aðferðafræðin í þessum rannsókn-
um er sem sagt mjög umdeilanleg og
menn verða líka að skoða það hvort
vöxturinn er vegna aukins útflutn-
ings, sem allir styðja, eða frelsis í inn-
fiutningi.
Niðurstaða mín er því sú að menn
fá ólíkai’ útkomur úr slíkum rann-
sóknum.
Loks vil ég nefna að það er önnur
hlið á fátæktinni sem veldur fátæku
fólki áhyggjum, en það er öryggis-
leysið. Úm þetta mun Alþjóðabank-
inn fjalla í skýrslu sem kemur út í
haust. Oft er um að ræða tengsl á
milli tiltekinnar útfærslu frelsisaukn-
ingar og öryggisleysis og þannig hef-
ur aukið frelsi á skammtímahluta
fjármagnsmarkaðarins valdið miklu
öryggisleysi í ákveðnum löndum.
Aukið frelsi á fjármagnsmörkuðum í
Asíu, sem er ólíkt auknu frelsi til að
versla með vörur, hefur leitt til lægri
tekna hjá hinum fátækari, aukinnar
fátæktar og aukins öryggisleysis,
sem rétt er að taka fram að var ekki
tekið með í rannsókn Dollars og
Kraays.
Það er munur innan hagfræðinnar
á þeim sem trúa því sem kallað hefur
verið lögmál Says, þ.e. að ef til sé at-
vinnulaust fólk muni markaðurinn
skapa störf handa því, og svo hinum
sem segja að markaðurinn virki ekki
alveg svo vel. Sér í lagi í vanþróuðum
ríkjum, því einkenni þeirra ríkja er að
markaðurinn virkar ekki vel. Ef
markaðurinn virkaði vel væm þau
þróuð. Svo ef markaðurinn virkar
ekki vel geta verið löng tímabil þar
sem hann skapar ekki störf og á þeim
tíma mun fólk eiga mjög erfitt. Hinir
síðamefndu hafa sérstaklega áhyggj-
ur af því ef Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn og aðrir þvinga fram stefnu sem
gerir enn erfiðara að skapa störf. Ef
vextir era á bilinu tuttugu til þijátíu
prósent koma ekki mörg fyrirtæki
fram til að skapa ný atvinnutækifæri.
Oft er frjálsri verslun þannig ekki
fylgt eftir með atvinnusköpun heldur
eyðileggingu starfa. Ég lít svo á að
þetta sé banvæn samsetning."
Ríkið gerir ekki réttu hlutina
Þú nefnir að þarna virki markaðir
ekki nægilega vel, en er ekki vandinn
í raun þveröfugur? Ríkisstjómir í
þessum löndum hafa ekki reldð mjög
góða stefnu, þær era iðulega spilltar,
stríðsrekstur er tíður, lögum er ekki
fylgt og svo mætti áfram telja. Hefur
mai’kaðnum nokkuð verið gefið tæki-
færi í þessum löndum?
„Ríkisstjórnir verða að átta sig á
því að þær hafa mjög mikilvægu hlut-
verki að gegna. Það þýðir í ákveðnum
skilningi að það þarf að vera sterkt
ríkisvald til koma á réttu lagaum-
hverfi og halda uppi lögum, setja
reglur um fjármálastofnanir og gæta
þess að hlaupa ekki undir bagga með
þeim sem ekki eiga það skilið. Svo
ríkisstjómir gera oft ekki það sem
þær ættu að gera heldur þess í stað
eitthvað sem þær ættu ekki að gera.
Þetta er grandvallarafstöðubreyting.
Aður var því haldið fram að ríkið
gerði of mikið, en nú vitum við að oft
og tíðum er vandinn sá að ríkið gerir
ekki réttu hlutina."
Naut stuðnings Clintons
en ekki Q ármálaráðuneytisins
Mig langar að spyrja þig um nýlegt
brotthvarf þitt úr Alþjóðabankanum.
Þú sagðir oft skoðun þína umbúða-
laust þótt þú værir í starfi hjá bank-
anum og gagnrýndir til dæmis stefnu
systurstofnunar bankans, Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn, harðlega. Margir
tóku gagnrýni þinni illa og þú virtist
meira að segja hafa átt í útistöðum við
bankastjóra Alþjóðabankans, James
Wolfenson. Um hvað snerast þessar
deilur?
„Meginástæðan fyrir því að ég
sneri aftur til kennslunnar í Stanford
er að ég hafði verið í leyfi þaðan í sjö
ár og mig langaði að hverfa aftur að
rannsóknum mínum og kennslu.
Ég tel ekki að mikill málefna-
ágreiningur hafi verið milli mín og
Wolfensons, bankastjóra Alþjóða-
bankans. Helsti ági-einingm’inn var
vegna mismunandi sjónanniða um
það með hvaða hætti maður í minni
stöðu gæti tekið þátt í umræðu um
málefni sem snerta bankann. Þetta
era því í raun ólík sjónarmið um hlut-
verk opinnar lýðræðislegrar umræðu
og gegnsærrar stjórnsýslu, en einnig
um hlutverk hagfræðingsins í lýð-
ræðislegu þjóðfélagi. Skoðun mín er
sú að hlutverk hagfræðingsins sé að
láta stjómvöld vita hverjar afleiðing-
ar stefnu þefrra era og benda á aðra
kosti og þá staðreynd að vísindi gefa
ekki öragga niðurstöðu og að ræða
þurfi óvissuna.
Lýðræðislegar leikreglur segja að
ríki eigi að fá að ráða sér sjálf en ekki
að þurfa að hlíta fyrirmælum alþjóða-
stofnana. Þannig að hér komum við
aftur að því sem við ræddum áðan,
um opið og gegnsætt þjóðfélag. Wolf-
enson vildi færa hlutina í þessa átt, en
ég vildi ganga lengra og bandaríska
fjármálaráðuneytið vildi fara í öfuga
átt.
Ég tel að ég hafi helst lent í
árekstram við fjármálaráðuneytið en
þó ekki við ríkisstjórn Bandaríkj-
anna. Clinton og ríkisstjómin vora að
mínu áliti að miklu leyti á sömu skoð-
un og ég og Clinton sagði mér reynd-
ar að hann væri sammála mér um
margt af því sem ég var að segja. En
fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna
endurspeglar ekki endilega í öllum
málum skoðanir ríkisstjómar Banda-
ríkjanna og það vildi ekki að ég segði
skoðun mína.
Hluti af ástæðunni fyrir því að ég
fer til fyrri starfa er því sú að ég tel að
með því geti ég á margan hátt komið
skoðunum mínum betur á framfæri
en ég gat í þeirri stöðu sem ég var í.“
Snýst ekki aðeins um
skattheimtu auðlindaarðs
Ég vil að lokum spyrja þig um
nokkuð sem hefur verið talsvert í um-
ræðunni hér á landi, en það er stjóm-
kerfi fiskveiða. Sú umræða snýst í
raun um nýtingu takmarkaðrar end-
umýjanlegrar auðlindar. Hver era
viðhorf þín til þessa efnis og þá sér-
staklega þess hvort æskilegt sé að
tekið sé gjald af þeim sem nýta slíka
auðlind?
„í þessu era tvö aðskilin mál. Ann-
að snýr að því hvort það er góð hug-
mynd að skattleggja arð af auðlind,
en náttúraauðlindum fylgir auðlinda-
arður. Hægt er að líta svo á að al-
menningur eigi að fá arðgreiðslur af
auðlindinni og svo tel ég að sterk hag-
fræðileg rök séu fyrir því að skatt-
heimta auðlindaarðs valdi minni trafl-
unum en aðrar gerðir skattheimtu.
En það þarf einnig að líta til þess
að þessi arður hefur verið fenginn
ákveðnu fólki, rétt eins og land getur
gefið arð en tíltekið fólk endar sem
eigendur þess. I tilviki fiskveiðirétt-
inda getur verið um fátæka fiskimenn
að ræða sem hafa haft réttinn í lang-
an tíma eða að fyrirtæki hafi keypt
réttindin og talið að þeim fylgdu vel
skilgreind eignarréttindi. Ef reglun-
um í leiknum er síðan breytt snertir
það atriði eins og sanngirni og tekju-
di’eifingu og sumir myndu jafnvel
halda því fram að þetta ylli langvar-
andi óstöðugleika í hagkerfinu og
þjóðfélaginu. Þetta stafar af því að ef
leikreglunum er breytt nógu oft miss-
ir fólk alla trú á því að kaup standi.
Ég er þess vegna þeirrar skoðunar að
riðfangsefnið sé mun flóknara en svo
að það lúti eingöngu að hagkvæmni
auðlindaarðs og skattheimtu.
Hitt máhð sem er þessu í raun
ótengt snýst um það hvort við getum
hannað skattkerfi sem eykur skil-
virkni stjómkerfis endurnýjanlegu
náttúraauðlindarinnar. Ég tel að svo
sé í mörgum tilvikum. Skattheimtu
má til dæmis nota sem hvata til end-
urvinnslu. Þannig er hægt að leggja
skatt á tíjáhögg og hvetja fólk þannig
til að endurvinna pappír í stað þess að
setja reglur um endurvinnsluna.
Þama hentar skattheimtan vel. Það
er þó ekki augljóst að þetta eigi við
um fiskveiðar, en almennt segja fræð-
in manni að það eigi í sumum tilvikum
að vera hægt að hanna skattkerfi sem
hefur bæði þann eiginleika að stuðla
að vemdun og þann að afla tekna. Ef
þetta tekst er það augljóslega mjög
gott.“ ____________