Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 9/7-15/7 ► FYRSTU Ijósmyndir sem teknar voru á Islandi, á árinu 1845, eru á sýningu sem opnuð var um helgina í Hafnarborg. Myndirnar eru svokallaðar sólmyndir, teknar af franska ljós- myndaranum Des Cloizeaux. ► ÞINGVALLANEFND hefur farið fram á að bisk- up íslands auglýsi ekki að svo stöddu embætti sókn- arprests á Þingvöllum, sem jafnframt er staðarhaldari íþjóðgarðinum. ► 767 FÍKNIEFNAMÁL komu upp á landinu í fyrra og í tengslum við þau voru 890 einstaklingar hand- teknir. Lögreglan lagði að meðaltali á hverjum degi ársins 1999 hald á 114 grömm af hassi, 13,9 grömm af amfetamíni og 20,5 stykki af e-töflum. ► TALSVERÐUR skortur er á náttúrufræðingum hér á landi. ► LANDLÆKNIR hvetur Afföll húsbréfa hafa aukist úr 9% í 14% AFFÖLL húsbréfa hafa aukist tals- vert það sem af er mánuðinum og voru afföll á nýjasta flokki húsbréfa, sem mest viðskipti eru með, 14,34% föstudaginn 7. júlí. Guðmpndur Bjarnason, framkvæmdastjóri íbúða- lánasjóðs, sagði að þessi miklu afföll endurspegluðu hátt vaxtastig í land- inu. Þrátt fyrir mikil afföll hefur lítið dregið úr umsóknum um húsbréf. VÍS hækkaði iðgjöld um 30% VÍS, Vátryggingafélag íslands hf., hækkaði lögboðin tryggingaiðgjöld um að meðaltali 30% á mánudag, 10. júlí. Þá hækkaði félagið kaskótrygg- ingar um 17,8% að meðaltali. VÍS fylgir í kjölfar Sjóvár-Al- mennra, sem tilkynntu viku áður 29% hækkun lögboðinna bifreiðatrygg- inga og 15% hækkun kaskótrygg- inga. Samhliða iðgjaldahækkunum gerir VIS breytingar á áhættusvæðum, líkt og Sjóvá-Almennar. íslendinga til að halda vöku sinni gagnvart al- næmissjúkdómnum, þvf aukin tíðni lifrarbólgu C meðal íslenskra fíkniefna- neytenda geti verið fyrir- boði um holskeflu nýrra til- fella þar. ► KARI Stefánsson, for- stjóri Islenskrar erfða- greiningar, bað löggjafann um að hafa í huga gildi þess að koma hinum sjúku til hjálpar og þrengja ekki að möguleikum læknis- fræðinnar, er hann kom fyrir nefnd bandarískra öldungadeildarþingmanna í Washington. Skipulagsstjóri úrskurðar um kísil- gúrvinnslu í Mývatni SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins féllst miðvikudaginn 11. júlí á efnisupptöku á námasvæði 2 í Mývatni að uppfyllt- um vissum skilyrðum. Hann féllst hins vegar ekki á vinnslu á svæði 1 en gerir kröfu um frekari upplýsingar. Vinnsla á námasvæði 2 er talin duga verksmiðjunni fyrir hráefni í yf- ir 30 ár. Lögum samkvæmt má kæra úr- skurð skipulagsstjóra til umhverfis- ráðherra. Kærufrestur er til 16. ágúst 2000. Samningaviðræður í Camp David EHUD Barak, forsætisráðherra Isra- els, og Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, hófu á mánudag friðarvið- ræður sínar undir forystu Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Camp David og hvatti Clinton báða aðila til að sættast á málamiðlanir í viðræðunum sem taldar eru munu skera úr um hvort hægt verði að knýja fram varanlegan frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Viðræð- ur sendinefnda ísraela og Palestínu- manna áttu sér stað alla vikuna og hef- ur lítið frést af framvindu þeirra vegna skilvirks fréttabanns. Clinton sagði á upphafsdegi við- ræðnanna að leiðtogarnir yrðu að horf- ast í augu við erfiðar spumingar og að enginn árangur myndi nást án þess að fallist yrði á grundvallarmálamiðlanir. Helstu ásteytingarsteinamir í viðræð- unum nú era framtíðarskipan hins pal- estínska ríkis, sem ráðgert er að stofna hinn 13. september nk., stjórnskipan Jerúsalemborgar og örlög flóttamanna. Á mánudag stóð Ehud Barak naum- lega af sér vantrauststillögu sem borin var upp á ísraelska þinginu og er hon- um því mikið í mun að ná fram samn- ingum við Arafat. Hefur hann heitið að sættast á „sársaukafullar málamiðlan- ir“ en lýsti því jafnframt yfir að ísra- elska þjóðin hefði úrslitavald. 13. alþjóða alnæmisráðstefnan HÁTT í 30 milljónir bama í þróunar- ríkjum verða búnar að missa annað eða bæði foreldri árið 2010 að því er fram kom á 13. alþjóðlegu alnæmisráðstefn- unni sem haldín var í Durban í S-Afríku í vikunni. Voru þjóðir heims, stofnanir þeirra og fyrirtæki hvött til að samein- ast í baráttunni gegn alnæmi sem talið er vera ein helsta ógnin gegn heilsu manna. Þá kom þar fram að verði út- breiðsla alnæmisveirunnar jafnhröð í Asíu og í Afríku muni það hafa alvar- legar efnahagslegar afleiðingar. ► GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, fagn- aði miklum sigri á föstu- dag er frumvarp stjórnar- innar um miklar skatta- lækkanir var samþykkt í sambandsráðinu, efri deild þýska þingsins, þótt stjórn- arflokkarnir hafi þar ekki meirihluta. Er samþykkt frumvarpsins sögð vera mikill sigur fyrir Schröder en að sama skapi mikið áfall fyrir Kristilega demó- krata (CDU) sem viður- kenndu að niðurstaðan kæmi sér illa fyrir þá. ► KVIÐDÓMUR í Miami í Bandarikjunum komst að þeirri niðurstöðu á föstu- dag að fimm bandarískum tóbaksframleiðendum bæri að greiða alls 145 milljarða dala, eða andvirði rúmlega 11.000 milljarða /sl. kr., í skaðabætur til handa Flór- ídabúum sem veikst hefðu af reykingum. Tóbaks- framleiðendur sögðu úr- skurðinn óraunhæfan og upphæðirnar allt of háar og hafa áfrýjað málinu sem hefur verið lýst sem sögu- legum áfanga. ► UPPREISNARMENN úr röðum frumbyggja á Fídjí-eyjum slepptu á fimmtudag öllum gíslum sínum, þeirra á meðal for- sætisráðherra eyjanna, eft- ir að ráð æðstu höfðingja landsins hafði samþykkt kröfu þeirra um nýjan for- seta. Ráðamenn í grann- ríkjum fögnuðu lausn gísladeilunnar en vöruðu við því að uppreisnin ætti eftir að draga dilk á eftir sér og vöruðu sumir við al- geru stjómleysi á Fídjí. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Vegmerkingar endurnýjaðar UM 3000 km af veglínum á þjóð- vegakerfínu em endumýjaðar á hverju sumri. Veglúiur slitna gjarn- an hratt, sérstaklega þegar snjó- mokstur er mikill. Eins fara nagla- dekk illa með línurnar. Á síðustu ámm hefur Vegagerðin gert til- raunir með plastefni á miðlmur en það er mun endingarbetra. Til að bæta endurskin frá veglínunum er sjálflýsandi glerperlum bætt út í plastið. Undir Akrafjalli var í vik- unni unnið að tilraunum með ný efni til vegmálunar á vegum Vega- gerðarinnar og Iðntæknistofnunar. Meðalrekstrar- kostnaður fólksbfla Hækkun uml 11.000 krónur á rúmu ári REKSTRARKOSTNAÐUR bfla hefur hækkað um 22% frá apríl á síðasta ári fram til júlíbyrjunar 2000, eða um rúmar 111.000 krón- ur. Þetta kemur fram í útreikning- um FIB sem miðast við rekstrar- kostnað nýs bíls á einu ári. Forsendur eru þær að bfllinn kosti 1.350.000 kr., vegi 1.050 kg, eyði 9 lítrum af bensíni á hverja 100 km, sé í tryggingaflokki 2, í eigu eig- anda í fimm ár og sé ekið 18.000 km á ári. í útreikningunum er stuðst við meðaliðgjald fyrir ábyrgðartryggingu, slysatryggingu ökumanns og eiganda, framrúðu- tryggingu, kaskótryggingu og vá- tryggingu ökumanns. Miðað er við 55% bónusafslátt af ábyi’gðar- tryggingu og um 35.000 kr. sjálfs- áhættu af kaskótryggingu. Bensín- og tryggingahækkan- ir auka kostnaðinn um 45,5% Þeir liðir sem mest hafa hækkað á þessum tíma eru bensínverð og tryggingariðgjöld. Tryggingar fyr- ir þennan tiltekna bfl hækka úr 74.100 kr. á ári í apríl 1999 í 118.600 kr. í júlíbyrjun 2000. Bens- ínkostnaður á einu ári hefur á sama tíma hækkað úr 116.802 kr. í 159.246 kr. Hækkun rekstrarkostn- aðar bílsins á einu ári vegna hækk- unar trygginga og bensíns frá apríl 1999 til júlí 2000 nemur samtals 86.944 kr. sem er 45,5% hækkun. Dæmi um breytingar á kostnaði við rekstur bifreiðar frá 1999 til 2000 Útreikningar FÍB miðast við nýja bifreið sem kostar 1.350 þús. kr, er 1.050 kg, eyðir 9 1/100 km, er í 2. tryggingaflokki, og reiknað er með 5 eignarárum og 18.000 km akstri á ári. Apríl 1999 Apríl 2000 JÚIÍ 2000 A: Kostnaður vegna notkunar. Bensín (72,1 - 91,9 og 98,3 kr/l) 116.802 148.878 159.246 Viðhald og viðgerðir 66.600 72.650 79.100 Hjólbarðar 22.100 23.200 23.500 Kostnaður á árí 205.502 244.728 261.846 Kostnaðurákm 11,42 13,60 14,55 B: Tryggingar, skattar og skoðun. Tryggingar 74.100 94.900 118.600 Skattar og skoðun 14.200 14.300 14.300 Kostnaður á árí 88.300 109.200 132.900 Kostnaðurákm 4,91 6,07 7,38 A+B á km 16,32 19,66 21,93 C: Bílastæði og þrif. Bílastæðakostnaður 5.600 5.800 5.800 Þrif, FÍB o. fl. 12.900 13.500 13.500 Kostnaður á árí 18.500 19.300 19.300 Kostnaður á km 1,03 1,07 1,07 A+B+C á km 17,35 20,73 23,00 D: Verðrýrnun. Verðrýrnun á árí, % 9,8% 10,2% 10,2% Verðrýrnun á ári, krónur 132.300 137.700 137.700 Kostnaður á km 7,35 7,65 7,65 A+B+C+D á km 24,70 28,38 30,65 E: Fjármagnskostnaður. Vaxtakostnaður, 6,5% 61.155 65.374 65.374 Kostnaður ákm 3,40 3,63 3,63 SAMTALS: Heildarkostnaður. Heildarkostnaður á ári 505.757 576.302 617.120 Heildarkostnaður á km 28,10 32,02 34,28 | Kostnaðarhækkanir í krónum og hlutfallslegar hækkanir Hækkun í kr. frá apríl 1999 70.545 111.363 Hækkun í % frá apríl 1999 13,95% 22,02% Vátryggingar og bensín 190.902 243.778 277.846 Hækkun trygg. og bensíns, % 27,70% 45,54% Könnun Gallup á dagskrá sjónvarpsstöðva Landsleikir vinsælastir hjá RÚV ÞEIR þrír dagskrárliðir ríkissjón- varpsins sem vinsælastir vora í könn- un Gallup 19. júní til 3. júlí sl. vora landsleikir á Evrópumóti landsliða í knattspyrnu. Flestir horfðu á lands- leik Dana og Hollendinga, en þar nam uppsafnað áhorf 39,6 prósent- um. Uppsafnað áhorf er það hlutfall áhorfenda sem eitthvað stillir á við- komandi dagskrárlið. Fjórði vinsæl- asti dagskrárliður rfldssjónvarpsins var fréttir kl. 22, en uppsafnað áhorf nam tæpum 35 prósentum. Hjá Stöð 2 var fréttatíminn kl. 19.30 vinsælastur, með rúmlega 37% uppsafnað áhorf. Vinsælustu þætt- imir voru ísland í dag 26,2%, Ally McBeal 21,5%, ísland í bítiðl3,3% og Ráðgátur með 12,7% uppsafnað áhorf. Á Sýn var mest horft á hnefa- leika Oscars de la Hoya og Shanes Mosleys og þáttinn Með hausverk um helgar með 7% uppsafnað áhorf. Á Skjá einum stilltu flestir á spjallþátt Jays Lenos, eða 15% áhorfenda. Þátturinn „World’s Most Amazing Videos“ kom þar næstur, með 12,2% uppsafnað áhorf. Djúpa laugin hlaut 9,6% áhorf og þátturinn „Providence" 6,3%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.