Morgunblaðið - 16.07.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 16.07.2000, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 9/7-15/7 ► FYRSTU Ijósmyndir sem teknar voru á Islandi, á árinu 1845, eru á sýningu sem opnuð var um helgina í Hafnarborg. Myndirnar eru svokallaðar sólmyndir, teknar af franska ljós- myndaranum Des Cloizeaux. ► ÞINGVALLANEFND hefur farið fram á að bisk- up íslands auglýsi ekki að svo stöddu embætti sókn- arprests á Þingvöllum, sem jafnframt er staðarhaldari íþjóðgarðinum. ► 767 FÍKNIEFNAMÁL komu upp á landinu í fyrra og í tengslum við þau voru 890 einstaklingar hand- teknir. Lögreglan lagði að meðaltali á hverjum degi ársins 1999 hald á 114 grömm af hassi, 13,9 grömm af amfetamíni og 20,5 stykki af e-töflum. ► TALSVERÐUR skortur er á náttúrufræðingum hér á landi. ► LANDLÆKNIR hvetur Afföll húsbréfa hafa aukist úr 9% í 14% AFFÖLL húsbréfa hafa aukist tals- vert það sem af er mánuðinum og voru afföll á nýjasta flokki húsbréfa, sem mest viðskipti eru með, 14,34% föstudaginn 7. júlí. Guðmpndur Bjarnason, framkvæmdastjóri íbúða- lánasjóðs, sagði að þessi miklu afföll endurspegluðu hátt vaxtastig í land- inu. Þrátt fyrir mikil afföll hefur lítið dregið úr umsóknum um húsbréf. VÍS hækkaði iðgjöld um 30% VÍS, Vátryggingafélag íslands hf., hækkaði lögboðin tryggingaiðgjöld um að meðaltali 30% á mánudag, 10. júlí. Þá hækkaði félagið kaskótrygg- ingar um 17,8% að meðaltali. VÍS fylgir í kjölfar Sjóvár-Al- mennra, sem tilkynntu viku áður 29% hækkun lögboðinna bifreiðatrygg- inga og 15% hækkun kaskótrygg- inga. Samhliða iðgjaldahækkunum gerir VIS breytingar á áhættusvæðum, líkt og Sjóvá-Almennar. íslendinga til að halda vöku sinni gagnvart al- næmissjúkdómnum, þvf aukin tíðni lifrarbólgu C meðal íslenskra fíkniefna- neytenda geti verið fyrir- boði um holskeflu nýrra til- fella þar. ► KARI Stefánsson, for- stjóri Islenskrar erfða- greiningar, bað löggjafann um að hafa í huga gildi þess að koma hinum sjúku til hjálpar og þrengja ekki að möguleikum læknis- fræðinnar, er hann kom fyrir nefnd bandarískra öldungadeildarþingmanna í Washington. Skipulagsstjóri úrskurðar um kísil- gúrvinnslu í Mývatni SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins féllst miðvikudaginn 11. júlí á efnisupptöku á námasvæði 2 í Mývatni að uppfyllt- um vissum skilyrðum. Hann féllst hins vegar ekki á vinnslu á svæði 1 en gerir kröfu um frekari upplýsingar. Vinnsla á námasvæði 2 er talin duga verksmiðjunni fyrir hráefni í yf- ir 30 ár. Lögum samkvæmt má kæra úr- skurð skipulagsstjóra til umhverfis- ráðherra. Kærufrestur er til 16. ágúst 2000. Samningaviðræður í Camp David EHUD Barak, forsætisráðherra Isra- els, og Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, hófu á mánudag friðarvið- ræður sínar undir forystu Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Camp David og hvatti Clinton báða aðila til að sættast á málamiðlanir í viðræðunum sem taldar eru munu skera úr um hvort hægt verði að knýja fram varanlegan frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Viðræð- ur sendinefnda ísraela og Palestínu- manna áttu sér stað alla vikuna og hef- ur lítið frést af framvindu þeirra vegna skilvirks fréttabanns. Clinton sagði á upphafsdegi við- ræðnanna að leiðtogarnir yrðu að horf- ast í augu við erfiðar spumingar og að enginn árangur myndi nást án þess að fallist yrði á grundvallarmálamiðlanir. Helstu ásteytingarsteinamir í viðræð- unum nú era framtíðarskipan hins pal- estínska ríkis, sem ráðgert er að stofna hinn 13. september nk., stjórnskipan Jerúsalemborgar og örlög flóttamanna. Á mánudag stóð Ehud Barak naum- lega af sér vantrauststillögu sem borin var upp á ísraelska þinginu og er hon- um því mikið í mun að ná fram samn- ingum við Arafat. Hefur hann heitið að sættast á „sársaukafullar málamiðlan- ir“ en lýsti því jafnframt yfir að ísra- elska þjóðin hefði úrslitavald. 13. alþjóða alnæmisráðstefnan HÁTT í 30 milljónir bama í þróunar- ríkjum verða búnar að missa annað eða bæði foreldri árið 2010 að því er fram kom á 13. alþjóðlegu alnæmisráðstefn- unni sem haldín var í Durban í S-Afríku í vikunni. Voru þjóðir heims, stofnanir þeirra og fyrirtæki hvött til að samein- ast í baráttunni gegn alnæmi sem talið er vera ein helsta ógnin gegn heilsu manna. Þá kom þar fram að verði út- breiðsla alnæmisveirunnar jafnhröð í Asíu og í Afríku muni það hafa alvar- legar efnahagslegar afleiðingar. ► GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, fagn- aði miklum sigri á föstu- dag er frumvarp stjórnar- innar um miklar skatta- lækkanir var samþykkt í sambandsráðinu, efri deild þýska þingsins, þótt stjórn- arflokkarnir hafi þar ekki meirihluta. Er samþykkt frumvarpsins sögð vera mikill sigur fyrir Schröder en að sama skapi mikið áfall fyrir Kristilega demó- krata (CDU) sem viður- kenndu að niðurstaðan kæmi sér illa fyrir þá. ► KVIÐDÓMUR í Miami í Bandarikjunum komst að þeirri niðurstöðu á föstu- dag að fimm bandarískum tóbaksframleiðendum bæri að greiða alls 145 milljarða dala, eða andvirði rúmlega 11.000 milljarða /sl. kr., í skaðabætur til handa Flór- ídabúum sem veikst hefðu af reykingum. Tóbaks- framleiðendur sögðu úr- skurðinn óraunhæfan og upphæðirnar allt of háar og hafa áfrýjað málinu sem hefur verið lýst sem sögu- legum áfanga. ► UPPREISNARMENN úr röðum frumbyggja á Fídjí-eyjum slepptu á fimmtudag öllum gíslum sínum, þeirra á meðal for- sætisráðherra eyjanna, eft- ir að ráð æðstu höfðingja landsins hafði samþykkt kröfu þeirra um nýjan for- seta. Ráðamenn í grann- ríkjum fögnuðu lausn gísladeilunnar en vöruðu við því að uppreisnin ætti eftir að draga dilk á eftir sér og vöruðu sumir við al- geru stjómleysi á Fídjí. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Vegmerkingar endurnýjaðar UM 3000 km af veglínum á þjóð- vegakerfínu em endumýjaðar á hverju sumri. Veglúiur slitna gjarn- an hratt, sérstaklega þegar snjó- mokstur er mikill. Eins fara nagla- dekk illa með línurnar. Á síðustu ámm hefur Vegagerðin gert til- raunir með plastefni á miðlmur en það er mun endingarbetra. Til að bæta endurskin frá veglínunum er sjálflýsandi glerperlum bætt út í plastið. Undir Akrafjalli var í vik- unni unnið að tilraunum með ný efni til vegmálunar á vegum Vega- gerðarinnar og Iðntæknistofnunar. Meðalrekstrar- kostnaður fólksbfla Hækkun uml 11.000 krónur á rúmu ári REKSTRARKOSTNAÐUR bfla hefur hækkað um 22% frá apríl á síðasta ári fram til júlíbyrjunar 2000, eða um rúmar 111.000 krón- ur. Þetta kemur fram í útreikning- um FIB sem miðast við rekstrar- kostnað nýs bíls á einu ári. Forsendur eru þær að bfllinn kosti 1.350.000 kr., vegi 1.050 kg, eyði 9 lítrum af bensíni á hverja 100 km, sé í tryggingaflokki 2, í eigu eig- anda í fimm ár og sé ekið 18.000 km á ári. í útreikningunum er stuðst við meðaliðgjald fyrir ábyrgðartryggingu, slysatryggingu ökumanns og eiganda, framrúðu- tryggingu, kaskótryggingu og vá- tryggingu ökumanns. Miðað er við 55% bónusafslátt af ábyi’gðar- tryggingu og um 35.000 kr. sjálfs- áhættu af kaskótryggingu. Bensín- og tryggingahækkan- ir auka kostnaðinn um 45,5% Þeir liðir sem mest hafa hækkað á þessum tíma eru bensínverð og tryggingariðgjöld. Tryggingar fyr- ir þennan tiltekna bfl hækka úr 74.100 kr. á ári í apríl 1999 í 118.600 kr. í júlíbyrjun 2000. Bens- ínkostnaður á einu ári hefur á sama tíma hækkað úr 116.802 kr. í 159.246 kr. Hækkun rekstrarkostn- aðar bílsins á einu ári vegna hækk- unar trygginga og bensíns frá apríl 1999 til júlí 2000 nemur samtals 86.944 kr. sem er 45,5% hækkun. Dæmi um breytingar á kostnaði við rekstur bifreiðar frá 1999 til 2000 Útreikningar FÍB miðast við nýja bifreið sem kostar 1.350 þús. kr, er 1.050 kg, eyðir 9 1/100 km, er í 2. tryggingaflokki, og reiknað er með 5 eignarárum og 18.000 km akstri á ári. Apríl 1999 Apríl 2000 JÚIÍ 2000 A: Kostnaður vegna notkunar. Bensín (72,1 - 91,9 og 98,3 kr/l) 116.802 148.878 159.246 Viðhald og viðgerðir 66.600 72.650 79.100 Hjólbarðar 22.100 23.200 23.500 Kostnaður á árí 205.502 244.728 261.846 Kostnaðurákm 11,42 13,60 14,55 B: Tryggingar, skattar og skoðun. Tryggingar 74.100 94.900 118.600 Skattar og skoðun 14.200 14.300 14.300 Kostnaður á árí 88.300 109.200 132.900 Kostnaðurákm 4,91 6,07 7,38 A+B á km 16,32 19,66 21,93 C: Bílastæði og þrif. Bílastæðakostnaður 5.600 5.800 5.800 Þrif, FÍB o. fl. 12.900 13.500 13.500 Kostnaður á árí 18.500 19.300 19.300 Kostnaður á km 1,03 1,07 1,07 A+B+C á km 17,35 20,73 23,00 D: Verðrýrnun. Verðrýrnun á árí, % 9,8% 10,2% 10,2% Verðrýrnun á ári, krónur 132.300 137.700 137.700 Kostnaður á km 7,35 7,65 7,65 A+B+C+D á km 24,70 28,38 30,65 E: Fjármagnskostnaður. Vaxtakostnaður, 6,5% 61.155 65.374 65.374 Kostnaður ákm 3,40 3,63 3,63 SAMTALS: Heildarkostnaður. Heildarkostnaður á ári 505.757 576.302 617.120 Heildarkostnaður á km 28,10 32,02 34,28 | Kostnaðarhækkanir í krónum og hlutfallslegar hækkanir Hækkun í kr. frá apríl 1999 70.545 111.363 Hækkun í % frá apríl 1999 13,95% 22,02% Vátryggingar og bensín 190.902 243.778 277.846 Hækkun trygg. og bensíns, % 27,70% 45,54% Könnun Gallup á dagskrá sjónvarpsstöðva Landsleikir vinsælastir hjá RÚV ÞEIR þrír dagskrárliðir ríkissjón- varpsins sem vinsælastir vora í könn- un Gallup 19. júní til 3. júlí sl. vora landsleikir á Evrópumóti landsliða í knattspyrnu. Flestir horfðu á lands- leik Dana og Hollendinga, en þar nam uppsafnað áhorf 39,6 prósent- um. Uppsafnað áhorf er það hlutfall áhorfenda sem eitthvað stillir á við- komandi dagskrárlið. Fjórði vinsæl- asti dagskrárliður rfldssjónvarpsins var fréttir kl. 22, en uppsafnað áhorf nam tæpum 35 prósentum. Hjá Stöð 2 var fréttatíminn kl. 19.30 vinsælastur, með rúmlega 37% uppsafnað áhorf. Vinsælustu þætt- imir voru ísland í dag 26,2%, Ally McBeal 21,5%, ísland í bítiðl3,3% og Ráðgátur með 12,7% uppsafnað áhorf. Á Sýn var mest horft á hnefa- leika Oscars de la Hoya og Shanes Mosleys og þáttinn Með hausverk um helgar með 7% uppsafnað áhorf. Á Skjá einum stilltu flestir á spjallþátt Jays Lenos, eða 15% áhorfenda. Þátturinn „World’s Most Amazing Videos“ kom þar næstur, með 12,2% uppsafnað áhorf. Djúpa laugin hlaut 9,6% áhorf og þátturinn „Providence" 6,3%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.