Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 31
ÞAÐ hefur ekki verið
um auðugan garð að
gresja í gistihúsaflór-
unni í Eyjafjallahrepp-
unum vestri og eystri.
Vissulega hafa ferðamenn átt gott
skjól á Edduhótelunum og hjá
bændum sem bjóða gistingu heima
hjá sér. Hótel með öllum þeim að-
búnaði og glæsileika sem margir
gera nú kröfur um hefur hins veg-
ar ekki verið til á þessum slóðum.
Fyrr en núna. Hótel Skógar opn-
aði í byrjun mánaðarins og er af-
rakstur mikillar vinnu tveggja fjöl-
skyldna, ættingja þein-a og vina
og fjölda iðnaðarmanna, sem hafa
lagt nótt við dag til að endurbæta
og í raun gjörbylta gamla dýra-
læknisbústaðnum og gera hann að
hóteli sem fullnægir þörfum kröfu-
harðari ferðamanna.
Nægur markaður
fyrir hótel
Stærðin á hótelinu hentar
reyndar ekki fyrir stærstu hópana,
sem oft koma í langferðabílum og
telja jafnvel nokkra tugi. Engu að
síður eru eigendurnir fullvissir um
að það sé nægur markaður fyrir
þjónustu af þessu tagi í sveitinni.
Pað er ekki síður falleg náttúran
undir Eyjafjöllum og margvísleg
afþreying á svæðinu en hlýlegt og
skemmtilega skipulagt hótelið sem
á að draga viðskiptavinina að. Það
er altént mat Fríðu Jónsdóttur og
frænku hennar, Guðbjargar Birnu
Guðmundsdóttir, sem eru eigendur
hótelsins ásamt eiginmönnum
þeirra, Guðmundi Tómassyni flug-
stjóra, Björns Eysteinssonar
tæknimanns. Fríða, sem er leik-
skólakennari að mennt, og Guð-
björg, sem er þroskaþjálfi, eru
báðar ættaðar úr sveitinni; Fríða
frá Miðskála og Guðbjörg frá
Núpi. Bæirnir tilheyra báðir Vest-
ur-Eyjafjallahreppi en Hótel
Skógar er í Austur-Eyjafjalla-
hreppi og segir Fríða góðlátlega
að hótelstarfsemin sé þannig yfir
allan hrepparíg hafin.
Úr 350 fermetrum í 400
fermetra á tveimur hæðum
Dýralæknisbústaðurinn var
byggður af ríkinu árið 1974 fyrir
umdæmi dýralæknisins í Eyja-
fjallahreppum. Húsið teiknaði Ein-
ar Tryggvason arkitekt og var það
haft afar veglegt og vandað fyrir
þennan mikilvæga embættismann í
sveitinni. Það var um 350 fermetr-
ar á einni hæð en eftir breyting-
arnar er það 400 fermetrar á
tveimur hæðum. Starfsemi dýra-
læknis lagðist niður í húsinu fyrir
fáeinum misserum þegar dýra-
læknisembætti voru sameinuð víða
um land.
Dýralæk
breytt í g
Dýralæknisbústaðurinn á Skógum
í Austur-Eyjafjallahreppi hefur
tekið stakkaskiptum og er nú orð-
inn glæsihótel með gistingu fyrir
24 gesti. Fyrirframkvæmdunum
stóðu tvær fjölskyldur úr Reykjavík
sem eiga ættir að rekja til Eyja-
fjallasveitar.
„Okkur var sagt frá því að húsið
væri til sölu í fyrrasumar. Ég
hafði lengi haft áhuga á rekstri
veitingahúss eða gallerís á sumrin
hér undir Eyjafjöllum því ég vil
eiginlega hvergi annars staðar
vera,“ segir Fríða. Hún og Guð-
mundur skoðuðu dýralæknishúsið
og ákváðu strax að þarna skyldi
rísa hótel. Þau fengu Guðbjörgu
Birnu í lið með sér og Bidda og
hófust handa við að fjármagna
kaupin á húsinu og endurbæturnar
fóru af stað strax síðastliðið haust.
„Viljum dekra
við gestina"
Sveinn Ivarsson arkitekt var
fenginn til að hanna breytingarnar
á húsinu. Norðurhluta þaksins var
lyft og þar urðu til fjögur stór her-
bergi með skemmtilegu útsýni að
fjöllunum og Skógarfossi. Á neðri
hæðinni eru átta herbergi. Her-
bergin eru öll tveggja manna
nema eitt sem er eins manns. Sími
er í öllum herbergjum ásamt sjón-
Garðurinn er hellulagður og þar
er boðið upp á veitingar.
varpi og baði en þar með lýkur
samanburðinum því þau eru hvert
með sínu sniði þegar kemur að vali
á innanstokksmunum og litasam-
setningum. Parket er á gólfum og
mikið hefur verið lagt upp úr vali á
líni. Baðsloppar eru til afnota fyrir
gesti og rúmin eru af bestu gerð.
„Við leggjum mikið upp úr þvi
að dekra við gesti okkar. Við vilj-
um að þeim líði vel hjá okkur og
geti hugsað sér að dveljast hjá
okkur lengur vegna góðs aðbúnað-
ar og viðmóts og heillandi náttúr-
unnar allt í kring,“ segir Guðbjörg
Birna.
Hótelið verður að jafnaði opið
frá miðjum maí fram til 1. október
og segir Fríða að nýtingin á gisti-
rýminu verði nálægt 70% fyrsta
starfsárið.
Hún segir að sér íinnist Eyja-
Arinn er í veitingasalnum sem
rúmar 30 manns i sæti.
arhlaðborði og 6.000 kr. fyrir eins
manns herbergi. Næsta haust
gengur í gildi stjörnugjöf á hótel-
um á Islandi sem ekki hefur tíðk-
ast áður hérlendis. Áður en ráðist
var í framkvæmdirnar létu hótel-
byggjendurnir kanna hvernig gist-
ingu væri þörf fyrir á þessu svæði.
í ljós kom að mest þörf var fyrir
vandaða hótelgistingu. Fram-
kvæmdirnar miðuðust því allar við
það að hótelið næði í það minnsta
þremur stjörnum þegar það verð-
ur metið til stjörnugjafar í haust.
Fríða segir að miklir möguleikar
hafi falist í húsinu og það hafi
hentað vel til hótelrekstrar. Húsið
er byggt í þremur álmum. I tveim-
ur þeirra eru herbergin. I þriðju
álmunni er veitingastaðurinn, sem
áður var stofa dýralæknisins. Þar
geta allt að 30 manns snætt við
arineld eða fengið sér kaffi og
meðlæti.
Við húsið eru þrjú útivistar-
svæði. Hellulagður garður er við
veitingastaðinn og á sólríkum dög-
um er hægt að borða þar eða
drekka kaffi. Þar er hugmyndin að
sett verði upp útitjald til að
stækka veitingaaðstöðuna. Garður-
inn er hannaður af Gunnari Birni
Björgvinssyni garðyi'kjufræðingi.
Norðanmegin við húsið er
myndarlegur timburpallur þar sem
er að finna heitan nuddpott og
saunabað.
Á veitingastaðnum er lögð rík
áhersla á góða matseld úr íslensk-
um hráefnum. Matseðillinn er ein-
faldur en lofar góðu. Þar er að
finna fiskisúpu, silung sem veiddur '
er í sveitinni með hundasúru- og
spínatsósu, grillaðan humar og
lambalundir marineraðar í blóð-
bergi og með kóngasveppasósu.
Einnig verður boðið upp á sjávar-
réttarpasta, salöt og ýmsa eftir-
rétti fyrir utan morgunverðarhlað-
borðið. Kryddjurtagarður er við
hótelið þar sem ræktaðar eru
kryddjurtir til matseldarinnar.
Fjölbreyttur vínseðill er á veit-
ingastaðnum með vínum víðs veg-
ar úr heiminum.
Þótt hótelinu sé lokað yfir vetr-
armánuðina verður það opið um
helgar í haust eins og veitingastað-
urinn.
Hóteleigendurnir hafa þó ekki
látið staðar numið hér því sótt hef-
ur verið um leyfi til að byggja við
húsið og innrétta þar önnur tólf
herbergi. Fríða segir að Hótel
Skógar sé komið til að vera sem •>
vin undir fjöllunum.
Tveir af eigendum Hótel Skóga, Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir og Fríða Jónsdóttir.
Ftísar eru á gólfum og hvert her-
bergi með sínu sniði.
fjallasveitin hafa verið vanrækt
sem ferðamannastaður. Ferða-
menn hafi ekki gefið nægilegan
gaum að því sem í boði sé á svæð-
inu sem sé fjölmargt. Þar megi
nefna til dæmis bátaferðir á Mark-
arfljóti, göngu um Fimmvörðuháls,
akstur vélsleða um Sólheimajökul,
hestaferðir víða um sveitina og
leiðangra í fjöruna sem er nánast
við bæjardyrnar. Þá er ótalin
helsta náttúruperla svæðisins sem
eru allir fossarnir, þar á meðal
hinn tignarlegi Skógarfoss.
Stefnt að þremur stjörnum
Hugmyndin er sú að Hótel
Skógar fullnægi kröfuharðari gest-
um án þess þó að verðlagið endur-
spegli það endilega. Gistinóttin
kostar 10.000 krónur fyrir tveggja
manna herbergi með morgunverð-