Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 33
+ Margrét Har-
aldsdóttir fædd-
ist í Kjalarlandi í
Vindhælishreppi 29.
september 1943. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 24.
júní síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Kópavogs-
kirkju 3. júlí.
A Jónsmessunni
kom fréttin um að
Magga frænka væri
látin. Það er nú svo að
þegar barist er við
banvænan sjúkdóm og þjáningar
einar fylgja dögum, vikum og mán-
uðum, er það léttir að vita að stríð-
ið sé afstaðið - hvíldin sé fengin.
En sorgin og söknuðurinn koma
fyrir því, maður finnur að eitthvað
er horfið frá manni sem var dýr-
mætt og gott að eiga. Það situr
sársauki í hjartanu og maður spyr
í vanmætti sínum, af hverju þurfti
þetta að fara svona? En það fást
engin svör og maður verður að
sætta sig við að dauðinn sé stöðugt
að minna á sig meðan við göngum
þessa leið sem okkur er ásköpuð
frá vöggu til grafar. Sérhver miss-
ir skilur eftir sig trega sem sálin
geymir og skilur ekki við sig. Mað-
ur hugsar um snertingu hlýrra
handa, um bros og hlátur og tillit
sem gladdi með gefandi hætti.
Þannig man ég Möggu frænku.
Hún var afgerandi persóna til
munns og handa. Það munaði um
hana hvar sem hún var. Það gust-
aði af henni og gneistaði frá henni
og skörungsbragðið leyndi sér
ekki. Engin lognmolla eða ládeyða
fylgdi henni. Það var henni eðlis-
lægt að segja skoðun sína umbúða-
laust og flestir höfðu þann mann-
dóm til að bera að virða hispurs-
lausa hreinskilni hennar. Hún var
ekki gefin fyrir neina hálfvelgju.
Það held ég að allir hafi fundið og
skilið. Ættrækin var hún í besta
máta og tryggðin alltaf sönn og
söm við sig. Það var gott að tala
við Möggu. Hún átti mikinn mann-
legan skilning og hjartað var stórt.
Og vinátta hennar var ekki nafnið
tómt. Þar var allt á heilum grunni.
Get ég vel um það borið fyrir mína
hönd og minnar fjölskyldu eftir
áratugakynni.
Ég hugsa til alls
sem að baki býr, um
myndir liðinna ára.
Ég minnist þess þeg-
ar Magga sá um
heimilið í Grund þeg-
ar yngsta barnið þar
fæddist. Þá lágu kon-
ur enn á sæng heima
fyrir við umönnun
ljósmóður. Magga tók
að sér heimilið fyrir
mömmu og var stjórn-
söm í besta lagi. Við
eldri börnin lærðum
þá strax að virða hana
og síðan hélst sú virð-
ing og dvínaði ekki með árunum.
Þær mæðgur, Magga og Stína,
komu oft í Grund og þá var margt
spjallað og það með hressilegum
hætti. Ekki var síður gaman að
hitta þær á heimili afa og ömmu,
Björns og Ragnheiðar, en Ragn-
heiður amma mín og Haraldur fað-
ir Möggu voru tvíburar. Á þessum
árum voru samskipti okkar í
Grund við ættfólkið á Jaðri mikil
og festar voru þá í þeim efnum
þær rætur sem seint munu slitna.
Magga dvaldist lengst sinna systk-
ina á Skagaströnd og því urðu
tengslin við hana eðlilega sterkust.
Og Magga var alltaf Magga
frænka í sérstökum skilningi. Bar-
áttumanneskja var hún og ekki
gefin fyrir að láta sinn hlut. Hún
þurfti líka á þeim eigindum að
halda og vita þó fæstir hvað mikið
hún tók út á sjálfri sér í baráttu
þeirri sem hún háði gegn viðhorf-
um ómannúðlegrar kerfishugsunar
og viðvarandi skilningsleysis á má-
lefnum þeirra sem höllum fæti
standa. Þó var aldrei farið fram á
annað í þeirri baráttu en það sem
lög stóðu til og sjálfsagt hefði átt
að vera. Sú saga verður víst aldrei
sögð eins og hún þyrfti að segjast.
Það trúir því heldur enginn hvílík
áraun slík barátta getur verið og
það í þjóðfélagi þar sem stjórnvöld
eru sífellt að guma af því hvað þau
geri vel við þegna sína í hvívetna
og ekki síst þá sem þurfa aðstoðar
við. En það veit sá er reynir hvað
vantar mikið upp á sannleikann í
þeim efnum. Magga átti afar
sterka réttlætiskennd og hún
barðist af alhug fyrir öllu því sem
hún hafði sannfæringu fyrir að
væri rétt. Og ég dáðist að Möggu
frænku, ég gat ekki annað. Hún
átti virðingu mína óskerta alla tíð.
Hún fylgdi með festu fram því sem
samviska hennar og réttlætis-
kennd buðu henni og lét ekkert slá
sig út af laginu. Engin vonbrigði
gátu brotið niður baráttukjark
hennar og með óbilandi viljastyrk
hélt hún áfram að standa fast á
sínum rétti og sinna allt til enda-
dægurs. Margur hefði brotnað
saman og gefist upp, séð svarta,
ókleifa múra allt í kring, en ekki
hún Magga. Þrátt fyrir ótalin von-
brigði í erfiðri baráttu gat hún
alltaf eygt þau markmið sem gáfu
henni þrótt og vilja til þess að
sækja fram og láta aldrei hugfall-
ast. Ef slíkar manneskjur eru ekki
hetjur, þá eru engar hetjur til. Og
nú stendur maður frammi fyrir
þeirri staðreynd, að Magga frænka
er látin, tæplega 57 ára gömul.
Það er sár staðreynd.
Ég veit að hún ætlaðist ekki til
að það yrði talað mikið yfir henni
látinni og sjálfsagt hefur það verið
huga hennar næst að kveðja sem
mest í kyrrþey.
En mér finnst ég verða að
kveðja Möggu með nokkrum orð-
um. Ég sakna hlýrrar handar,
trega bros og hlátur og hugsa um
tillit sem gladdi með gefandi hætti.
Ég sakna dýrmætra kynna og
tryggðar sem aldrei brást.
Tíminn fer hratt yfir og ein
mannsævi er ekki stór dropi í hafi
hans jafnvel þó henni sé lifað fram
í elli. En það er misjafnt skammt-
að í þeim efnum sem öðrum hér í
heimi. Mannlífsröstin streymir
fram án afláts og maður finnur æ
betur þann sannleika að lífsins
saga er að heilsast og kveðjast. Ég
vil láta eftirfarandi vísur túlka það
sem á vantar í þessi kveðjuorð:
Sveipuð friði sofðu rótt,
sæl er hvfldin fengin.
Vinir til þín hugsa hljótt,
heiðra sporin gengin.
Sofðu því við sannan frið
sveipuð þökkum hlýjum,
þar til ljós þér ljómar við
lifs á degi nýjum.
(RK.)
Fyrir mína hönd og fjölskyldu
minnar þakka ég Möggu frænku
fyrir allt það sem hún var okkur í
gegnum öll samskipti frá fyrstu tíð
til hinstu stundar. Við vottum ást-
vinum hennar innilega samúð okk-
ar og biðjum þeim blessunar Guðs
á ókomnum árum.
Rúnar Kristjánsson.
MARGRET
HARALDSDÓTTIR
BALDUR BRYNJAR
ÞÓRISSON
+ Baldur Brynjar
Þórisson fæddist
á Akureyri 22. jan-
úar 1926. Hann lést á
Landspítalanum
Fossvogi 3. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Þórey
Júlíana Steinþórs-
dóttir, f. 6. júlí 1892,
d. 7. febrúar 1981, og
Þórir Jónsson, f. 14.
september 1898, d.
24. ágúst 1964. Bald-
ur átti fjögur syst-
kini; Steinþór, Vil-
helm, látinn, Kolbrúnu
Magnús.
Eftirlifandi eiginkona Baldurs
er Erla Bech Eiríksdóttir, f. 31.
maí 1923. Börn þeirra eru Hrafn-
hildur, f. 1953, Þórir, f. 1955, og
Óskar, f. 1959.
Baldur var jarðsunginn í kyrr-
þey frá Garðakirkju miðvikudag-
inn 12. júlí.
Nú hefur Dæi móðurbróðir minn
verið borinn til hinstu hvílu. Mig
langar til að minnast hans með ör-
fáum orðum; af mörgu er að taka.
Síðastliðið haust ákvað ég að
stofna fyrirtæki og fara út í sjálf-
stæðan atvinnurekstur. Þegar sú
ákvörðun lá fyrir fór ég til Dæa,
sagði honum frá ráða-
gerð minni um leið og
ég bað hann um ein-
hverjar ráðleggingar
mér til handa. Við átt-
um langt og gott sam-
tal saman. Hann var
bjartsýnn fyrir mína
hönd, hvatti mig til
dáða og lagði ríka
áherslu á það að góðir
hlutir gerðust hægt.
Það vakti sérstaka at-
hygli mína sú skoðun
hans að þrátt fyrir all-
ar breytingarnar og
nýjungarnar, tæknina og tölvurnar
þá hafa grundvallaratriðin ekkert
breyst. Dugnaður, samviskusemi
og þolinmæði væru ennþá það sem
byggja skyldi á - það sem mestu
máli skipti.
Við lifum og við deyjum. Enginn
fær þau örlög flúið. Einhver sagði
einhvern tímann að þrátt fyrir allt,
þá kænii dauðinn alltaf á óvart.
Hjartað hans Dæa var veilt og búið
að vera það lengi. Leiðarlokin voru
í nánd. Ég hitti hann síðast á
fimmtudeginum. Við spjölluðum
saman drjúga stund um heima og
geima, fjölskyldurnar, fyrirtækja-
rekstur og framtíðina. Það var létt
yfir honum og hann bar sig vel
þrátt fyrir augljós veikindi. Ég átti
nú reyndar frekar von á því að
hann biti bara á jaxlinn, útskrifað-
ist og drifi sig heim. Það var venj-
an hjá honum. En góðir keppnis-
menn verða að kunna að viður-
kenna ósigur. Líka þegar þeir
berjast til hinstu stundar. Það, eins
og annað, gerði Dæi með reisn.
Örfáum dögum síðar lauk hann
þessari ferð sinni.
Elsku Erla mín, Hrafnhildur,
Þórir og Óskar. Mamma, Bangsi,
Steinþór og Jagga. Mikill er missir
ykkar, fjölskyldna ykkar, ættingja
og ástvina. Minnist orða postulans
Páls: „Ef vér lifum, lifum vér
Drottni, og ef vér deyjum, deyjum
vér Drottni. Hvort sem vér þess
vegna lifum eða deyjum, þá erum
vér Drottins.“
Nú er nótt. En bráðum rís nýr
dagur í hjörtum ykkar. Þá mun
sólin skína á ný, sól minninga með
birtu og yl. Ég votta ykkur mína
innilegustu samúð. Guð blessi ykk-
ur, leiði og styrki í sorg ykkar.
Guð blessi lífs þíns brautir,
þitt banastríð og þrautir
og starfs þíns mark og mið.
Við hugsum til þín hljóðir,-
Að hjarta sér vor móðir
þig vefur fast og veitir frið.
(E. Ben.)
Dæi minn. Hjartans þakkir fyrir
að reynast mér vel. Hjartans þakk-
ir fyrir að reynast fjölskyldu minni
vel. Ég bið algóðan Guð að blessa
þig og minningu þína um alla tíð.
Far þú í friði.
Þorsteinn.
LAILA
REEHAUG
+ Laila Reehaug
fæddist í Kaup-
mannahöfn 21. mars
1951. Hún lést af
slysförum í Kaup-
mannahöfn 25. maí
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Stengaards-
kirkju í Kaupmanna-
höfn 2. júní.
Það var erfitt að
trúa þeirri sorgar-
fregn að hún Laila
væri dáin, í blóma
lífsins. Minningar um góðar sam-
verustundir koma upp í hugann.
Ég man eftir því sem lítill strákur
á Bíldudal þegar Jenni frændi kom
heim úr námi frá Danmörku. Með
honum kom Laila, ung og glæsileg
stúlka. það hljómaði framandi fyrir
sveitastrák að hlusta á hana tala
dönsku. Jenni og Laila voru tíðir
gestir á heimili foreldra minna á
meðan þau bjuggu á Bíldudal og
fylgdi þeim ávallt hlátur og gleði.
Einu sinni þegar Laila kom í heim-
sókn sagði hún við mig: „Magnús,
nú kenni ég þér dönsku í vetur og
þú kennir mér íslensku“. Ur því
varð að ég fór einu sinni í viku yfir
í Valshamar með dönskubókina
mína og rembdist við að lesa
dönsku. Ég hafði bæði gott og
gaman af. Laila náði
góðu valdi á íslensku
en það var ekki mér
að þakka.
Síðustu árin hitti ég
Lailu því miður allt of
sjaldan, oftast var það
í fjölskylduboðum og
alltaf var stutt í dill-
andi hláturinn, það
var gaman að gantast
við Lailu.
Fyrir tveimur árum
fór ég og fjölskylda
mín í ferðalag til
Kaupmannahafnar.
Einn daginn vorum
stödd á aðalbrautarstöðinni þegar
við mættum Lailu fyrir tilviljun í
öllu mannhafinu og urðu miklir
fagnaðarfundir. Laila var þá
nýbúin að kaupa sér græna Carls-
berg-tösku. I henni voru sex bjór-
ar. Hún sagðist vera í vandræðum
með bjórinn því hana hafi bara
langað í töskuna. Við settumst
með henni í góða veðrinu fyrir ut-
an brautarstöðina og var spjallað
um heima og geyma á meðan
hjálpast var að við að létta svolítið
á innihaldi töskunnar. þetta var
yndisleg stund með Lailu og
skemmtileg minning í huga okkar
um þessa yndislegu konu.
Elsku Jenni, Björg og Súni, guð
styrki ykkur í ykkar miklu sorg.
Magnús B. Oskarsson.
JÓNA
ÞORFINNSDÓTTIR
+ Jóna Þorfinns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 12.
september 1929.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík
19. júní si'ðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 26.
júm'.
Þúyndislegavina,ert
horfmhérúrheimi,
í helgidómi sálar ég
kynniokkargeymi.
Þín vinátta og tryggð var hin sama í sorg
oggleði,
í sjúkdóms stríði þínu var hetju lund sem
réði.
Með þér var gott að gleðjast
ágóðravinafundum,
og gott til þín að leita á erfiðleika
stundum.
Bömin mín þú gladdir og gafst af
kærleik sönnum,
góðvild þín var perla, er lýsti
í dagsins önnum.
Úr fjarlægð, kæra vina, ég kveð
þig hinsta sinni,
kveð og þakka af alhug hin löngu
oggóðukynni.
Gröfín lokast hljóða, guðsfriður
færistyfir,
en fógur dýrmæt minning
í hjarta mínu lifir.
(Ingibj. Sig.)
Erla Ólafsdóttir og- börn,
Danmörku.
Sonur minn og bróðir okkar,
BIRGIR HALLDÓRSSON,
Skipholti 32,
lést föstudaginn 14. júlí.
Jarðarförin tilkynnt síðar.
Guðrún Kristinsdóttir,
Halldór Björnsson,
Guðrún P. Björnsdóttir
og fjölskyldur.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
4
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
v(v . .
’m ' solarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
V : s
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.