Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 8
8 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000
MORGUNBIAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Harold W. Gehman og Ilalldór Ásgrímsson ræddust við í gær.
Yfirmaður
Atlantshafsflota
NATO í kveðjuheimsókn
Eiríkur
Hauksson í
hlutverki
Olafs kon-
ungs helga
EIRÍKUR Hauksson tónlistar-
maður, sem var áberandi í tónlist-
arlífi á íslandi fyrir nokkrum ár-
um, hefur nú haslað sér völl á því
sviði í Noregi. Á næstunni fer hann
með hlutverk Ólafs konungs Har-
aldssonar, eða Olafs konungs
helga, í söngleik sem settur verður
upp í Sarpsborg í Noregi.
Söngleikurinn verður settur upp
í gömlum friðuðum rústum í borg-
inni en talið er að Ólafur konungur
hafi á 11. öld verið fyrstur til þess
að byggja Sarpsborg.
Söngleikurinn er byggður á sögu
konungsins og fer Eiríkur með að-
alhlutverkið en sýningin er viða-
mikil og taka yfir hundrað manns
þátt í henni. Leiksýning um sögu
konungsins eftir Veru Henriksen
hefur verið sett upp í Sarpsborg
undanfarin ár og hefur gengið vel
en í ár var ákveðið að kalla til tón-
listarmenn og gera söngleik úr
verkinu.
íslendingar mega vænta þess að
heyra í Eiríki í haust því hann mun
þá að öllum líkindum taka þátt í
sýningu með tónlist hljómsveitar-
innar Queen sem Gunnar Þórðar-
son hyggst setja upp á Broadway.
HAROLD W. Gehman, flotaforingi
og yfirmaður Atlantshafsflota
NATO, heimsótti Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra í
fyrradag. Gehman hefur verið yf-
irmaður Atlantshafsflota NATÓ
frá árinu 1996 en lætur af störf-
um á þessu ári en hann er hér í
opinberri kveðjuheimsókn. Geh-
man hélt einnig fund með varnar-
liðinu í Keflavík en hann hélt af
landi brott í gær.
Mosfet 45 • MARC X •
MACH 16» Octaver • EEQ
Setjum tækið
í bílinn þér að
kostnaðarlausu
DEH-P6100-R
• 4x45 magnari • RDS
• Stafrænt útvarp FM MW LW
• 24 stöðva minni • RDS
Geislagötu 14 • Slmi 462 1300
Tónlistarnám og námsgengi
Betri árangur
tónlistarnema
IRANNSÓKN sem
Sigríður Teitsdóttir
gerði í tengslum við
lokaverkefni sitt við fram-
haldsdeild Kennarahá-
skóla Islands kom í ljós að
svo virðist sem samband sé
milli tónlistarnáms og góðs
námsárangurs nemenda í
sjöunda og áttunda bekk
grunnskóla í Kópavogi.
„I rannsókn minni kom í
ljós að tóniistarhópurinn
var með töluvert hærri
meðaleinkunn í íslensku og
stærðfræði á samræmdum
prófum í sjöunda bekk en
samanburðarhópurinn sem
ekki stundaði tónlistar-
nám,“ segir Sigríður.
- Ertu með skýringar á
þessari niðurstöðu?
„Skýringarnar eru
margþættar og erfitt að meta hvað
að baki liggur. Það virðist sem
ýmsir jákvæðir félagslegir þættir
leggist á sveif með bömum í tón-
listarhópnum. Þættir eins og góð
menntun og efnahagur foreldra,
auðugt tómstundastarf og jafn-
vægi og samheldni í fjölskyldulífi.
Hins vegar ef maður tekur íyrir
hverja breytu fyrir sig, eins og t.d.
menntun foreldra þá kom í Ijós að
böm háskólamenntaðra foreldra
vom með hæstu meðaleinkunnina
en þau sem vom í tónlistamámi
meðfram vom með mun hærri
meðaleinkunn en hin böm há-
skólamenntaðra foreldra.“
-Fá þessi börn meiri hvatn-
ingul
„Það er greinilegt að tónlistar-
börnin em forgangshópur. Miðað
við börn sem búa við nákvæmlega
sömu aðstæður hvað varðar helstu
breytur sem kannaðar vom vom
það alltaf tónlistarbömin sem vom
með hærri einkunnir í samanburði
við hin sem sömu aðstæður höfðu.
Niðurstaða mín er að þeir sem
stundi tónlistamám njóti fyrir ým-
issa forréttinda í umhverfi og at-
gervi sem tónlistariðkun og tón-
listamám bætir síðan við og
auðgi.“
- Þetta eru athyglisverðar nið-
urstöður - getur verið að tónlistar-
námið kenni fólki svon a vel aga?
„Já, ég held að það séu sterkar
líkur á því að tónhstarnám kenni
fólki aga og skipulagningu vinnu.
Það kemur fram í rannsókn minni
að þriggja til fimm tíma heimanám
á viku skilar tónlistaraemendum
hærri meðaleinkunn en sex til átta
stundir skila samanburðarhópn-
um. I athvarfsgreiningu vora
bornar saman breytur og þar
kemur fram að tónlistarnám hefur
sterkust jákvæð áhrif á meðalein-
kunn. Sterkustu neikvæð áhrif
hafði það að telja sig ekki eiga
neinn góðan vin. Ein sérkennileg
niðurstaða m.a.kom fram; að þeir
sem sögðust vera mjög ánægðir
með útlit sitt stóðu sig ver í námi
en hinir sem ekki vora jafn vissir
um ágæti útlits síns. Næst á eftir
tónlistaráhrifunum hafði sterk-
ustu áhrifin jákvæð sjálfsmynd -
að telja sig jafnkláran og jafnaldra
sína.“ ________
- En hvemig komu
fjölskyldumálin inn í
niðurstöðumar?
„Fjölskylduástæður
komu inn í niður-
stöðurnar, m.a. á þann
veg að hæstu meðalein-
kunn fengu þau böm
sem búa hjá báðum blóðforeldrum
sínum, hins vegar munaði það ekki
miklu og að búa hjá einstæðu for-
eldri en einkunnir lækkuðu tölu-
vert hjá þeim sem bjuggu hjá móð-
ur og sambýlismanni.“
- Hvemig hagaðir þú rannsókn-
inni?
Sigríður Teitsdóttir
► Sigríður Teitsdóttir fæddist 6.
febrúar 1946 í Saltvík í Reykja-
hverfi í S-Þing. Hún lauk lands-
prófi 1963, prófi frá húsmæðra-
skólanum á Varmalandi 1965 og
kennaraprófi frá Kennaraskóla
íslands 1969. Sérkennaraprófi
lauk hún 1993 frá KÍ og masters-
prófi í uppeldis- og menntunar-
fræðum með áherslu á sér-
kennslufræði frá framhaldsdeild
Kennaraháskóla Islands árið
2000. Hún hefur starfað sem
kennari lengst af og kennir nú
við Öskjuhliðarskóla. Sigríður er
gift Eggerti Haukssyni við-
skiptafræðingi og eiga þau þrjú
böm.
Tónlistarhóp-
ur med mun
hærri meðal-
einkunn en
samanburðar-
hópur
„Ég samdi spumingalista þar
sem spurt er um 83 atriði sem 506
böm svöruðu, þar af 79 sem lokið
höfðu a.m.k. einu stigi í tónlist.
Mikill meirihluti spuminganna
snýst um ýmsa félagslega þætti.
Ekki kemur marktækur munur út
úr öllum þeim þáttum en sumum,
t.d. húsnæðisgerð, fólki vegnar
betur í skóla sem býr í sérbýli en í
fjölbýli. Þeim vegnar betur sem
hafa flutt sjaldnar en þrisvar á sl.
fimm áram. Einnig er marktækur
munur hvað snertir menntun for-
eldra og starf. Böm þeirra for-
eldra sem sinna krefjandi starfi
standa sig greinilega betur en
böm hinna sem ekki sinna þannig
starfi.“
- Hvað kallar þú krefjandi
starf?
„Það era milliþjónustustörf, t.d.
kennarar og deildarstjórar og
hærri þjónustustörf sem era t.d.
prófessorar og háskójamenntaðir
framkvæmdastjórar. Ég studdist í
flokkun minni við starfsstétta-
kvarða Stefáns Ólafssonar sem
hann setur fram í bókinni Lífskjör
og lífshættir á íslandi.“
-Hafa verið gerðar sambæri-
legar rannsóknir á þessu efni áð-
ur?
„Nei, ekki svo ég viti hér á landi
en erlendis hafa verið gerðar um-
fangsmiklar rannsóknir á tengsl-
um tónlistamáms og námsárang-
urs. Allar þær rannsóknir sem ég
hef kynnt mér erlendar
komast að sambæri-
legri niðurstöðu og ég í
minni rannsókn. I þeim
sumum er um langtíma-
rannsóknir að ræða.“
- Hvert er mat
manna hér á þessurn
niðurstöðurn þínum?
„Það hafa ýmsir kennarar sagt
mér að þessar niðurstöður mínar
komi ekki á óvart. Prófdómarinn
minn, dr. Sigurlína Davíðsdóttir,
lektor við Háskóla íslands, komst
svo að orði að niðurstöðumar
væru afar athyglisverðar og vel
fram settar.“