Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 13

Morgunblaðið - 16.07.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 1 3 lega ofvirka og óábyrga blökku- manni.“ Heilsugæslustöðvum lokað Eftir að hafa séð vini og ættingja fangelsaða, eitrað fyrir þá og þeir jafnvel gerðir ófrjóir af hvítu lækna- liði svo áratugum skipti lét þjóðar- ráðið loka fjölda heilsugæslustöðva eftir að það komst til valda. Stöðv- arnar hefðu án efa síðar geta komið sér vel við meðhöndlun og ráðgjöf alnæmissmitaðra. Hvítir ríkisstarfsmenn, sem Af- ríska þjóðarráðið erfði frá tímum aðskilnaðarstefnunnar, reyndust síðan allt annað en hjálplegir við að koma forvarnarstarfi gegn alnæmi í framkvæmd. „Ekkert af þvi starfs- fólki sem ég erfði vissi svo mikið sem hvernig alnæmi smitaðist, né hvernig mætti hindra smit, sagði Quarraisha Abdool Karim, sem fyrst fór með alnæmismál í Suður- Afríku. Aðrir stjórnendur mættu andúð ríkisstarfsmanna. „Við vorum að vinna með fólki sem hefði ekki getað staðið meira á sama um það þótt blökkumenn dæju úr alnæmi,“ sagði Floyd, framkvæmdastjóri al- næmismála í Pretoria og Johannes- burg. Þá notfærði Þjóðarflokkurinn, stjórnarflokkur aðskilnaðarstefn- unnar, sér hræðslu við alnæmi til að grafa undan vinsældum Afríska þjóðarráðsins. Dreifimiðum með viðvörunum um útlaga sem flyttu al- næmisveirunni var dreift um hverfi blökkumanna. „Það setti okkur vissulega í vörn,“ sagði Smuts Ngonyama, talsmaður Afríska þjóð- arráðsins. „Okkur var fullkunnugt um að þetta var sjúkdómur sem við urðum að takast á við. Okkur gramdist þó líka að Þjóðarflokkur- inn skyldi draga upp þá mynd af okkur að við værum lauslátir. Ekki síður en þá fullyrðingu að við vær- um skæruliðar sem flyttum dauða og sjúkdóma heim til fólks okkar.“ í fyrstu fjárlögum stjómar þjóð- arráðsins voru þeir tæplega fimm milljarðar króna sem forvamar- nefnd Afríkska þjóðaráðsins hafði mælt með til verksins skomir niður í rúman milljarð. Forvarnarstarf var síðan fært undir starfsmann heilbrigðisráðuneytisins í stað þess að það tilheyrði skrifstofu forseta líkt og áætlanir gerðu ráð fyrir. Helstu ráðamenn minntust þá helst aldrei á sjúkdóminn að fyrra bragði og það var ekki fyrr en árið 1997 að Nelson Mandela, þáverandi forseti Suður-Afríku, ræddi alnæmisveir- una opinberlega á erlendum vett- vangi - ári áður en það var gert heima fyrir. Staða þeirra Suður-Afríkubúa sem greinst hafa með veiruna í dag er allt annað en öfundsverð. Þeir era gjaman hundsaðir af ættingjum og nágrönnum, eiga á hættu að missa vinnuna og hljóta jafnvel enga umönnun. F orvarnastarf í Suður-Afríku hef- ur engu að síður verið aukið til muna. 140 milljónum smokka hefur verið dreift og yfir 10.000 kennarar þjálfaðir til að alnæmisfræðslu. Efnahagur landsins gerir þó ríkis- stjóminni erfitt um vik með kaup á kostnaðarsömum alnæmislyfjum er- lendra fyrirtækja, sem hafa bragð- ist illa við þeim hugmyndum Suður- Afríkubúa að þarlend lyfjafyrirtæki framleiði slík lyf fyrir heimamark- aðinn. Þá hefur núverandi forseti, Thabo Mbeki, vakið reiði virtra vís- indamanna með því að draga tengsl HlV-veirannar svonefndu og al- næmis í efa. Aukið forvamarstarf í Suður-Af- ríku virðist þó skila takmörkuðum árangri því í nýlegri skoðanakönnun sögðust 86% íbúa ekki vita hvemig alnæmisveiran bærist milli manna og einungis 10% viðurkenndu að hafa notað smokk við síðustu kyn- mök. Byggt á BBC, AP, AFP, Reuters. 33 -70% afsíáttur 15x15 sm veggflísar kr. 990- pr.m2 15x20 sm veggflísar frá kr. 1.080- pr.m2 20x25 sm veggflísar frá kr. 1.190- pr.m2 30x30 sm gólfflísar frá kr. 1.580- pr.r Afgangsflísar allt að 20 m2 á kr. 850- pr.m2 DÆMI Suöurlandsbraut 26, símar: 568 1950 / 581 4850 Orugglega gott útlit í sumar HEKLA - íforystu á nýrri öld! IfW Generation Golf Golf Variant

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.