Morgunblaðið - 01.09.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913
199. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR1. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Hótar að stöðva
stækkun ESB
Neytendastofmm Venesúela gagnrýnir Ford og Firestone
Hvetur til
málshöfðunnar
Caracas, Venesúela. AP, AFP.
INDECU, stofnun sem fer með
neytendavernd í Venesúela, sagði í
gær bílaframleiðandann Pord og
hjólbarðaframleiðandann Bridge-
stone/Firestone bera í sameiningu
ábyrgð á dauðsföllum tengdum galla
í hjólbörðum hins vinsæla Ford
Explorer-jeppa. í skýrslu sem IND-
ECU sendi ríkissaksóknara Venes-
úela er enn fremur mælt með máls-
höfðun á hendur fyrirtækjunum sem
nú þegar sæta gagnrýni vegna hjól-
barðagallans í Bandaríkjunum og
víðar.
í skýrslu INDECU kemur fram
að Ford og Firestone „deili þarna
ábyrgð" og að fyrirtækin „hafi haldið
upplýsingum leyndum" er varða
galla í Wildemess-hjólbörðum Fire-
stone sem notaðir hafa verið á Ford-
bifreiðar á borð við Explorer. „Þetta
hefur valdið mörgum slysum og er
ástæða þess að við teljum alla þá sem
orðið hafa fyrir skaða eiga rétt á bót-
um vegna mann- og eignatjóns,“
sagði í skýrslunni.
Að sögn INDECU hafa um 46
manns látið lífið í Venesúela vegna
hjólbarðagallans. Stofnunin mót-
mælti þeirri staðhæfingu Ford að
hönnun Explorer-jeppans væri ör-
ugg og sagði INDECU hjólbarðana
og hönnun bílsins „banvæna
blöndu.“ Ford ætti að bjóðast til að
skipta út gölluðum höggdeyfabúnaði
í Explorer-jeppunum og eins ætti
Firestone að innkalla fleiri hjólbarða
en þær 6,5 milljónir sem innkallaðar
voru í síðasta mánuði.
„Forsvarsmenn beggja fyrirtækja
ættu að vera látnir svara fyrir sig hjá
viðeigandi dómstólum fyrir að hafa
leynt mikilvægum upplýsingum og
vegna vanrækslu," sagði þá í skýrsl-
unni. Samuel Ruh, forstjóri IND-
ECU, ítrekaði þó á fréttamanna-
fundi í gær að ríkissaksóknari tæki
endanlega ákvörðun um slíkt. Hann
varpaði engu að síður fram þeirri
spurningu af hverju fyrirtækin
hefðu haldið „leynilega fundi“ þar
sem fallist var á að breyta hönnun
hjólbarðanna í stað þess að innkalla
þá sem þegar voru komnir í umferð.
Komi til málaferla í Venesúela tel-
ur AP-fréttastofan ekki ólíklegt að
skýrslan verði kveikjan að frekari
málshöfðunum í Bandaríkjunum en
þarlendum yfirvöldum hafa nú borist
yfir 1.400 kvartanir vegna málsins.
sambandsins til austurs mun ekkert
skref verða stigið án þess að ég hafi
samþykkt það,“ tjáði Haider blaða-
mönnum í Klagenfurt, héraðshöfuð-
borg Kamten, í gær. Busek hefði átt
að sýna „austurrískum fyrh'vörum
[um stækkun ESB] skilning," sagði
Haider sem sjálfur er ekki lengur
leiðtogi Frelsisflokksins en er þó al-
mennt talinn ráða um það bil eins
miklu og hann vill í flokknum.
Haider hefur krafizt þess að inn-
ganga Tékka og Slóvena í ESB verði
bundin því skilyrði, að þessar þjóðir
ógildi tilskipanir um brottrekstur
þýzkættaðs fólks írá þessum löndum
eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari.
Þessari kröfu hafnar Busek alfarið
enda þykir hún sízt af öllu til þess fall-
in að bera klæðin á vopnin í deilu
Austurríkismanna við hin ESB-ríkin
sem hafa einangrað Austurríki póli-
tískt frá myndun hægristjómarinnar.
AP
Einingar
minnst
í HAFNARBORGINNI Gdansk í
Póllandi var þess í gær minnst að
tuttugu ár voru liðin frá stofnun
Einingar, fyrsta frjálsa verkalýðs-
félagsins í Austur-Evrópu. Safnað-
ist. hópur manna saman að þessu til-
efni á Einingartorginu í Gdansk
þar sem félagið var stofnað og eins
í Gdansk-skipasmíðastöðinni.
Lech Walesa, sem stóð að stofnun
Einingar á sínum tíma, sést hér
flytja tölu við þessi tímamót. Kvaðst
hann vera ánægður en jafnframt
áhyggjufullur vegna þeirrar þró-
unnar sem átt hefði sér stað í Pól-
landi á þessum tíma.
Meðal gesta voru Jerzy Buzek
forsætisráðherra Póllands og
Margaret Thatcher, fyrrum for-
sætisráðherra Breta.
MORQUNBLAÐH) X. SEPTEMBER 2000
0900 090000
Lækkun
gjalda
heitið
FRANSKIR fiskimenn, sem hér
sjást mótmæla hækkun eldsneytis-
kostnaðar í sjávarútvegi, virtust í
gær ætla að fá kröfum sínum
framgengt er ríkisstjórnin í París
bauðst til að grípa til víðtækra að-
gerða sem bættu hag útvegs- og
fiskimanna. Undanfarna þrjá daga
höfðu fískimennirnir stöðvað um-
ferð um margar helztu hafnir
Frakklands í mótmælaskyni.
Eftir að Jean Glavany,
landbúnaðarráðherra Frakklands,
tilkynnti að ríkisstjórnin væri til-
búin til að lækka opinber gjöld
sem útvegsmenn þurfa að greiða
opnaðist aftur fyrir umferð um
hafnimar. Hlutirnir voru að kom-
ast í eðlilegt horf í stærstu höfnum
landsins í Marseille við Miðjarðar-
hafið og Le Havre við Ermarsund
og umferð um Ermarsundsgöngin
var komin í gang á ný.
Tilkynning ráðherra kom eftir
fimm daga háværar aðgerðir út-
vegsmanna þar sem mótmælt var
160% hækkun eldsneytisverðs á
síðustu 18 mánuðum. En deilan
var farin að stefna í að spilla
tengslum Frakka við grannríkin.
Reuters
Klagenfurt. AFP, AP.
JÖRG Haider, fylkisstjóri í Karnten í
Austurríki, lét svo ummælt í gær, að
ekki yrði af neinni stækkun Evrópu-
sambandsins (ESB) til austurs nema
með sínu samþykki. Lýsti hann sig
nýjan sérfræðing Frelsisflokksins í
þessum málum.
Forystumenn Frelsisflokksins,
sem situr ásamt hinum íhaldssama
Þjóðarflokki við stjómvölinn í Yín,
reyndu í síðustu viku að bola sérskip-
uðum fulltrúa stjórnarinnar í stækk-
unarmálum ESB, Erhard Busek, úr
813141 eftir að hann fordæmdi and-
stöðu Haiders við því að grannríki
Austurríkis í austri fái greiða inn-
göngu í ESB.
Frelsisflokkurinn neitar nú að
staðfesta Busek í embætti sem þar
með er formlega laust og Haider hef-
ur lýst sig viljugan að gegna. „Eg er
sérfræðingurinn í stækkunarmálum
[ESB]. Þegar kemur að útvíkkun
Bráðabirgðaskýrsla BEA um Concorde-slysið
Áhöfnin náði ekki
að bregðast við
rs, AP, AFP. 4^
París. Reuters,
FRANSKA flugslysaeftirlitið, BEA,
birti í gær bráðabirgðaskýrslu varð-
andi slys Coneorde-vélar Air France
flugfélagsins sem kostaði 113 manns
lífið er hún hrapaði skammt frá
Charles de Gaulle flugvellinum í
París í lok júlímánaðar. Bráða-
birgðaskýrslan útskýrir ekki orsök
slyssins en staðfestir að sprunginn
hjólbarði hafi átt þar hlut að máli og
að atburðarás hafi verið of hröð fyrir
áhöfn til að bregðast við aðstæðum.
„Slysið ... sýnir að sprunginn hjól-
barði, nokkuð sem er ekki hægt að
fullyrða að muni ekki endurtaka sig,
olli hörmulegum afleiðingum á svo
skömmum tíma að áhöfn vélarinnar
gafst ekki rúm til að bregðast við að-
stæðum,“ sagði í skýrslu BEA. „Er
hjólbarðinn sprakk leiddi það méð
beinum eða óbeinum hætti til
skemmda á skrokki vélarinnar sem
síðan urðu þess valdandi að vélin
brotlenti innan við einni og hálfri
mínútu eftir að hjólbarðinn sprakk."
Er heildarupptaka af samræðum
flugturns og flugmanna innan við
fimm mínútur að lengd.
Skýrslan veitir einnig staðfestingu
á að málmbútur, sem talinn er hafa
verið úr annarri flugvél, hafi fundist
á flugbrautinni. En frá því rannsókn
hófst hafa sérfræðingar velt því fyrir
sér hvort málmbúturinn, sem er 43
sm að lengd, hafi verið valdur að því
að hjólbarði vélarinnar sprakk. Upp-
taka á samræðum flugmanna vélar-
innar og flugturns sýnir þó fram á að
það er starfsmaður flugturns sem
bendir áhöfn á að eldur standi út frá
vélinni og ekkert í afritun hljóðrita
gefur til kynna að áhöfnin hafi orðið
þess vör er hjólbarðinn sprakk.
Á lokasekúndum flugferðarinnar
heyrist Christian Marty, flugstjóri
Concorde-vélarinnar, segja „Le
Bourget, Le Bourget," og vísar þar
til nærliggjandi flugvallar. Starfs-
maður flugturnsins biður hann hins
vegar að snúa aftur til Charles de
Gaulle en Marty svarar: „Það er of
seint...það er enginn tími til þess.“
Lokaorð hans urðu síðan þau að
reynt yrði að lenda á Le Bourget.
Frekari rannsókna þörf
Skýrslan er 76 blaðsíður að lengd
og bíður hvorki upp á sundurliðun
atburða né heldur leitast hún við að
veita lokaskýringar á orsökum slyss-
ins. Frekari rannsókna er enn þörf,
m.a. hvað atburðarás varðar sem og
á tveimur hreyflum vélarinnar, sem
gáfu sig, og varðandi vandamál er
komu upp í lendingarbúnaði.
Að sögn Helen Bastianelli, tals-
manns BEA, mun endanleg skýrsla
flugslysaeftirlitsins ekki liggja fyrir
fyrr en í fyrsta lagi eftir ár.