Morgunblaðið - 01.09.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 01.09.2000, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hugsanlegt að útfallsstraum- ur hafi kastað skipinu til \ Baldur rakst á Brimsker vestur af Flatey Sýrey Selsker Brimsker Hrólfsklettur Flatey & Klofningur , fEyjarendi Plássið TröllendiL'^r!i7r'i0 % Hólsbúðttf - > Máfeyjar. Flaíhólmi V cs 1000m STÓRSTREYMT var þegar ferjan Baldur steytti á brimskeri um hálfa sjómflu frá Flatey í fyrrakvöld á leið frá Brjánslæk. Hugsanlegt er talið að útfallsstraumur hafi breytt stefnu ferjunnar. Að sögn Erlings Huga Kristvinssonar, læknis á heilsugæslustöðinni á Stykkishólmi, er ljóst að mikið högg hefur komið á bátinn þegar hann steytti á skerinu. Erlingur Hugi tók á móti farþegum og skipshöfn ferjunnar og skoðaði í heilsugæslustöðinni. Guðmundur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Baldurs, segir að mik- ið sé af skerjum á siglingaleiðinni frá Brjánslæk til Flateyjar. Að hluta er leiðin vörðuð með baujum til hægðarauka fyrir skipstjórnendur því ekki eru landlæg mið alltaf sýni- leg vegna skyggnis. Guðmundur segir að stærsti straumur hafi verið en líklega búið að falla út í um eina klukkustund þegar óhappið varð. „Það hefur verið kominn upp veru- legur útfallsstraumur og hann hefur hugsanlega kastað skipinu vestur eftir,“ segir Guðmundur. 2.800 sker og eyjar á siglingaleiðinni Hann segir að vel sé að öryggis- málum staðið um borð í ferjunni enda hafi það skilað sér í þessu til- viki. Þjálfun og kunnátta skipverja hafi skilað sér vel en þetta sé í raun fyrsta æfingin sem skipshöfnin hafi hlotið. I öryggishandbók ferjunnar er m.a. kveðið á um hvernig skipið er yfirgefið og reynt er í bókinni að taka á öllum þeim atriðum sem hugsanlega geta komið upp á til sjós, allt frá strandi og brotsjóum til óvæntra atvika. Hann segir að örfá- um mínútum eftir slysið hafi upp- lýsingar um ástand skipsins og áhafnar skilað sér til fyrirtækisins. Guðmundur segir að Baldur hafi verið með rekstur í nærri 80 ár á þessu svæði og ýmislegt hafi vita- skuld farið aflaga á þessum langa tíma en hann telur engu að síður að allt hafi sloppið vel fram að þessu. Á siglingaleiðinni standi 2.800 sker og eyjar upp úr á stórstraumsflóði og enn þá fleiri á fjöru. Guðmundur segir ferjuna lítið skemmda miðað við aðstæður. Mik- ið verr hefði getað farið. Búið var að setja í afturábakgír áður en bátur- inn steytti á skerinu og var því ekki á fullum ganghraða þegar slysið varð. „Það var sem betur fer ekki reynt beygja frá skerinu. Þá hefði þetta getað farið miklu verr og síðan hugsanlega farið úr skipinu," segir Guðmundur. Farið var með skipið í slipp á Akranesi í gærkvöldi. Felldar verða niður allar ferðir yfir Breiðafjörð tímabundið en Guðmundur segir að settar verði upp þjónustuferðir með einhverjum farkostum til Flateyjar. Vetraráætlun Baldurs gengur í gildi í dag með einni ferð á dag í stað tveggja yfir sumartímann. Þetta voru því lokin á helsta annatímanum og ekki nema 14 farþegar um borð í ferjunni sem tekur mest 195 far- þega. Lögreglan hefur hafið skýrslu- tökur vegna slyssins og rannsókna- nefnd sjóslysa hefur hafið rannsókn. Erlingur Hugi Kristvinsson læknir, sem tók á móti áhöfn og far- þegum Baldurs á heilsugæslustöð- inni í fyrradag, segir að allir sem hafi verið um borð í bátnum hafi verið fluttir á heilsugæslustöðina. Tíu hafi verið skoðaðir af lækni og margir þurft á áfallahjálp að halda. Þeir sem höfðu slasast voru með skurði á höfði og útlimum og einnig hefðu sumir tognað á baki og hálsi. Þá hlutu margir marbletti og skrámur. Erlingur Hugi segir ljóst af öllu að höggið hafi verið mikið þegar skipið steytti á skerinu. Áhöfn skipsins, sem var við störf of- anþilja, hafi slasast meira. Það hafi verið farþegum til happs að þeir sátu allir neðanþilja. Áverkar far- þega hafi orðið þegar þeir skullu á næstu sæti fyrir framan sig. Þeir sem hafi setið í öfuga átt við siglingastefnu hafi þó meiðst minna. Skákþing íslands Þröstur Þórhallsson nær forystu ÞRÖSTUR Þórhallsson vann í gær fyrstu einvígisskákina við Jón Viktor Gunnarsson um Islandsmeistara- titillinn á skákþingi íslands. Þeir munu tefla fjórar skákir en þeir etja kappi á ný í dag kl. 17. Fimmta umferð í kvennaflokki var tefld í gær. Aldís Rún Lái-usdóttir vann Önnu Lilju Gísladóttur, Anna Björg Þorgrímsdóttir vann Eydísi Ömu Sigurbjömsdóttur. Jafntefli gerðu Áslaug Ki-istinsdóttir og Harpa Ingólfsdóttir. Anna Margrét sat yfir. Staðan eftir fimm umferðir er sú að Anna Björg er efst með þrjá vinninga af fjómm. Aldís Rún er önnur með þijá vinninga eftir fimm skákir. í 3.-4. sæti em Harpa og Áslaug með 2 1/2 vinning að loknum fjómm skákum. -----4-H------ Bílvelta á Rey kj anesbraut BÍLVELTA varð á Reykjanesbraut, á Strandaheiði milli Kúagerðis og Voga laust fyrir klukkan tíu í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Keflavík var þrennt í bílnum og var ökumaðurinn fluttur á sjúkrahús. Ekki lá fyrir hjá lögreglu í gærkvöldi hve alvarleg meiðsli hans vom eða hvort farþegarnir hefðu orðið fyrir meiðslum í slysinu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ama Feijan Baldur í höfn í Stykkishólmi í gærmorgun. „Eins og að keyra a ELNA Þórarinsdóttir sat í farþega- sal bakborðsmegin í Baldri ásamt Baldvini E. Albertssyni eiginmanni sínum þegar ferjan rakst á sker skammt utan við Flatey í fyrra- kvöld. „Mér brá rosalega. Þetta var eins og að keyra á steinvegg," sagði Elna. „Eg rak mig á stólinn fyrir framan og fékk smáhöfuð- högg og gleraugun beygluðust og ég rak hnéð í. Þetta var nú svo sem ekki alvarlegt." Elna hefur oft ferðast með Baldri í ýmsum veðr- um og siglingin ætíð gengið áfallalaust. Hún telur að ferjan hafi e.t.v. átt um 'k sjómflu eftir í Flatey þegar óhappið varð. Elna segir að flestir farþeganna hafí setið í mat- salnum þegar Baldur steytti á sker- inu og mörgum hafi brugðið mikið. „Það var lán í óláni að það voru ekki fleiri farþegar," segir Baldvin. Hann segir að sér hafi nokkuð brugðið við áreksturinn. Þegar Baldur rakst á skerið skullu nokkr- ir bflar saman í lest skipsins. Öku- Ijósið á bfl Elnu og Baldvins brotn- aði og vélarhlífin beyglaðist. Þau hrósa áhöfn Baldurs fyrir skjót við- brögð. „Þeir stóðu sig eins og hetjur,“ sagði Elna. I Stykkishólmi tók lögregla og hjúkrunarlið á móti áhöfn og farþegum Baldurs. Var öllum boðin gisting á Hótel Stykk- ishólmi. „Við vorum þar í góðu yfir- læti um nóttina," sagði Elna. Umhverfísráðherra kynnti sér störf landvarða Aukið fé til uppbygging- ar á ferðamannastöðum Morgunblaðið/Rúnar Þór Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Árni Bragason, forstjóri Nátt- úruvemdar ríkisins, blýða á Þórhall Þorsteinsson, stjórnarrnann í Ferða- félagi Fljótsdalshéraðs, lýsa aðstæðum við Kverkfjöll í gærmorgun. NAUÐSYNLEGT er að leggja auk- ið fjármagn í uppbyggingu á fjöl- sóttum ferðamannastöðum á há- lendinu og segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra að tilbúin sé áætlun um að leggja um 400 milljón- ir kr. í slík verkefni á fjórum árum. Siv var í gær og fyrradag á ferð í Hvannalindum, Kverkfjöllum, Öskju og Herðubreiðarlindum til að kynna sér starf landvarða. Vinna mikilvægt starf Hún segir að landverðir gegni mikilvægu hlutverki með leiðsögn sinni og leiðbeiningum fyrir ferða- menn á þeim 12 stöðum í þjóðgörð- um og á friðlöndum sem þeir starfa. Auk þess séu þeir alltaf til taks og veiti ferðamönnum þannig ákveðið öryggi. Hún segir eftir ferðina að nauðsynlegt sé að kynna hið um- fangsmikla starf landvarðanna bet- ur fyrir ferðamönnum. Þeir starfa á vegum Náttúruverndar ríkisins og eru 35 talsins. Um 5.000 gista í Herðubreiðar- lindum á hverju sumri Um 5.000 manns gista á sumri hverju í skálum eða tjöldum í Herðubreiðarlindum og annar eins fjöldi við Drekagil. Þá hafa gistinæt- ur í Kverkfjöllum verið á bilinu 2.800 til 4.200 á sumri síðasta ára- tuginn. Þórhallur Þorsteinsson, stjórnarmaður í Ferðafélagi Fljóts- dalshéraðs, segir að íslendingum hafi fjölgað mjög í Kverkfjöllum og mun algengara sé núorðið að þeir gisti þar í nokkra daga og gangi um svæðið. í fyrra hafi gist þar kring- um 250 Islendingar en í ár séu þeir tvöfalt fleiri. í dag ■■■ BÍÓBLAÐIÐ í BÍÓBLAÐINU f dag fylgir þátttökusoðill þar sam lesondum Mogunblaðslns er boðlð i þrlðja slnn að taka þátt í atkvsðagrelðslunnl i þremur eftlrsóttustu verðlaunaflokk- um Evrópsku kvlkmyndaverðlaunanna 2000. Greltt er atkvteðl um besta evrópska leikstjórann, besta evrópska lelkarann og bestu evrópsku lelkkonuna órlð 2000. A Netinu gefst gestum mbl.ls elnnlg tæklfœrl á að vera með í vallnu. Hægt er að grelða atkvsði undlr Gagn og gaman á mbl.is. -J* Guðmundur Mete er eftirsóttur/ B1 Feðgarnir eru í forystu/ B3 Með Morg- unblaðinu í dag fylgir blaðfrá „Jazzhátíð Reykjavík- ur.“ Blaðinu verður dreift á hóf- uðborgar- svæðið og Reykjanes. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.