Morgunblaðið - 01.09.2000, Page 8

Morgunblaðið - 01.09.2000, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HUSGACNAHOLLIN í draumi Surta tr Ifiðandi vfjrurm rl'i ,í dýnurnarkaðmum í daj; og ávísuri á hága;öa líiiru-. dýnu. f/rirt*kií Wf framl«iðslu fyrír taiplcga 70 árum oj; í dag |,afa áratuga r.imisAkrtir skilað dýnu rrieð tinstaka tigínltikuin og burði til að vnt.i (i< ir fullkornna hvild. I.itið við og fáið fagltgar ráðltggingar við dymikaujj og tr/ggið ga-ði, fiagindi og httri htilsu til framtíðar. Grafarvogsdagurinn Eykur sam- kennd íbúanna Ingibjörg Sigurþórsdóttir MORGUN, laugar- dag, verður svo- kallaður Grafar- vogsdagur haldirm þriðja sinni. Það eru Miðgarður og Gufunesbærinn sem sjá um verkefnið, auk þess sem Fjölnir, skátamir og Reykjavík - menningar- borg koma að því. Ingi- björg er ein þeirra sem komið hafa að undirbúningi verkefnisins og aðspurð segir hún markmiðið með slíkri hátíð að ungir og aldnir í hverfínu geri sér glaðan dag saman og jafn- an sé stefnt að því að sem flestir dagskrárliðir séu í höndum fólks úr hverfinu. -Hver var ástæða þess að sérstakur Grafarvogs- dagur var upphaflega hald- inn? „Það vantaði einhvem vettvang tU að efla samkennd og samheldni í hverfinu og upplagt þótti að reyna að breyta því með þessum hætti, þar sem menning, líf og listir væri höfð að leiðarljósi.“ - Fannst ykkur Grafarvogurinn ef til vill vera útundan að einhverju leyti innan borgarinnar? „Kannski ekki beint útundan en hann hefur verið svolítill svefnbær, íbúamir vinna mikið annars staðar - og hugmyndin með deginum var því að búa tU eitthvert form tU að ná öllum saman, allri fjölskyld- unni.“ - Oggafst þetta uppátæki strax vel? „ Já, en ennþá fleiri tóku svo þátt í fyrra og við vonumst tU að þátt- takendum fjölgi enn núna.“ -Hvað er það sem fer fram í Grafarvogi þennan tiltekna dag? „Það má segja að dagurinn sé tvískiptur. Hann hefst með göngu- gerð um Grafarvoginn, svokallaðri sögugöngu, sem hefur verið fastur liður á þessum degi. Reyndar er farið á misjafna staði hverju sinni - en sögugangan er einmitt farin í þeim tUgangi að fólk fræðist um svæðið; að fólk fái vitneskju um hvað var hér áður en núverandi hverfi byggðist upp. Grafarvogur varð nefnilega ekki til 1984, eins og einhverjir kunna að halda, því hér hafði verið búið lengi fyrir þann tíma.“ - Hver stjómar sögugöngunni? „Sá sem gerir það að þessu sinni heitir Einai- Birnir og er gamall Grafarvogsbúi. Fólk hittist í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum og þaðan leiðir hann hópinn af stað.“ - Hvað verður meira á dagskrá? „Milli klukkan 10 og 12 verður boðið upp á jóga - bæði kynningu og jógaæfingar - og svo vatnsleik- fimi, í íþróttamiðstöðinni. Hápunktm- dagsins verður svo Fjölnismessa í Grafarvogskirkju eftir hádegið. Messa hefur verið á dagskránni í bæði skiptin en nú breytum við aðeins til; við eigum mjög öflugt íþróttafélag í hverf- inu, sem er Fjölnir, og okkm- fannst tilvalið að fá það með í messuna. Þetta verður því sameig- inleg messa Fjölnis og sóknarprestsins. 1 messunni verða einnig afhent hvatningarverð- laun hverfsins, Máttar- stólpinn svokallaði, en Hverfisnefnd Grafarvogs - sem er stjómamefnd Miðgarðs - veitir þessi verðlaun. Til þessa hefur ver- ið tekinn út einhver aðili eða hópur sem hefur þótt skara fram úr eða gert eitthvað sérstakt. í fyrra voru það skáldin í hveriinu, útskáldin eins og þau kalla sig, sem fengu verðlaunin en fyrsta árið var það barnakór kirkjunnar. Eg má því miður ekki segja hver fær verð- ► Ingibjörg Sigurþórsdóttir fæddist í borginni Seattle í Wash- ington-ríki í Bandaríkjunum, 21. desember 1962. Hún er sviðs- stjóri í Miðgarði, fjölskylduþjón- ustu í Grafarvogi - sem er til- raunaverkefni og eitt af framlögum Reykjavíkurborgar til verkefnis um reynslusveitar- félög. Ingibjörg er menntaður leikskólakennari frá Fósturskóla Islands og lauk siðar námi í stjórnun frá sama skóia. Eigin- maður Ingibjargar er Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Rittækni ehf., og þau eiga þrjú börn. launin núna, því það er auðvitað al- gjört leyndarmál ennþá! Eftir messuna flyst dagskráin svo yfir í Gufunesbæ, þar sem hún heldur áfram fram á kvöld. Þar fer ýmislegt fram, sem á að höfða tíl aöra aldurshópa.Ýmislegt verður nýtt í boði en einnig fastir liðir, eins og til dæmis Grafarvogs- glíman, þar sem ýmsir starfsmenn fyrirtækja og stoínana í hverfinu eigast við í margs konar þrautum. Það atriði hefur skapað skemmti- lega stemmningu, fólkið kynnist og færist nær hvert öðru. Fyrsta árið voru formaður hverfisnefndar og Ingibjörg Sólrún borgarstjóri dóm- arar í þessari keppni, í fyrra voru það prestamir en í ár sér lögreglan í hverfinu um dómgæsluna.“ - Hvað verður nýtt í boði? „Nú verður til dæmis kassabíla- rall, útskáldin í hverfinu bjóða upp á söguherbergi fyrir börnin, þekktir Grafarvogsbúar verða fengnir til að grilla með gestunum og svo verður opið svið þar sem börn og ungmenni geta troðið upp með söng eða dansi eða öðru gleð- iefni, ef þau vilja. Ein nýbreytni að auki er kökusamkeppni; það á að velja köku hverfisins." - Svo erþað kvöldið; hvað verð- ur þá á dagskrá? „Á kvölddagskránni er varðeld- ur, brekkusöngur og flugeldasýn- ing og svo verður slegið út með balli í félagsmiðstöðinni Fjörgyn þar sem hljómsveitin Á móti sól spilar. Ballið er hugsað sem fjöl- skylduskemmtun - það ekki bara fyrir ungling- ana, heldur alla fjöl- skylduna." -Finnst þér dagur sem þessi skipta íbúa Grafarvogs miklu máli? „Já, mér finnst það. Þetta er orðinn einn af föstu liðunum hjá fólkinu, það reiknar með þessu og hefur gaman af. Samkenndin eykst meðal íbúanna og svona dag- ur gefur fólki færi á sýna hæfileika sína á ýmsum sviðum. Hér hefur til dæmis verið handverkssýningar á Grafarvogsdeginum, og svo verð- ur einnig nú, í Gufunesbænum." Grafarvogur- inn varð ekki til árið 1984

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.