Morgunblaðið - 01.09.2000, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Steinstöpull þýsks vfsindamanns varðveittur
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Stöpull þýska visindamannsins Alfreds Wegeners stendur við Hegranesið.
Atti að
sanna
landreks-
kenning-
una
Gardabær
BÆJARRÁÐ Garðabæjar
hefur samþykkt að varðveita
steinstöpul á Amarnesi og
gera lítinn garð umhverfis
hann. Stöpullinn hefur staðið
á Amarnesinu í 70 ár eða allt
frá því að þýski veðurfræð-
ingurinn og vísindamaðurinn
Alfred Wegener reisti hann
vorið 1930 til þess að sanna
hina svokölluðu landreks-
kenningu. „Alfred Wegener
setti fram landrekskenning-
una fyrstur manna. Þar segir
að jörðin sé samansett af
flekum sem færast til og frá
og er stöpullinn sem Wegen-
er reisti mælipunktur til þess
að mæla landrek, enda er Is-
land staðsett á mörkum
tveggja fleka, annars vegar
Ameríkuflekans og hins veg-
ar Evrasíuflekans, sem eru
að færast í sundur,“ segir
Eirikur Bjarnason, bæjar-
verkfræðingur Garðabæjar.
Mótaði kenninguna
á sjúkrabeði
Wegener setti kenningu
sína fram á áranum 1908 til
1912 en á þeim tíma var
henni fálega tekið af vísinda-
mönnum. Það var ekki fyrr
en árið 1960, þegar mælitæki
voru orðin nógu þróuð til
þess að sanna kenningu
Wegeners með óyggjandi
hætti, að hún fór að njóta al-
mennrar viðurkenningar.
Eiríkur segir kenningu
Wegeners hafa fullmótast
þegar hann var þátttakandi í
fyrri heimsstyrjöldinni í
herliði Þjóðverja. „Hann
særðist og þurfti að eyða
löngum tima á sjúkrahúsi og
hafði þvi nógan tíma til að
hugsa. Einmitt á þeim tíma
mótaðist þessi kcnning end-
anlega í huga hans þótt hann
hafi verið búinn að hugsa um
hana í langan tíma áður,“
segir Eirfkur.
Varð úti á Grænlandsjökli
Árið 1915 gaf Wegener út
bókina Entstehung der Kont-
inente eða Tilurð megin-
landanna þar sem kenningin
um landrek er sett fram.
Wegener átti að minnsta
kosti tvisvar sinnum við-
komu á Islandi á leið sinni til
Grænlands, en þar vann
hann að veðurathugunum á
Grænlandsjökli. „Eftir að
hann hafði sett upp stöpulinn
hér fyrri hluta árs 1930 hélt
hann til Grænlands. Hann
varð úti á Grænlandsjökli í
nóvember það sama ár,“ seg-
ir Eiríkur.
Að sögn Eiríks ákváðu
bæjaryfirvöld í Garðabæ að
varðveita stöpulinn þar sem í
ár er 70 ára dánardægur
Wegeners en einnig em 70
ár sfðan hann setti stöpulinn
upp. Var það gert til þess að
heiðra minningu þessa
merka vísindamanns.
Vélsmiðjan Normi hefur keypt þetta hús sem löngum hýsti
starfsemi RLR.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Esjuberg senn
auglýst til sölu
Reykjavík
ESJUBERG, hús Borgar-
bókasafns Reykjavíkur við
Þingholtsstræti, verður
auglýst til sölu einhvern
næstu daga, að sögn Hjör-
leifs B. Kvaran, borgarlög-
manns.
Borgarráð samþykkti
þann 23. júní sl. að setja hús-
ið í sölumeðferð. Aðalsafn
Borgarbókasafnsins var þar
til húsa um áratuga skeið en
fluttist í sumar í nýtt hús-
næði við Tryggvagötu.
Hjörleifur B. Kvaran sagði
í samtali við Morgunblaðið að
um þessar mundir væri verið
að tæma Esjuberg en húsið
yrði auglýst til sölu einhvern
næstu daga.
Hjörleifur sagði að nokkuð
hefði verið um að menn hefðu
spurst fyrir um húsið og sýnt
því áhuga en borgin hefði
ekki ljáð máls á því að veita
tilboðum viðtöku fyrr en eftir
að húsið hefði verið auglýst
til sölu með formlegum hætti.
A
IR-húsið geymt
í Örfírisey?
Vesturbær
REYKJAVÍKURBORG
vinnur nú að því að fá
íþróttafélag Reykjavíkur til
að samþykkja að afsala sér
gamla íþróttahúsinu við
Túngötu. Að sögn Hjörleifs
B. Kvaran er ráðgert að
flytja húsið af grunni sínum
og vestur í Orfirisey þar
sem það verði geymt uns
því verður fundinn viðeig-
andi staður og hlutverk.
Að sögn Hjörleifs hafa
ÍR-ingar nú til skoðunar af-
sal sem borgin hefur útbúið
og kvaðst hann vonast til að
gengið yrði frá málinu
næstu dag. Borgin hefur
fengið afnot af landi á upp-
fyllingu í Örfirisey hjá
Reykjavíkurhöfn til að
geyma húsið meðan framtíð
þess er óráðin.
Flytja þarf húsið af
grunni sínum við Túngötu í
kjölfar dóms Hæstaréttar í,
deilumáli IR-inga og kaþ-
ólska safnaðarins, sem
hyggur á húsbyggingar á
lóðinni.
Menningarmálanefnd
borgarinnr hefur ályktað að
stór hluti íslenskrar íþrótta-
sögu hafi verið skrifaður í
húsinu og það hafi verið
miðpunktur þess sem kallað
hefur verið gullöld íslenskra
frjálsíþrótta. Nefndin vildi
láta friða húsið og lagði til
að því yrði fundin verðug
staðsetning og hlutverk
með tilliti til sögu þess.
Jón á Reykjum
heiðursborgari
Mosfellsbær
BÆJARSTJÓRN Mosfells-
bæjar hefur samþykkt að gera
Jón M. Guðmundsson á Reykj-
um, fyrrverandi oddvita, að
heiðursborgara Mosfellsbæjar.
I samþykkt sem gerð var á
fundi bæjarstjómar á miðviku-
dag segir að með þessu móti
vilji bæjarstjómin láta í Ijós
þakklæti sitt og viðurkenningu
á hinu mikilvæga framlagi
Jóns til uppbyggingar sveitar-
félagsins, en Jón var oddviti
Mosfellshrepps frá 1962-1981,
á miklum umbrotatíma í sögu
sveitarfélagsins, og hrepp-
stjóri frá 1984-1990.
„Auk þess hefur hann tekið
virkan þátt í félagsstarfi innan
og utan sveitarfélagsins og
lagt þar dijúgt af mörkum.
Nafn hans hefur verið samofið
sögu sveitarfélagsins um ára-
tuga skeið og er við hæfi að
Mosfellsbær votti honum virð-
ingu sína með þessum hætti nú
þegar 80 ára afmæli hans
stendur fyrir dymrn þann 19.
september nk.,“ segir í álykt-
uninni.
Vélsmiðja
kaupir hús
RLR
Kópavogur
VÉLSMIÐJAN Normi hf. í
Garðabæ hefur keypt húsið
Auðbrekku 6 þar sem
Rannsóknarlögregla ríkis-
ins og síðar embætti Ríkis-
lögreglustjóra var til húsa.
Samkvæmt upplýsingum
frá Þórhalli Arasyni í fjár-
málaráðuneytinu, bárust
sjö tilboð í húsið og þótti
tilboð Norma best. Þórhall-
ur sagði að kaupverðið
hefði verið um 75 m.kr. en
Sævar Svararsson, forstjóri
Norma, vildi ekki kannast
við þá tölu. „Ég hefði verið
ánægður að fá húsið fyrir
það,“ sagði Sævar.
Húsið er um 1.500 fer-
metrar, að sögn Sævars, en
hann sagði óráðið hvað um
það yrði. Verið væri að
kanna ýmsa möguleika, þar
á meðal hvort það hentaði
sem hótel. Hann kvaðst
hinsvegar tilbúinn til við-
ræðna ef einhver sýndi
áhuga á að nýta húsið.
Rannsóknarlögregla rík-
isins var til húsa í Auð-
brekku frá þvi' í lok átt-
unda áratugarins og þar til
hún var lögð niður við
stofnun embættis Ríkis-
lögreglustjórans.
Ríkislögreglustjóri starfaði
í húsinu uns embættið flutti
í nýtt hús við Skúlagötu
fyrr á þessu ári.
Bætt netsamband 1 grunnskólum Hafnarfjarðar
Ný loftnet
auka flutn-
ingsgetu
Hafnarfjörður
HAFNARFJARÐARBÆR
undirbýr nú uppsetningu
loftneta frá Skýrr við alla
grunnskóla í Hafnarfirði sem
tryggja munu háhraðanet-
samband fyrir skólana. Skóla-
skrifstofa Hafnarfjarðar er um
þessar mundir að ganga frá
samningum við Skýrr hf. en
allur búnaður mun koma frá
fyrirtækinu.
Er þetta hluti af þróunar-
verkefni Hafnarfjarðarbæjar í
upplýsingatækni og segir Jó-
hann Guðni Reynisson, verk-
efnisstjóri, að loftnetin verði
sett upp þegar líða tekur á
haustið. .Astæðan fyrir því að
við setjum þetta upp er fyrst
og fremst sú að við viljum bæta
þjónustu við nemendur og
kennara í grunnskólum bæjar-
ins. Við höfum verið að þróa
ýmiss konar verkefni í upplýs-
ingatækni og viljum að þægi-
legra verði fyrir nemendur og
starfsmenn skólanna að nota
sér nýjungar á fljótlegan og
þægilegan hátt,“ segir Jóhann.
Jafnframt bættu netsam-
bandi munu allir nemendur í
grunnskólum Hafnarfjarðar fá
eigin netföng og heimasíðu-
svæðiívetur.
Bætt flutningsgeta auð-
veldar notkun skólatorgs
Jóhann segir að flutnings-
geta tölva í skólunum muni allt
að því sextánfaldast með til-
komu nýju loftnetanna. „Öll
vinnsla verður mun hraðari.
Eldri tengingar hafa þá van-
kanta að þegar verið er að
kenna heilum bekk á tölvur og
allir ætla að fara í einu inn á
Netið þá gengur allt mjög
hægt fyrir sig. Með tilkomu
nýju loftnetanna verður miklu
þægilegra að nota Netið, ekki
þarf að eyða eins miklum tíma í
að bíða og þannig er hægt að
fara betur með tíma nemenda
og kennara,“ segir Jóhann.
Hann segir að bætt flutn-
ingsgeta muni einnig auðvelda
notkun á skólatorgi sem verið
er að setja upp í Öldutúnsskóla
en sagt var frá því í Morgun-
blaðinu í gær. Skólatorg verð-
ur að öllum líkindum komið í
fleiri hafnfirska skóla áður en
langt um líður að sögn Jó-
hanns en torgið er vefútgáfu-
kerfi sem unnið er af Tækni-
vali og er gjöf fyrirtækisins til
allra skóla í landinu. „Við vilj-
um taka þátt í þessari upplýs-
ingatækniþróun og styðja við
bakið á þeim sem eru að gera
eitthvað gott fyrir nemendur,
kennara og foreldra,“ segir Jó-
hann.
Jóhann segir að með skóla-
torginu og bættu netsambandi
verði kennarar virkari notend-
ur upplýsingatækni í sínu
starfi. „Það er forsenda fyrir
því að þeir séu virkir í sam-
starfi við nemendur og for-
eldra. Þeir kennarar sem hafa
verið að nota tölvupóst hafa til
dæmis verið að fá fyrirspumir
frá foreldrum um hvaðeina í
sambandi við bekkinn eða
nemandann í tölvupósti á
hvaða tíma sólarhringsins sem
er. Þannig geta foreldrar haft
samband þegar þeim hentar.
Þessi frábæri kostur tölvu-
póstsins nýtist því vel í skóla-
starfinu og kennarar sem not-
færa sér þetta eru að tileinka
sér ný vinnubrögð," segir Jó-
hann.
Hann segir þróunarverkefni
Hafnarfjarðarbæjar engan
veginn lokið. „Það er mjög
hröð þróun í þessum málum og
við viljum halda þessu áfram.
Við höfum lagt mikla áherslu á
að skólamir séu virkir í þessu
verkefni og munum gera það
áfram,“ segir Jóhann.