Morgunblaðið - 01.09.2000, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000
MORGUNB L AÐIÐ
VIÐSKIPTI
íslenskir aðalverktakar hf. 'y1ýr Úr milliuppgjöri samstæðu 2000
Rekstrarreikningur Jan. -juni 2000 1999 Breyling
Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Hagn. af reglul. starfsemi f. skatta Reiknaðir skattar 3.560.7 3.221.8 -216,4 122,6 41.1 2.188,8 2.114,5 -7,6 66,8 26,2 +62,7% +52,4% +83,5% +56,9%
Hagnaður ársins 81,5 40,6 +100,7%
Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna 12.940,0 9.412,5 +37,5%
Eigið fé 2.824,3 2.766,9 +2,1%
Hlutdeild minnihluta 149,2 95,8 +55,7%
Skuldir og skuldbindinqar 9.966,6 6.549,8 +52,2%
Skuldir og eigið fé samtals 12.940,0 9.412,5 +37,5%
Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting
Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 21,8% 1,05 311,9 29,8% j 0,98 166,4 +87,5%
Árshlutauppgjör íslenskra aðalverktaka hf.
Tvöföldun hagn-
aðar milli ára
Milliuppg;iör Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfélaga
Hagnaður af rekstrin-
um 376 milljónir króna
Kaupfélag Eyfirðinga
Úr milliuppgjöri 2000 - samstæða
Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöid) 5.686 5.172 -338 -245 5.567 5.334 -313 -165 +2% -3% -8% -48%
Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur og gjöld 393 39 -245 306 -87%
Hagnaður ársins 376 48 +683%
Efnahagsreikningur 30.Q6.OO 31.12.99 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna 13.710 11.811 +16%
Eigið fé 4.325 3.286 +32%
Skuldir 9.385 8.526 +10%
Skuldir og eigið fé samtals 13.710 11.811 +16%
Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting
Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 31,55% 0,973 288 27,82% 0,936 18 +1167%
HAGNAÐUR íslenskra aðalverk-
taka hf. og dótturfélaga þess á
fyrstu sex mánuðum þessa árs
nam 81,5 milljónum króna, að
teknu tilliti til reiknaðra skatta,
samanborið við 40,6 milljónir á
sama tímabili á síðasta ári. Þetta
er 101% hækkun milli ára. Hagn-
aður af reglulegri starfsemi fyrir
fjármagnsliði og skatta nam 339
milljónum samanborið við 74 millj-
ónir árið áður.
Viðunandi afkoma
I tilkynningu frá íslenskum að-
alverktökum segir að að teknu til-
liti til þeirrar áhættu sem ávallt
fylgi verktakastarfsemi sé afkoma
úr verkum félagsins viðunandi.
Rekstrarkostnaður hafi að mestu
þróast eins og ráð hafi verið fyrir
gert en þó hafi spenna í efnahags-
lífinu og á vinnumarkaði haft
nokkur áhrif til kostnaðarhækk-
ana. Vaxta- og gengisþróun á
tímabilinu hafi verið óhagstæð og
hafi haft verulega neikvæð áhrif á
fjármagnsliði rekstrarins.
Þá kemur fram í tilkynningu fé-
lagsins að haldið hafi verið áfram
endurskipulagningu, hagræðingu
og sameiningu eininga félagsins.
Auk fjárfestinga í verkum í
vinnslu hafi verið verulegar fjár-
festingar í eignum og byggingar-
rétti til að leggja grunn að áfram-
haldandi eigin framkvæmdum til
sölu bæði á atvinnuhúsnæðis- og
íbúðamarkaði. Félagið hafi haldið
áfram þeirri stefnu að auka vægi
eigin framkvæmda til sölu til að
minnka sveiflur í starfseminni. Sá
kostnaður sem tengist lóðaeign og
byggingarrétti eigi að skila félag-
inu arðsemi í framtíðinni.
Islenskir aðalverktakar seldu
fasteignir á íbúðar- og atvinnu-
húsnæðismarkaði á tímabilinu fyr-
ir nær 1.400 milljónir króna. Hjá
félaginu og dótturfélögum þess
starfa á níunda hundrað starfs-
menn bæði innlendir og erlendir.
HAGNAÐUR varð af rekstri
Kaupfélags Eyfirðinga og dóttur-
félaga þess á fyrstu sex mánuðum
þessa árs og nam hann 376 millj-
ónum króna að teknu tilliti til
skatta og annarra tekna. í frétta-
tilkynningu frá KEA kemur fram
að þetta sé mun betri afkoma en
fyrstu sex mánuði ársins 1999 þeg-
ar hagnaðurinn var 48 milljónir
króna. Veltufé frá rekstri er 228
milljónir króna en var 18 milljónir
króna fyrstu sex mánuði ársins
1999.
Rekstrartekjur samstæðunnar
fyrstu sex mánuði ársins námu
5.686 milljónum króna og rekstrar-
gjöld fyrir afskriftir og vexti námu
5.172 milljónum króna. Miðað við
árið í fyrra var afkoma fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði betri sem
nemur 282 milljónum króna, 515
milljóna króna hagnaður saman-
borið við 233 milljóna króna hagn-
að fyrstu sex mánuði ársins 1999.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
fyrir skatta var 393 milljónir
króna í ár en í fyrra var tap upp á
245 milljónir króna.
Að teknu tilliti til skatta og ann-
arra tekna var hagnaður félagsins
376 milljónir króna fyrstu sex
mánuðina en var í fyrra 48 milljón-
ir króna fyrir sama tímabil.
Nýju fyrirtækin standist sam-
keppni á markaðnum
Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfé-
lagsstjóri KEA, segist eftir atvik-
um vera ánægður með niðurstöðu
milliuppgjörsins nú. Tekist hefði
verið á við afar umfangsmikil
verkefni og þeim sé alls ekki lokið,
en þó megi segja að þau séu orðin
viðráðanleg og annars eðlis en í
upphafi. Aðalverkefnið hafi verið
að búa þannig um hin nýju fyrir-
tæki sem stofnuð hafa verið í
kringum starfsemi KEA að rekst-
ur þeirra standi undir sér og þau
séu í stakk búin að mæta þeirri
samkeppni sem er á markaðnum.
Það sé ljóst að í þeim tilgangi hafi
oft þurft að taka erfiðar ákvarðan-
ir. „Um afkomuna má einnig segja
að á tímabilinu erum við með tölu-
verða gjaldfærslu vegna gengis-
munar og niðurfærslu hlutabréfa.
Á þessu uppgjörstímabili höfum
við verið að losa eignir og fjárfesta
að nýju og ber hæst söluna á hlut
KEA í Húsasmiðjunni, kaup á
Kjötiðjunni á Húsavík og stofnun
Norðlenska matborðsins ehf.
Einnig vil ég nefna sameiningu
sjávarútvegsfyrirtækjanna Snæ-
fells og BGB en í því tilviki höfum
við í raun verið að reka tvö fyrir-
tæki á undanförnum mánuðum og
hagræðingin sem felst í sameining-
unni mun fara að skila sér á næstu
mánuðum. Helsta verkefnið fram-
undan er að eignir félagsins fari að
skila félaginu ásættanlegum arði
og almennt talað á ég von á að
seinni hluti ársins muni skila betri
afkomu en fyrstu sex mánuðirnir,"
segir Eiríkur.
Ingólfur Áskelsson, hjá rann-
sóknum og greiningu Islenskra
verðbréfa, segir það mikið ánægju-
efni að sjá þennan rekstrarbata
hjá KEA og er skref í rétta átt.
Veltufé frá rekstri hafi verið 228
milljónir króna miðað við 18 millj-
ónir króna á sama tíma í fyrra.
Lítil viðskipti með félagið
á Verðbréfaþingi
„Hvað einstakar rekstrareining-
ar innan KEA varðar er ljóst að
samruni Kaffibrennslunnar og Ó
Johnson & Kaaber kemur sér vel
því fyrir var vannýtt framleiðslu-
geta. Sjöfn er enn í rekstrarvand-
ræðum og þá er spurning hversu
varanlegt ástandið verður hjá
mjólkurfræðingum en sem kunn-
ugt er hafa allir nema einn sagt
upp störfum. Viðskipti með félagið
á VÞÍ hafa ekki verið mikil á árinu
en gengi félagsins var 2,45 í fyrstu
viðskiptum ársins en síðustu við-
skipti voru á genginu 3, alls hafa
verið 22 viðskipti frá áramótum,“
segir Ingólfur.
Tangi með 48,9 milljónir í tap
Tangi hf. uJL wJ Úr milliuppgjörí fyrir janúar-júní árið 2000
Rekstrarreikningur 2000 1999 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 908,9 783,2 +16%
Rekstrargjöld 802,4 687,8 +17%
Afskriftir -97,7 -95,2 +3%
Fjármagnsliðir -53,7 -16,7 +222%
Hagnaður (-tap) af reglul. starfs. -44,9 -16,5 +172%
Aðrir liðir -4,0 99,7
Hagnaður (-tap) tímabilsins -48,9 83,3
Efnahagsreikningur 30.06.OO 30.06.99 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna 2.484,7 2.568,4 -3%
Eigið fé 537,6 646,9 -17%
Skuldir 1.947,1 1.921,5 +1%
Skuldir og eigið fé samtals 2.484,7 2.568,4 -3%
Kennitölur og sjóðstreymi 30.06.OO 30.06.99 Breyting
Eiginfjárhlutfall 21,6% 25,2%
Veltufjárhlutfall 0,67 0,86
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 48,5 48,4 0%
TAP af reglulegri starfsemi Tanga
hf. nam 44,9 milljónum króna
fyrstu sex mánuði ársins samanbor-
ið við 16,5 milljóna króna tap á
sama tímabili árið áður. Að teknu
tilliti til óreglulegra gjalda upp á 4
milljónir króna er rekstrarniður-
staða tímabilsins tap að fjárhæð
48,9 milljónir króna. Velta félagsins
jókst um rúmlega 16% frá sama
tímabili 1999 og munar þar mestu
um umtalsverða aukningu i loðnu-
og hrognafrystingu auk þess sem
aukið magn kom til bræðslu í fiski-
mjölsverksmiðju félagsins. í til-
kynningu til Verðbréfaþings ís-
lands kemur fram að nokkrar
skýringar eru á versnandi afkomu
Tanga hf. fyrstu 6 mánuði ársins.
Stór hluti lýsisfram-
leiðslu óseldur
,Afurðaverð á mjöli og lýsi er
lágt, einkum þó á lýsi. Birgðasöfn-
un hefur átt sér stað í lýsi og er
stór hluti af lýsisframleiðslu ársins
óseldur. Olíuverð er hátt og hefur
það neikvæð áhrif á rekstur
fiskimjölsverksmiðjunnar, sem og á
útgerðarhluta rekstrarins. Þá hafði
verkfall í fiskimjölsverksmiðju fé-
lagsins í maímánuði áhrif á rekstur-
inn. Veiðar úr norsk-íslenska síld-
arstofninum hófust mun seinna en
venjulega, sem hafði veruleg áhrif á
afkomu fiskimjölsverksmiðjunnar í
júní. Fjármagnsliðir hækka umtals-
vert á milli ára sem skýrist fyrst og
fremst af gengislækkun krónunnar
í júní. Þá hafa vextir einnig hækkað
á alþjóðlegum mörkuðum auk þess
sem mikið birgðahald veldur aukn-
um fjármagnsgjöldum.“
Á fyrstu sex mánuðum yfirstand-
andi árs tók Tangi hf. til vinnslu
55.500 tonn af loðnu, síld og kol-
munna. Þar af voru u.þ.b. 3.400
tonn af loðnu fryst og að auki 240
tonn af loðnuhrognum. Á fyrstu 6
mánuðum rekstrarársins nam
heildarafli Sunnubergs um 31.800
tonnum, þar af 6.800 tonnum af kol-
munna. Tap hefur verið af kol-
munnaveiðum Sunnubergsins. Út-
gerð frystitogarans Brettings
NS-50 gekk mjög vel á tímabilinu.
Rekstur bolfiskvinnslu í landi gekk
nokkurn veginn í samræmi við
áætlanir en sá hluti starfseminnar
er þó rekinn með tapi, að því er
fram kemur í tilkynningu.
Virðist vera góður markaður
fyrir loðnu í Rússlandi
„Ég er að sjálfsögðu ekki ánægð-
ur með niðurstöðu uppgjörsins. Það
eru margir þættir í ytra umhverfi
fyrirtækja eins og okkar sem eru
okkur mjög mótdrægir um þessar
mundir,“ segir Friðrik M. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Tanga hf. „Hvað framhaldið varðar
þá er ljóst að það er mjög háð því
hvernig haustvertíðin í loðnunni
gengur fram en nú virðist vera góð-
ur markaður fyrir frysta loðnu í
Rússlandi. Möguleikar okkar liggja
að miklu leyti þar. Einnig geta gef-
ist tækifæri í heilfrystri síld á þann
markað. Þá erum við auðvitað jafn-
framt mjög háðir verðþróun á af-
urðamörkuðum fyrir mjöl og lýsi en
lýsisverð hefur ekki verið lægra í
10 ár,“ segir Friðrik í tilkynning-
unni.
Gengi hlutabréfa í Tanga lækkaði
um 16% á Verðbréfaþingi íslands í
gær en lokaverð þeirra var 1,26.
Tvö versl-
unarfyr-
irtæki
sameinast
NATHAN & Olsen ehf. hefur
keypt meirihluta í heildverslun-
inni Ásgeir Sigurðsson ehf.
Kaupin áttu sér formlega stað
28. ágúst og í tilkynningu kem-
ur fram að kaupverð sé trúnað-
armál.
Fyrirhugað er að flytja mat-
vöru- og sápuvörudeild Ásgeirs
Sigurðssonar ehf. úr Síðumúla
35 að Vatnagörðum 20 í
Reykjavík og sameina hana þar
rekstri umboðs- og heildversl-
unarinnar Nathan & Olsen hf.
Hins vegar verður efnavöru-
deild Ásgeirs Sigurðssonar ehf.
fyrst um sinn rekin áfram að
Síðumúla 35.
Fyrirtækin sem nú samein-
ast, Nathan & Olsen hf. og Ás-
geir Sigurðsson ehf„ standa á
gömlum merg og eru í hópi
frumkvöðla í heildverslun á Is-
landi. Hið fyrrnefnda er stofn-
að árið 1912 en hið síðarnefnda
árið 1895. Þess má geta að Ás-
geir Sigurðsson var fyrstur ís-
lenskra kaupmanna til að taka
upp peningaviðskipti í stað
vöruskipta.