Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 21 Breytingar á eignar- aðild að BM Yallá MAGNIJS Benediktsson, sonur Benedikts Magnússonar frá Vallá, stofnanda og fyrrum forstjóra BM Vallár, hefur selt Guðmundi Bene- diktssyni, bróður sínum, og Víg- lundi Þorsteinssyni, framkvæmda- stjóra BM Vallár, hlut sinn í félaginu, en Magnús átti rúm 41% í félaginu. Eins hafa þeir Guðmundur og Víglundur keypt allan hlut Björgunar í BM Vallá, eða 5,25%. Eftir kaupin eiga Guðmundur og Víglundur nánast allt hlutafé í BM Vallá. Magnús ákvað að draga sig í hlé frá rekstri félagsins af persónuleg- um ástæðum. Að sögn Víglundar Þorsteinsson- ar mun þetta ekki hafa nein áhrif á rekstur félagsins, en mikill vöxtur er í starfsemi þess. „I ár má reikna með því að veltan aukist um 50%, úr einum milljarði árið 1999 í 1,5 milljarða í ár.“ Víglundur segir einkum tvennt koma þar til: Almennur vöxtur á hefðbundnum markaðssvæðum þess og framleiðsla á steinsteypu fyrir Vatnsfellsvirkjun. „Má reikna með því að 230 milljónir af þessari 500 milljóna króna veltuaukningu komi frá framleiðslu fyrir Vatnsfellsvirkj- un,“ segir Víglundur. Stáltak tapar 50 milljónum króna TAP Stáltaks hf. eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins nam 50 milljónum króna. Stáltak hf. varð til við sameiningu Stálsmiðjunnar hf. og Slippstöðvarinnar hf. fyrir réttu ári og því eru ekki til saman- burðarhæfar tölur frá því í fyrra. Rekstrartekjur Stáltaks voru rúmar 889 milljónir króna og rekstrargjöld án afskrifta tæpar 877 milljónir. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði var því tæpar 13 milljónir króna en af- skriftir voru 44 milljónir og fjár- magnsliðir neikvæðir um 28 millj- ónir króna. Eignir voru samtals tæpir 1,3 milljarðar króna, skuldir, skuld- bindingar og hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga samtals rúm- ur einn milljarður og eigið fé 264 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall var 20,6%, veltufjárhlutfall 0,8 og veltufé rekstrar var neikvætt um 56 milljónir króna. Söluhagnaður af fasteignum er inni í rekstrartekjum og nam hann 38 milljónum króna á tímabilinu. í árshlutareikningnum er ekki tekið tillit til afkomu dótturfélags Stáltaks, Dráttarbrauta Reykja- víkur ehf., sem er að 52,4% í eigu Stáltaks, þar sem milliuppgjör þess félags liggur ekki fyrir. Betra útlit á seinni helmingi ársins í fréttatilkynningu frá félaginu segir að afkoma þess á fyrri hluta ársins sé nokkru verri en gert hafi verið ráð fyrir og stafi það meðal annars af því að verkefni sem áætlað hafði verið að yrðu unnin í júní hafa færst yfir á seinni helm- ing ársins. Verkefnastaða í júlí og ágúst hafi verið góð og september líti vel út að þessu leyti. Félagið reiknar með að viðsnúningur verði í afkomu þess á seinni hluta ársins og að það muni skila hagnaði þeg- ar allt árið verður gert upp. Hlutabréf í Stáltaki lækkuðu um 10% á Verðbréfaþingi íslands í gær og lokagengi þess var 0,81. Áhrifa tilboðs sænska fyrirtækisins OIVI Group í KauphöMina i London gætir víða Mögulegt gagntilboö frá Frankfurt Morgunblaðið. Óslð YFIRMENN frá kauphöllunum í Frankfurt, London, Mílanó og Madrid munu hittast í dag til að ræða mögulegt gagntilboð í kaup- höllina í London (LSE) í tilefni af tilboði sænska fyrirtækisins OM gruppen í LSE, að því er fram kemur í norrænu fjölmiðlunum Dagens Industri og Aftenposten. Tilboð OM upp á sem svarar til 95 milljarða íslenskra króna og LSE hefur hafnað, hindrar nú formlega sameiningu LSE og þýsku kauphallarinnar Deutsche Börse undir merkinu iX og reyna nú stjórnir fyrirtækjanna að verj- ast óvinveittu yfirtökutilboði OM. Talsmenn OM halda því fram að jákvæð viðbrögð hafi fengist við tilboðinu frá hluthöfum í LSE. Hluthafafundi LSE hefur verið frestað en hluthafafundur kaup- hallarinnar í Frankfurt verður haldinn 14. september. Stjórnarformaður kauphallar- innar í Frankfurt, Rolf Ernst Breuer, hefur staðfest að haft hafi verið samband við yfirmenn kauphallanna í Madrid og Mílanó með samstarf í huga og að við- brögð þeirra hefðu verið jákvæð. Nasdaq og Euronext líklegir tilboðsgjafar Ekki hefur verið ákveðið að kauphallirnar leggi fram sameig- inlegt tilboð, að því er fram kem- ur í Dagens Industri. Antonio Zoido, talsmaður kauphallarinnar í Madrid, segir þennan möguleika vel hugsanlegan en ekkert hafi verið rætt alvarlega eða ákveðið í því sambandi. Málið er á byrjun- arstigi og ef ákveðið verður að gera sameiginlegt tilboð, mun taka vikur eða mánuði að koma því saman. Tilboð í LSE frá öðrum kaup- höllum eru einnig möguleg, að því er fram kemur í Aftenposten. T.d. frá Euronext sem er sameiginlegt félag kauphallanna í París, Amsterdam og Brussel. Einnig er talið að Nasdaq kauphöllin í Bandaríkjunum sé mögulegur til- boðsgjafi. Safnar ryki. V\ö ábyrgjumst hvert einasta smáatriði Delí netþjóns I þrjú ár. Hann vinnur stöðugt allan sólarhringinn og heldur tólvukerfinu þlnu gangandi á meðan hann situr óhreyfður inni I skáp og lætur lltiö lyrir sér fara. Pað er þvl hætt við að þú gleymir að þurrka af honum vikum og mánuðum saman. Dell Power Edge 3ja ára ábyrgð D0LL EJS vinnur samkvæmt ISO 900 1 vottuðu gæðakerfi + EJS hf. + 563 3000 + www.ejs.is + Grensásvegi 10 + 108 Reykjavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.