Morgunblaðið - 01.09.2000, Page 25
MOIiGUN BLAÐLÐ
ERLENT
FQSTUDAGUR 1. SEPTEMBUR 2000 26
Kohl-skop
FRAMLEIÐANDI grín- og hrekkja-
lómahluta í Þýzkalandi hefur sett
þetta sérpakkaða súkkulaði á
markað, tileinkað hneykslismálum
Helmuts Kohls, fyrrverandi kanzl-
ara.
„Schock-Kohl-adé“ er afbökun á
þýzka orðinu yfir súkkulaði og þýð-
ir svo mikið sem „Sjokk-Kohl-
bless“. Þá er skammstöfunin fyrir
flokk Kohls, Kristilega demókrata,
CDU, notuð í setningu sem er borin
fram eins og „Zu dumm gelaufen",
en hún þýðir að eitthvað hafi farið
úrskeiðis.
Þá eru frasarnir „Wohl
bekomm’s" (verði þér/ykkur að
á súkkulaði
góðu) og „Wohlstand fíir alle“ (vel-
megun fyrir alla) skopstældir, en
þann síðarnefnda notuðu Kohl og
CDU í kosningabaráttu í austurhér-
uðum Þýzkalands í kring um sam-
einingu landsins árið 1990.
Og „Kiep Kohl“ tengir kosninga-
slagorð úr síðustu kosningabaráttu
fyrir þingkosningarnar í september
1998, þegar stuðningsmenn Kohls
hvöttu kjósendur til að „halda
Kohl“ („Keep Kohl“) í kanzlara-
stólnum, og nafn Walters Leislers
Kiep, eins höfuðpaurs leynireikn-
ingshneykslisins svokallaða, en
hann var um árabil ljármálastjóri
flokksins og trúnaðarmaður Kohls.
Seðlabanki Evrópu
V extir hækkaðir
SEÐLABANKI Evrópu hækkaði
vexti um 25 punkta, eða 0,25%, í gær
og og eru þeir nú 4,50%. Þetta er í
sjötta sinn frá 4. nóvember í fyrra
sem bankinn hækkar vexti sína, en
fyrir þá hækkun vora vextirnir
2,50%.
Að sögn útgáfu Financial Times í
Þýskalandi eru röksemdir bankans
fyrir þessari hækkun þær að útlit fyi--
ir vöxt efnahagslífsins á evrusvæðinu
sé mjög gott og til að svo verði áfram
þurfi verðlag að haldast stöðugt. Þó
bankinn geri ekki ráð fyrir að þessi
hækkun nú hafi áhrif til skamms
tíma, þar hafi olíuverð og gengi mest
að segja, hafi hún þau áhrif til meðal-
langs tíma litið að draga úr tilhneig-
ingu til hækkunar verðlags.
Þessi vaxtahækkun kom markaðn-
um ekki á óvart því almennt hafði
verið búist við 25 til 50 punkta hækk-
un. Fyrst eftir hækkun fór evran lítil-
lega upp gagnvart Bandaríkjadal en
lækkaði svo á ný og náði sögulegu
lágmarki sínu í 0,8840 dölum, áður en
hún hækkaði á ný.
Vaxtahækkun seðlabanka Evrópu
hafði ekki nein mælanleg áhrif á ís-
lenskum fjármálamarkaði í gær.
Bandaríkin hunsa ráðstefnu 1 Japan
Þáttur í mótmælum
gegn hvalveiðum
Tókýó. AP.
STJORNVOLD í Japan hafa lýst
vonbrigðum sínum yfir því að
Bandaríkjamenn skyldu ákveða að
hundsa alþjóðlega rúðstefnu í Japan
á vegum Sameinuðu þjóðanna sem
hófst í gær. Markmið Bandaríkja-
stjórnar með ákvörðuninni er að
leggja áherslu á andúð sína á því að
japanskir hvalveiðimenn ætla að
hefja svonefndar vísindaveiðar á
búrhvölum og skorureyðum en nú
þegar veiða þeir um 400 hrefnur ár-
lega við Suðurskautslandið.
Bandaríkjamenn hafa hótað að
grípa til viðskiptalegra refsiaðgerða
gegn Japönum ef þeir láti verða af
því að hefja umræddar veiðar. Jap-
anar segja að utanríkisráðuneytið í
Washington hafi látið sendiherra
Japan í Bandaríkjunum vita á mið-
vikudag af ákvörðuninni um að
hundsa ráðstefnuna.
„Ráðstefnan kemur ekkert hval-
veiðum við,“ sagði Takeshi Ogawa,
embættismaður hjá umhverfis-
stofnun Japans, í gær. „Málið er
ekki einu sinni á dagskránni," sagði
hann og bætti við að ákvörðun
Bandaríkjamanna væri „óheppi-
leg“.
Ráðstefnan er kostuð af efna-
hags- og félagsmálanefnd SÞ fyrir
Asíu og Kyrrahafslönd. Hún hófst í
gær í borginni Kitakyushu á eynni
Kyushu.
Japanar eiga sæti í Alþjóðahval-
veiðiráðinu, IWC, sem bannaði
hvalveiðar í atvinnuskyni 1986.
Telja andstæðingar hvalveiða að
með vísindaveiðunm á hval séu
Japanar að fara í kringum bannið.
Ekki bætir úr skák að bæði búr-
hvalur og skorureyður eru á skrá
Bandaríkjamanna yfir dýr í
útrýmingarhættu. Þessar tvær teg-
undir hafa ekki verið veiddar í 13 ár.