Morgunblaðið - 01.09.2000, Side 32

Morgunblaðið - 01.09.2000, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ \ LISTIR „Þátttakandi í einni af mörgum árlegum útihátíðum í Reykjavík blæs sápukúlur." Ljósmynd eftir Ragnar Th. Sigurðsson. Krúttlegi Kínverj- I inn í vestrinu Hátíð í borg BÆKUR L j ó s m y n d i r REYKJAVÍK - Á VIT NÝRRA ALDA eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson. Filmur, prentun, umbrot: Oddi hf. Hönnun: Elísabet A. Cochran. Arctic bækur sf. 2000. 144 bls. í TILEFNI þess að Reykjavík er ein af menningarborgum Evrópu ár- ið 2000 hafa ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson og Ari Trausti Guð- mundsson, rithöfundur og náttúru- fræðari, sent frá sér bók sem þeir kalla Reykjavík - Á vit nýrra alda. Höfuðborgin sem þeir sýna hér er lífleg og litrík. Myndirnar eru næst- um 200 talsins, sumar birtar á heil- um opnum en á öðrum síðum er allt að sextán smámyndum stillt upp saman. Dregin er upp ímynd borgar sem mótuð er af frumkröftunum; á eftir ávörpum borgarstjórans, Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur og Thors Vilhjálmssonar, rithöfundar, taka við meginkaflarnir fjórir: Eld- ur, Jörð, Loft og Vatn. Markmið höfundanna hefur verið að búa til fjölbreytilegt portrett af lifandi borg. Þeir hefja hvern kafla á umfjöllun um listamann, með mynd af honum og verki eftir hann. Þessir listamenn eru Erró, Finna Birna Steinsson, Ragnheiður Jónsdóttir og Kristinn E. Hrafnsson. í textan- um rekur Ari Trausti síðan á lipur- legan hátt sköpunarsögu landsins sem borgin rís á og umhverfis henn- ar. Þá er saga Reykjavíkur sögð og skýrt frá ýmsum sérkennum og áhugaverðum staðreyndum, hvort sem um heitt vatn eða listasöfn er að ræða. I myndunum kemur Ragnar Th. víða við. Nokkuð er um landslags- myndir og þær notaðar til að út- skýra áhrif náttúrunnar á mótun borgarinnar, en þorri myndanna sýnir þó mannlíf og arkitektúr. Menningarborgin iðar af lífi á síðum bókarinnar, komið er við í tívolí, á miðborgarhátíðum, í maraþoni, í næturgleði. Að mínu mati hefði mátt veita hvei'sdeginum meira inn á síð- urnar, spurningin er hvort þessi ærsl séu raunveruleikinn sem við borgarbúar lifum við. En það er val höfundanna að fylla miðborgina þessu lífi og margar myndanna það- an eru hreint ágætar, þótt þær séu vissulega missterkar. I sumum myndum af fólki saknaði ég þess að sjá ekki ákveðnari afstöðu; nálgun ljósmyndarans er svo mismunandi og stundum fólki augljóslega stillt upp. Ahrifamestu ljósmyndir Ragn- ars Th. eru myndir hans af arkitekt- úr, hvort sem það eru stakar bygg- ingar eða ásýnd borgai-hverfa. Þar vinnur hann vel út frá formum og blæbrigðum í birtu. Til að fjölga röddum bókarinnar eru bh’t portrett af nafngreindum einstaklingum á ólíkum aldri, sem iáta skoðanir sínar á borginni í ljós í stuttu máli. Þá er sýnt fólk að störf- um, eins og fiskimenn og kona við erfðarannsóknh-, og komið við í menningarstofnunum sem og versl- unum. Fjölbreytileikinn er því mikill á síðum þessarar bókar, en ekki hef- ur tekist að halda utan um hann sem skyldi í hönnuninni. Farin er sú leið að halla portrettum af einstakling- um á síðunum, en það er ósmekklegt og gengur ekki upp, ekki frekar en að klippa út nokkrar myndir og setja inn í texta. Þessar hönnunaræfingar vinna gegn því að skapa hrynjandi og stílfestu innan bókarinnar. Annars er þetta fjörleg bók, um leið og hún er fræðandi, og í anda borgar þar sem árið sem er að líða á að vera ein samfelld hátíð í lit. Einar Falur Ingólfsson KVIKMYNPIR Laugarásbíó, Háskólabfó og B í 6 b o r g i n SHANGHAINOON ★ ★% Leikstjóri: Tom Dey. Handrit: Miles Millar and Alfred Gough. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Owen Wilson, Roger Yuan, Xander Berkeley og Lucy Liu. Buena Vista Pictures 2000. JACKIE Chan er vægast sagt mjög sérstakur náungi. Hann er þekktur íyrir frábær bai’dagaatriði, íyrir að framkvæma öll atriðin sín sjálfur og að hafa brotið í sér hvert bein oft og mörgum sinnum við þær líflegu framkvæmdir. Ég held að þessi 46 ára Kínverji eigi sér fleiri kvenaðdáendur en gengur og gerist um bardagatöffara. Ég þekki heilu stelpuhópana sem fara saman og leigja sér Jackie Chan-myndir. Þeim finnst hann svo mikið krútt. Og það er eitthvað einstakt við þennan náunga sem líka gefur myndunum þennan vinalega blæ sem m.a. er að finna í Shanghai Noon. Þó að persónusköp- unin sé ekki sú frábærasta og þaðan af síður sú frumlegasta er ekki annað hægt en að lifa sig inn í ævintýri litla einlæga Kínverjans frá upphafi til enda. Hann er bara þannig. Svo mikið krútt. Pokémon fullorðna fólksins. 1 Shanghai Noon leikur Jackie Chan Chon Wang, kínverskan þjón keisarans í Kína, sem ferðast alla leið- ina til villta vestursins til að bjarga kínversku prinsessunni Pei Pei frá mannræningjum. Litli Kínverjinn lendir í hinum ótrúlegustu mann- raunum (sem hann reddar sér út úr með bardagalistina að vopni, nema hvað!) og kynnist m.a lestarræningj- anum Roy O’Bannon og þeir verða góðir félagar. Mér fannst þetta frekar fyndin mynd. Bestu brandararnir eru þegar gert er grín að vestra-formúlunni með slatta af tilvísunum í nútímann og kvikmyndasöguna. En oft á tíðum er húmorinn líka á frekar lágu plani, en það er ekkert sem er ófyrirgefan- legt. Og svo er náttúrulega húmor í bardagaatriðunum, og það er spurn- ing hvort húmorinn sé skrifaður inn í handritið, eða hvort megi skrifa hann | á Jackie Chan. Ég held að Jackie Chan hafi sjálfur hannað þau og takið ■ eftir atriðunum þegar hann berst við f indíánana, þau eru frábær. Sumum gæti þótt vera of fá bar- dagaatriði í þessari kvikmynd miðað við hans fyrri myndir, en mér fannst þetta alveg nóg. Þetta er einföld og ævintýraleg saga, og færri bardaga- atriði gefa pláss fyrir meiri kómedíu og persónulega hluti. En það er meiri tilfinningasemi og mannlegri persón- > ur í þessari mynd en gerist í vestrum 1 sem var ánægjulegt og smellpassar fyrir Jackie Chan og Roy félaga hans § sem Owen Wilson leikur líka mjög vel. Það er helst að ástannálunum hafi ekki verið gerð nógu góð skil og það er galli. Það var nú einu sinni ástin sem rak hann heimsálfna á milli til að byija með. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta hinn hressilegasti grínvestri sem endar á tilhlýðilegan hátt, skal ég segja ykkur. Og getið nú! Hildur Loftsdóttir (| INNKÖLLUN HLUTABRÉFA (VINNSLUSTÖÐINNI HF Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf., kt. 700269-3299, gerir kunnugt að með heimild í 2. mgr. 27. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, hef- ur hún tekið ákvörðun um að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Verðbréfaskráningar íslands hf. Rafræn skráning tekur gildi 27. nóvember árið 2000 kl. 9.00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum nr. 13/1997, um rafræna eignaskráningu verðréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignaskráningar á verðbréfum og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eigna- skráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Vinnslustöðinni hf. tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru í 5 flokkum, öllum jafn réttháum, auðkennd í raðnúmerum frá 1 og í samfelldri röð nú 6500. Utgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Vinnslustöðvarinnar hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu Vinnslustöðvarinnar hf. Hafnargötu 2, 900 Vestmannaeyjum. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar í Lögbirtingi. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sbr. 10. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignaskráningu verðbréfa, innan þriggja mánaða frá síðari birt- ingu innköllunar í Lögbirtingi. Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf. Stjóm Vinnslustöðvarinnar hf. hefur ákveðið að eftir að innköllunarfrestur er liðinn og rafræn skráning á ofangreindum hlutabréfum hefur átt sér stað í kerfi Verðbréfaskráningar íslands hf. skuli arðgreiðslur til hluthafa einungis fara fram í gegnum kerfi Verðbréfa- skráningar íslands hf. sbr. heimild í 4. tölul. 54. gr. reglugerðar nr. 397/2000. Við rafræna útgáfu ofangreindra hlutabréfa er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf. umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglu- gerðar nr. 397/2000. VINNSLUSTÖÐIN HF., Vestmannaeyjum, 28. ágúst 2000 F.h. Stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastj ór i. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.