Morgunblaðið - 01.09.2000, Side 39
38 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNB LAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 39
+
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Stafróf lífsins
Dæmi um hve gott er að
gera erfðarannsóknir hér
SJAVARUTVEGURINN OG ESB
*
Islenskir og erlendir vísindamenn, alls 35 talsins, hafa fundið vísbendingu á litningi 13 um nýtt gen sem talið er
geta skýrt myndun brjóstakrabbameins hjá sumum fjölskyldum þar sem slíkt krabbamein er algengt. Rannsókn-
/
in hefur verið mjög umfangsmikil og farið fram á Islandi, í Finnlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum.
IFYRRADAG hafði eitt helzta
dagblað Danmerkur, Jyllands-
posten, ákveðin ummæli eftir
Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð-
herra um afstöðu íslendinga til ESB,
sem vöktu nokkra athygli á Norður-
löndum. Frá þessari frétt hins
danska blaðs var sagt í frétt í Morg-
unblaðinu^ í gær og jafnframt var
Halldór Ásgrímsson spurður hvort
rétt væri eftir honum haft. Utanríkis-
ráðherra svaraði því til, að það sem
eftir honum væri haft væri ekki rangt
en hins vegar hefði viðtalið við hann
verið stytt og ummæli hans því ekki
að öllu leyti í réttu samhengi við það,
sem fram hefði komið af hans hálfu.
I samtali við Morgunblaðið í gær af
þessu tilefni sagði Halldór Ásgríms-
son m.a.: „Það hlýtur að vera ljóst, að
ef Islendingar sækjast eftir aðild,
sem ég ætla ekki að fullyrða um á
þessu stigi, þá getur það ekki gengið
upp nema það finnist lausn, sem er
viðunandi fyrir íslenzkan sjávarút-
veg. Það hlýtur fyrst og fremst að
reyna á vilja annarra Evrópuþjóða í
því sambandi.“
Af þessu tilefni er kannski ekki úr
vegi að rifja upp efni þeirrar viða-
miklu skýrslu, sem utanríkisráðherra
lagði fram á Alþingi í aprílmánuði sl.
um stöðu íslands í Evrópusamstarf-
inu. Að þessari skýrslu hafði verið
unnið mánuðum saman af embættis-
mönnum utanríkisráðuneytisins og
þá ekki sízt þeim, sem starfa í Bruss-
el.
í umræðum um hugsanlega aðild
Islands að ESB á allmörgum undan-
förnum árum hefur það komið skýrt
fram, að við íslendingar gætum ekki
gerzt aðilar að ESB að óbreyttri sjáv-
arútvegsstefnu Evrópusambandsins.
Kins vegar var það trú margra. að
Evrópusambandið mundi endurskoða
sjávarútvegsstefnu sína og bundu
margir vonir við, að þær breytingar
yrðu á henni, sem mundu auðvelda
okkur íslendingum aðild.
I skýrslu utanríkisráðherra til Al-
þingis er endurskoðun sjávarútvegs-
stefnunnar lýst með eftirfarandi
hætti:
„Sjávarútvegsstefnan var endur-
skoðuð 1992 og verður endurskoðuð
aftur árið 2002. Fyrir árslok 2001 ber
framkvæmdastjórninni að leggja
fram fyrir þingið og ráðherraráðið
skýrslu um stöðu sjávarútvegsins í
Evrópusambandinu. Sú skýrsla skal
liggja til grundvallar ákvörðunum um
breytingar á sjávarútvegsstefnunni
árið 2002. Endurskoðun þessi nær til
allra þátta sjávarútvegsstefnunnar
en sérstök áherzla verður lögð á að-
gang að veiðisvæðum innan 6-12 sjó-
mílna en heimild ríkja til að takmarka
hann rennur út 31. desember 2002,
verði ekkert að gert Undirbúningur
endurskoðunarinnar er þegar hafinn
og hefur framkvæmdastjórnin unnið
að skipulagningu á henni síðan 1998.
Þá voru sendar út spurningar til 350
aðila í sjávarútveginum í ESB. Síðan
hafa verið haldnir 30 fundir með
hagsmunaaðilum, vísindamönnum og
stjórnvöldum á ýmsum svæðum og
verða fleiri slíkir fundir haldnir á
næstu misserum. Framkvæmda-
stjórnin hefur dregið vissar ályktanir
af þessum fundum og má búast við að
endurskoðunin muni markast að
miklu leyti af þeim.“
I skýrslu utanríkisráðherra segir
síðan um helztu niðurstöður af athug-
unum framkvæmdastjórnarinnar:
„Spánverjar, Portúgalar, Finnar
og Svíar hafa ekki aðgang að veiði-
svæðunum í Norðursjónum og óska
þessi ríki eftir að fá hann. Ríki, sem
liggja að Norðursjónum, eru á móti
því og hafa áhyggjur af aukinni sókn
á svæðinu, þó að ákvörðun sé tekin
um leyfilegan heildarafla af flestum
tegundum í Norðursjónum og honum
skipt á milli einstakra ríkja. Skip
þeirra ríkja, sem ekki hafa kvóta í
Norðursjó, fengju þó einungis heim-
ildir til að veiða tegundir, sem ekki
eru kvótasettar Á fundunum var því
haldið fram, að þó að leyfilegur
heildarafli hafi verið takmarkaður og
kvóti hafi verið settur á, hafi sóknin
ekki minnkað. Meðal annars sé það
vegna slaks eftirlits og skorts á vís-
indalegri ráðgjöf af nægilegum gæð-
um.“
Þessi tilvitnun sýnir við hvað væri
að etja ef við værum aðilar að ESB.
I skýrslu Halldórs Ásgrímssonar
er því lýst, sem líklega mundi gerast í
sjávarútvegsmálum okkar Islendinga
ef við yrðum aðilar að Evrópusam-
bandinu við þessar aðstæður. Þar
segir:
„Að öllum líkindum gætu íslend-
ingar haldið áfram að nota það kerfi,
sem nú er við lýði, þ.e. aflamarkskerfi
með framseljanlegu aflamarki og
aflahlutdeild hægt (er) að gera kröfu
um það, að sjávarútvegsfyrirtæki
hafi raunveruleg og efnahagsleg
tengsl við Island. Til ýmissa ráða hef-
ur verið gripið í aðildarlöndunum,
sérstaklega Bretlandi, þar sem talið
er að 25-30% flotans séu í raun í eigu
annarra en Breta. I Bretiandi eru
gerðar kröfur um, að sýnt sé fram á
efnahagsleg tengsl skipa við Bret-
land eða svæði þar sem eru háð sjáv-
arútvegi, áður en þau fá veiðileyfi Ef
stefnt væri að því að tryggja raun-
veruleg efnahagsleg tengsl skipa,
sem veiða úr íslenzkum kvótum við
ísland, er margt sem bendir til þess
að gera verði verulegar breytingar á
fiskveiðistj órnunarkerfinu. Undan-
farin ár hefur mestöllum afla ís-
lenzkra skipa verið landað á íslandi.
Einungis hefur verið heimilt að landa
ferskum fiski á viðurkennda markaði
í ESB. Ef ísland væri meðlimur yrði
ekki hægt að takmarka landanir í
öðrum höfnum í ESB í þetta miklum
mæli. Það mundi einnig eiga við um
fullvinnsluskip, sem hingað til hafa
landað öllum sínum afla á íslandi.
Slíkt fyrirkomulag mundi að sjálf-
sögðu geta leitt til þess að afla yrði
landað í miklum mæli erlendis, sem
ekki kæmi íslenzku atvinnulífi til
góða. Jafnframt má gera ráð fyrir, að
erfiðara yrði að hafa eftirlit með afla
þessara skipa, sem aftur leiddi til
þess, að fiskifræðingar hefðu lakari
gögn til að byggja á ráðgjöf um leyfi-
legan heildarafla.“
Eins og sjá má er það ekki að
ástæðulausu, að bæði Morgunblaðið
og fjölmargir aðrir hafa haldið því
fram, að aðild okkar að ESB að
óbreyttri sjávarútvegsstefnu þess
væri óhugsandi.
Rósa Björk
Barkardóttir
sameindalíffræðingur.
s
SLENSKI rannsóknarhópur-
inn samanstendur af þeim
Aðalgeir Arasyni, Guðrúnu
Jóhannesdóttur, Jóni Þór
Bergþórssyni, Hrefnu K. Jóhanns-
dóttur, Valgarði Egilssyni og Rósu
Björk Barkardóttur, en þau starfa
öll á Rannsóknastofu Háskólans í
meinalræði, Landspítalanum. Óskar
Þór Jóhannsson, sérfræðingur í
krabbameinslækningum, stjómaði
klínískum hluta rannsóknanna í
Lundi í Svíþjóð. Niðurstöður vís-
indamannanna, sem starfa á 14
rannsóknastofum í löndunum fimm,
eru birtar í ágústhefti bandaríska
vísindatímaritsins Proceedings of
the National Academy of Sciences.
Rósa Björk Barkardóttir var
spurð nánar út í þessa rannsókn og
beðin um að lýsa þeim aðferðum sem
notaðar voru, en vísindahópurinn
mun hafa beitt nýstárlegri nálgunar-
aðferð í þessari leit sinni að nýju
brjóstakrabbameinsgeni. „Til að fyr-
irbyggja misskilning vil ég byrja á
því að taka fram að þó að þessi áfangi
sé mikilvægur fyiír vísindahópinn
okkar í leit að nýjum brjóstakrabba-
meinsgenum hafa rannsóknamiður-
stöðumar á þessu stigi enga hagnýta
þýoingu fyiir bijcsískrsbbaineins-
sjúklinga eða fjölskyldur þeirra,"
segir Rósa strax í upphafi viðtalsins.
„Næsti áfangi er einangrun mein-
gensins, en aðeins verður Ijóst með
frekari rannsóknum hvort unnt sé að
staðfesta vísbendinguna og einangra
genið. Fyrst þegar tekst að einangra
sjálft genið er hægt að rannsaka
hlutverk þess og mögulegan þátt
þess í myndun brjóstakrabba-
meins.“
Mikilvægt að rannsaka
ættlægt krabbamein
„I dæmigerðri stórfjölskyldu á
Norðurlöndunum er kannski um að
ræða einn fj'ölskyldumeðlim sem
greinist með ki’abbamein í brjósti,
en þær norrænu fjölskyldur sem við
einbeittum okkur að í rannsóknun-
um era valdar sérstaklega vegna
þess að tilfellin era þrjú eða fleiri í
hverri fjölskyldu. Mörg tilfelli innan
sömu fjölskyldu geta verið vísbend-
ing um arfgenga tilhneigingu til
myndunar brjóstakrabbameins, en
hún er talin vera meginorsök hjá 5-
10% þeirra kvenna sem greinast
með brjóstakrabbamein. Arfgengt
form brjóstakrabbameins er því
sjaldgæft, en það dregur ekki úr
mikilvægi þess að það sé rannsakað
með það að markmiði að finna skýr-
ingar. Ein ástæða þess að vísinda-
menn telja mikilvægt að rannsaka
ættlægt krabbamein er að þeir binda
vonir við að rannsóknir á þeim gen-
um sem þar era að verki leiði til auk-
innar þekkingar og skilnings á
krabbameinsmyndun almennt.
MYND1
DNA
úr æxli
DNAúr
heilbrigðum vef
Comparative genomic hybridization
(CGH) eða krosstenging erfðamengja.
Með þessari tækni er erfðaefni úr heii-
brigðum frumum og æxlisfrumum borið
saman þannig að hægt er að kortleggja
gróflega þau litningasvæði æxlisfmmn-
anna sem hafa tapast og einnig litninga-
svæði sem finnast í of mörgum eintökum.
Á mynd 1 er þetta sýnt með dæmi um hvernig rannsóknin
gengur fyrir sig. Erfðaefni er einangrað úr æxli og með ákveð-
inni tækni er það litað grænt. Erfðaefni úr heilbrigðum vef er
litað rautt. Þessu tvennu er svo blandað í jöfnu hlutfalli og
sett á glerplötu sem á hafa verið festir litningar úr heilbrigðri
frumu (a). Erfðaefnið frá æxlinu og heilbrigða vefnum leitast
við að bindast litningunum en litarmynstrið þegar krossteng-
ingu lýkur segir til um magn erfðaefnis í æxlisfrumunum.
Yfirgnæfandi grænn litur á neðri helmingi tiltekins litnings (b)
bendir til þess að það svæði hafi verið til í hlutfallslega fleiri
(a)
(b) (c)
%
eintökum í æxlisvefnum en í heilbrigða vefnum. í (c) er teikn-
að það sem augað greinir af mynd (b), og í (d) er tölvutækni
notuð við magngreiningu litanna en græna og rauða línan
sýna öryggismörkin (0.8-1.2) sem litarmagnið verður að fara
yfir áður en munurinn er talin marktækur. Krosstenging gerð
í æxlisfrumunni sjálfri með grænlituðum þreifarabút frá þessu
sama litningsvæði staðfestir CGH niðurstöðurnar (e).
Hún sýnir að í staðinn fyrir tvö eintök sem ættu að greinast í
heilbrigðri frumu þá virðist fruman vera með yfir þrjátíu eintök
af þessum litningabút.
Á mynd 2 eru sýndar niðurstöður úr rarinsókri á S'ýíii Úr (t.d. lítnÍP.gur 4,8 8?St, 13 neðri helmingur, 18 og X), en grænn
brjóstaæxli sem tekur til allra litninganna í einu. Rauð litninga- litur fjölgun eintaka af viðkomandi litningasvæði (t.d. iitningur
svæði endurspegla tap á viðkomandi svæði í æxlissýninu 8 neðst, 14,17 neðst og 20).
Áður búið að einangra tvö
bijóstakrabbameinsgen
Þetta er ekki fyrsta genið sem við
tökum þátt í að reyna að staðsetja og
einangra. Þegar er búið er að ein-
angra tvö brj óstakrabbameinsgen
sem hafa verið nefnd, BRCAl og
BRCA2. BRCAl var staðsett á litn-
ingi 17 árið 1990 og einangrað fjór-
um árum síðar. Árið 1994 var
BRCA2 staðsett á litningi 13, en ein-
ungis leið eitt ár þar til tókst að ein-
angra það. Og það er ánægjulegt að
geta sagt frá því, að þátttaka ís-
lenskra vísindamanna og íslensku
brjóstakrabbameinsfjölskyldnanna í
einangran á BRCA2-geninu var
mikilvæg vegna þess að við gátum
staðsett genið á tiltölulega þröngu
litningasvæði. Ástæðan fyrir því var
aðallega tvíþætt. Annars vegar
vegna þess að svo margai’ íslenskar
brjóstakrabbameinsfjölskyldur
fundust tengdar inn á litningasvæði
BRCA2-gensins og einnig vegna
þess að þær reyndust allar bera í sér
eina og sömu BRCA2-stökkbreyt-
inguna. Umrædd stökkbreyting ber
heitið BRCA2 999del5, en það er
vísun í að fimm núkleótíð eru dottin
úr geninu á staðsetningu 999 sem
veldur því að forritið fyrir myndun
prótínsins er ónýtt og prótínafurð
gensins því óvirk. Þegar við svo
skimuðum íyrir þessari BRCA2
999del5-stökkbreytingu í æxlissýn-
um í óvöldum hópi íslenskra kvenna
sem greinst höfðu með bijósta-
krabbamein kom í ljós að 7% þeirra
bára stökkbreytinguna. Rannsókn-
amiðurstöðurnar hér á íslandi vöktu
allnokkra athygli erlendra vísinda-
manna. í fyrsta lagi vegna þess að
einungis ein BRCA2-stökkbreyting
fannst í íslenska þýðinu en í flestum
öðram þjóðfélögum finnast tugir
mismunandi BRCA2-stökkbreyt-
inga. I öðra lagi þykir það hátt hlut-
fall að ein stökkbreyting finnist í 7%
greindra bijóstakrabbameinstilfella.
BRCA2 rannsóknimar era skóla-
bókardæmi um hversu gott er að
gera erfðarannsóknir á Islandi, þeg-
ar markmiðið er að einangra gen.“
Óhefðbundin leið í upphafi
rannsóknarinnar
Sú leið sem vísindamenn fóra við
leit sína að BRCAl og BRCA2 á sín-
um tíma var að greina erfðamynstur
litninganna í fjölskyldunum og leita
eftir tengingu milli þess og hvort
fjölskyldumeðlimir hefðu greinst
með brjóstakrabbamein. En Rósa
segir að í leit þein-a að þessu nýja
geni hafi vísindahópurinn farið
óhefðbundna leið, því hann hafi byrj-
að leitina með því að skima fyrir
erfðabrenglunum í æxlissýnum úr
bij óstakrabbameinsfj ölskyldum.
„Eitt af einkennum krabbameins-
firamna er litningaóstöðugleiki og
því kannski erfitt að flokka litninga-
brenglanir með tilliti til þýðingar
fyrir æxlisvöxtinn. En við bundum
vonir við að með því að bera saman
litningabrenglanir milli æxla innan
sömu fjölskyldna myndi það litn-
ingasvæði finnast oftast brenglað
sem skipti máli við myndun meins-
ins. Yið notuðumst við tækni sem
Finnar höfðu yfir að ráða og nefnist
Comparative genomic hybridization,
eða CGH. Þessi tækni gerir kleift að
skoða í einni tilraun allt erfðamengið
úr einu sýni. Þessu má líkja við, að
tekin sé Ijósmynd af litningabrengl-
unum inni í æxlinu. Að vísu er þessi
tækni gróf og ekki hægt að sjá nema
stærri brenglanir. Tæknin sjálf var
kynnt til sögunar fyrir átta áram eða
svo, en að hefja leit að kímlínubreyt-
ingu í krabbameinsgeni með því að
skoða fyrst erfðabrenglanir í æxlun-
um var ný nálgunaraðferð þegar við
fóram af stað á sínum tíma. CGH-
tæknin var notuð til þess að kort-
leggja erfðabrenglanir í 61 æxli frá
37 fjölskyldum. Rannsóknin sjálf tók
ekki nema nokkrar vikur en án
CGH-tækninnar hefði hún eflaust
tekið mörg ár ef ekki áratug."
Við samanburð á erfðabrenglun-
um milli æxlissýna kom svo í Ijós að
sá litningur sem fannst oftast
brenglaður var litningur 13. Ákveðið
var að einbeita sér að honum.
„I fyrsta lagi var það sú stað-
reynd, að sá litningur fannst oftast
brenglaður í þessum æxlissýnum. í
öðra lagi var það, að þegar við fórum
að skoða niðurstöðumar með tilliti til
ætta kom í Ijós að í einni sænsku ætt-
inni þar sem höfðu verið rannsökuð
fimm æxli var í öllum tilvikum
brenglun á þessu ákveðna svæði á
litningi 13. Það er fremur ólíklegt að
það hafi gerst vegna tilviljunar einn-
ar saman. Og í þriðja lagi vora það
svo niðurstöður tölfræðinga, sem við
höfðum fengið til samstarfs við okk-
ur til að reikna út hveijar af brengl-
ununum sem greindust í æxlunum
myndu mögulega skipta máli við
æxlismyndunina. Þeir beittu tveim-
ur ólíkum aðferðum við útreikning-
ana, en niðurstöður þeirra bentu til
að litningur 13 gæti hafa orðið íyrir
brenglun tiltölulega snemma í æxlis-
myndunarferlinu."
Farið yfir í
hefðbundnu aðferðina
Hópurinn fór nú að beita hefð-
bundnu aðferðinni, þ.e. kanna hvort
erfðamynstrið á þessu ákveðna
svæði á litningnum fylgdi sjúkdóms-
myndinni í fjölskyldunum. Niður-
stöðumar bentu til þess að svo gæti
verið í sumum af þeim 77 fjölskyld-
um sem rannsakaðar vora. „En samt
voram við ekki viss um hvort þama
væri í raun nýtt gen eða hvort niður-
stöðumar væru litaðar af BRCA2-
geninu,“ segir Rósa. „En eins og áð-
ur sagði er BRCA2 líka staðsett á
litningi 13, en að vísu í töluverðri
fjarlægð frá þessari nýju staðsetn-
ingu. Þetta var okkur heilmikið
áhyggjuefni í lengri tíma og kostaði
okkur mikla vinnu við frekari rann-
sóknir á BRCA2-litningasvæðinu áð-
ur en við tókum ákvörðun um að
birta niðurstöðurnar.“
Mikil vinna óunnin
En hvað skyldi nú taka við hjá vís-
indahópnum? Rósa segir granninn
að því sem búið sé að gera vera hið
norræna samstarf, og þessi óhefð-
bundna leið sem farin hafi verið í
upphafi. Og þó að þeim áfanga sé náð
að staðsetja nýtt meingen sé mikil
vinna óunnin áður en hægt sé að
gera sér vonir um að einangra gen.
„Síðast þegar við fórum frá staðsetn-
ingu á bijóstakrabbameinsgeni yfir í
einangran þess tók einangranin að-
eins eitt ár. En ég er hrædd um að
þrátt fyrir þá miklu lyftistöng sem
það er að hafa aðgengi að genameng-
iskortinu með niðurstöðum um rað-
greiningar á litningum mannsins
gætu liðið nokkur ár áður en tekst að
einangra þetta nýja gen á litningi 13.
Ástæða þessarar svartsýni minnar
er að þrátt fyrir mikla vinnu höfum
við eldd getað þrengt leitarsvæðið
með neinu öryggi nema niður í u.þ.b.
fimm milljón basapör. Það er um það
bil tíu sinnum stærra leitarsvæði en
þegar við vorum að vinna að ein-
angran BRCA2-gensins.“
Með Morgunblaðinu
á laugardag fylgir
blaðauki um
genarannsóknir.
Ahrif offítu var til umfjöllunar á þinffi hjartalækna
Reuters
Hjartaaðgerðir bjarga þúsundum mannslífa árlega en heilbrigt líferni, mataræði og hreyfíng eru góðar
fýrirbyggjandi aðgerðir gegn mörgum hjartasjúkdómum.
Hjartans mál
í Hollandi
Árlegt þing evrópskra hj artasérfræðinga
var haldið í Amsterdam dagana 26. - 30.
ágúst. Jóhanna K. Jóhannesdóttir sótti
þingið og hlustaði m.a. á fyrirlestra
um hvernig nútíma lifnaðarhættir
Vesturlandabúa endurspeglast í
velmegunarsjúkdómum; sívaxandi holda-
fari, sykursýki og hjartasjúkdómum.
INGIÐ í ÁR var afar vel
sótt þar sem vel á þriðja
tug þúsunda gesta hvað-
anæva að úr Evrópu
flykktist á morgni hverjum í hina
risastóra RAI-ráðstefnuhöll í mið-
borg Amsterdam til að hlusta á yfir
2000 erindi með niðurstöðum mis-
viðamikilla og áralangra rannsókna
sérfræðinga í hjartalækningum.
Þinggestir hefðu reyndar getað ver-
ið staddir hvar sem var í heiminum
þar sem áberandi hátt hlutfall
Banaaríkjamanna og Asíubúa
blekkti augu og eyru og jók á fjöl-
breytileik ráðstefnulitrófsins.
Þessi mikli fjöldi gesta utan
Evrópulandanna skýrist að nokkru
af því að samtök evrópskra
hjartalækna, European
Society of Cardiology,
fagna fimmtíu ára af-
mæli um þessar mund-
ir. Af því tilefni vai’ sett
á laggimar glæsileg
sögusýning sem sýndi
hraða þróun læknavísind-
anna og gríðarlegar framfarir í
tækni- og tækjabúnaði innan stétt-
arinnar á undanfömum fimm ára-
tugum.
Dr. E. Borst-Eilers, heilbrigðis-
ráðherra Hollands, ávarpaði sam-
komuna og sagði í opnunarræðu
sinni að það væri nauðsynlegt öllum
mönnum að líta á sjálfan sig sem
íbúa jarðarinnar og deila þekkingu
og reynslu með öðrum íbúum „al-
heimsþorpsins“ því sameinuð viska
sé meira virði í heild sinni en í minni
hlutum. Borst-Eilers sagði auk
þessa að ráðstefnur af þessu tagi
væra tækifæri til að koma þessari
heimsmynd í framkvæmd.
Bein tengsl milli offitu,
sykursýki og hjartabilunar
Það er stefna ESC-samtakanna
að bæta lífsgæði Evrópubúa með því
að lækka tíðni hjartasjúkdóma.
Samtökin gera þetta með fyrir-
byggjandi aðgerðum og réttri
greiningu og meðferð sjúklinga.
Margir sérfræðingar innan heil-
brigðisgeirans líta svo á að næsta
stóra vandamál innan læknavísind-
anna sé sykursýki, áunninn lífstíls-
faraldur sem breiðist með ótrúleg-
um hraða út í hinum vel setta,
vestræna heimi. Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin, WHO, spáir því að þessi
áunna sykursýki, daglega kölluð
týpa 2, eigi eftir að meira en tvö-
faldast á næsta aldarfjórðungi og
nái tala veikra 300 milljónum.
Hingað tíl hefur þetta form syk-
ursýki einkum verið fundið í sjúkl-
ingum sem era orðnir 45 ára eða
eldri og era of feitir en 85% allra
sykursjúkra eiga við offituvandamál
að stríða. Það sem nú er að
gerast er að aldur syk-
ursjúkra lækkar óðum
og hefur tilfellum fólks
á fertugsaldri aukist
um 70% á árunum
1990-1998. Of margar
hitaeiningar og hreyfing-
arleysi eru aðalorsök týpu 2
en rannsóknir sýna að meira en
fjórðungur fullorðinna Banda-
ríkjamanna segjast ekki stunda
neina líkamlega hreyfingu og miklu
fleiri fá bara örlitla hreyfingu á degi
hverjum.
I dag finnast jafnvel börn með
týpu 2 sykursýld, staðreynd sem
hrellir þá sem tU þekkja því það get-
ur tekið sjúkdóminn áratugi að ná
fram verstu verkununum - lifrarbil-
unum, blindu og hjartaáföllum. Það
er því fyrirsjáanlegt að ung böm
sem þróa með sér sykursýki 2 eigi
eftir að þurfa að horfast í augu við
mikla erfiðleika sem era fylgifiskar
sjúkdómsins, og munu vafalaust
þurfa á kostnaðarsamri hjálp að
halda frá heilbrigðiskerfmu.
Týpa 2 tekur mörg ár að þróast í
líkamanum og einkenni hennar era
væg og oft raglað saman við eðlileg-
ar aldurstengdar breytingar á
líkamanum s.s. sífelldur þorsti,
þreyta, pirringur, óskýr sjón og sár
sem gróa seint og illa. Það er talið að
milljónir manna um heim allan þjá-
ist af sjúkdómnum, án þess að hafa
hugmynd um það.
Samfara sykursýki aukast líkurn-
ar á hjartasjúkdómum tvöfalt hjá
körlum; fjórfalt hjá konum.
Rétt mataræði og regluleg
hreyfing skiptir sköpum
Það er hægt að hafa taumhald á
sykursýki 2 með því að halda blóð-
sykrinum eins vel og mögulegt er í
skefjum. Þetta er hægt að gera með
reglulegri hreyfingu og réttu matar-
æði. Þetta eru gullvæg orð sem
mörgum reynist þó mun auðveldara
að segja heldur en lifa eftfr. Því
keppast lyfjafyrirtæki við að finna
upp haldbær lyf í baráttunni við
vambarpúkann. Eitt slíkt sem er að
skila góðum árangri er Xenical frá
Hoffmann-La Roche lyfjarisanum.
Talsmenn La Roche leggja ríka
áherslu á að ekki sé um kraftaverka-
lyf að ræða því sjúklingurinn þarf að
leggja sitt af mörkum svo árangur
náist. Xenical er lyfseðilsskylt og
eingöngu gefið fólki sem á í veraleg-.
um vandræðum með holdafarið.
Rannsóknir hafa sýnt að notkun
lyfsins minnki umtalsvert hættuna á
hjartasjúkdómum í offitusjúkling-
um vegna jákvæðra áhrifa þyngdar-
taps. Sjúklingar sýna marktæka
lækkun á kólesteról-, insúlín- og
glúkósamagni auk þess sem blóð-
þrýstingur lækkar en þetta era allt
mikilvægir áhættuþættir í hjarta-
og æðasjúkdómum.
Auglýsingar og mark-
aðshyggja
Þing eins og ESC-ráðstefnan í
Amsterdam leiða saman einhverja
bestu hugsuði og framkvæmda-
menn læknavísindanna og því era
þeir margir sem sjá sér leik á borði
að vekja athygli á sínum vöram og
hagsmunagæsla sést víða. Risastór
vörasýning með glæsilegum sýning-
arbásum er sett upp þar sem lyfja-
fyrirtæki og hátækniframleiðendur
reyna að lokka til sín væntanlega
viðskiptavini. Fyrir leikmann minn-
ir þetta á heimilissýningar í Laugar-
dalshöll fyrri ára enda er svipuðum
aðferðum beitt til að heilla við-
stadda; litlum leikfangaböngsum,
fagurlitum regnhlífum og ókeypis
úrvals-espresso kaffi er útdeilt með
tannkremsbrosi á vör og blikkandi,^
fagurrauðum endurskinsmerkjum
nælt í barm sællegra sýningargesta.
Á borði blaðamanns situr lítil hjarta-
laga bréfaklemmudós, lítill minning-
arvottur um fróðlegt upplýsinga-
flæði frá fólki sem hefur það eitt að
leiðarljósi að gera íbúa heimsins
heilbrigðari, sterkari oglanglífari.