Morgunblaðið - 01.09.2000, Síða 49

Morgunblaðið - 01.09.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FOSTUDAGUR-l. SEPTEMBER 2000 49 i að hann væri vissulega metnaðar- gjam í pólitík var hann samt alltaf duglegri að berjast fyrir málstað en fyrir sjálfum sér og setti hagsmuni flokks eða hreyfingar ofar eigin frama. Pessu drengskaparbragði, sem svo var kallað, var þá mikið hrós- að af þeim sem nutu góðs af því en þegar kostur gafst á að launa honum það sjö árum síðar var það gleymt. Þá voru komnir fram nýir menn og óþolinmóðir sem tóku höndum sam- an um að losa sig við hann af listan- um; og af gamalli hollustu við flokk- inn og til að vekja ekki upp deilur kyngdi hann því og þáði heiðurssætið sem eitt stóð honum til boða. Það hefði aldrei hvarflað að Halldóri að segja skilið við flokkinn af jafn pers- ónulegum ástæðum og þessum, hvað þá að efna til sérframboðs honum til höfuðs, því að hann leit á stjómmála- flokka fyrst og fremst sem baráttu- tæki fyrir stefnum og hugsjónum en ekki sem stökkpall fyiir einstaklinga tif að komast til áhrifa og frama. Og klækir og undirferli voru vinnubrögð sem voru honum fjarlæg og hann hefði aldrei beitt sjálfur. Ritstörf held ég þó að hafi alfa tíð skipt Halldór enn meira máli en stjómmálabaráttan, þótt vitaskuld fléttaðist þetta tvennt oftar en ekki saman. Hann var sískrifandi alla tíð og um skeið, 1946-52, starfaði hann sem blaðamaður við Tímann yfir vet- urinn en var heima á Kirkjubóli á sumrin. En hann skrifaði mikið í blöð bæði fyrir og eftir og var raunar tímabundið fastamaður á Tímanum nokkmm sinnum eftir 1952. Skrif hans vöktu oft mikla athygli og iðu- lega deilur. Þau vom hvöss og beinskeytt, hann sagði umbúðalaust og tæpitungulaust það sem honum bjó i brjósti hverju sinni og hirti ekki alltaf um þó að undan því kynni að svíða. Margar blaðagreinar hans fjölluðu um baráttumál hans, stjóm- mál og bindindismál, en hann skrifaði einnig fjölmarga ritdóma, afmælis- greinar og minningargreinar. Hann lagði sig talsvert eftir fróðleik um liðna tíma, einkum þann sem snerti Vestfirði, og hann gerði sér far um að leiðrétta missagnir sem hann taldi sig finna í ritum um söguleg efni. Hann var allra manna best að sér um íslenska stjómmálasögu allt frá alda- mótum og minni hans var mjög traust til hins síðasta. Einnig vom honum andleg mál hugleikin og hann skrifaði talsvert um trúarviðhorf og lífsskoðanir, einkum á síðara skeiði ævinnar. Lítið úrval af þessum grein- um var birt í bókinni I dvalarheimi sem kom út í tengslum við áttræðis- afmæli hans 2. október 1990. En Halldór var ekki aðeins rithöf- undur í óbundnu máli. Hann orti einnig ljóð við ýmis tækifæri og var létt um að setja saman vísur. Um langt skeið á blaðamannsáram sínum tíðkuðu ýmsir að kalla hann sálma- skáld og var það að vísu ekki gert honum til upphefðar. En hann tók þessu uppnefni vel og sagði að Morg- unblaðið sérstaklega hefði fullan rétt til að sæma hann þessu heiti, þar sem Lesbók þess blaðs hefði eitt sinn birt eftir sig ljóð þar sem orðið sálmur kom fyrir í fyrirsögn. Sýnishorn af ljóðum sínum gaf hann út á bók árið 1980 undir nafninu Halldórskver. Þegar ég hóf að skrifa þessi minningarorð ætlaði ég mér að eyða mestum tíma í að rifja upp minningar af samskiptum mínum við Halldór fyrr og síðar, einkum þó bernsku- minningar. Ég var svo heppinn að dveljast sumarlangt á Kirkjubóli ár- um saman sem barn og fram á unglingsár og tel að það hafi verið mér mikið lán að fá að kynnast ömmu minni og fóðursystkinum mínum þar náið og líka þeim fornu búskapar- háttum sem þá vora þar enn við lýði. En rúmsins vegna verð ég að láta þá nostalgíu bíða betri tíma. Eins og segir hér að framan gekk Halldór að eiga Rebekku Eiríksdótt- ur frá Sandhaugum sumarið 1941. Sambúð stóð í meira en hálfa öld og var alla tíð mjög farsæl en Rebekka andaðist á ársbyrjun 1995. Þeim varð ekki bama auðið en tóku í fóstur og ólu upp þrjú böm, Ósk Elínu Jóhann- esdóttur, Sigríði Eyrúnu Guðjóns- dóttur og Sævar Björn Guðjónsson og gengu þeim í foreldra stað. Við þessa upptalningu mætti raunar bæta elstu dóttm- Óskar, Sigurlaugu Sæmundsdóttur, en hún var meira og minna hjá Halldóri og Rebekku í bernsku og langt fram á unglingsár. Húsakynni á Kirkjubóli vora lítil og þröng þegar Halldór kom þangað með Rebekku. Þar stóð toi-fbær sem faðir hans hafði reist þegar hann fluttist að Kh'kjubóli 1904 en þrengslin hljóta oft að hafa verið erf- ið fyrir unga konu úr öðram lands- fjórðungi sem var vön öðra og betra. Mér þykir sennilegt að þetta hafi ráðið talsvert um það að Halldór gerðist blaðamaður í Reykjavík nokkra síðar og bjó þá þar meirihlua ársins, þó að hann væri ævinlega heima á sumrin. En 1950 var flutt inn í nýtt og stórt íbúðarhús á Kirkjubóli og í framhaldi af því fluttu þau hjón aftur vestur og bjuggu þar árið um kring. En 1973 létu þau af búskap á Kirkjubóli og fluttust til Reykjavíkur þar sem Halldór gerðist starfmaður Alþingis, fyrst við útgáfu á nýju AI- þingismannatali en síðan við önnur störf. Margir sem kynntust Halldóri á þessum áram hafa sagt mér að þau kynni hefðu breytt mikið skoðun sinni á honum. Þeir hefðu fyrirfram gert sér þá hugmynd um hann, af sumum skrifum hans og viðbrögðum andstæðinga hans við þeim, að hann væri þöngsýnn og einstrengingsleg- ur ofstækismaður. En þeir hafi fljótt uppgötvað að sú mynd væri fjarri öllum sanni. í raun- inni væri hann hjartahlýr húmanisti, víðsýnn og fjölmenntaður á mörgum sviðum, þótt sú menntun hefði verið sótt annað en í skóla. Og það sem kæmi kannski mest á óvart, hann væri allra manna skemmtilegastur þegar svo bæri undir, hefði á hrað- bergi ótal sögur og vísur fyrir utan mikla þekkingu á bæði mönnum og málefnum. Þetta er líka mín reynsla af honum. Með honum er núna geng- inn maður sem hafði sem eitt helsta markmið með lífi sínu að stuðla að betra mannlífi og þroskaðra mann- fólki; það var mannbætandi að þekkja hann og umgangast. Ég votta börnum hans, barnabömum og öldr- uðum systkinum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Kristján Bersi Ólafsson. Hanserágættaðeiga atfylgi á hverri stund. Óvinurillraveiga ávaxtarvelsittpund. Rökfimin reynslu slungin, réttsýnin prýðir hal. Mælskan er málsnilld þrungin merkið erhefjaskal. Þessi orð era úr fátæklegri afmæl- iskveðju er ég færði Einingarfélag- anum Halldóri Kristjánssyni ásamt hugheilli þökk á 85 ára afmæli hans. Þau orð leita nú á hugann. Aldurhniginn öðlingur hefur kvatt okkur hinztu kveðju, en eftir lifa ótal mætar minningar um góðan dreng og gegnan, baráttumann bindindis og hollra lífshátta, skáld gott þar sem alvaran og gamansemin áttu báðar sinn góða hlut, vaskan hal á velli þjóðmálanna en fyrst og síðast kær- an vin margra eftirminnilegra stunda. Halldór Kristjánsson var afar fjöl- hæfur maður, fróðleiksmaður mikill svo af bar, fljúgandi greindur með skarpan skilning og skýran málatil- búnað. Hann var gott að eiga í fylk- ing með sér, ævinlega tilbúinn til allra góðra verka, málhagur og mál- snjall, talaði enga tæpitungu ef svo hæfði, en var allra manna mestur mannasættir ef þess var þörf. Hann kom víða við á sinni löngu ævi, var bóndi góður og blaðamaður snjall, skáld gott og frækinn frambjóðandi, sagnamaður góður og ódeigur bar- áttumaður háleitra hugsjóna. Kynni mín af Halldóri era löng og góð og á okkar margvíslegu samskipti bar aldrei skugga. Raunar var það nú svo að fyrstu eiginleg samskipti okkar hófust á ritvelli blaða, þar sem þaul- vönum ritgarpi þótti ástæða til að segja ungum og óreyndum til um meginatriði samvinnuhugsjónarinn- ar, en gerði það á þann hátt að sá ungi þóttist nokkuð ósár eftir. Svo liðu árin og fyrst bar svo fundum okkar saman á vettvangi Góðtempl- arareglunnar þar sem báðir áttu sanna samleið og fór harla vel á með okkur og varð svo æ síðan, þróaðist upp í varma vináttu og veitula sam- vinnu. Næst sátum við saman á Alþingi öðra hvora og oft alllanga hríð þar sem Halldór kom þangað inn sem varaþingmaður Vestfirðinga og var sem hann hefði ætíð setið þá sam- komu, vel inni í öllum málum og lagði þar skynsamlega orð í belg sem hans var ein von og vísa. Við áttum í mörgu góða samleið enda mála sann- ast að vinstri sinnaðir framsóknar- menn eins og Halldór var alla tíð, hafa verið einlægir boðberar félags- hyggju og samhjálpar. Halldór varð svo um langa hríð starfsmaður Al- þingis, vann fyrst að hinu ágæta Al- þingismannatali en sinnti svo ýmsum störfum sem öll vora af sömu trú- mennskunni og samvizkuseminni unnin. Það var að vonum að við Halldór tækjum oft tal saman og oftast bar þó bindindismálin á góma en ljúft var einnig að ræða við hann um bókara- mennt og þjóðlegan fróðleik og raun- ar hvaðeina, því hvarvetna var Hall- dór heima og jafnan fór maður fróðari af hans fundi. En á vettvangi Góðtemplarareglunnar urðu sam- skipti okkar Halldórs nánust og ein- lægust og ég mat æ meira þennan garp góðra hugsjóna, óþreytandi í sókn og vöm, grípandi sitt stælta stíl- vopn hvenær sem tilefni gafst til að kveða niður drauga áfengisunnenda og fláráðra „frelsis“boðenda hræsn- innar og sannast sagna riðu slíkir ekki feitum hesti frá þeim orðaskipt- um. Hann var ómetanlegur félagi sem ekki einvörðungu var harður í hom að taka í krafti kunnra sanninda heldur einnig hinn gamansamasti á góðum stundum, enda sagði hann oft að það væra að sjálfsögðu hin verstu öfugmæli þegar því væri á lofti haldið að templarar væra leiðinlegir. Hann sjálfur var lýsandi dæmi um hið gagnstæða og þegar með þurfti þá var til hinnar geislandi góðu hag- mælsku gripið og á gleðinnar strengi óspart slegið. Andi hans var óbugað- ur allt til hins síðasta og ekki ýkja langt síðan hann færði okkur í stúk- unni Einingunni tvö ljóð, annað sannkallaða herhvöt, sem okkur þótti sjálfsagt að syngja í lok hvers fundar okkur til andlegrar heilsubótar. Halldóri vora að sjálfsögðu falin hin margvíslegu trúnaðarstörf á vett- vangi okkar og í hverju einu sannaði hann félagshæfni sína og forystu- hæfileika um leið, allt það mikla og gifturíka starf er að mildum verðleik- um metið. Stúkan okkar Einingin var honum einstaklega hugumkær og mikið mátti vera að svo ekki mætti hann á fund, enda setti hann svo sannarlega mark sitt á fundi okkar með málafylgju sinni og hollum heil- ræðum. Nú verður sæti höfðingjans okkar autt næsta vetur og að honum mikill söknuður og sjónarsviptir. Minningamergð sækir heim hugans borg, minningarnar góðu um hann Halldór og hana Rebekku hans sem hina styrku og sterku félaga okkar, minningamar um vermandi vinar- hlýju þeirra, minningarnar um öll ljóðin og vísurnar hans Halldórs, hvort sem um var að ræða heillaósk til reglufélaga á merkum tímamótum þeirra eða gamanbragir í þingveizl- um áður fyrr, minningamar um hin- ar mörgu skörpu og skýra blaða- greinar Halldórs og þannig utan enda. Fyrir allt þetta er færð hugarheil og heit þökk í dag, fyrir hinar mörgu glitrandi stundir gleði og alvöra sem ljóma og lýsa fram á veginn og um leið er því heitið að vinna hugsjón bindindis allt það sem við mest megnum. Það er sú hinzta kveðja okkar til hans Halldórs sem hann bezt hefði kunnað að meta. Við Hanna þökkum hina farsælu fylgd margra merlandi stunda og sendum ástvinum hans einlægar samúðar- kveðjur. Megi hann hvíla í örmum þess al- föður sem honum var hin dagljósa vissa. Blessuð sé minning míns kæra vin- ar. Helgi Seljan. Það haustar og húmar að kveldi. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli hefur lokið för. Tæpir níu áratugir era að baki. Leiðin er í senn löng og sumarstutt. Langir vegir verða stuttir í fylgd hugsjónamanna með heitt hjarta - málsnjallra manna með vit, vilja og íslenskt tungutak - manna sem láta sig skipta samferðamanninn og sam- félagið - manna sem era fullir fróð- leiks, tilbúnir að miðla öðram - manna sem hafa trausta og hlýja vin- áttu í farteski sínu og láta sér annt um vini og vandamenn - manna sem skila verkum sem standa eins og óbrotgjarnar vörður á ævivegi þeirra. Það er þess vegna sem níu áratuga leið Halldórs frá Kirkjubóli er sumarstutt. Lítil frænka sunnan úr Hafnarfirði nýtur sumars og sólar á Kirkjubóli. Hún er umvafin umhyggju og hollum uppeldisáhrifum frá ömmu sinni og foðursystkinum. Halldór frændi er henni betri en enginn. Hann er félagi hennar, vinur og leikbróðir. Hann fer með vísur fyrir hana. Hann segir henni sögur. Hann ræðir við hana um lífið og tilverana, um menn og mál- efni fyrr og nú. Hann er 23 áram eldri en hún. En í útilegumannaleik, fallinni spýtu og gorkúluslag hverfur og gleymist þessi aldursmunur í gleði og gáska liðandi stundar. Þessir dag- ar skilja eftir góðar og ljúfar minn- ingar. Lítil stúlka er send til Halldórs frænda upp í Kálfabana. Kálfabani er í fjallinu fyrir ofan Kirkjuból og þar er Halldór að störfum. Hún á að bera honum þá fregn að skip sé komið að landi á Flateyri. Þar á Halldór pant- að far norður í land til heitkonu sinn- ar. Nú er ekki til setunnar boðið. Halldór tekur á rás ofan fjallið með frænku sína á eftir sér. Það breikkar sífellt bilið á milli þeirra. Það er eins og Halldór hafi vængi. Slíkt hlaup hefur ungmærin ekki áð- ur séð og það situr fast í minni henn- ar. Túngirðingin veldur engri töf. Halldór stekkur yfir hana og linnir ekki á sprettinum. Hann nær skipinu og siglir með ástina fyrir áttavita. Ferðinni er heitið norður í Þingeyjarsýslu, að Sandhaugum, þar sem Rebekka konuefnið hans bíður. Dagarnir líða, skip leggst að bryggju á Flateyri. Halldór er aftur kominn á feðraslóðir. Hann er ekki einn á ferð, ekki aldeilis. Nú er hann kvæntur maður. Bam hleypur inn í Kirkjubólsbæinn og er mikið niðri fyrir. „Halldór er kominn með konu, kú og orgel. Hún er falleg og svört á litinn. Hún heitir Svört og mjólkar vel!“ Það er verið að tala um kúna, ekki konuna. Hafnfirska frænkan hans Halldórs er orðin átta ára. Hún er hrædd og feimin við þessa fasmiklu, myndar- legu konu sem nú er orðin konan hans Halldórs. Frænkan er feimin, nærri því í fel- um, þorir ekki að nálgast eða tala við Rebekku. Halldór lætur þá málið til sín taka. Hann tekur frænku sína í fangið og lætur vel að henni. Hann er hlýr og traustvekjandi faðmurinn hans Halldórs. Þar öðlast hún öryggi og kjark. Og með það að veganesti hefjast kynni hennar við Rebekku, eiginkonu Halldórs, sem urðu gef- andi og endingargóð. Rebekka er komin til þess að vera á Kirkjubóli, verða ein af Kirkjubólsfólkinu. Hún er glaðvær, rösk og ákveðin og spilar á orgel. Hún er músíkölsk og þess á kirkjan í Holti eftir að njóta. Nú á ungmærin þau bæði að, Hall- dór og Rebekku. Þau era bamelsk hjónin og taka að sér þrjú fósturböm og ala upp. Ósk, Bjössi og Sigga Ey- rún koma með aukið líf og fjör í bæinn. Þau verða snar þáttur í til- vera þeirra og lífsfyllingu. Bönd vin- áttu og frændsemi eflast enn og styrkjast. Heimili þeirra er mótað myndarskap og menningu. Lífsgleði Halldórs, konu hans og bama vekur yl og fögnuð í huga og sál hafnfirsku frænkunnar sem eldist nú óðum. Hún býr enn að þeim yl. Hafnfirska frænkan verður gjaf- vaxta, eignast eiginmann sem kynn- ist Halldóri, verður vinur hans. Lífs- viðhorf þeirra fara í mörgu saman. Þeir era m.a. samherjar í baráttunni gegn áfengisbölinu. Hann dáist að orðfimi Halldórs og rökvísi, eldmóði hans og elju, þekkingu og ótrúlegu minni. Hugsjónaorkan er óþrjótandi, þótt oft sé mjög á brattann að sækja í bar- áttunni gegn Bakkusi, fyrir eitur- lyfja- og vímulausu samfélagi, betri og mannúðlegri heimi. Penni Hall- dórs er beittur og hugsunin skýr. Það^, munar um hann og gott að eiga hann að sem baráttufélaga og vopnabróð- ur. Seinmæltur er Halldór, þungur á brún og fylginn sér í öllu. Ókunnugir halda að þar fari þurradrambur og þumbari. Þeir sem þekkja Halldór vita betur. Það er stutt í kímnina, gamansög- ur rata rétta leið úr munni hans, hann yridr gamanbragi sem stytta vinum hans og félögum marga stund- ina. Ljóðasmíði lætur honum vel og tjáir samferðamönnunum hugsjónir hans og lífsviðhorf. -1 Hann iðkar fræðistörf og grúsk og það gefur af sér góða ávexti. Hugur hans hýsir íslenska menningu og metnað til að efla hana og auka. Hann veit hvað hann vill, vinnur verkin sem höfða til manndóms hans og athafnagleði. Hjartað er fullt af sköpunarþrá. Hann vill móta umhverfið með góð- vild og mannúð. Hann metur mann- gildið meira en gróðahyggju og framapot. Lífsstíll hans er hreinn og afdráttarlaus. Frá honum kvikar hann aldrei. Betur að við ættum fleiri slíka. Líf er að loknu þessu lífi. Sú er skoðun Halldórs og margra okkar. Við biðjum honum fararheilla til-t' nýrri og betri heima þar sem elli og lasleiki týnast, þar sem góðsemi og hugsjónarækt situr í öndvegi. Við flytjum Halldóri innilega þökk fyrir liðnar samverastundir, kynni öll, vin- áttu og ræktarsemi. Systkinum hans, bömum og bamabömum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Á kveðju- stund er gott að ylja sér við minning- ar um góðan dreng. Það er góð hugg- un í harmi. Halldór frá Kirkjubóli lifir í minn- ingu okkar, traustur, heill og sannur. Þannig var hann, er og verður ! hvar sem leiðir hans liggja. Sumir menn verða langlífari í vitund okkar en aðrir þá þeir era gengnir. Halldór er einn þeirra. Því valda manngildi hans og mannkostir. Halldór, kæri frændi og vinur. Leiðin þín varð okkur sumarstutt. Þér fylgir þökk og virðing. Minning- amar lýsa langt fram á framtíðar- veginn. Það er gott að hugsa til þín, lífssýnar þinnar og lífsgilda. Guð blessi þig og ástvini þína. Asthildur Ólafsdóttir, Hörður Zóphaníasson. Látinn er í Reykjavík náinn fjöl- skylduvinur til margra ára, Halldór ; Kristjánsson frá Kirkjubóli. Kynni okkar hófust fyrir tæpum sextíu áram er Halldór og Rebekka, kona hans, bjuggu í sama húsi og við. Faðir okkar Guðmundur Tryggvason og Halldór störfuðu þá saman á Tím- anum og Rebekka kona hans aðstoð- aði mömmu við heimilisstörfin svo samgangur var mikill. Halldór hafði gaman af bömum og var hann mjög umhyggjusamur við okkur systkinin og kom fram við okk- ur eins og við væram hans eigin böm. Hann gat verið strangur, en samt ávallt réttlátur. Hann hvatti okkur til lesturs góðra bóka og afmælis- og jólagjafir frá þeim hjónum vora ávallt bækur, má þar nefna Öddu-^; bækumar og Dóra-bækumar til okk- ar systra. Eftir að Halldór og Rebekka fluttu aftur til Reykjavíkur 1973 bjuggu þau í nágrenni við foreldra okkar, og þá var þráðurinn tekinn upp að nýju og hefur haldist síðan. Þeir félagar pabbi og Halldór hafa svo hin síðari ár alltaf verið í sambandi og hafa þeir þá rætt um sameiginleg áhugamál sín, s.s. þjóðmál og bókmenntir. Fylgdust þeir ótrúlega vel með báðir tveir fram á allra síðustu árin. Um leið og við þökkum samfylgd- ina sendum við innilegar samúðar-.) kveðjur til aðstandenda Halldórs frá foður okkar og okkur systkinunum. Guðrún, Tryggvi, Steinunn, Kristín og Kolbeinn, • Fleirí minningargreinar um Hall- dór Krístjánsson biða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.