Morgunblaðið - 01.09.2000, Síða 52
52 FÖSTUÐAGUR 1-. SEPTEMBEtR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIB
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
VALTÝR GÍSLASON,
frá Ríp,
Aflagranda 40,
lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku-
daginn 30. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eva Benediktsdóttir,
frá Þverá, Aflagranda 40.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
OLGA V. SVEINSDÓTTIR,
Veghúsum 31,
áður til heimilis í Akurgerði 50,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 30. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Álfgeirsdóttir,
Kristinn Álfgeirsson.
Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
KRISTJÖNU GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR
frá Botni í Súgandafirði,
verður gerð frá Suðureyrarkirkju laugardaginn
2. september kl. 14.00.
Birkir Friðbertsson,
Kristjana Friðbertsdóttir,
Kristín Friðbertsdóttir,
Ásta Bjðrk Friðbertsdóttir,
Reynhildur Friðbertsdóttir,
Guðrún Fanný Björnsdóttir,
Hafsteinn Sigmundsson,
Baldur Árnason,
Kjartan Þór Kjartansson,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við fráfall_og útför
ástkærrar unnustu minnar, dóttur okkar, systur
og barnabarns,
HELGU SJAFNAR FORTESCUE,
Grýtubakka 6.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar
Landspítalans í Fossvogi, foreldra í Breiðholti,
vina og vandamanna.
Rúnar Þór
Oddný Inga Fortescue,
Ottó Svanur Markússon,
Sigríður María Fortescue,
Helgi John Fortescue,
Markús Sigurðsson,
Reynisson,
Sigurjón Skæringsson,
Jón Ingi Ottósson,
Björn Kjartansson,
Kristjana Einarsdóttir,
Sjöfn Ottósdóttir.
+
Hugheilar þakkir sendum við öllum sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför
ÞÓRU ÞORSTEINSDÓTTUR
fyrrv. talsímakonu
frá Grund í Svínadal,
Flókagötu 7,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 4-B, Landspítala Fossvogi,
fyrir góða umönnun siðustu mánuði.
Ásta Sigfúsdóttir,
Guðmundur Þorsteínsson, Guðrún Sigurjónsdóttir,
Guðrún Jakobsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir, Einar Sigurðsson
og fjölskyldur.
+ Kristfn Björg
Gunnarsdóttir
fæddist á ísafírði 10.
október 1918. Hún
iést á Droplaugar-
stöðum mánudaginn
28. ágúst síðastlið-
inn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Gunnar
Kristinsson sjómað-
ur og vélgæslumað-
ur, f. 1891, d. 1977,
og Elísabet Andrés-
dóttir húsmóðir í
Sólbyrgi á Isafirði, f.
1888, d. 1965. Kri-
stín var elst fimm systkina sem
eru: Mari'a, f. 1920, Kristinn, f.
1922, Andrés, f. 1926, og Aðal-
steinn, f. 1930.
Kristín giftist 25. október 1947
Alfred J . Baarregaard, tannlækni
á Isafirði. Hann var danskur,
fæddur á Jótlandi 18. janúar 1909,
dáinn 4. mars 1970. Synir þeirra
eru: 1) Gunnar Anker
Baarregaard, f. 23.3.
1948, heimilislæknir í
Reykjavfk, kona hans
er Katrín Guðmunds-
dóttir, f. 8.4. 1949.
Börn þeirra: a) Krist-
ín Sigríður, f. 3.6.
1969, maður hennar
Ingvi Týr Tómasson,
f. 13.5.1968, þau búa í
Miami í Flórída. Börn
þeirra eru: Gunnar
Ingvi, f. 16.2.1992, og
Jóna Katrín, f. 21.1.
1998. b) Alfreð, f.
16.11. 1972, sambýlis-
kona Milagros Valencia, f. 31.5.
1973, þau búa á Malaga á Spáni.
Sonur þeirra er Alfreð Baarre-
gaard Valencia, f. 13.10. 1998. c)
Birna María, f. Í0.4.1978, sambýl-
ismaður Burkni J. Óskarsson, f.
28.10. 1974, og sonur þeirra er
Andrés Uggi, f. 9.12.1996. d) Guð-
mundur Kristján, f. 22.3. 1982. 2)
Harald B. Aifreðsson, f. 19.10.
1949, verkfræðingur í Reykjavík,
kona hans er Ingibjörg Berg-
mundsdóttir, f. 23.9. 1957. Börn
þeirra: a) Harald Bergur, f. 8.10.
1979, sambýliskona Hildur Guð-
mundsdóttir, f. 8.10. 1978, þau
búa í Kaupmannahöfn. b) Birgir,
f. 27.4. 1983. 3) Björn B. Alfreðs-
son, f. 29.12. 1950, tannlæknir í
Reykjavík, kona hans er Laura
Bergs, f. 10.7. 1955. Börn þeirra:
a) Björn Gauti, f . 22.11. 1983. b)
Gyða Elín, f. 23.6. 1990. c) Kristín
Björg, f. 5.2.1996.
Kristín fór fljótlega að vinna
eftir gagnfræðapróf á Isafirði.
Starfaði í verslun, saltfiskvinnslu
og við síldarsöltun á Siglufirði á
sumrin. Hún var um tíma bæjar-
gjaldkeri á ísafirði og banka-
starfsmaður. Kristín Björg flutti
til Reykjavíkur haustið 1970 og
hóf þá störf í Landsbanka íslands,
aðalútibúi í gjaldeyrisdeild og
vann þar uns hún lét af störfum
sjötug að aldri árið 1988. Hún bjó
lengst af í Safamýri 40 en flutti á
Droplaugarstaði í april 1999.
Utför Kristínar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
KRISTÍN BJÖRG
GUNNARSDÓTTIR
- V
Elskuleg tengdamóðir mín, Krist-
ín Björg Gunnarsdóttir, er látin eftir
erfið veikindi og mér er ljúft að
minnast hennar nokkrum orðum.
Nú eru Iiðin rúm tuttugu ár síðan
ég kynntist Kristínu sem síðar varð
tengdamóðir mín og frá fyrstu tíð
var ég umvafin þeirri hlýju og elsku
sem hún átti í svo ríkum mæli.
Þegar ég tengdist fjölskyldunni
hafði Kristín fyrir alllöngu misst eig-
inmann sinn, Alfred J. Baarregaard,
langt fyrir aldur fram og flust þúferl-
um ásamt sonum sínum frá Isafirði
til Reykjavíkur og hafið störf í
Landsbankanum. Starfi sínu þar
gegndi hún af stakri trúmennsku uns
hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Mér duldist aldrei hve heitt hún
unni æskustöðvunum á ísafirði þrátt
fyrir langa búsetu í Reykjavík þai-
sem hún átti heimili til æviloka. Hún
minntist uppvaxtar síns í foreldra-
húsum með mikilli hlýju og á Isafirði
gekk hún í hjónaband, eignaðist
drengina sína og lifði hamingjuríku
fjölskyldulífi í mörg ár.
„Skógurinn" skipaði sérstakan
sess í huga tengdamóður minnar en
hann geymdi sælureit fjölskyldunn-
ar, sumarbústaðinn Lynghól sem
maður hennar reisti. Þangað fór hún
á hverju sumri og átti ótal unaðs-
stundir „í faðmi fjalla blárra" allt
þar til snjóílóð hreif burt sumarbú-
staðabyggð Isfirðinga í Tungudal
vorið 1994. Eins og nærri má geta
var missir Lynghóls henni þung raun
en því mótlæti tók hún af æðruleysi
eins og öðru sem á móti blés á Iíf-
sleiðinni.
Kristín tengdamóðir mín var fal-
leg kona og svipsterk, dökk á brún
og brá. Glaðlyndi og góðvild ein-
kenndi hana öðnj fremur ásamt já-
kvæðu hugarfari. Hún bjó yfir innri
ró og yfirvegun og færði allt til betri
vegar. Ættfróð var hún og minnug
og hafði gaman af að spjalla, ekki síst
um gömlu, góðu dagana fyrir vestan.
En við þurftum ekki alltaf að segja
margt. Það var einfaldlega svo nota-
legt að vera í návist hennar og oftar
en ekki hlusta á taktfast tifið í prjón-
unum sem hún skildi sjaldan við sig.
Nægjusemi var Kristínu í blóð borin
og hún var þakklát fyrir allt sem fyr-
ir hana var gert.
Syni sína og fjölskyldur þeirra bar
hún mjög fyrir brjósti og umhyggja
hennar fyrir okkur var takmarka-
laus. Mesta gleðin í lífi hennar var
fólgin í samverustundum með fjöl-
skyldunni og helst vildi hún hafa all-
an hópinn sinn hjá sér.
Börnin okkar Bjöms sakna nú
ömmu sinnar sem var þeim einstak-
lega kær. Hennar ljúfa viðmót náði
svo vel til barnanna, hún sýndi þeim
mildi og skilning og var óspör á
hvatningu og hrós.
Kristín bjó við góða heilsu mestan
hluta ævi sinnar en síðustu árin er
heilsunni tók að hraka þáði hún vist á
sjúkrastofnunum. Eg vil fyrir hönd
fjölskyldunnar færa starfsfólki
Grensásdeildar, öldrunardeildar
Landakots og Droplaugarstaða ein-
lægar þakkir fyrir þá einstöku um-
hyggju og alúð sem henni var sýnd í
erfiðum veikindum.
Það er sárt að kveðja Kristínu
tengdamóður mína sem svo lengi
hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi
mínu og víst er að heimurinn verður
ekki samur. Ég fæ aldrei að fullu
þakkað þá lífsgæfu að hafa átt hana
að og mun um ókomin ár ylja mér við
dýrmætar minningar um samfylgd
sem aldrei bar skugga á.
Guð blessi minningu hennar.
Laura Bergs.
r Blómabwðin >
Öat*c3shom
t v/ FossvogskifUjugaeð >
Sími. 554 0500 /
+
Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HALLA AÐALSTEINSDÓTTIR,
Brekkugerði 34,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu miðvikudaginn
23. ágúst. Útförin fer fram frá Grensáskirkju, í
dag, föstudaginn 1. september, kl. 13.30.
Guðmundur Árnason,
Árni Árnason, Jóhanna Gunnlaugsdóttir,
Aðalsteinn Árnason, Þórný Eiríksdóttir,
Helga Lára Guðmundsdóttir, Björn Guðmundsson,
Margrét Guðmundsdóttir, Lúðvíg Lárusson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Hjartkaer bróðir okkar, mágur og frændi,
MAGNÚS GUÐMUNDSSON,
Böðvarsgötu 2,
Borgarnesi,
lést á sjúkrahúsi Akraness föstudaginn
25. ágúst.
Útför hans verður gerð frá Borgarneskirkju
laugardaginn 2. september kl. 14.00.
Jarðsett verður á Ökrum.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Ólöf Guðmundsdóttir, Ólafur Egilsson,
Þórunn Bergþórsdóttir
og systkinabörn.
" 'i
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þættí útfararinnar.
•Ó1
■4?
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
l .
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.