Morgunblaðið - 01.09.2000, Page 53

Morgunblaðið - 01.09.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 53 + Páll Friðfinnsson byggingarmeist- ari fæddist að Skriðu í Hörgárdal, hinn 9. september 1906. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi 22. ágúst sfðastliðins. Forcldrar hans voru Friðfinnur Steindór Jónsson, bóndi, f. 7. nóvember 1875, d. 20. ágúst 1951 og kona hans, Jóhanna Pálsdóttir húsfrú, f. 18. janúar 1871, d. 28. júní 1940. Bróðir hans var Hjalti Friðfinnsson, fæddur í Skriðu 17.5. 1904, d. 26.5. 1956. Þegar Páll er átta ára flyljast for- eldrar hans að Barká í Hörgár- dal, fæðingarstað móður hans, og býr hann þar til sextán ára aldurs er hann flytur til Akureyrar, og byrjar nám í trésmíði hjá Jónasi Gunnarssyni trésmíðameistara. Sveinsprófi í iðn sinni tekur hann árið 1925 og meistararéttindi öðl- ast hann fjórum árum síðar. Páll kvæntist Önnu Ólafsdóttur 8. apríl 1933. Foreldar hennar voru Björg Halldórsdóttir húsfrú, Elsku pabbi minn, það fyrsta sem kemur upp í hug mér þegar þú hefur kvatt þetta líf er þakklæti. Þakklæti til Guðs fyrir að gefa mér þig sem föður. Og fyrir þá auðnu og sérréttindi, að fá að njóta samfylgdar þinnar svo lengi. Trúin um að öll eigum við eftir að hittast og sameinast í ljóssins sal „Musteri Guðs“ yfirskyggir sorgina, veitir huggun í harmi. Þú kvartaðir ekki, þó sjónin bilaði, heymin dofn- aði og fætumir vildu ekki hlýða. Ut- varpið stytti þér margar stundir og þakklátur varst þú þeim sem sóttu f. 10.8. 1876, d. 26.7. 1960, og Ólafur Þorkell Eirfksson, f. 18.4. 1869, d. 26.8. 1935, er sfðast bjuggu að Ljósstöð- um í Glerárþorpi. Börn Páls og Önnu eru: 1) Björgvin L. Pálsson, bygg.m. Hrísey, í sambúð með Önnu Eiðsdótt- ur. 2) Þór S. Páls- son, bygg.m. Akur- eyri, kvæntur Hrefnu Sigur- steinsdóttur. 3) Olöf Pálsdóttir, húsfrú Akureyri, gift Jóhannesi Hjálmarssyni. 4) Tryggvi Pálsson, fasteignasali, Akureyri, kvæntur Aðalbjörgu Jónsdóttur. 5) Bragi V. Pálsson, trésmiður og bóndi, Björgum, Hörgárdal, kvæntur Hafdisi Jó- hannesdóttur. 6) Friðfinnur S. Pálsson, bygg.m. Akureyri, kvæntur Ingu G. Tryggvadóttur. Barnabörnin eru 24, barnabarna- bömin 54 og barnabarnabarna- börnin níu. Útfór Páls fer fram frá Glerár- kirkju f dag og hefst athöfnin klukkan 14. þig heim. Var þá mikið spurt og spjallað um málefni fyrr og nú. Auðvitað á langri ævi komu ýmis vandamál upp á þitt borð. En þú vannst úr þeim, á þinn hljóðláta og yfirvegaða hátt, meðan við börnin lékum okkur áhyggjulaus og ómeð- vituð um þá hluti. Þú flíkaðir ekki til- finningum þínum, en hvað þú unnir okkur mikið, sást best á öllu því sem þú lagðir á þig, okkur til handa. Sveitinni þinni Hörgárdalnum unnir þú heitt. Og margan sunnu- daginn minnist ég ferða okkar þang- að til vina og ættingja. Allt frá því ég man fyrst eftir mér áttir þú bíl. Og gaman var að ferðast með þér um landið. Þekking þín á sögu þess og stöðum, var mikil. Af henni miðlaðir þú okkur samfylgdarfólkinu þínu. Þú varst vel lesinn og fróðleiksþyrstur. Ferðafélagsbækumar last þú spjald- anna á milli, þær voru góðar vörður á leið þinni um landið. En í dag, bý ég að fróðleik þeim er ég fékk í ferðun- um með ykkur mömmu og bræðrum mínum. Sextán ára komstu í bæinn til að nema húsasmíði. Jafnframt lærðir þú útskurð í tré hjá Geir Þormar frænda þínum. Bifreiðarpróf tókstu snemma og er skírteini þitt númer 30. Þið mamma giftust á Möðruvöll- um árið 1933 og ári síðar byggðuð þið hús sem þið nefnduð Sólvelli. Á tólf árum urðum við systkinin sex, og það gefur auga leið, að langan vinnudag þurfti til að framfleyta svo stórri fjölskyldu. Þið mamma voruð samhent um að fegra allt og prýða, jafnt innan sem utan húss. Ég hugsa, að svefntíminn hafi oft verið í styttra lagi hjá ykkur ekki síst fyrir jólin, þegar verið var í „laumi“ að útbúa jólagjafimar handa okkur systkin- um. Þú smíðaðir, mamma saumaði. Dótakassar, bílar, flugvélar, dúkkurúm og margt, margt fleira var þá framleitt. Gjaman var þá bætt við smíðarn- ar einu eða tveim stykkjum handa frændum og frænkum, sem minnast þín með þakklæti fyrir umhyggju þína. Skíði vom meðal þess sem þú smíðaðir handa okkur systkininum og minnist ég vel skíðaferðanna sem við fómm saman. Þú teiknaðir fleira en húsin sem þú byggðir því ófá urðu munstrin sem þú útbjóst og mamma saumaði svo út í dúka, sængur, kodda og fleira. Perlusauminn, sem prýddi kjólana hennar mömmu, teiknaðir þú. Fleiri fengu að njóta þessara hæfileika þinna, það var ekkert sjálfsagðara hjá þér en að verða öðmm að liði. Jólatré, skraut og jólasveina fram- leidduð þið líka. Einnig minnist ég PÁLL FRIÐFINNSSON TRYGGVI BERGSTEINSSON + Tryggvi Berg- steinsson fæddist að Torfastöðum í Grafningi 19. febr- úar 1918. Hann lést 24. ágúst síðastlið- inn. Móðir hans var Sigríður María Ein- arsdóttir, f. 20.11. 1894 að Litla-Hálsi í Grafningi, d. 15.7. 1991. Faðir hans var Bersteinn Sveinsson, f. 6. 3. 1879 á Mark- arskarði í Hvol- hreppi, d. 1.6.1962. Utför Tryggva fer fram frá Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Tryggva þekktum við frá því nokkru eftir að við fómm fyrst að muna eftir okkur. Hann hafði komið í Njarðvíkumar 18 ára gamall til þess að vinna hjá afa okkar, Finnboga Guðmundssyni í Tjarnarkoti, sem var einn af útvegsbændunum í Innri- Njarðvík í þann tíð. Þar var afi með nokkrar kýr í fjósi, allmargar rollu- skjátur í móunum og rífandi útgerð og fiskverkun niður við seylubryggj- una. Tryggvi gerðist síðan Njarðvík- ingur og var partur af heimsvitund okkar drengjanna. Hann var hógvær og feiminn en hlýr. Hann var skýr og talaði öðruvísi en margir aðrir sem fundu bólstað í æskuminningum drengjanna í Njarðvík. Tryggvi ræddi ekkert um sjálfan sig en mikið um bækur sem hann hafði lesið eða nýjar hugmyndir. Hann talaði tæp- ast illa um nokkurn mann, sagði reyndar um einn að hann væri dáldið útundan sér en í rauninni innundir sig aftur. Hann hafði hlotið erfitt uppeldi í sárri fátækt, átti vart fót til skiptanna. Hann mundi eftir því að hann gat ekki sofið fyrir kulda og snemma hefur hann verið settur til verka. Af sögum fólks er til þekkti má ráða að að- stæður sumar í upp- vexti hans höfðu ekki þróast á þann veg að þær væru fallnar til að örva lítinn dreng and- lega og líkamlega. Hann hlaut naumast þá menntun sem hann hefði viljað og hæft hefði honum og móðir hans átti erfiða daga og gat illa forðað honum frá vondum mönnum sem vildu niðurlægja drenginn. En Tryggvi lét ekki bugast og það var gaman að hitta hann. Hann hafði gjarnan eitthvað merkilegt um að tala og tilsvör hans voru oftast ekki nein tuskusýning. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka. Ekki hafði hann verið nema tvö til þrjú ár með Njarð- víkingum þegar hann dró fyrir glugga í herbergi sínu í frístundum og hóf að læra enska tungu af bók- um. Með þessu háttalagi vakti hann allnokkra undrun, jafnvel aðdáun, í plássinu. Náði Tryggvi færni í lestri enskunnar sem hann síðan hélt við með lestri tímarita, var m.a. áskrif- andi að National Geographic fram á síðustu ár. Þar fann hann mikinn fróðleik um móður jörð, menn og þjóðir, lönd og náttúru. Þar fann hann stóran heim sem hann dáði, þar var hvfld að hafa frá smærri mann- heimi norður við dumbshaf. - Manni verður á að hugsa, hvar hefði Tryggvi látið staðar numið ef hann hefði haft hjá sér nettengda tölvu á þessum árum? Góð tónlist var Tryggva mikil unun og naut hann þess sérstaklega að hlusta á óperu- söng. Hann fékk sér orgel og lærði nótnalestur af sjálfum sér og orgel- spil, sem hann gamnaði sér við löng- um. Mestan hluta starfsævi sinnar vann Tryggvi sem múrari. En hann hafði ekki bara tekið til hendinni í einu starfi, hann stundaði sjó og hann hafði lagt fyrir sig leigubíla- akstur. Hann byggði sér myndarlegt hús við Kirkjubraut í Innri-Njarð- vík. Ekki lagði Tryggvi í hjónaband- ið og ekki kunnum við af honum sam- býlissögur. Hann tók til sín aldraða móður sína, Maríu Einarsdóttur, sem bjó hjá honum þar til hún lést 96 ára gömul. Tryggvi fór á mis við margt í uppvextinum og ekki var hlaðið undir hann. En öfugt við marga samtímamenn sína, sem þrátt fyrir fátækt nutu þó betra atlætis, fylltist hann ekki öfund og neikvæð- um viðhorfum heldur skapaði sér sinn eigin heim þar sem hann gladd- ist með góðum vinum og nágrönnum í Innri-Njarðvík þar sem hann kaus að búa sér heimili. Máske hafði hann hugboð um að orsaka hörguls og hamingju væri beggja að leita í hug- arfarinu. Á seinni árum var hann plagaður af fingurkreppu í höndum og gat þá ekki spilað á orgelið eða gert ýmsa fínni handavinnu. Þetta var slæmt fyrir hann og gerði einlífi hans og einsemd erfiðari. Síðasta árið mun Tryggvi hafa verið orðinn veikur en fékkst lítið um það. Þegar hann leitaði loks læknis var hann kominn með langt genginn sjúkdóm sem erfitt var við að eiga. Hann bar sig vel eftir stóra aðgerð og sagði: „Ja, nú tekur í piltar, en maður verður að taka því sem að höndum ber.“ Hann sló ekkert af í lífsstíl sínum í þessum síðustu þrengingum. Hann hafði skapað sér sína lífssýn og heimspeki og kvaddi þennan heim óbeygður. Við þökkum honum samfylgdina og vinskapinn og kveðjum með sökn- uði góðan dreng. Megi hann hvfla í friði. Við vottum aðstandendum hans og vinum hluttekningu. Matthías Kjeld, Gylfi Pálsson. útskurðar þíns á laufabrauðinu í gamla daga, hann var engu líkur. Áríð 1942 byggðir þú nýtt hús handa okkur á Munkaþverárstræti 42 og þaðan á ég margar Ijúfar minn- ingar. Og sérstaklega er mér minnis- stætt dúkkuhúsið sem þú smíðaðir handa mér, einu dótturinni, sem stóð í garðhorninu. Sumarbústað byggðir þú líka, svo við gætum notið „sveitasælu“ og oft var þar margt um manninn, enda voruð þið mamma höfðingjar heim að sækja og alltaf var pláss fyrir ætt- ingjaogvini. Akureyrarveikina svokölluðu fékkst þú og eftir langa legu tókst þér, af ótrúlegri eljusemi og þraut- seigju, að þjálfa þig til starfa á ný. Hagyrðingur varstu góður, og margar tækifærisvísur urðu til. Þú skemmtir þá gjarnan á árshátíðum og þorrablótum með gamanvísum og eftirhermum, sem þú samdir og fluttir sjálfur. Þú varst góður söng- maður og spilaðir bæði á fiðlu og sög. Það var gaman að hlusta á þig leika á sögina, því það eru ekki margir sem það gera. Elsku pabbi, í dag kveð ég þig í hinsta sinn og ljúf minning um ást- ríkan föður mun lifa með þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég bið Guð að gefa móður minni styrk í þessari miklu sorg. Hvfl í friði, pabbi minn. Þín dóttir, Ólöf Pálsdóttir. Elsku langafi minn er nú farinn frá okkur. Þegar ég fékk fréttir um að þú hefðir verið lagður inn á sjúkrahús fársjúkur brá mér mikið. Að morgni 23. ágúst sl. fékk ég svo þær fréttir að þú hefðir andast að kvöldi 22. ágúst og varð ég mjög hrygg og margar minningar komu upp í huga mér. Alla mína ævi varst þú eini langafi minn. Hjá ykkur langömmu átti ég margar ánægjustundir, t.d. er ég átti heima hjá afa og ömmu í Seljahlíð 11 og þið bjugguð í Seljahlíð 13, kíkti ég gjarnan út um dymar á morgnana til að gá hvort búið væri að draga frá svefnherbergisglugga ykkar svo að ég mætti skokka í heimsókn. Alltaf var eitthvað góðgæti hjá ykkur að fá og margar góðar sögur frá því í gamla daga sagðir þú mér. Þið voruð líka dugleg að spila við mig. Á sjötugsafmæli langömmu minn- ar hinn 25. október 1982 var ég skírð á heimili ykkar og hélt langamme mér undir skím. Þegar ég var fimm ára gömul fluttist ég suður og var það alltaf mitt fyrsta verk þegar ég kom norður að heimsækja ykkur. Nú síðast föstudaginn 23. júní heimsótti ég ykkur á elliheimilið Hlíð og sá ég þig þá í hinsta skipti. Elsku afi minn, erfitt er að hugsa til þess að þú sért dáinn og farinn frá okkur, erfiðast mun það þó reynast langömmu. Þú varst alltaf fastur punktur í lífi hennar. En að þú sért farinn frá okkur er hlutur sem við öll verðum að sætta okkur við. Elsku langafi minn, ég sakna þín sárt og minningar þínar geymi ég í hjarta mínu. Ég votta ástvinum þínum; lang-<- ömmu minni, Björgvin, Þór, Ólöfu ömmu, Tryggva, Braga, Friðfinni og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Hvfl í friði, elsku langafi minn. Aníta Gunnlaugsdóttir. + Elskulegur bróðir okkar og mágur, ÞORGILS ÞORGILSSON, Hrfsum, Fróðárhreppi, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Brimilsvallakirkju Fróðárhreppi laugardaginn 2. september kl. 14.00. Hermann Þorgilsson, Una Þorgilsdóttir, Anna Þorgilsdóttir, Sveinn Ólafsson. + Laugardaginn 26. ágúst lést á Dalbæ Dalvík, MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis Hvoli, Dalvfk. Útför hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju laugar- daginn 2. september kl. 13.30. Elín Skarphéðinsdóttir, Gylfi Björnsson, Jón Emil Gylfason og fjölskylda. V + HALLDÓR KRISTJÁNSSON frá Kirkjubóli, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 1. september, kl. 15. Fósturbörn, systkini og fjölskytdur. Lokað verður á skrifstofum og afgreiðslum Orkuveitu Reykjavíkur í dag frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar GUNNARS H. KRISTINSSONAR, fyrrverandi hitaveitustjóra Hitaveitu Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.