Morgunblaðið - 01.09.2000, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR H.
KRISTINSSON
>
+ Gunnar H. Krist-
insson, fyrrv.
hitaveitustjóri,
fæddist í Reykjavík
30. nóvember 1930.
Hann lést á St. Jós-
efsspítala í Hafnar-
firði hinn 27. ágúst
síðastliðinn. Hann
var sonur Karólínu
Á. Jósepsdóttur
húsm., f. 26.11. 1903
á ísafirði, d. 14.3.
1984 og Kristins H.
'Kristjánssonar vöru-
bifreiðarstjóra, f.
23.4. 1892 í Reykja-
vík, d. 3.3. 1952 . Foreldrar Karó-
línu voru Jósep, sjómaður á Isa-
fírði, Sigmundssonar, Hagalíns-
sonar, Jóhannessonar, í Kvíúm í
Jökulfjörðum. Móðir Karólínu var
Ásdís Sigríður Kristjánsdóttir.
Foreldrar Kristins voru Krisfján,
múrari og steinsmiður, Krisfjáns-
sonar. Móðir Kristins var Ánna
Sigríður Þorfmnsdóttir en hún var
fyrri kona Kristjáns. Systkini
Gunnars: Anna húsm., búsett í
Danmörku, f. 17.7. 1924; Karólína
Ágpústa, f. 13.10. 1946; Alfreð,
leigubilsfjóri, f. 13.10. 1927, d.
>■ 24.2. 1988; Krisfján Karl, sjómað-
ur, f. 2.6. 1929, fórst með togaran-
um Max Pemberton í janúar 1944;
Jósep, bifreiðavirki, f. 3.8. 1932,
Jónína (Stella), iðnverkakona, f.
30.10. 1934 og Þorfinnur Kristins-
son, f. 19.2.1938, d. 21.4.1938.
Hinn 30. nóvember 1952 kvænt-
ist Gunnar Auðbjörgu Brynjólfs-
dóttur, f. 1. nóvember 1929, d. 17.
janúar 2000. Auðbjörg var kjör-
dóttir Guðrúnar Jónsdóttur hús-
móður, f. 2. september 1883, d. 6.
desember 1955 og Brynjólfs Jóns
Einarssonar sjómanns, síðar vakt-
manns hjá Skeljungi í Skeijafirði,
f. 17. september 1890, d. 6. október
1966. Móðir Auðbjarg-
ar var Dagmar Frið-
riksdóttir, f. 10. júlí
1910, d. 11. júní 1979.
Faðir Auðbjargar var
Bárður Lárusson sjó-
maður, f. 7. maí 1902
en fórst 2. nóvember
1938 með bv. Ólafi.
Gunnar og Auð-
björg áttu níu börn og
lifa átta: Synir Auð-
bjargar og fóstursynir
Gunnars eru: 1) Gunn-
ar Ingi Birgisson,
verkfr., alþingismað-
ur og bæjarfulltrúi, f.
30.9.1947. Maki Vigdís Karlsdóttir
og eiga þau tvær dætur og eitt
barnabarn. Þau eru búsett í Kópa-
vogi. 2) Þórarinn Sigurðsson kerf-
isfræðingur, f. 26.4. 1950. Maki
María Sif Sveinsdóttir og eiga þau
þijá syni. Þau eru búsett í Hafnar-
firði.
Börn Gunnars og Auðbjargar: 3)
Kristinn Halldór, stærðfr. og al-
þingismaður, f. 19.8. 1952, í sam-
búð með Elsu Friðfinnsdóttur
hjúkrunarfr. Kristinn á fjögur
börn af fyrra hjónabandi og eitt
barnabarn. Elsa á eina dóttur. Þau
búa í Reykjavík og Bolungarvík. 4)
Sigrún Bryndís kennari, f. 7.9.
1954. Maki Iljörleifur Ingólfsson
yfíreldvarnareftirlitsm. Þau eiga
eitt barn. Sigrún átti áður tvö börn
og Hjörleifur þijú börn. Þau búa í
Keflavík. 5) Karl Ágúst físktæknir,
f. 26.9. 1955. Maki Guðlaug Bern-
ódusdóttir húsm. og eiga þau þijú
börn. Þau búa í Bolungarvík. Karl
á tvær dætur úr fyrri sambúð. 6)
Guðrún Jóna hjúkrunarfr., f. 6.10.
1957. Hún á tvö börn. Hún er bú-
sett í Vestmannaeyjum. 7) Katrín,
kennari, f. 21.9.1959. Hún á fjögur
börn og er búsett í Bolungarvík. 8)
Óskírt meybam, f. 6.11. 1960, d.
7.11. 1960. 9) Hafsteinn Hörður
líffr., f. 22.8. 1965. Hann á eina
dóttur. Hann býr í Garðabæ. Gunn-
ar og Auðbjörg ólu upp frá átta
ára aldri dóttur Katrínar, Auð-
björgu Brynju Bjarnadóttur, f.
31.10. 1978. Unnusti hennar er
Bjarki V. Guðnason. Þau búa í
Garðabæ.
Gunnar ólst upp í stórum systk-
inahóp, fyrst á Bergþórugötu, síð-
ar á Litla-Háteigi. Um haustið
1948 var húsið að Litla-Háteigi
flutt að Skipasundi 36. Gunnar
lauk barnaskólaprófi frá Laugar-
nesskóla og hóf síðan nám við
gagnfræðadeild Menntaskólans í
Reykjavík. Hann lauk þaðan stúd-
entsprófi 1950 og stuttu seinna hóf
hann nám í vélaverkfræði við Ed-
inborgarháskóla. Hann lauk B.Sc.-
prófi (Hons.) árið 1957. Hann starf-
aði um skeið f Landssmiðjunni en
1958 hóf hann störf sem verkfræð-
ingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur
þar sem hann starfaði óslitið í 40
ár. Hann varð yfirverkfræðingur
árið 1968 og hitaveitustjóri 1988-
1998. Hann sat í stjóm Jarðborana
ríkisins frá 1988-1999 og stjórn
Sambands ísl. hitaveitna frá 1988.
Hann átti einnig sæti í stjórn Gal-
anta frá 1994 til 1999. Gunnar
starfaði með skosk-íslenska félag-
inu og sat um skeið í stjórn þess.
Gunnar starfaði mikið með
Ferðafélagi íslands og hlaut gull-
merki félagsins fyrir störf sfn þar.
Hann var einnig félagi í Oddfel-
low-reglunni. Gunnar var stunda-
kennari við verkfræðideild Há-
skóla Islands um skeið og við
Tækniskóla íslands. Á meðan á
námi Gunnars stóð bjuggu þau
hjón ásamt elstu börnum sínum í
Skotlandi en komu heim á sumrin
og bjuggu hjá móður Gunnars í
Skipasundi 36. Þau fluttu sfðan að
Drápuhlíð 4 í Reykjavík en haustið
1964 fluttu þau í hús sitt á Stekkj-
arflöt 15 í Garðabæ þar sem þau
bjuggu síðastliðin 36 ár.
Utför Gunnars fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
„Ég lffi, þér munuð lifa“, þessi orð
blasa við mér daglega út um eldhús-
gluggann heima í Eyjum og eru þessi
orð Krists huggun harmi gegn, þar
sem ég og fjölskylda mín höfum þurft
að horfa á eftir foreldrum okkar með
jafnstuttu millibili og raun ber vitni,
En við vitum að aðskilnaður sem
nú er orðinn, vaiir aðeins skamma
stund því tíminn mun koma. Yfirleitt
vekur fæðingin alltaf gleði og dauð-
inn harmi og var það enginn leikur
fyrir okkur systkinin að horfa á síð-
“ástu daga föður okkar sem einkennd-
ust af langri og erfiðri baráttu, þar
sem hann sem öllu ræður virtist eiga
í erfiðleikum með að ákveða stundina
en stundin kom og var sannarlega
líkn frá þraut fyrir þig, pabbi minn.
Þó svo að lífið hafi leikið þig og mig
grátt á stundum, þá höfum við notið
þess dags er við áttum saman, en nú
er komið kvöld hjá þér pabbi, degin-
um er lokið og þú vaknar hjá mömmu
á öðru tilverustigi. Eins og þú kennd-
ir mér sjálfur þá hefur lífið þrjár
meginstoðir, upphaf, framhald og
endi, en sá sem öllu ræður, ákveður
upphaf okkar og endi sem sagt fæð-
ingar- og dánardægrin. Framhaldið
er sá tími þar á milli sem við fáum í
/fckkar hendur til að vinna sem best úr
og því betur sem okkur tekst til því
betur erum við undir þann stað búin
sem við vöknum á að loknu dagsverki
hér. Þar mun ég hitta þig og mömmu
aftur, þegar dagsverki mínu lýkur.
Þegar sá dagur kemur að við stönd-
um skil gjörða okkar, munu margir
öfunda þig af skykkju þinni, hve hvít
hún er, auðvitað er enginn maður hér
í heimi syndlaus en vinnudag þinn
hér á jörð, endaðir þú með þeim hvít-
klæddu og hreinu.
Þú varst góður leiðbeinandi og það
sem þú gafst mér í veganesti hefur
reynst mér vel í lífinu og þú kenndir
okkur systkinunum snemma að sjálf-
stæði með ábyrgð væri gott að hafa í
„nestisboxinu". Eitt sinn sagðir þú
við mig; Mundu, Gunna mín, að lifa
lffinu er eins og að líta í spegil, þú
færð til baka, sem þú gefur.
Óhreinindi og fals var eitthvað sem
ekki var í þinni lífsbók en þú komst
alltaf til dyranna eins og þú varst
klæddur. Hreinskipti og heiðarleiki
var stefna þín en fékkst því miður
gagnstæða stefnu á móti, á stundum
en þá varst þú fyrstur manna til að
réttlæta gjörðir þess er fór þvert á
stefnu þína.
Sterk réttlætiskennd var mjög
áberandi í persónu þinni og lffi. Ef
hallað var á þig eða einhvem að
ósekju var það leiðrétt, ef ekki strax
þá í fyllingu tímans. Oft tók það lang-
an tíma og sýndir þú ótrúlega þolin-
mæði á meðan. Þú tókst slíkt afar
nærri þér enda trúðir þú ekki að fólk
gæti sýnt annað en þú sýndir sjálfur.
Oftar en ekki reyndir þú að réttlæta
gjörðir annarra og umburðarlyndi
þitt var með ólíkindum á stundum.
Þú treystir mönnum eins og þú ætl-
aðist til að þeir treystu þér.
Þú lagðir mikinn metnað í starf
þitt sem átt hug þinn allan. Fljótlega
eftir að þú hófst störf hjá hitaveit-
unni kom það berlega í ljós og fram-
sýni einkenndi hugsjónir þínar. Það
vora ófáar stundirnar sem við áttum
saman í Öskjuhlíðinni þar sem þú út-
lýstir íyrir stelpuskottunni þinni
hvernig þú sást fyrir þér útsýnispalla
og veitingarekstur á gömlu tönkun-
um, hugsjónin þín var sterk og trúm-
ennska þín gagnvart fyrirtækinu
með eindæmum. Nesjavallavirkjunin
var barnið þitt og eru liðin um 35 ár
síðan við fengum að deila þeirri hug-
sjón með þér.
Ég kveð þig með söknuði og þökk
fyrir þau spor er þú leiddir mig á út í
lífið og ekki er það þín sök hvernig
mér hefur tekist til. Vona ég nú að þú
hafir hitt mömmu og veit ég það að
þið verðið hjá okkur þó svo að þið
hafið horfið héðan. Ég enda þessi fá-
tæklegu orð í bljúgri bæn og þakkar-
gjörð til þín, pabbi minn. Ég og böm
mín þig kveðjum hinstu kveðju héðan
með þakklæti í huga, hjarta og sál en
þú ert, hefur verið og munt verða fað-
ir minn og afi bama minna að eilífu.
Hvíl þú í friði,
Þín dóttir,
Guðrún Jóna.
Elsku afi minn, það er margt sem
mig langar að segja núna en einhvern
veginn kem ég ekki orðum að því.
Það er margt sem ég hefði viljað gera
betur en það er lítið hægt að gera við
því núna. Ég veit líka að þú hefðir
ekki viljað að ég væri að grafla of
mikið í fortíðinni, tímanum er betur
varið í að gera nútíðina og framtíðina
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÖNNU ÞORVALDSDÓTTUR,
Guðrúnargötu 3,
Reykjavík.
Anna María Bragadóttir,
Atli Bragason,
Kristján Bragason,
Bragi Bragason,
Ingveldur Björk Bragadóttir,
Viðar Bragi Þorsteinsson,
Ólöf Leifsdóttir,
Ásta Margrét Jóhannsdóttir,
Guðmundur Jónsson,
Kolbrún Anna Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
betri. Ég á alltaf eftir að muna þegar
þú kvaddir mig á spítalanum í sein-
asta skiptið. Aldrei hefur nokkur
manneskja sýnt mér þvílíka ástúð og
hlýju, hvað þá kvatt mig svona vel.
Krossinn minn, sem þú varst með
þegar þú fórst, er nú orðin mín dýr-
mætasta eign og ég ætla að varðveita
hann vel. Mig langar til að kveðja þig
með eftirfarandi ljóði eftir Stein
Steinarr því mér varð hugsað svo
mikið til þín þegar ég las það í íyrsta
skiptið;
Víst er þetta löng og erfið leið,
og lífið stutt og margt, sem út af ber.
En tigið gegnum tál og hverskyns neyð
skín takmarkiö og bíður eftir þér.
Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt,
hve undarlega er gott að sitja kyrr.
Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt,
og hraðar þér af stað sem áður fyrr.
Svo styttíst þessi ganga smátt og smátt,
og seinast sbendurðu einn við luktar dyr.
Takk fyrir allt, elsku afi. Ég á eftir
að sakna þín.
Þín
Erla.
Nú er hann afi okkar dáinn eftir
stutta sjúkdómslegu. Þó að við finn-
um til söknuðar getum við þó glaðst
yfir því að veikindastríð hans var
stutt og þjáningum hans er lokið.
Einnig er ánægjulegt að hugsa til
endurfundanna við hana ömmu okk-
ar, það vora sjálfsagt fagnaðarfund-
ir, en afi saknaði hennar mikið og
breyttist eftir lát hennar.
Hann var mikill og góður afi, alltaf
þótti okkur og bömum okkar gott að
sitja í fanginu á honum. Hann var
ákaflega fróður um allt mögulegt og
gaman var að hlusta á hann. Voram
við oft stolt af því að eiga svo greind-
an og vel gefinn afa sem átti sér hug-
sjónir og lifði samkvæmt þeim. Eitt
okkar var mjög stolt af því að hafa
ljóð eftir hann í skólaljóðabókinni
sinni.
Okkur þótti ávallt gott að koma til
afa og ömmu í sveitina, síðan á Miklu-
brautina og svo Leifsgötuna. Alltaf
var borið á borð eitthvað sem börn-
um þykir gott að ógleymdri hlýjunni
sem fylgdi. Þau áttu ætíð nóg af kök-
um og öðra góðgæti og is í frystinum
til að gleðja okkur bamabömin og
síðan barnabamabörnin. Öll fengum
við svefnpoka frá þeim í fermingar-
gjöf og eiga sum okkar þá ennþá og
halda mikið upp á.
Gaman var að fylgjast með afa
sinna bústörfunum í sveitinni. Ef-
laust er það nauðsynlegt börnum að
vera í sveit um einhvern tíma og sjá
hvera mikla vinnu þarf að leggja af
mörkum til þess að allt gangi upp.
Margar góðar minningar úr sveit-
inni, eiga þau okkar, sem vora í sveit
á Kirkjubóli, svo sem leikur með
leggi og skeljar, drullukökubúið úti í
móa, Brekkubflsævintýrin, að
ógleymdum dýrunum, sem haldið vai’
mikið uppá. Ailar áttu kýmar sín eig-
in nöfn, þótt þær skiptu nokkrum
tugum og eins var með kindurnar
sem vora nokkur hundruð.
Eins eigum við margar góðar
minningar frá barnastúkustarfinu
með afa og ömmu, s.s. bingó, félags-
vist, ferðir í Galtalækjarskóg o.fl.
Okkur sem búum erlendis þótti
leitt að hafa ekki hitt hann áður en
hann dó.
Að leiðarlokum kveðjum við ást-
kæran afa og langafa með þökkum
fyrir allt.
Blessuð sé minning hans._
Sigurlaug, Sævar, Ólöf,
Sverrir, Jdhannes, Óskar og
fjölskyldur.
Kalliðerkomið,
Kominernústundin,
Vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja,
Vininnsinnlátna,
Er sefur hér hinn síðsta blund.
Margseraðminnast,
Margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
Margseraðsakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þegar ég sit hér á eins árs afmæli
Kristins Breka og skrifa mínar
hinstu línur til þín afi minn, þá verð
ég að viðurkenna að ég hef ekki hug-
mynd um hvað ég á að skrifa. Því
þetta era aðstæður sem mig óraði
ekki fyrir, fyrir ári síðan þegar Krist-
inn Breki fæddist. Að þið amma vær-
uð bæði farin frá okkur með sjö mán-
aða millibili. Ég var að hugsa um það
þegar ég sagði ykkur að við Haukur
ættum von á bami, þá ykkar fyrsta
langömmu- og afabarni. Viðbrögð
ykkar, þá aðallega ömmu, vora svo-
lítið fyndin. Því þú sast hinn rólegasti
(eins og alltaf) og komst ekki að, á
meðan amma fékk hálfgert áfall og
fannst hún eldast um að minnsta
kosti 20 ár. Því hún var of ung! Að
verða 70 ára og með nokkuð mörg
barnaböm á barneignaraldri. En það
var mjög ánægjulegt að þú skyldir fá
að njóta hans í þetta tæpa ár. Því þú
hafðir svo gaman af honum og hvattir
okkur Hauk fyrr í sumar til að koma
oftar með hann, því það væri svo
gaman að fylgjast_ með honum
stækka og þroskast. Ég verð að trúa
því að þið amma fylgist vel með hon-
um á nýjum stað. Eftir að amma dó
var svo gott að hafa þig, en samt var
svo erfitt að geta ekkert gert til að
hjálpa þér í sorg þinni, núna er ein-
hvern veginn eins og maður hafi ekki
neitt. Því nú er engin Stekkjarflöt
með háværu röddinni og snöggu
hreyfingunum hennar ömmu og lág-
væra röddinni og rólega fasinu þínu.
í dag er ég þakklát fyrir allar þær
stundir sem við áttum saman á Þing-
völlum undanfarin sumur og þær
stundir sem við áttum saman í vetur
og sumar. Ég veit að það er eigin-
gimi af okkur að syrgja ykkur ömmu
en við getum ekkert annað gert. Því
nú breytist svo margt. En ég vona að
við getum unnið okkur yfir það og
staðið saman sem ein held. Það var
það sem þú vildir.
Þína síðustu daga var það þín
hinsta ósk að fá að fara, ósk sem
rættist aðfaranótt sunnudagsins. Ég
get ekki annað en reynt að vera án-
ægð fyrir þína hönd, þó svo að það sé
nánast óbærilegt.
Elsku afi minn, takk fyrir allt og
ég vona að þú getir efnt það loforð
sem þú gafst mér á banalegunni að
koma með ömmu í afmælið á sunnu-
daginn.
Far þú í friði,
FriðurGuðsþigblessi,
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þín
Dagný.
Elsku afi. Ég veit að þú kvelst ekki
lengur. Amma hefrn- beðið eftir þér
og farið með þig strax og tækifæri
gafst til himnaríkis. Ég man eftir síð-
asta kvöldinu okkar saman þegar
verið var að laga baðherbergið í
Stekkjarflötinni. Þá komstu til okkar
og gistir hjá okkur í tvær nætur. Þú
sast í sófanum og varst að horfa á
fréttir þegar ég kom heim. Þú varst
búinn að kaupa þér tvennar jogging-
buxur og þú sýndir mér þær. Þú virt-
ist verða mjög ánægður þetta kvöld
þegar þú fréttir að við ætluðum öll að
horfa á nýju James Bond myndina.
Þú varst búinn að borða og varst
bara með diet kókið fyrir framan þig
til að súpa á öðra hverju yfir mynd-
inni. Stundum sást smábros á and-
litinu þegar einhver fyndin atriði
birtust á skjánum. Eftir myndina
fóram við með þér niður stigann í
svefnherbergið og gerðum allt til
þess að þér myndi líða vel, til dæmis
fékkst þú að sofa í hjónarúminu. Við
kysstum þig góða nótt og stuttu
seinna varstu sofnaður. Þetta var
skemmtilegasta kvöld sem ég hef
upplifað með eina afa mínum sem ég
hef átt um ævina. Mig langar að
kveðja þig með þessum orðum úr
uppáhaldsljóði þínu og ömmu:
Ennþá brennur mér í muna
meir en nokkum skyldi gruna
Að þú gafst mér undir fótinn.
Fyrir sunnan Fríkirkjuna
fórum við á stefnumótin.
En ég var bara, eins og gengur,
ástfanginn og saklaus drengur.
Með söknuði ég seinna fann að